Ísafold - 01.06.1889, Page 1
K.emui út á rmðvikudögum og
laugardögum. Verð árgangsins
(104-arka) 4 kr.; erlendis 5 kr.
Borgist fyrir miðjan júlímánuð.
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifieg) bundin vid
áramót, ógild nema komin sje
til útgefanda fyrir t.okt. Af-
greiðslnst. i Austnrstrœti 8.
XVI 44.
Reykjavik, laugardaginn 1. juni.
1889.
Bankinn og bændur.
(Úr brjefi að vestan).
»Hjer skyldi höfuð Sverris undir vera;
slíkt kenmð þjer yðrum börnum«, sagði Sverr-
ir kouungur.— Mig skyldi eigi furða, þótt
margt barnið lærði óg hefði eptir svipaðar
bölbænir yfir þessari nýju glæsilegu stofnun
ykkar Reykvíkinganna, landsbankanum; þau
munu heyra nóg fyrir sjer af þess háttar.
það er ótrulegt, hvað bankanum hefir tekizt
á skömmum tíma að safna glóðum elds yfir
yfir höfuð sjer. Hjer minnist varla nokkur
maður á hann óbölvandi. Veit jeg meira að
segja, að það er ekki eins dæmi í þessu
plássi, heldur er það altítt í öðrum hjeruðum
og landsfjórðungum, það ]eg hefi haft spurn-
ir af.
Honum á ekki úr að aka, vesalings-bank-
anum. Fyrst þorði almenningur ekki að
snerta á seðlum hans, heldur en það væri sá
kongulóarvefur, sem yrði að reyk undir eins
og við þá væri komið. »Hvað á jeg að gjöra
við pappírs-tálið að tarna ?« sögðu bændur, og
áskildu sjer gull og silfur í kaupum og söl-
um, hvenær sem þeir gátu. þeim fannst
það ganga svikum næst, ef þeim var boðin
borgun í seðlum.
Nú er sú heimska og hjátrú óðum að þverra
eða hjer um bil horfin víðast hvar, það jeg
t,il veit. En það er komið annað verra í stað-
inn. f>að er meðferð bankans á þeim, sem
ekki geta staðið í fullum skilurn við hann.
Jeg held ekki með óskilvísinni íslenzku.
Jeg taldi það meira að segja kost en ekki
löst á bankanum, fyrst þegar jeg heyrðigetið
um hina ströngu afborguuarskilmála hans. Jeg
sagði við sjálfan mig : »p>essu höfum við gott
af, Islendingar. Við höfum gott af því að
komast undir strangan aga í skuldaskiptum
og fá að kenna hart á okkar rótgrónu og
ættgengu óskilvísi#.
En að öllu má of mikið gjöra.
þegar jeg sje bankann fleygja hverri vildis-
jörðinni eptir aðra undir hamarinn og láta
þær fara langt fyrir neðan hálfvirði, bara
fyrir það, að bændum hefir orðið um megn,
eptir undanfarin harðæri, að standa í fullum
skilum með hinar gegndarlausu afborganir,
sem bankinn beimtar, þá fer mjer ekki að
verða um sel. Jeg spyr sjálfan mig : «Hvar
á þetta að lenda? Ætlar þessi stofnun, sem
sett var á laggirnar eptir mikla mæðu og
ineð ærnum hlunnindum frá hálfu landssjóðs
t)g landsstjórnar, í þeim tilgangi að etyðja
•sem bezt atvinnuvegi landsins, — ætlar hún
að leggja landið í auðn ? Ætlar hún að gjöra
okkar uýtustu bændur og framfarameun að
uppflosningum og demba þeirn á sveitina eða
flæma þá til Vesturheims, en leggja fasteignir
landsins undir útlenda kaupmenn, sem einir
geta keypt, þegar hvergi fást peningalán til
nokkurs hlutar nema einmitt í bankanum,
taeð hans miskunnarlausu einokunarkjörum ?
