Ísafold - 26.06.1889, Blaðsíða 1
KLemui út á miðvikudögum og
laugardögum. Verð árgangsins
(lO^arka) 4 kr.; erlendis 5 kr.
Borgist fyrir miðjan júlímánuð.
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bundin við
áramót, ógild nema komin sje
tilútgefanda fyrir i.okt. Af-
greiðslust. í Austurstrir-ti 8.
XVI 51.
Reykjavík, miðvikudaginir 26. júni.
1889.
Kíifnlíl fæst íyrir 2 kr- byriun
júlímán. til ársloka þ. á., 52
blöð alls, miklu meira mál en heill ár-
gangur af öðrum blöðum hjer á landi,
sem kosta allt að 4 kr. þ>ar að auki fá
nýir kaupendur að þessum hálfa árgangi,
*þegar þeir eru búnir að borga hann, ó-
keypis hið ágæta Sögusafn Isafoldar þ.
á., sjerprentað, á að gizka 300—400 bls.
ísafold flytur í sumar meðal annars
fullkomnari alþingisfrjettir en dæmi eru
til áður um nokkurt blað hjer á landi.
Með því að ísafold er hið lang-víð-
fesnasta blað landsins og kemur hjer um
bil helmineri optar út en þau blöð önnur
hjer, er tíðast birtast, þá bera AUCtLYS-
INGAR í ísafold langtum meiri ávöxten
í nokkru öðru blaði hjerlendu. þ>eir, sem
auglýsa til muna eða að staðaldri, fá mik-
inn afslátt í auglýsingagjaldinu.
§0$" Útgefandinn getur eigi tekið að
sjer að senda þennan hálfa árgang ein-
stökum mönnum öðruvísi en að þeir borgi
hann fyrir fram.
Landsreikningurinn 1888.
Landsreikningurinn fyrir árið 1888 er nú
hjer um bil fullsaminn, af landshöfðingja, er
hefir veitt ritstj. Isaf. kost á að sjá hann
og gjöra útdrátt úrhonum. það vantar að eins
fáeina smá-tekjureikninga frá einum sýslu-
tnanni, sýslum. í Stranda- og Dalasýslu, sem
slasaðist í vetur og er ekki orðinn jafngóður
enn. Bn sje gjört ráð fyrir viðlíka te.kjum
aí þeim tekjuliðum, aukatekjum, erfðafjár-
skatti, fasteignasölugjöldum og umboðsjarða-
gjöldum, eins og árið á undan, verður yfir-
litið, sem þannig fæst, eflaust mjög nærri
hinu rjetta.
þess er vert að geta, sem mest er um vert,
að reikningshallinn hefir þetta ár, þótt mikill
síe. samt orðið langt um minni en árin á
-undan, sem sje rúml. -t- 46,000 kr., — í stað
nær 89 þús. kr. 1886 og nær 115 þús. kr.
1887.
það er brennivínstollurinn, sem helzt hefir
hleypt tekjunum fram úr því sem var árið
áður, og er það auðvitað sprottið af batn-
andi árferði. Hann varð þetta ár rjett að
segja 90,000 kr., alveg eins og áætlað var í
'fjárlögunum, í stað 73 þús. árið áður (1887).
Að öðru leyti sýnir eptirfarandi yfirli't hlutfall-
ið milli áætlunarog reiknings 1888, með ofan-
greindum fyrirvara:
Abúðar- og lausafjárskattur
Húsaskattur................
Tekjuskattnr...............
Aukatekjur ................
Erfðafjárskattur . . . ,
Gjöld af fasteignasölum
Vitagjald..................
Gjöld fyrir leyfisbrjef . .
Fjárlög. Reikningur.
kr. 45,000 17,933
— 3,200 3,896
— 10,000 12,261
— 22,000 21,097
— 3,000 3,176
— 1,000 1,128
— 5,000 7,310
— 2,000 2,026
Fjárlög Reikn.
Útflutningsgjald af fiski og
lýsi ...................— 35,000 26,087
Aðflutningsgjald af áfengum
drykkjum................— 90,000 89,999
Aðflutningsgjald af tóbaki -— 18,000 18,274
Tekjur af póstferðum . -— 18,000 18,224
Ovissar tekjur .... — 2,000 1,279
Afgjöld af jarðeign. landssj. — 30,000 26,198
Tekjur af kirkjum . . — 500 328
Tekjur er snerta viðlagasjóð.— 31,500 36,265
það sem greitt er frá presta-
köllurn.................— 2,000 1,307
Endurgjald skyndiláua handa
embættismönnum ... — 600 1,478
Endurgjald á öðrum fyrir-
framgreiðslum .... — 2,000 2,896
Fast tillag úr ríkissjóði . -— 60,000 60,000
Aukatillag úr ríkissjóði . — 24,500 24,500
það er athugavert um 1. tekjuliðinn, á-
búðar- og lausafjárskattinn, að hann var með
sjerstökum lögum lækkaður um helming frá
því sem fjárlögin gjörðu ráð fyrir. Eeikning-
urinn sýnir, að hann hefir samt hvergi nærri
náð helming. Veldur því meðfram hin rnikla
lækkun á verðlagsskránni frá því sem áður
var, og kernur sú lækkun einnig átakanlega
fram í afgjöldum af jarðeignum landssjóðs.
— Útgjöldum munar óvíða mikið frá áætl-
un í fjárlögunum.
þó skal þess getið, að af áætluðum 20,000
kr. til vegabóta o. s. frv. hefir ekki verið
eytt nema tæpum 15,000 kr., enda kom eng-
inn vegfræðingur hingað árið sem leið, en
honum voru ætlaðar 3000 kr.
