Ísafold - 19.06.1889, Síða 3
195
2. Búseta fastakaupmanna. Samþykkt, að
skora á alþingi, að ákveða með lögum að
þeir sjeu búsettir í landinu sjálfu.
3. Vistarskyldan. Meiri liluti fundarins
vildi ráða frá því að svo stöddu, að afnema
vistarskylduna.
4. Alþýðumenntunarmálið. Samþykkt, að
skora á þmgið, að hrinda því máli í betra
horf en verið hefir, eptir því sem efni og
kringumstæður leyfa.
5. SJcattamál. Samþykkt, að ráða þing-
inu til að afnema lausafjárskattinn, en tolla
óekta smjör, álnavöru og glysvarning eptir
þvi sem þingið sæi sjer fært án mikils toll-
gæzlu-kostnaðar ; láta vínfangatollinn standa
óhaggaðan og vínfangaflutning til landsins.
Um toll á kaffi sykri og sætindavöru voru
jöfn atkvæði með og mót.
6. Tekjur presta. Fundurinn áleit hið al-
kunna frumvarp frá sýnódus ekki óhagfelt að
grundvellinum til, en gjaldið (3 áln.) fyrir
hvern mann þótti -óþarflega hátt sett.
7. Tekjur kirkna. Fundurinn var á sama
máli um grundvöllinn, og áleit gjaldið, al.
fyrir mann, hæfilegt, með því móti að legkaup
fjelli líka niður.
8. Lagaskóla áleit fundurinn nauðsynleg-
an í landinu sjálfu.
9. Amtmannaembœttin áleit fundurinn að
setti að leggja niður og öll óþörf embætti.
10. Fjölgun þingmanna í efrideild. Sam-
þykkt, að skora á þingið að halda því máli
fast fram, en fara jafnframt varlega í fjölgun
þingmanna yfir höfuð.
11. Brúarmálið. Samþykkt, að skora á
þingið að leggja sitt ýtrasta til, að þjórsá
verði brúuð sem allra fyrst. þar hjá lagði
fundurinn til, að ef að því ræki, að lfeggja
brúarskatt á sýslufjelög Arnes- og Eangár-
vallasýslu, á líkan hátt og til Ölfusárbrúar-
innar, að hann einnig yrði lagður á önn-
ur sýslufjelög amtsins, aðminnsta kosti Vestur-
Skaptafellsýslu, Gullbringu- og Kjósarsýslu,
og Eeykjavík.
12. þingfararkaup. Samþykkt, að skora
á þingið að ákveða með lögum þingfararkaup
alþingismanna.
13. Aðalatvinnuvegi landsmanna áleit fund-
urinn að þingið ætti að styðja eptir ýtrustu
föngum.
14. Fátœkmlöggjöfina áleit fundurinn að
þingið ætti að láta sjer annt um að umbæta.
15. Fundurinn skorar á þingið, að umbæta
hin almennu launalög og eptirlaunalög em-
bættismanna í þá átt, að spara fje lands-
sjóðsins.
jþetta að vera samhljóða fundargjörðum,
vitnar
Eyvindarholti 6. júní 1889
Síglivatur Árnason (fundarstjóri).
Rangárvallasýslu (Holtum) 6. júní:
»þ>að ber sjaldan við, að úr þessari sjrslu sjáist
frjettagrein f blöðunum.
Sumarið í fyrra 1888 var hjer eins og víða
annarsstaðar stakasta grasleysis sumar á
flestum stöðum, en nýting afbragðs góð.
Safarmýri varð, eins og optar, sannur bjarg-
vættur þessarar sveitar, gaf af sjer nær
40,000 heybandshesta. Veturinn varð stak-
lega gjaffeldur á öllu láglendi, eu tæpur
meðalvetur þar sem hærra lá, enda var veðr-
áttan til jafnaðar hæg. Fjenaður afklæddist
vel og hvergi heyleysi, og má það þakka
tvennu: heygæðunum sem stöfuðu.af hinni
ómunagóðu nýtingu í fyrra sumar, og því
öðru, hversu vel hefur vorað í vor; hefir slík
tíð ekki komið síðan 1880. Sauðburður
gengur alstaðar vel, sem til frjettist, enda
hefir nú hallærishljómnum slotað um stund.
