Ísafold - 12.06.1889, Page 1

Ísafold - 12.06.1889, Page 1
K.emur út á nnðvikudögum og laugardögum. Verð árgangsins (I04arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júlímánuð. ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir I.okt. Af- greiðslust. í Austurstrœti 8. XVI 47. Reykjavik, miðvikudaginn 12. júni. 1889. Marstrands lageröl sem öðlazt hefur 4 meðalíur á ýmsum sýn- ingum víðsvegar í heiminum aftappar Helgi Jónsson (Aðalstræti 3, Rvík) með hinum fullkomnustu aftöppunarvjelum sem til eru á íslandi, og selur það fyrir 1 kr. 50 a. 10 hálf-flöskur. 'iMcirstrands ölgerðarhús höfðu látið á sýn- inguna fjölda af maltdrykkjum, ekki minna en 18 ýmislegar tegundir, þar á meðal 5 teg- Undir af hvítöli. Marstrands lageröl var eflaust hið bezta danska öl, næst öli frá gl. Carlsberg. f>að var svo líkt hinu sanna og ómeingaða bay- ■erska öli, sem unnt er, var mjög svo undir- stöðugott og tært og froðan á þvi var var- anlegri og samfeldari en á nokkru öðru öli». (Ur »Svenska Bryggareföreningens Nya Mánedsblad«, August 1888, bls. 249). Útlendar frjettir. Khöín, 30. maí 1889. Veðurfar. Sjaldgæf sumarblíða lengi staðið. á Norðurlöndum sem syðra i álfuvorri. I fyrra hluta mánaðarins brast sá óðastorm- ur á í austurbyggðum Bandaríkjanna (í Norð- uramer.), sem fádæmum gegndi og olli stór- sköðum og víða miklu manntjóni. Aukþess, sem sagt er af skipsköðum og húsáhruni, er þess getið, að heilar þyrpingar t. d. þeirra manna, sem voru á leið yfir brýr, þeystust í lopt upp, en þar bana eða lemstra að bíða, ■er niður kom. Danmörk. Konungur vor og drotting lögðu af stað til titlanda 13. þ. m. Konung- ur fór til baðvistar í Wiesbaden—en þau hafa um leið heimsótt dóttur sína í Gmunden í Austurríki, og þar gistir drottningin enn. þann 9. þ. m. var minnzt hátíðlega, sem að venju, orustunnar við Helgoland, en því fylgdí nú, að sá minnisvarði var afhjúpaður, sem Suenson admíráli, foringja dönsku skip- anna, er reistur í Nýbúðum (sæliðshverfi Hafnar). Hjeðan annars engra nýjunga að geta nema komu l'riðþjófg Nansens og fylgdarmanna hans frá Grsenlandi. Var þeim hjer með stórvirktum tekið og til fagnaðarins óspart Varið af fjelögum og einstökum mönnum. Vart borið minna í en hæfði, þar sem Ijóðin, ræðurnar og blöðin tóku til afrekanna, en það kom líka á móti af Nansens hálfu, sem hlaut að láta afarvel í eyrum hjerlendra manna, er hann sagði, að Grænlendingar væru allra Þjóða sælastir, svo furðu vel vaeri með þá farið. Dáins er að geta Hilmars Stephensens (11. m-)> deildarstjóra hinnar ísl. stjórnardeild- ar. Hann var íslenzkur í föðurætt, líkur jnörgum frænda sinna, lipur maður og mesta valmenni. Svíar og Norðmenn. Nýnæmi frá hvorugum að segja. Pyrir þinglok Svía voru þau nýmæli samþykkt, sem færa heldur var- úðarbönd að ræðum og fundum, en með miklu linara móti en stjórnin gerði ráð fyrir í frum- varpi sínu, en það var sjer í lagi stílað gegn málfrekju sósíalista eða æsingum. Hörð við- ureign á þinginu, og »múlbandslögin« kölluðu frelsisblöð Svía frumvarpið meðan á henni stóð.—A afmælishátíð ríkislaganna (17. maí) Ijetu vinstri menn Norðmanna víðast mest á sjer bert,, og strengdu þess heit, að berjast til sigurs fyrir fullum og óbundnum kosning- arrjetti. England. Líkast rekur nú að lyktum í Parnellsmálinu, en það af vitnaleiðslunni eða prófunum að segja, að framhurður írskra klerka og annara manna frá írlandi hefir gert málið sókn líkara en vörn af þess lands hálfu gegn stóreignamönnum Englendinga. Fyrir skömmu mælti Salisbury lávarður í lávarðadeildinni svo fram með hinum kynja- mikla viðauka flotans, að snöggan ófrið þyrfti Evrópa vart að óttast, en við styrjöld yrði allir að búast, og hjer væri fyrir Englandi í síðustu forvöð komið. í>ýzkaland. Nýmæli fram gengin á al- ríkisþinginu um ábyrgð viðurlífis fyrir aldrað fólk og uppgjafa, en allt með erfiðleikum, þar til Bismarck hertygjaðist og hjó á tvær hendur (til sósíalista og «framfaravina»). Úr öðrum og meiri vanda hefir Bismarck og keisarinn átt um tíma að ráða, og það eru svo stórkostleg verkaföll, að slík liafa aldrei orðið fyr á þýzkalandi. f>að var í Vestfalen sjer í lagi, að verkmenn gengu frá vinnu í kolanámunum, er tilhliðrunar var synjað um kaupbæti og styttingu vinnutíma. Sagt er, að þar og í Slesíu