Ísafold - 22.06.1889, Side 1
'K.emur ut a rmðvikudö^um og
laugardögum. Verð árgangsins
(104. arka) 4 kr.; erlendis 5 kr.
Borgist fyrir miðjan júlímánuð.
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifieg) bnndin við
áramót, ógild nema komin sje
til útgefanda fyrir i.okt. Af-
greiðslust. í Austurstrœti 8.
XVI 50.
Fteykjavík, laugardaginn 22. júní.
1889.
Efnahagur og framfarir Islendinga
í Ameríku.
íslenaingur einn { Dakota í Ameriku,
Ásgeir J. Lindal (úr Húnavatnssýslu) hef-
ir ritað „nokkur orð um efnahag og fram-
framfarir Islendinga“ í Lögbergi io. apr.
þ. á., sem kveða við annan tón en „upp-
blástur‘‘-brigzlin þar vestan að, er tíðkazt
hafa nú um hríð, og sýna, hvort Sigurð-
ur heitinn Gíslason og aðrir, er ekki hafa
viljað staðfesta gumið um vellíðan landa
vestra, muni hata farið með mjög mikil
•ósannindi.
Grein þessi í T.ögbergi er svo látandi :
Með því mjer virðist ekki með öllu ó-
þarft, að minnzt sje á ýmislegt af því, er
miður fer hjá löndum hjer megin hafsins
þar sem svo mikið hefir verið ritað um
Island og bágindin þar, vil jeg biðja yð-
ur, hr. ritstjóri „I.ögbergs“. að gera svo
vel, að lána linum þessum rúm í yðar
heiðraða blaði.
Eins og flestum er kunnugt, hefir heil-
mikið verið ritað í ísl. dagblöðin í Winni
peg, um „uppblástur“ íslands í víðustu
merkingu, og þar á meðal um framúr-
skarandi fátækt og framfaraleysi hinna
ýmsu hjeraða og þjóðarinnar í heild sinni
(o: á ísl.) Jeg ætla mjer nú ekki að fara
mikið út í þá sálma, því það er orðið
lengra og flóknara mál en svo, að hægt
sje að ræða það í fáum línum, enda finnst
mjer að það vera „að bera í bakkafullan
lækinn“. Jeg vil því heldur snúa mjer að
ástandi landa minna hjer, enda þótt jeg
játi það, að jeg sje því ekki eins vel
kunnugur og æskilegt væri.
það má annars undarlegt heita. hversu
sjaldan að minnzt er á það i blöðunum í
Winnipeg, að hjer (o: hjá ísl. í Vesturh.)
sje nokkuð verulega til af því tagi, er á-
minningar og umbóta þurfi með. J>etta
má heita því einkennilegra, sem töluvert
hefir verið ritað af ýmsum hjer um það
efni hjá löndum okkar á Fróni, eins og
jeg þegar hef drepið á. Jeg held að
þetta hljóti að eiga rót sína í því, að
menn sjá vanalega fljótar og betur gall-
ana hjá öðrum en sjálfum sjer, því margt
er hjer ábótavant hjá löndum—sem eðli-
Jegt er—, engu síður en heima á ísl.,
bæði hvað snertir efnahag og framfarir
m. m.
Hvað efnahaginn áhrærir hjá löndum
hjer, þá held jeg að auðvelt væri fyrir
vel kunnuga menn, að finna marga, sem
ekki væru stórt auðugri en þeir herrar
Gunnar og Guðmundur skýra oss frá í
„I.ögbergi“ að J>istilfirðingar o. fl. sjeu.
