Ísafold - 29.05.1889, Side 3

Ísafold - 29.05.1889, Side 3
171 Englandi í miðjum þ. m., um 170 smálestir, 1 með kol og kornmeti og ýmar nauðsynjavör- ur. jþað affermdi á 1 degi í Keflavík, á 1 degi í Leiru og 3 dögum í Garði. Fjelagið á von á salti og fleiri vörum síður í sumar á 1 skipi stóru eða 2 sinærri, og sendir þá apt- ur fisk fyrir vörurnar til Englands. Umboðs- maður þar er kaupm. Zöllner í Newcastle. Mannalát og slysfarir. í gær andað- ist í hárri elli og eptir langa kröm dbrmaður Magnús Jónsson í Bráðræði hjer við Beykja- vík, bróðir þeirra Jóns assessors Johnsens, síðar bæjarfógeta og hjeraðsdómara í Alaborg, og fyrrum sýslumanns þ>orsteins Jónssonar á Kiðabergi, fæddur 2. ágúst 1807 að Drumb- oddsstöðum í Biskupstungum. Hann byrjaði búskap á Felli í Biskupsturigum vorið 1833 og giptist þá 6. júní ungfrú Guðrúnu Jóns- dóttur prests Hjaltalín, systur landlæknis J. Hjaltalín; þau lifðu saman nær 50 ár, og varð 13 barna auðið, en af þeim eru nú 7 á lífi. Arið 1835 fluttust þau hjón búferlum að eignarjörð þeirra Austurhlíð í Biskupstungum og bjuggu þar þangað til 1861, að þau flutt- ust að Bráðræði. Magnús heitinn var bú- höldur mikill, atorkumaður og snemma fram- faramaður í búnaði. Hann gerði talsverðar jarðabætur meðan hann var í Austurhlíð, bæði með túnasljettum og garðahleðslu, og í Bráðræði þó miklu meiri og þær snilldarlegar. Hann var alþingismaður Beykvíkinga 1865 og 1867, og þótti koma mikið greindarlega fram á þingi sem annarsstaðar. Síðar stóð hann / nokkur ár fyrir verzlunarfjelagi Seltirninga og rak verzlun sjáifur eptir það um tíð (í »Liverpool« í Bvík.). Einn af sonum hans, Jón, býr nú á Bráðræði; annar er Sigurður, fyrrum kaupmaður, nú í Ameríku. Maður varð úti 30. f. m. á fjallinu milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar, í rigningarveðri, Finnbogi Finnbogason úr Seyðisfirði, roskinn maður, ættaður úr Húnavatnssýslu. Snemma í þ. mán. drukknaði 4—5 ára gamalt barn í Húsavík, datt niður um snjólopt á læk við bæinn. Barn drukknaði 3. þ. m. á Geirseyri við Patreksfjörð, 4 ára gamalt; náðist að eins með lífsmarki. Miltisbruni (?). Um xiáskaleytið bráðdrapst 1 lcýr á Búðareyri i Seyðisfirði hjá afgreiðslumanni pöntunarfjelagsins, Jóni Bergssyni, og fáum dög- um seinna 5 hestar, er ýmsir áttu og gefið hafði verið af samskonar heyi sem kúnni; ætluðu Wargir milisbruna, og voru skrokkarnir grafnir. Uetgátur eru um orsakirnar, en engin vissa. Hitt og petta. Fágætt blaða- júbileum í enskum blöðum stendur, að blaðið ,,Peking Avisíl i Kína ætli í ár að halda júbileum í minning þess, að það er búið að standa i þúsund ár, og sögu blaðsins, sem er þykkt bindi, á að gefa út i minningu þess. Litur út fyrir, að prentfrelsi sje talsvert í Kina, því blaðið hefir ekki verið hept nje gjört upptækt eitt einasta sinn i þessi umliðnu þúsund ár. Krókur á móti bragði. Karlmaður og kvenn- Maður fundust saman í enskum járnbrautarvagni. pau þekktu ekki ögn hvort annað. Allt í einu segir karlmaðurinn: „Gjörið svo vel, frú mín góð, að lita snöggvast úfi úr glugganum. Eg vildi gjarna laga dálítið á mjer fötin“. „Með ánægju11 svarar hún, kurteislega, stendur upp og snýr sjer frá honum. Að nokkrum augnablikum liðnum segir karlmaðurinn: „Svona, frú min góð, nú getið þ.jer snúið yður við aptur“, Kvennmaðurinn snýr sjer við, en sjer nú samferðamann sinn breyttan í skrautbúinn kvennmann með blæju fyrir andlitinu. Segir hún þá; „Jæja, herra minn eða frú, hvort sem þjer eruð, má eg