í vetur var stofnað bimaðarfjelag hjer í
hreppi, og er það nú tekið til starfa, þó í
barndómi sje; þó geta menn ekki annað en
haft góða von um, að það nái tilgangnum.,
þegar það þroskast.
Hvergi hjer á suðurlandi, þar sem útræði
er stundað, varð eins rýr afli næstl. vetrar-
vertíð eins og hjer fyrir Eangársandi, nefnil.
frá þjórsá og austur að Jökulsá á Sólheima-
sandi, enda eru lendingt.r á því svæði mjög
vandræðalegar og því nær engar, og væri
sannarleg nauðsyn að gjöra tilraun með að
hagnýta ráðleggingar síra 0. V. Gíslasonar
um að lægja brim og brotsjói með lýsi eða
olíu; hefði ekki verið vanþörf á, að hann
hefði komið hingað austur til oss Eangæinga,
til að leiðbeina mönnum í þessu efni; því
þó mönnum hafi gefizt kostur á að hafa um
hönd fyrirlestur hans, »um lff og lffsvon sjó-
manna«, þá má ganga að því vísu, að slíkt
getur ekki fullnægt hjer, á þessu umtalaða
svæði, þar eð allt öðru vísi, eða aðra aðferð
má til að hafa lijer en út á rúmsjó eða á
sundum, sem brim fellur á skerjum nokkuð
frá landi; en hvor sú aðferð mundi vera,
leiði jeg hjá mjer að benda á í þetta sinn, í
von um, að síra O. Y. G. láti oss njóta síns
lofsverða áhuga í þessu efni og undir eins
jafnrjettis við nágranna okkar Arnesinga, og
það því fremur, sem hann að maklegleikum
hefir fengið af opinberu fje styrk til leiðbein-
ingar í þessu lífsumvarðandi málefni, og komi
hingað austur yfir þjórsá á næstkomandi
vetri, ef kringumstæður hans með nokkru
móti leyfa það. p. G.
Stjórnarfrumvörp. Enn fremur eiga
þessi frumvörp að leggjast fyrir alþingi
í sumar, frá stjórninni:
17. Um löggcÉzlusamþykktir fyrir kauf-
sfaðina.
18. Um að bannaffar sjeu fiskiveiðar
með botnvörpum (i landhelgi við ísland).
19. Um bann gegn eptirstœling peninga
og peningaseðla o. ji.
20. Um heimild til að sélja jörðina A
í Kleijalircppi (fyrir 850 kr.).
Gufuskipið Magnetic, þeirra Slimons og
hans fjelaga, 26osmál., kom hingað í fyrri
nótt frá Leith, og með því nokkrir enskir
ferðamenn og kaupstjóri Tryggvi Gunn-
arsson áleiðis til norðurlands. Skipið fór
aptur í gærkveldi vestur fyrir land og
norður, og með því nokkrir vesturfarar,
°g Sigfús Eymundsson útflutningastjóri
snöggva ferð til Skotlands.
jjýzkt gufuskip, „President Herwig“,
113 smálestir að stærð, kom hingað í
gær frá Gerstemiinde í Hannóver til
fiskiveiða og fór í morgun hjer út í fló-
ann að reyna fyrir flyðru rrjeð bótnvörp-
um (trawl). £>að kaupir líka nýjan fisk og
lax og geymir í ís. Utgjörðarmaðurinn,
Joh. Fr. Busse i Gerstemiinde, stórauð-
ugur maður, er væntanlegur hingað eptir
3 vikur á öðru gufuskipi stærra, er heitir
„Sophie“, 1 sömu erindum.
