Ísafold - 08.06.1889, Page 2

Ísafold - 08.06.1889, Page 2
182 leysi hlutaðeigenda, illu skipulagi eða öðru, að presturinn álíti þeivn peningum, sem hann getur sparað, betur varið á annan hátt en leggja þá í sjóðinn, þá gjörir hann, að mínu áliti, rjett í, að leggja þá ekki í hann, held- ur á hvern þann stað, hvað sem hann heitir, sem þeir geta borið fátækri ekkju hans og börnum beztan arð og verið þeim vissastur styrkur. Hið minnsta, sem krafizt verður, finnst mjer þó vera það, að sönnun sje fyrir því, að þeir sem leggja í sjóðinn gjöri ekki sínum nánustu beinan skaða með því, eða svipti styrkþurfandi ekkju og börn að meira eða minna leyti þeim styrk, er þeir voru færir um að veita þeim. Að þetta geti átt sjer stað með því fyrirkomulagi, sem nií. er á sjóðnum, álít jeg hægt að sanna. jþar sem öðru verður við komið, álít jeg rangt að byggja mikið á drengly'ndi manna, fjelagsanda eða höfðingsskap; slíkar áætlanir verða að minnsta kosti óáreiðanlegar; en á þessu einu hefir þó verið byggt með presta- ekknasjóðinn, og það öldungis að óþörfu, enda hefir uppskeran verið þar eptir. þ>egar prestaekknasjóðurinn var stofnaður, álít jeg að tveir vegir lægi fyrir til þess, að efia hann og tryggja. Annar vegurinn -var sá, að koma sjóðnum þannig undir vernd laganna, að öilum prestuni væri gert að laga- skyldu, að leggja tiltekna, árlega upphæð í sjóðinn. Tillag þetta mátti annaðhvort miða við tekjur brauðanna, t. a. m. 1 °/°, eða þá láta það vera jafnt af öllutn, og þá svo vægt, að prestum á rýrustu brauðum væri það ekki ofvaxið. Með þessu móti hefði sjóðurinn aukizt fijótt og' vel, og með tíman- um bætt úr allri þörf ekknanna, án þess þó að tillagið hefði orðið prestunum tilfinnanleg byrði. Hinri vegurinn var sá, að láta til- lagið að meira eða minna leyti vera frjálst, en binda þó ekkjustyrk úr sjóðnum því skii- yrði, að prestar legðu í sjóðinn, annaðhvort tiltekna upphæð einu sinni, eða víst árlegt tillag um ákveðið árabil. — Brjóstgæðamenn- irmr svara mjer líklega því, að hart sje að láta saklausa ekkju og börn hins fyrirhyggju- lausa trassa gjalda hans. En þótt þetta kynni hart að vera, er liitt þó harðara, að láta þá ekkju gjalda hans, sem ekkert hefir verið við hann riðin; en þetta kemur þó fram, þegar vextir af fje því, sem hinn fyrirhyggju- sami hefir lagt í sjóðinn,. eru bútaðir upp milli ekkna hinna, sem ekkert lögðu, svo að ekkja sjálfs hans nýtur lítils eða einkis. En fyrir þessu þarf tæplega að gjöra ráð, því jeg trúi ekki öðru en að allir prestar, sem ekki hafa sjeð ekkjum sínum borgið á ann- an veg, yrði fljótir til að gera sjóðnum skil, ef þeir vissu fyrir fram, að það væri skil- yrðið fyrir styrk síðar meir. f>að er langt síðan að jeg hreyfði fyrst upp- ástungum í þessa átt, þótt ekki hafi þær komið á prent. En þó þeim hafi ekki verið sinnt, er sannfæring mín enn óbreytt, og reynslan hefir styrkt hana. Framan af var jeg einn af þeim, sem lagði árlega í sjóðinn, en er nú hættur fyrir nokkrum árum, og ætla ekki að byrja að nýju fyr en það fyrir- komulag er komið á, sem jeg get fellt mig við. Jeg virði biskup vorn meðal annars fyrir það, hve höfðinglega hann hefir styrkt sjóð- inn. En þrátt fyrir það, þó framlög hans sjeu höfðingleg, er það ætlun mín, að hann hefði verið sjóðnum og ekkjunum þarfari með því, að koma betri skipun á sjóðinn. Jeg