nú biðja yður að líta snöggvast út i gluggann. Mig langar líka til að laga svolítið á mjer fötin“. þegar karl- maðurinn snýr sjer aptur vrð, sjer hann kvenn- manninn kominn i karlmannsbúning. Hló hann þá og mælti : „það lítur út fyrir, að við viljum ekki láta þekkja okkur. Hvað hafið þjer gjört fyrir yður ? „Eg hefi nú stolið úr banka“. „Og eg“, segir kvennmaðurinn, um leið og hún smeygir handjárnum á hann, „er lögregluþjónn, sem er lengi búinn að elta yður. Svona nú“, (tekur upp smábyssu); „sitjið nú kyrr og verið rólegur“. það stendur beima. Bóndi nokkur nálægt Köln hafði í langan tíma fært bakara einum í borginni smjör, átta pund i hvert sinn. Binu sinui tók bakarinn fyrir að vega smjörið, og sá þá, að vantaði eitt pund á þyngdina. Ljet hann nú bytlinginn standa óhreifðan þangað til bóndinn kom næst, og sýndi honum þá, að smjörið var að eins sjö pund, en ekki átta. Svaraði þá bónd- inn í einfeldni sinni : „það stendur heima, en það er ekki mjer að kenna; eg hefi engin lóð heima^ og þess vegna legg eg smjörið á aðra skálina, en á hina „átta-xmnda-brauðið“, sem eg fæ frá yður í hvert sinn“. Kvennamorðin i Lundúnum. Ekki hefir enn uppvíst orðið, hver eða hverjir þau hafa framið, en þau hafa þegar kostað lögreglustjórnina 100 þÚ8- und krónur. 1389 menn, sem grunaðir hafa verið, hafa verið handteknir, og handtaka þeirra, fæði og flutningur hefir kostað hjer um bil 1200 pund sterling. Hraðskeyti hafa kostað 730 pund, og ferðir njósnarmannanna til ýmsra landa hafa kostað 3000 pund sterl. þar við bætist ýmislegur annar rannsóknarkostnaður o. s. frv., svo hann nemur alls yfir 100,000 krónur. Bleðal þeirra, sem hafa verið settir í höpt, eru 898 Englendingar, 94fi Ameríkumenn, 123 þjóðverjar, 2fi Erakkar, 20 Svíar og Norðmenn, 1 danskur, 9 Kússar, 10 Spán- verjar, í stuttu máli alls konar þjóðir. Merkileg fi-elsun saklauss manns. í Babbi- combe, nálægt Liverpool, var gamall ógiptur kvennmaður myrtur 14. nóv. 1884, og þjónn hennar, Lee að nafrii, var undir eins grunaöur um morðið og handtekinn. Kvaðst hann stöðugt vera sýkn, en að lyktum dæmdi kviðurinn hann „sekan“, og var hann dæmdur til hengingar. Atti að hengja hann þann 23. febr. 1885, og var hann fluttur upp undir gálgann og bundið fyrir augu hans. Snaran var lögð um háls honum, en fellihlemmurinn var fastur undir fótum hans. þrisvar sinnum reyndi bööullinn til, aö skjóta hlemmnum niður, en þegar það heppnaðist ekki í 20 mínútur, var fariö með manninn aptur til faugelsisins. Innanrikisráð- herrann náðaði hann, en setti hann í æfilangt fangelsi. En fyrir skömmu er það uppvíst orðið, fyrir játningu annars manns á deyjanda degi, að Lee hefir verið saklaus af moröinu. 49,700 miljarðar í arf. Skattheimtustjóri i Grenoble, sem er nýdáinn, hefir í erfðaskrá sína sett þá einkennilegu ákvörðun, aö bærinn St. Marcelin, sem hann var fæddur í, skuli erfa 3000 franka, en að þessi upphæð megi ekki hreifast í 600 ár. Sje fje þetta sett á vöxtu með 4 af hundraði, verður það að þeim tíma liðnum, sam- kvæmt nákvæmum reikningi arfleifandans, orðið 49,700 miljarðar, eða 49 biljónir og sjö hunclruð þúsund miljónir franka. 