Ú>g hvaða nauðsyn., knýr bankann til að fara
þannig að ? Er hann svo nauðulega staddur,
að hann sje á nástrái að öðrum kosti ? Með
bálfa miljón króna lagða ókeypis upp í hönd-
urnar til að græða á með okurrentum (5Jý)
og því okurlegri afborgunarskilmálum (10':') !
Enda búinn að græða á rúmum tveimur ár-
um meira en 50,000 kr.! Eða er hann fje-
þurfi til að hjálpa öðruin um lán ? Með
mikið á 2. hundr. þús. kr. fyrirliggjandi, sem
hann gétur ekki fengið ávaxtað, og eigandi
eptir eitthvað 70,000 kr. ónotað af lánsfjenu
frá landssjóði, seðlunum !»
Hvaða vit er líka í rauninni í að ætlast
til þess, að bændur geti þegar á fyrsta ári
eða fyrstu árunuin goldið 15af fje því, er
þeir lána til jarðabóta t. a. m.? Jarðabætur
kannast flestir við að gefi góðan arð af sjer,
þegar fram líða stundir, bæði hjer og annar-
staðar; en sá auður er ekki gripinn upp
þegar á fyrsta ári. það er öðru nær. Eða
ætli það sjeu yfir höfuð margir atvinnuvegir,
sem gefa slíkan arð af sjer, jafnvel í meiri
kostalöndum en þetta land er?
það er reyndar hægt að segja, að það sje
heimska að vera að taka bankalán til slíkra
fyrirtækja. þau geti auðvitað ekki ávaxtað
svo dýra peninga. En hvert eiga menn þá
að snúa sjer? Hvar er peningaláns að leita
nú orðið annarsstaðar en einmitt í bankan-
um ? Hvar, nema hvergi, svo teljandi sje.
Bændur eru líka farnir að sjá það nú, að
það er hvergi liðs að leita í slíkum efnum.
þeir sjá, að þeim er glötunin vís, ef þeir fara
að taka bankalán, og hvað er þá annað en
leggja árar í bát ?
það er orð á því gert, hvað veðin, sem
bankinn er að selja, fari fyrir lítið verð, og
mun því vera um kennt af hálfu banka-
stjórnarinnar, að veðin hafi verið of hátt
metin af virðingarmönnum. f>ykir svo bank-
anum hættuspil að lána út á meira en þriðj-
ung til helming virðingarverðsins. En hjer
eru alls engir prettir á ferðum af virðingar-
mönnum eða öðrum. Hin lágu boð í banka-
veðin eru mjög svo eðlileg, og meira að segja
alls ekki sprottin af neinum samtökum, sem
margur kann að ímynda sjer. Kaupendur
sjá, að ekki er forsjált að bjóða meira eu
svo, að eptirgjMd eignarinnar hrökkvi fyrir
banka-afborgun og vöxtum af andvirðinu, en
það eru 15J/>.
það er sama að segja um sjávarútvegs-
menn og sveitabændur. Tökum til dæmis,
að menn vilji eignast gott þilskip til fiski-
veiða, með bankaláni, t. d. 8,000 kr. |>að
kostar rúmar 1200 kr. til bankans á ári; og
hver óvitlaus maður færi að stofna sjer í það
—gjöra sjer vísa von um 1200 kr. í hreinan
ábata a ári, hvernig sem aflast, vel eða ílla ?
Mörgum er kunnug verzlunareinokunin í
útkjálkakaupstöðunum sumum. Til þess að
ljetta af sjer því oki, ganga bændur í pönt-
unarfjelög, og byrja þá á því, að taka banka-
lán til að losa sig úr sínum gömlu kaup-
staðarskuldum. En von bráðar rekur að
því, að láuið verður þeim of þungt nndir að
rfsa, 15J°/o á ári, og þá er ekki annað að flýja
en á náðir kaupmannsins aptur, sem tekur
hinn iðrandi syndara að sjer með þeim ein-
um skilmála, að hann verzli við sig einan
upp frá því og engan annan.