væri það á ann- að hundrað þúsunda, sem atvinnuna hefði upp gefið. Prá vesturhjeruðunum sóttu þrír til nefndir menn á fund keisarans. Hann kvað sjer alla þegna sína kæra, og öllum vilja fyrir sanni sjá, en bað þá um fram allt samkomulags að leita við námaeigendurna og hliðra til að sínu leyti. Ef til annars drægi, bað hann þá muna, að vald hans væri mikið og orkaði miklu. Áminningarorðum mælti hann líka við nefnd riámaeigendanna, en með íljettara móti. Hvorutveggja hjetu góðu, og nú var svo milli gengið, að á samningsgreinir var fallizt og vinnan víðast aptur upp tekin. Svo hljóp aptur á ný snurða fyrir skömmu, er verkafólkið kallaði hina rjúfa einkamálin. Nýr og hávær fundur haldinn af forgöngu- mönnum verkafallsins, en eptir hann voru þeir allir inn settir og skjöl þeirra tekin til rann- sókna. Aður eða fyrir samkomulagið hafði slegið í róstur á sumum stöðum, vopn og grjót á lopti, og menn haft meiðsl og bana af — á einum stað af vangæzlu einnar varð- liðssveitarinnar —, en nú sem stendur þykir vant að vita, að hverju rekur. Forustumenn verkfallsins hafa tekið þvert fyrir, að þeir hefði nokkur mök við sósíalista eða þeira for- ingja, en þá við harðari atgöngu búið af stjórnarinnar hálfu, ef annað kemst upp. Onnur höfuðtíðindin eru heimsókn XJmber- tós Ítalínkonungs í Berlín 21. þ. m. og sá viðhafnarfögnuður, sem henni fylgdi. Til viðbúnaðarins var varið 150 þús. ríkismarka af borgarinnar hálfu. 1 fylgd konungs var krónprinsinn (Viktor Emanúel) og Crispi, forseti stjórnarinnar. I einni höfuðveizlunni mæltu þeir keisari og konungur hvor fyrir minni annars, landanna og hers þeirra, hvor á sínu málí. Báðir töluðu mjúkt og snjallt um sitt vináttusamband og urn bandalag beggja ríkjanna á verði friðarins. Flest blöð- in — og þá ekki sízt hin frönsku og rúss- nesku — segja, að ný einkamál sje bundin, sem að sambandi og samverknaði lúta, þegar á þarf að halda. þess að geta af viðureign með sveitum þjóðverja í Afríku og Arabaliði, að Wiss- inann rak 8. þ. m. 600 Araba úr herbúða- og vígisstöð, og fjellu þar af þeim 80, en fleiri urðu óvígir. Um frest nú talað á vest- ursókn frá Zanzibar til Emin pasja. Frakkland. Sunnudagurinn 5. maí var minningardagur byitingarinnar miklu eða upphafs hennar fyrir 100 árum. Hátíðin haldin í Versailles, og þangað ók ríkisforset- inn, Carnot, í skrautvagni með höfðinglegri riddarafylgd. þar komu ráðherrar hans, þingforsetar, embættisskörungar höfuðborgar- innar og landsins, nefndir frá borgum og hjer- uðum og margt annað stórmenni. Viðhöfnin alstaðar hin stórkostlegasta, og borgarlj'ður- inn þann dag mjög á fagnaðarferlum. I stórsal Versalahallar festi Carnot upp minn- ingarspjald og hjelt þar snjalla ræðu. Höf- uðefnið var —sem í þeim, er forsetar þing- deildanna síðar hjeldu— hvað Frakkland, og ásamt því öll Evrópa, ætti skörungum bylt- ingarinnar að þakka, og að því væri nú ein- ráðið, að tigna þar sinn yfirdrottinn, í stað einveldisherra, sem lög þjóðarinnar væru. Auk veizlu fylgdi hátíðinni hersýning, skot- eldar að kveldi og fl. Mánudaginn á eptir var ekki minna utn fögnuð og dýrðir, sem nærri má geta. þá var höfuðporti sýningarsvæðisins upp lokið og meira en 20 öðrum. Hingað sóttu þann dag meir en 250 þúsundir manna. Svæðið reynd- ist fullstórt, þó fleiri hefðu kornið, en þurð var þar á matar föngum og drykkjar,—um borðrými og stóla ekki að tala. Hátíðarræðurnar hjeldu þeir Tirard, stjórnarforsetinn, og Car- not ríkisforseti. Tirard bauð alla þar vel- komna og flutti þakkir fram af Frakklands hálfu til allra útlendra þjóða og stjórnenda, sem hefðu með hluttekning sinni og framlög- um stutt sýninguna. Carnot talaði snjallt í vígsluræðu sinni um þýðingu sýningarinnar bróðerni þjóðanna til eflingar og samlagi þeirra í allri nytsamlegri kappkostun, þrifn- aði og framförum. Hátíðin sjálf og öll henn- ar ljómadýrð um kveldið var svo stórfengileg, að aldraðir Parísarbúar kváðust aldrei fyrr hafa sjeð nein dæmi til. Ollum lýsingum ber saman um, að hjer sje veraldarsýning i orðsins fyllstu merkingu, og að hún taki yfir þær allar, sem á undan hafa verið. Iðnaður, smíði, listir, atvinnu- vegir, lifnaðarhættir og búnaður og svo frv.( —allt þetta svo sýnt, að allir, sem hjer koma,

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.