Gangi jeg út frá því, að nýlenda ísl.
hjer \ Dakota sje ein með betri nýlend-
um ísl. í Ameríku, þá get jeg vel hugs-
að mjer, að efnahagur landa sje víða á
fremur lágu stigi, því jeg veit af nokkr-
um hjer, sem mjög lítið hafa haft til að
lifa af { vetur, og sumir orðið að þiggja
styrk af sveit (County). Svo eru ennfrem-
ur nokkrir, sem í fljótu bragði virðast
vera töluvert efnaðir, af því þeir hafa tals-
vert undir höndum, en þegar betur er
aðgætt, eiga þeir, ef til vill, minna en
.ekki neitt, eða með öðrum orðum: þeir
•eiga ekki fyrir skuldum, sem að vissu
leyti ekki er nema eðlilegt, þar sem sum-
ir af mönnum þessum sífelt eru að taka
peningalán (helzt á bönkum), og veðsetja
þá miklu meiri eignir en þeir eiga. Marg-
ir af mönnum þessum munu hafa þann
sið, að þeir borga lítið eða ekkert af
skuldum sínum, en str/úka til annara ríkja,
og að líkindum yrkja þar á nýjan stofn.
J>etta og þvf um Hkt mun ekki vera svo
sjaldgæft í þessu landi. Eins og auðvit-
að er, eru hjer margir bjargálna menn
(sem kallað er), og nokkrir, sem geta
talizt í sæmilegum efnum. J>ingmaður
vor, hr. E. H. Bergmann á Gardar, er
víst án efa lang-ríkastur alira ísl. í Da-
kota og ef til vill allra ísl. í Ameríku, og
munu þó fáir álíta hann öllu ríkari en
efnuðustu bændur á íslandi eru.
Eptir því _sem jeg þegar hef sagt, sjest
glöggt, að ísl. hjer eru enn ekki komnir
á hátt stig í efnalegu tilliti, og að mínu
áliti illa færir um að taka á móti öðrutn
eins grúa af öreiga-löndum sínurn af Frónf
eins og þeir hafa gert undanfarin ár. í
sambandi við þetta vil jeg geta þess, að
mjer virðist langtum skynsamlegra og
sómasamlegra fyrir landa hjer, að reyna
til með öllu móti að hjálpa þeim fátæk-
lingum af löndum sínum, sem þegar eru
hingað komnir, svo þeir hvorki þurfi að
líða sult, nje þiggja af opinberu fje hjer,
heldur en nærri því eingöngu að hugsa
um, að koma fátæklingum hingað af ís-
landi, og skipta sjer svo lítið af þeim fram-
ar, eins og átt hefir sjer kann ske stað.
Hvað nú snertir framfarir í öðrum
greinum hjá löndum hjer, þá virðist mjer
þær mjög lítilfjörlegar. Landar hjer eru
opt að staglast á því, að allt sje fram-
faralaust, dautt og dofið á íslandi, ea
hjer sje svo sem nokkuð betra í þvi
efni sem öðru. J>etta getur verið; en
að mínu áliti eru ekki minni framfarir
á íslandi, þrátt fyrir öll harðindis- árin,
sem gengið hafa yfir landið nú í seinni
tíð, en hjá löndum mínum hjer i Amer-
íku. Eða hverjar eru helztu framfarir
hjá löndum vorum hjer? Eru þær kann ske
í því innifaldar, að eyðileggja skógana,
bæði með eldiviðar- og málviðar-höggi
(Cord-wood), eins og hjer er almennt
gert, án þess að nokkuð verulegt sje
ræktað af nýjum skógi í staðinn? Eða
er hægt að telja það með framförum,
eptir því sem hjer stendur á, þó menn
plægi jörðina, sái í hana s ö m u korn-
tegundunum ár eptir ár, án þess að bæta
jörðinni aptur á nokkurn hátt (það telj-
andi er) þau efni, sem korntegundin hef-
ur frá henni tekið, og þar af leiðandi
þarf að „hvíla akrana“ þetta 4.—5. hvert
ár? J>á munu fáir telja það með fram-
förum, að hjer er enginn (að jeg held)
ræktaður fóðurjurta blettur (t. d. tún),
heldur er skepnum hjer um bil e i n-
g ö n g u gefnar viltar jurtir (að því und-
anteknu, ef eitthvað er gefið af sáð-
jurtum)? Engum mun víst detta í hug
að það sje nokkuð í framfara-átt (enda
þótt það sje almennt gert), að brynna
kúm úti í hvaða grimmdar frosti sem er,
og láta þær svo standa úti lengri og
skemmri tíma eptir að þær hafa drukk-
ið? Eða skyldi nokkrum finnast að það
miða í framfarastefnu, hvernig farið er
með áburðinn? Að síðustu munu fáir
telja það með sjerstökum framförum, þó
menn vinni sjer fyrir fæði og klæðum
o. s. frv., hvort heldur er hjá bændum
eða á brautum, í búðum. eða á skrif-
stofum etc. (Niðurl.).