vildi því óska, að biskupinn vildi, áður en hann hættir sinni löngu og þýðingar- miklu starfsemi sem æðsti prestur landsins, semja frumvarp til laga um tillög til sjóðs- ins, styrkveitingar lir honum og stjórn hans. Erjálslegast álít jeg, að frumvarpið yrði rætt á öllum hjeraðsfundum í landinu á komandi sumri, en synodus ætti að velja nefnd manna til þess, að veita frumvörpum hjeraðsfund- anna viðtökur, koma saman skoðunum manna og yfir höfuð leggja síðustu hönd á rnálið, og álít jeg sjálfsagt, að biskup vor sje sjálfkjörinn formaður þeirrar nefndar. 12. apríl 1889. Sveitapeestur. Nokkur orð um kveðskap Islendinga á miðöldunum. Eptir dr. phil. Jón porkelsson yngra. II (Framh.) Ef það er nokkuð, sem hefir verið sagt hugsunarlaust, þá er það kredda Boga um fólksfjölda á 14. öld og mannskaða í svarta- dauða. Alyktan hans um þær afleiðingar, sem þetta hafði fyrir landið, eru heldur ekki mikið heppileg. f>að er að vísu satt, að snemma á 13. öld fór að brydda á rotnun í hinu pólitiska þjóðlífi Islendinga og varð endirinn sá, eins og kunn- ugt er, að þjóðlífið fór í mola, sem altaf verður harla mikilvægt atriði í sögu Islands. Mikinn hluta þrettándu aldar gekk ekki á öðru en borgarastyrjöld og innatilandsóeirðum, sem svipti fjölda manna lífi og eyddi miklum kröptum, sem hefðu getað unnið eitthvað þarfara fyrir mannfélagið, auk þess sem til þess gekk stórfé og tími. Eptir að borgara- styrjöldinni létti litlu eptir 1260, tók lítið betra við, en það voru staðamál, og stóð klerkdómurinn þar og leikdómurinn öndverðir; linnti þeim ekki fyrri en 1297, svo að það má svo að orði kveða, að öll þrettánda öld var ekki annað en flokkadrættir og fjandskap- ur. A 14. öld eru þessir flokkadrættir hér um bil horfnir; þeim bregður að vísu fyrir öðru hverju, en ekki nema rétt sem leiptrí, er hverfur jafnótt, og höfðu litla þýðingu. Merkastar eru skærur Norðlendinga við Orm biskup, Sunnlendinga við Gyrð, Grundarbar- dagi, uppþotið á alþingi 1361 og 1362, og deil- ur Björns Jórsalafara og |>órðar Sigmundsson- ar o. s.frv. En þesar smádeilur urðu færri mönn- um að fjörtjóni og eyddu minna fé og kröptum en róstur 13. aldarinnar. iþað var meiri friður til að vinna að landsins gagni og nauð- synjum, og það var meira jafnvægi og kyrð í landinu. þ>að voru því ástæður til, að land- ið næði sér aptur eptir martröð 13. aldarinn- ar, og hafi það ekki gert það, þá er það ekki eins og Bogi segir að kenna gangi sög- unnar. það er að kenna slysum og ófyrirsjáan- legum áföllum, sem ekki stóðu í neinu sambandi við gang sögunnar, en höfðu áhrif á framtíðina. Er Boga alvara með að halda, að óáran, eldgos, sem eyða breiðum bygðum, og drep- sóttir standi í nokkru sambandi við borgara- stríð, stjórnarbreyting og staðamál 13. aldar- innar ? Eða heldur hann þetta sé synda- hegning frá almáttugum guði fyrir þessar yfirsjónir? Mein 13. aldarinnar er flokka- drættir og vígaferli, en mein þeirrar 14. er landplágur: drepsóttir, harðæri, jarðeldar. En það gengu líka drepsóttir yfir Island á 13. öld, að minsta kosti einar átta í tilbót við styrjaldirnar. |>ó sagan gengi sinn gang, ef allt hefði annars farið með feldu, þá hefði efnahagur eflaust farið mjög vaxandi á 14. öld, og fólksfjöldi hefði í lok aldarinnar orð- ið langtum meiri en við lok 13. aldar, og hefir sjálfsagt verið það, en svo kemur svarti