Lancielsin á Rússlandi.
sleppt aptur, með því að engin sök faunst
með þeim. Sjeu þeir taldir með, sem dæmd-
ir hafa verið sýknir, verða það um 75 þús-
undir, og allir þessir saklausu menn hafa
áður orðið að hýrast mánuðum eða jafnvel
árum saman í alræmdum dyflissum, er sjá má
1 utjaðrinum á hverjuin rússneskum bæ; þar
er manni troðið við mann, eins og síld í tunnu,
og klefar þessir eru svo viðbjóðslegir og daun-
illir, að fólki verður fárillt, sem kemur inn
utan úr fersku lopti. Má fá nokkra hug-
mynd um það á lýsingu þeirri, er frú Kutusoff
gefur af sjálfri sjer. Hún hafði gjört sig
seka í því, að stofna skóla án leyfis stjórn-
arinnar, en þar eð brot hennar heyrði ekki
undir hegningarlögin, og hún var gipt út-
lendum manni, ljet stjórnin sjer nægja, að
flytja hana af landi burt. Segir htín af ferð
sinni frá Pjetursborg til Prásslands á þessa
leið:
»Jeg var send til Vilna með fimmtíu föng-
um, körlum og konum. Frá járnbrautarstöð-
inni vorum við rekin til fangelsisins, og þar
vorum við látin standa um kvöidið tvær
klukkustundir í hellirigningu. Loksins vorum
við hrakin inn í dimman gang^ þar sem við
vorum .talin. Tveir hermenn gripu mig og
ljeku mig svívirðilega, og neyðaróp fleiri
kvenna lý-sti því, að ekki væri þetta eins
dæmi. Eptir nokkra stund kveiktu þeir Ijós
með blóti og klúryrðum; leit jeg þá í kringum
mig og sá, að jeg var stödd í stóru herbergi,
sem var svo troðfullt af kvennfólki, að hvergi
varð niður drepið fæti án þess, að stíga ofan
á það, þar sem það lá eða svaf á gólfinu.
Tveir kvennmenn, sem höfðu fengið rúm,
aumkuðust yfir mig og buðu mjer að sofa
hjá sjer. þegar jeg vaknaði urn morguninn
eptir, var jeg ekki birin að taka mig eptir með-
ferðina daginn áður, en fangarnir — kvenn-
menn, sem dæmdir höfðu verið í fangelsi fyrir
rnorð eða þjófnað — voru svo góðir við mig,
að jeg varð rólegri srnátt og smátt.
Kvöldið eptir var farið með okkur út í garð-
inn aptur, og þar vorum við byrgð inni undir
berum himni í rigningunni, þangað til farið
var af stað með okkur. Jeg veit ekki, hvernig
á því stóð, að jeg skyldi komast hjá barsmíð
fangavarðanna, því fangarnir skildu ekki það,
sem þeim var skipað, og dundu yfir þá högg
og formælingar. En þeir, sem komu með
mótbárur, og sögðu, að enginn ætti með að
berja sig, voru settir í járn, og þannig var
farið með þá til járnbrautarinnar, þrátt fyrir
það, þó boðið sje í lögunum, að ekki megi
binda fangana í vögnunum.
þegar við vorum komin til Kovno, vorum
við látin ganga allan daginn frá einum lög-
regluflokknum til annars. Um kvöldið var
farið með okkur í kvennafangelsið, og þar
var aðalumsjónarkonan að skamma út fanga-
varða-foringjann, og heita honum því, að hún
skyldi gefa honum á ’ann, og sögðu fangarnir
að hún efndi optast þessi loforð sín. I
viku dvaldi jeg með kvennfólki, sem hafði
stolið, myrt, eða sem var sett »af vangá« í
fangelsi. Ogæfan gerði þessa aumingja fjelags-
lynda; gjörðu þær allt sem þær gátu til þéss,
að gera sjer lífið svo þolanlegt, sem auðið
var; voru þær allar góðar við mig, og gerðu
allt sem þær gátu til að hughreysta mig.
Jeg hafði ekki nærzt neitt daginn áður, af
því, að venja er, að gefa föngunum ekki að