Ísafold - 12.06.1889, Side 2

Ísafold - 12.06.1889, Side 2
186 fá meiri kynningu af heirnsþjóðunum, menn ingarstigi þeirra og allri fjölbreytni, en fyrr hefir verið kostur á. Ohætt er að segja, að sýningin sje því furðuverki samboðin, sem er turninn mikli (Eiffelturninn) á sviði hennar. Að svo komnu ei bezt að leiða hjá sjer að tala um Boulanger, þar sem allt er enn svo ókunnugt um mál hans; þess má þó geta, að á losi þykir farið að brydda í fiokkum hans. En þeir skríða skjótt sam- an aptur, ef málsóknin verður stjórninni til vansa. Holland. þann 13. þ. m. stóð 40 ára stjórnar afmæli Vilhjálms konungs, haldið með miklum fólksfögnuði um allt ríkið. I öllum borgum ríflegar matgjafir þann dag fá- tæku fólki veittar, og þeirra gjafa nutu í að- setursborg konungs (Haag) 13 þúsundir skóla- barna. Enn fremur mörgum líknað, sem í fangelsum voru. Frá Abyssiníu. Bardaginn með Jó- hannesi og Súdansmannaliði stóð þar sem Metemmeh heitir, dagana 10.—12. marz. Konungsmönnum vegnaði betur fyrsta dag- inn, en konungur særðist og kunni því hið versta, og Ijet í heipt sínni höfuð höggva af 2000 manua úr hinna liði, sem handteknir höfðu verið. Annan dag dró ekki til úrslita, en hinn þriðja hafði nýtt lið dregizt til Sú- dans- eða Arabahöfðingjanna. Um morguninn skrýddist Jóhannes konungur hátíðabúningi sínum og hertygjum, steig upp á gæðing sinn og þeysti í broddi fylkinga sinna til orustu. Snemma í þeirri samgöngu fjekk hann nýtt sár í hálsinn og fjell af baki. f>að var byrj- un fulls ósigurs, og fjellu hjer beztu hers- höfðingjar hans, og sagt, að hjer hafi dauðir legið á velli allt að 30 þúsundum Abyssin- inga. — ltalir treysta á, að Menelek kon- ungur, eptirmaður Jóhannesar, haldi þeirri tign, sem hann hefir helgað sjer, og að þeir komi við hann svo málum sínum, sem þeir óska. 31. maí. Nú nokkuð friðsamlegri frjettir bornar frá námahjeruðunum á þýzkalandi. ISs=’ í nœsta blaði keimir meira um lands- bankann: nBökstuddir dómar um bankanm. Póstskipið Laura kom hingað í nótt frá Khöfn. Með því kom fjöldi farþegja, milli ðO og' 60, þar á meðal 10—12 enskir ferðamenn. Frá Khöfn hingað til Kvíkur kaupmennirnir Fr. Fischer, Lefolii, D. Pet- ersen, H. Th. A. Thomsen með sonum sín- um 2; Dr. Jón jporkelsson; cand. med. & chir. Kristján Jónsson (frá Arrnóti); stúdentarnir: Geir Sæmundsson, Jóhannes Jóhannesson og Brynjúlfur Kúld; fröken Sylvia Thorgrímsen; danskur cand. theol. Tryde. Til ísfjarðar frá Khöfn kaupmennirnir A. Asgeirsson, L. Snorrason og Zöylner. Frá Ameríku hingað frú Torfhildur þorsteinsdóttir Holm og fyrr- um kaupm. Sigurður Magnússon, alkomin bæði. Frá Svfþjóð vegfræðingur, ingenieur Sivertsen, »til að ferðast um landið og á- kveða, hvar helztu vegi skuli Ieggja« (sam- kvæmt fjárlögunum). Stjórnardeildin íslenzka í Khöfn. í stað Hilmars heit. Stephensens er A. Dyb- dal, er áður var skrifstofustjóri í íslenzku stjórnardeildinni, orðinn forstjóri hennar, en cand. jur. Ölafur Halldórsson orðinn skrif- stofustjóri í hans stað. Biskupsvígsla. Á uppstigningardag, 30. f. m., var síra Hallgrímur Sveinsson vígður biskupsvígslu í Frúarkirkju í Kaupmannahöfn af Dr. Fog Sjálandsbiskupi, og með honum danskur prestur, Harald Stein, til biskups yfir Fjóni. Yiðstaddir Friðrik konungsefni og kona hans (Lovísa krónprinzessa), ásamt tveim elztu börnum þeirra, Kristjáni prinz og Lovísu, flestallir ráðgjafarnir, forsetar rík- isþingsins, forseti hæstarjettar, rektor há- skólans, guðfræðisprófessórarnir og margt stór- menni fleira og fjöldi klerka. Dr. Kothe stiptsprófastur lýsti vígslunni. I vígsluræð- unni lagði Dr. Fog biskup út af Efes. 4, 7—11 («En sjerhverjum af oss er náðargjöf veitt». — «Og þessi hinn sami hefir gjört suma að postulum, suma að spámönnum, suma að guðspjallamönnum, suma að hirður- um og lærifeðrum»). Að ræðunni aflokinni bað hann biskupsefnin skipa sjer sinn til hvorrar hliðar við sig upp við altarið, til þess að hann gæti sýnt þá söfnuðinum. þá las hann upp æfiágrip þeirra, eptir sjálfa þá. Að því búnu hófst vígsluathöfnin sjálf; Sjálandsbisk- up las upp vígslu-rítúalið með aðstoð prófast- anna Kothe og Kördam og Dr. Volfs prests, er las upp ýmsa ritningarstaði. J>á gengu allir prestarnir upp að altarinu, og vígði þá Sjálandsbiskup biskupsefnin bæði til biskupa í nafni heilagrar