dauði, og strádrepur svo að segja landsfólkið. Stjórnarbreytingin á 13. öld þurfti enga apt- urför að skapa, því íslendingar voru lausir allra mála við Noregskonung hvenær sem þeir vildu, því sáttmálarnir voru eigi haldnir. En að u^pástanda að apturför hefði orðið á 15: öld þrátt fyrir það þó svarti dauði hefði ekki komið, getur hver og einn, þegar engin rök eru tilfærð. Hversvegna mundi þessi plága hafa staðið fyrir meðvitund Islendinga gegnum allar aldir, sem einhver sú mesta býsn og skelfing, sem yfir þetta land hefir dunið, ef það væri hugarburður einn? |>að sannast líka hér, að sjaldan lýgur almanna- rómur, því það er með sannindum að segja, að enginn einn atburður í sögu landsins hef- ir verið til bráðara hnekkis, og 15. öldin hefði litið allt öðruvísi út, hefði ekki þessi uhdur á dottið. Espólín hefir rétt að mæla, þar sem hann segir að enn á 14. öld hafi þúnáður Islendinga staðið í fornu horfi og að rekin hafi verið jarðyrkja og kornrækt. I bréfum frá þessari öld finnast ekki fá dæmi, þess að nefndar sé ekrur og sáðlönd sem hlunnindi ýmsra jarða, enda út á hinum yztu skögum og annesjum landsins. En hefir Bogi séð þess opt getið á 15. öld? því trúi eg laust því þetta hverfur um aldamótin1 og er ekki afleiðing af gangi sögunnar, en bein afleið- ing svartadauða. |>að lítur ekki út fyrir að Bog sé svo kunnugur íslenzkum ættartölum, að hann viti það, að svo gjörsamlega eydd- ust hinir forni ættbálkar, að það er einungis. gegnum mjög fáa ættboga, sem nú verða ættir raktar á Islandi upp til fornaldarinnar. |>að vantaði ekki auð í landi á 15. öld, því að aldrei hafa verið meiri auðmenn á Islandi en þá, en það, sem vantaði var vinnukrapt- ur, því fólkið var dáið; landið varð ekki not- að vegna fólksleysis, og hvaða gagn var í að eiga jarðir sem ekki gátu fengizt bygðar; þær dröfnuðu niður í hirðingarleysi ; þessvegna voru það úrræði auðmannanna, að hafa sjálfir bú á sein flestum sínum jörðum, til þess að hafa eitthvert gagn af þeim. A þessu hlaut að ganga þaugað til næsta kynslóð var vaxin upp. Og hvað mikill fróðleikur ætli ekki hafi farið í jörðina með þeim mörgu þúsund- um, sem hrundu niður? |>að er varla ástæða til að halda, að 15. öld hefði verið að nokkru verr stödd en sú 14., ef plágan hefði ekki komið; og einmitt þegar landið fer að ná sér aptur og fólkinu fjölgar á síðari hlut aldar- innar, fer að birta yfir og enda vísindalegt líf fer að vakna; en þá datt yfir plágan síð- ari, sem geta má nærri hver áhrif hafði, þó- hún væri ekki eins skæð og sú fyrri, og svo langt voru menn þó komnir áður siðaskiptin renna upp, að komið var prentverk í landið. þetta er það helzta handa Boga, og er þó mart eptir ótalið, þó eg sleppi alveg því, sem er persónulegs eðlis. |>ó vil eg geta. þess, að hann finnur að því að eg citeri of mikið2 og nefni t. a. m. afskriptir af skinn- 1) Til þess að gera bókmenntum Islenclinga sem mesta minnkun á miðöldunum, þá grípur hann, til þess, að segja þvert á móti því sem er. Hann, segir t. a. m., að það sé svo sem ekki því að heilsa, að áhrif þeirra geri vart við sig fyrir utan ísland, En allir vita þó, sem nokkuð vita, að kvæði frá íslandi bárust til Færeyja, og urðu þar þjóðkvæði á miðöldunum, og er heill kafli um það í minni bók. 2) „S—s“ þykir eg eitera oflítið.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.