|>ingmálafundr Borgfirðinga.
(Niðurl.)
—Eftirlaun. Nokkrar umræður um
þau á ný.
Guðm. á Deild, vildi helzt losna við
öll eftirlaun, í öllu falli eigi hafa nein
eftirlaun hærri en presta, 10 kr. fyrir
þjónustu-ár.
Dr. Gr. Th. vildi halda eftir af launum
emb.manna árl. og leggja það í eftirlauna-
sjóð. Að losna við eftirlaun væri óhugs-
andi. „Hvergi á bygðu bóli“ ætti það
sér stað, að emb.menn væri eftirlauna-
lausir. Undirbúningr emb.manna undir
stöðu þeirra, námskostnaðrinn, væri dýr.
Eftirlaunin væri í raun réttri vextir af fé
því, sem til námsins hefði verið kostað.
Hallgr. Jónsson kvað talsvert af þeim
kostnaði stundum lagt fram úr landssjóði;
eftirlaunin væri alls ekki miðuð við þann
kostnað.
Fregnriti yðar minnti á, að það væri
þó til þjóð, og það ein af stærstu höfuð-
þjóðum heimsins, Bandaríkin í Vestrheimi,
með milli 50 og 60 miljónum íbúa, sem
eigi greiddi embættismönnum sínum nein
eftirlaun, enda mundi sú þjóð illa standa
sig við það, sem skifti um embættismenn
sína flestalla 5. hvert ár. (Gr. Th.: það
er orsökin!). Jú, en hvað gerir það?
Svona er það, og fást þó menn í embætt-
in. (Pdll Blöndal: J>eir stela svo miklu
meðan þeir ern í embættum þar). Svo?
Ja, þá er herra læknirinn kunnugri þar í
landi en jeg, (Raddir: Fensmark ! Fens-
mark!) ó, já, dæmin liggja nærri okkr.—
J>að var sagt, að „verðr væri verkamaðr
launa“. J>að er satt : launum þeim, eins
og starf þeirra er vert, meðan þeir vinna.
Hver eftirlaunar hjúinu, handiðnamannin-
um, sjómanninum, bóndanum, þegar ellin
færist yfir þá og gerir þá óverkfæra?
J>eir verða að leggja upp á góðu dögun-
um fyrir elli sinni. Er embættismönnum
vorum — þessum hjúum þjóðarinnar — ver
launað? J>ví á fremr að eftirlauna þeim?
Geta þeir ekki sjálfir trygt elli sína?
Atkvœði'. 1. till.: að lækka eða helzt af-
nema öll eftirlaun, án þess að lauti-
in sé hækkuð frá því sem er; felld
(með 7:18).
2. lill.: Að halda eftir árl. ákveðnu
gjaldi af launum embættismanna og
leggja i eftirl.sjóð ; önnur eftirlaun
engin; felt (11 : 13).
3. till.: að eftirlauna öllum embættism.
með 10 kr. fyrir hvert embættisár,
er þeir hafa þjónað ; samþ. (30 : 2).
Bnseta kanpmanna. — Dr. Gr. Th.
minti á tillögu, sem hann hefði komið
fram með 187Q í þá átt, að þeir einir
kaupmenn, er hér væru búsettir, mættu
reka hér smá-kaupa-verzlun, en að út-
lendingar mættu reka verzl. í stórkaup-
um (en gros).
Till. þessu samkvæm samþ. með 17:1
atkv.