þrenningar og lýsti blessun yfir þeim, en prestarnir allir hófu jafnframt upp hægri hönd sína, blessandi yfirþá. Síð- an var sunginn sálmur og leikið undir á org- el og básúnur. Eptir það stje Stein biskup í stólinn og lagði út af guðspjalli dagsins. Loks urðu hinir nývígðu biskupar til altaris hjá Rothe stiptsprófasti. (Eptir Berl. Tid.). Ölfusárbrúin. í>að hefir farið milli mála, er hermt var í Isaf. í vor, að hr. Tryggvi Gunnarsson væri í fjelagi við þýzka smiði um brúargerðina á Olfusá. það kvað ekki hafa komið til orða, heldur hefir Tryggvi tekið verkið einn að sjer, og ætlar að láta smíða brúna á Englandi. Tveir eða þrír aðrir höfðu boðizt til að taka að sjer brúargerðina, en boð Tryggva var álitið lægst og aðgengilegast. Verkinu skal lokið 1891. Svo var til ætlazt, að brúin yrði smíðuð í sumar og send til Eyrarbakka fyrir haustið, en vegna þess að svo lengi stóð á samning- um, einkum um það, hvernig brúin skyldi vera, sagði brúarsmiðurinn tilvonandi, að hann sæi sjer ekki fært að geta lokið smíð- inni fyr en eptir þann tíma, er ráðlegt þyk- ir að senda skip til Eyrarbakka. Smíðinni er því slegið á frest til næsta árs. Eyrarbakka 6. júní: «Hin sama veð- urblíða, með nokkurri úrkomu og hitaskinum á milli. Mestur hiti um miðjan daginn 13— 14° C. Vorvertíðin hefir verið með aflamesta móti, eptir því sem hjer er að venjast. A Eyrar- bakka komin um 400 mest í hlut; á Stokks- eyri 5—600. Megnið er ýsa, samt orðið vart við þorsk og skötu. Hinn 3. þ. m. var byrjað að hlaða flóð- garðinn með fram Hvítá á Brúnastaðaflötum í Hraungerðishreppi. Verkstjóri er búfræð- ingur Gísli G. Scheving frá Bitru. Stjórnarfrumvörp- Með þessari ferð póstskipsins hafa enn komið allmörg stjórn- arfrumvörp, er leggjast eiga fyrir alþingi í sumar. 9. Fjárlagafrumvarp 1890 og 1891. Gert ráð fyrir meiru en 90,000 kr. reikningshalla (tekjuþurð) í lok fjárhagstímabilsins. Vín- fangatollurinn gerður 90,000 kr. hvort árið. 10. Fjáraukalög 1886 og 1887: rúmlega 9,000 kr., mest til póstflutnings. 11. Fjáraukalög 1888 og 1889: rúmar 300 kr. 12. Frv. um breyting á sveitarstjórnartil- skipun: um sama útsvarsálögurjett í sveitum og kaupstöðum, þ. e. á verzlanir og þ. h. 13. Frv. um tekjur presta, að méstu sam- hljóða frumvarpi synodusnefndarinnar í fyrra. 14. Frv. um að ráða menn á skip o. fl. 15. Frv. um könnun skipshafnar. 16. Frv. um stj'orn og aga á verzlunar- og fiskiskipum, um brot farmanna og glcepi og um ráðning manna á skip o. fl. 17. Beikningslagafrv. 1886 og 1887. Fáein orð um sönginn i dómkirkjunni. Hver menntuð þjóð, ekki síður en ein- staklingurinn, kostar kapps um, að fá orð fyrir að standa að mmnsta kosti jafnfætis nágrönnum sínum í menntalegu tilliti, og gerir sjer far um, að sem flest, sem kemur fyrir augu eða eyru útlendra manna, beri vott um menntun og smekk. það er líka opt ótrúlega lítið, sem útlendir menn byggja á skoðanir sínar um menntastig þjóða, og útlendi maðurinn hefir venjulega skýrara auga og eyra fyrir göllum einnar þjóðar en sá innlendi, þótt hann, ef til vill, ekki geti talizt sjerlega menntaður maður. «Glöggt er gests augað». Eins og kunnugt er, koma mjög marg- ir útlendir ferðamenn og menntaðir menn hingað til bæjarins árlega, og verður þá venjulega fyrst fyrir þeim, eptir að þeir hafa skoðað sjálfan höfuðstaðinn, að fara í kirkju, til þess að heyra og sjá, hvernig guðsþjónustugjörðin í heild sinui fer fram ; því orðið, sem farið er með, skilja þeir ekki. Hið eina, sem þeir geta dæmt eptir, er söngurinn, sem því miður er of opt í iniklu ólagi; og dæmi útlendingurinn hina kirkjulegu athöfn hjer í kirkjunni í heild sinni eptir honum, sem við mætti búast, er ekki að furða, þó honum ekki finnist þessi staður og þessi athöfn bera vott um menntun og smekk. Hvernig ætli útlendingum hefði geðjazt að, t. d. á annan hvítasunnudag, að heyra lagið: «Sæti Jesú, sjá oss hjer», sungið þannig : Tenor Sopran Bas 0. s. frv. Eða lagið: «Heims um ból», sungið þannig: Tenor v v o. s. frv. Hver maður, sem heyrir slíkt og þekkir nokkuð til «harmóníu»-fræði og söngs, fellur alveg í stafi, þegar hann heyrir slíkan söng í höfuðkirkju landsins, enda munu þess hvergi dæmi um víða veröld, að slíkir stór- gallar hafi á þessari öld verið á söng í nokk-

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.