1 þessum litla bæ St. Marcelin eru nú að eins 3400 íbúar, og verði þeir ekki orðnir fleiri að 600 árurn liðnum, fær hver þeirra í arf hjer um bil 14 milljaröa (10,000 milj. króna). Ilið, eina sem skattheimtustjórinn hefir gleymt að taka fram, er það, hvaða banki á að taka að sjer, að ávaxta fje þetta, og í hvaða mynt eigi að borga bænum St. Marcelin þessa 49,700 miljarða. Erfðaskrá skattheimtustjórans inniheldur líka aðra ákvörðun. það er sú fyrir- skipun, að stúlku fyrir innan þrítugt, sem fær flest atkvæði, eigi að borga 600 franka árlega. Hún þarl hvorki að vera betri, fegri, nje neinum kostum búin fremúr en aðrar stúlku, heldur að eins, að flestir hafi greitt henni atkvæði til að fá þessa upphæð. Kosningin á að framfara opinber- lega í ráðhúsinu, og er í erfðaskránni nákvæmlega sagt fyrir um öll smá-atvik við þá athöfn. Eái enginn ein flest atkvæði, þá á upjrhæðin að skipt- ast jafnt milli þeirra, sem hafa fengið flest at- kvæði. Nokkur orð um kveðskap Islendinga á miðöldunum. Eptir dr. phil. Jón porkelsson yngra. I. (Eramh.). Höfundurinn («S—s») segir, að Guðmund- ur þorláksson, góður kuuningi mmn, hafi fyrstur sett fram þá skoðun, að Jón bisk- up Arason hafi kunnað latínu; þetta er að vísu nokkurn veginn rétt. Enn svo segir höfundurinn, að eg geti þess ekki, og þykir »S—s» það »fínt». þetta er með öllu rangt, þó líklega ekki móti betri vitund, heldur af því, að maðurinn hefur ekki lesið bók mína. þar stendur á bls. 326 nótu 1, þar sem ræða er um skinnbók þá, er Guðmundúr studdist við: «Herra cand. mag. Guðmund- ur þorláksson hefir þegar 1879 bent á þetta, sbr. Finnboga sögu ramma, herausg. v. Hugo Gering, Halle, 1879, bls. XX (formáli)#.1 það, sem «S—s» segir um ummæli prófessors Wimmers um mína bók, er jafnósatt. En lrins má geta, að prófessorinn hafði nokkuð aðra skoðun en eg á máli því, sem nú er talað á Islandi. Eg segi, að enn sé hið sama mál á Islandi eins og fyrir 1400 (bls. 17). En prófessor Wimmer kvað því fjarri fara, að Islendingar hefðu geymt hið forna mál; ef það væri nokkursstaðar að finna væri þess að leita í ýmsum inálýzkum í Sviþjóð og Noregi. En á meðan hvert mannsbarn á ís- landi skilur og getur lesið sér til skemtunar forusögurnár, munu íslendingar að vísu ekki þykjast þurfa að spyrja þann mann, sem al- drei hefir stigið fæti á Island og ekki getur talað íslenzku, hvar hins forna sögumáls sé nú að leita á lifandi manna tungum. En þessi orð eru ekki að síður eptirtektaverð, þar sem þau eru töluð af manni, sem talinn er merkur málfræðingur og rýndur veL En kennitig er þetta fyrir aðra Islendinga, að láta ekki skilja á sér ofmikla gleði yfir því, að málið íslenzka hafi ekki farið að for- görðum. Leiðarvísir ísafoldar. 171. Maður tekur lán hjá öðrum, og í stað fasteignar eða annars veðsetur hann skriflega æru sína fyrir því, að borga á ákveðnum gjald- daga, en svíkst um það. Hefir þessi maöur óskerta æru í siðfei'ðislegu og borgaralegu tilliti? Sv.: Veðsetning á „æru“ sinni er markleysa að lögum, og borgaraleg æruskeröing ekki löggild afleiðing af skuldarefjum, en siðferðislag mannorðs- spjöll eru þær rjett metnar. 172. Er jeg skyldur til að lögum, að greiða sóknarpresti mínum dagsverk, og kirkjunni hálf- an ljóstoll, þó jeg tiundi yfir ’/2 lmndrað, þar 1) Bg hugsaöi reyndar, að eitthvað mætti fremur finna mér til annað en það, að eg citeraði ekki, enda hefir „S—s“ ekki getað átt við það, nema með þvi móti að skrökva. Sumum öðrum er miklu hættara við en mér að tilgreina ekki heimildir. Nýlega hefir t. a. m. maður nokkur ritað um húsa- byggingar á íslandi, sem þekkti engin skilríki fyrir sliku á 16. og 17. öld, og fór því til annars manns og fékk það hjá honum, sem hann segir þar um, en ekki er þess við getið, hvaðan hann hafi fengið slíkt.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.