Nám yfirsetukvenna hefir kostað rúmar 2600
kr., í stað áætlaðra 1000 kr.
Póstflutningur 24,400 kr., í stað áætlað
21,000.
Til eptirlauna og styrktarfjár hafa farið
nær 36,000 kr., eða talsvert meira en helm-
ingur af því, sem veitt var fyrir allt fjár-
hagstímabilið (2 ár), sem sje 60,000 kr.
Goldizt hafa alls á reikningsárinu af lands-
sjóðstekjum 371,871 kr., en borgað út alls
418,107 kr. Verður því reikningshallinn
46,236 kr.
Efnahagur og framfarir Islendinga
í Ameríku.
(Niðurl.)
Jeg skal nú i fáum orðum minnast dá-
lítið frekara á ofanritaðar spurningar.
þar er þá fyrst, hvað skógana áhrærir,
að það er hörmulegt til þess að vita,
hvernig er farið með þá, sem eru til ó-
metanlegs gagns, og til prýðis, ef rjett er
með þá farið. Auðvitað þarf víða að
ryðja þeim frá, svo hægt sje að rækta
þar korntegtundir; en það er ekki ætíð
meiningin fyrir þeim, sem lætur höggva
niður skóginn, að hann ætli, eða búist við,
að hafa not af því landi fyrir akur, held-
ur lítur út fyrir, að gróðafíkn og kæru-
leysi sje opt og tíðum aðal-orsökin. Ekki
munu þeir vera svo fáir, sem hugsa og
tala Hkt þessu: „Ja, það er ekki víst að
jeg verði mosavaxinn hjer; jeg held jeg
reyni að hafa eins mikið upp úr þessu
landi og mjer er hægt, án þess þó að
kosta miklu til þess.“ þessi og þvi um
líkur hugsunarháttur er mjög skaðlegur
fyrir framtíðina, enda eru það hka allt of
fáir, sem hugsa nokkuð um hana.
Viðvíkjandi akuryrkjunni er það að
segja, að hún mun standa á mjög lágu
stigi yfir höfuð að tala í öllum nýlendum
íslendinga. Menn sá einlægt að heita
má, sömu korntegund, og bera ekkert á
akrana það teljandi er. þ>að eina, að
kalla má, sem þeir gera með áburðinn,
er að þeir moka honum upp með fjósum
og íveruhúsum, sjer og gripum sínum til
skjólsf vetrarkuldanum!! Auðvitað eiga sjer
stað ýmsar undantekningar í þessu, sem
í flestu öðru, en þetta má heita það al-
menna.
1 öllum þeim löndum, þar sem akur-
yrkja er á háu stígi, er haft sdðvíxl —
sinni korntegundinni sáð hvert ár, þvi
korntegundir taka svo misjafnt til sín hin
ýmsu jurtanærandi efni úr jarðveginum.
J>annig getur ein korntegund þróast þar
sem önnur gat ekki vaxið. Yfir höfuð
að tala, taka ræktar-jurtir misjafnt til sín
næringarefni úr jarðveginum. j>annig t. d.
taka korntegunir mikið til sfn af magne-
síu, fosfórsýru og kisilsýru, en rófur og
jarðepli taka aptur á móti mikið af kali,
brennisteins ýsru og klóri o. s. frv. Með
því að viðhafa sáð-víxl, er hægt að nota
hvern akurblett árlega, og þarf þá ekki
að viðhafa hina æfagömlu og mjög svo
úreltu aðferð, nefnilega þá, að „hvíla
akrana“, sem kallað var til forna, á með-
an að mannkynið var í bersku, ogþekkti
ekkert til náttúruvísindanna.
J>á er mjög leiðinlegt til þess að vita,
hversu hirðulausir menn eru með að rækta
fóðurjurtir handa skepnum sfnum; ekki
svo mikið að þeir rækti túnblett sem víða
er þó auðveit. Flestir munu þó renna
grun í það, að mikill sje gæðamunur,
hvað fóðurgildi snertir, á ræktuðum jurt-
um og viltum; en hvað um gildir — það
lítur út fyrir að menn vilji ekki hafa hjer
meira fyrir, en minnst er hægt að kom-
ast af með. Jeg vil hjer að eins geta
þess, að bezta taða er ekki álitin að
standa á baki korntegundanna til skepnu-
fóðurs.
Hvað snertir brynningar á kúm o. fl.
þar að lútandi, þá sýnir það bezt á hvað
lágu stígi að nautpenings-ræktin stendur,
þar sem mjólkurkýr ættu aldrei að vera
leystar út að vetrinum, ef að nokkuð væri
að veðri, heldur ætti þá ætíð að brynni
þeim inni, og bezt að vatnið væri aldrei
mjög kalt, sem þeim er gefið, ef hægt
væri að koma þvj við. Hvað aðra hirð-
ingu á kúm snertir hjer, þá er henni
mjög ábótavant. Alitið er að hross, hæns
og svín ættu aldrei að vera í sama húsi
(fjósi) og kýr, því það hafi vond áhrif á
þrif og arðsemi kúnna; en hjer í nýlend-
unum mun það þó vera altítt að þessi hús-
dýr sjeu geymd innan sömu veggja.
Viðvíkjandi nytsemi áburðarins mætti
margt segja, en hjer er ekki rúm til þess.
Jeg vildi að eins óska þess, að landar
notuðu hann betur hjer eptir en hingað
til hefir almennt átt sjer stað; því jeg er
alveg sannfærður um að þeir fengju þá
1 fyrirhofn, er til þess útheimtist margfald-
lega endurborgaða.