Fyrir hálfvirði eða lítið meira verða bænd-
ur að láta skepnur sínar, aðalbjargræðisstofn-
inn, til kaupmanna, til að særa út peninga
til að standa í skilum við hankann. f>á er
nii bankalánið komið upp í 60—70/.
Boðorðið, sem bankastjórnin gaf út í fyrra
um að hún tæki ekki gilt neitt veðleyfi nema
með sýslumannsvottorði til staðfestingar und-
irskript veðleyfanda, er líka dálaglegur bú-
hnykkur til handa almenningi. Jeg þekki
dæmi þess, að maður, sem ætlaði að fá 100
kr. lán úr bankanum, varð að kosta til 50
kr. fyrir ferð sýslumanns á heimili veðleyf-
anda, sem ekki var sjálfur ferðafær, til að
staðfesta undirskript hans. Er nú nokkur
næ.rgætni í slíku við almenning ? Og hvar
eru dæmi þess, að lögð sjeu þannig einlæg
höpt og ekkert annað en höpt á viðskipta-
líf manna?
Um eldsvoðaábyrgð.
Að vátryggja eignir sínar, hverjar sem eru
fyrir öllum slysum, er að geta borið, hvort
heldur er á sjó eða landi, er hjá öðrum þjóð-
um talinn sjálfsagður hlutur. Einkum láta
menn sjer annt um að hafa eigi neitt það
ótryggt fyrir eldsvoða, sem unnt er að fá
eldsvoðaábyrgð á. En Islendingar eru í þessu
eins og svo mörgu öðru talsvert á eptir tím-
auum, og þó allmargir hjer á landi hafi nú
hin síðari árin, síðan iitlend vátryggingarfje-
lög fóru að hafa hjer umboðsmenn, keypt
brunabótatrygging á eigum sínum, hafa menn
almennt verið helzt til skeytingarlitlir í þessu
efni. f>arf þó eigi því um að kenna, að hús-
brunar hafi verið svo sjaldgæfir eða óvana-
legir atburðir hjer á landi upp á síðkastið,
að mönnum hafi eigi gefizt færi á að sjá
gagnsemi og nauðsyn vátryggingarinnar. Eigi
þarf heldur að berja því við, að ókleyfir örð-
ugleikar sjeu á því að tryggja eignir sínar til
brunabóta, þar sem að minnsta kosti 2 stór
og auðug vátryggingarfjelög hafa umboðsmenn
hjer á landi og iðgjöldin fyrir ábj7rgðarupp-
hæðinni hins vegar eru svo lág, sem frekast
er unnt, sem sje fáeinir aurar fyrir hvern
tug króna, sem vátryggt er fyrir.
f>ó menn nú ekki vildu taka hæfilegt tillit
til hinnar miklu hættu og tjóns í fjárhags-
legu tilliti, sem búið er af eldsvoðum, er ætíð
geta að borið, þegar minnst vonum varir,
hversu varfærilega og gætilega sem að er far-
ið, ætti það þó að vera hverjum manni auð-
sætt, hversu mikið verðgildi það á að geta
gefið eigum manna, að hafa þær vátryggðar,
hversu það hlýtur að auka lánstraust manna
o. s. frv. I öðrum löndum er það jafnvel
talin siðferðisleg skylda allra þeirra, er eitt-
hvað hafa handa á milli, og annara heill eða
hagsmunir að einhverju leyti eru undir kom-
in, að vátryggja eigur sínar, og þannig koma
í veg fyrir, að fjármunir manna, ef óheppni
skyldi að bera, fari að forgörðum bótalaust
að eins fyrir skeytingarleysi.
Vjer álítum óþarft að fara frekari orðum
um nytsemi eldsvoðatryggingarinnar, hyggj-