Ísafold - 26.06.1889, Blaðsíða 3
203
Blöndal sýslum. Samþ. áskorun til þingsins
um, að „framfylgfja stjörnarskráarbreyting-
nnni á næsta þingi i líka stefnu og á und-
anförnum þingum, einkum 1887, þannig,
að ísland fái innlenda stjórn með fullu
fjárforræði og ábyrgð fyrir alþingi". Enn-
fremur var fundurinn meðmæltur búsetu
fasta kaupmanna, tolli á kaffi. kaffibæti
sykri, sýrópi, óáfengnum drykkjum, inn-
fluttu smjöri og smjörlíki, og bækkun á
tóbaks- og vinfangatolli; sömul. meðmælt-
ur almennum hundaskatti (ikr. í sveitum,
3 kr. í kaupstöðum), niðurfærslu hæstu
embættislauna og að eptirlaun sjeu ákveð-
in með lögum í hvert skipti, og sem hagan-
legastri tilhögun á gufuskipsferðum fyrir
norðurland. Möðruvallaskóli skuli settur
í samband við latinuskólann. Möðruvell-
ingar fái ölmusustyrk.
í>ingmálafundur Dalamanna.
Samkvæmt fundarboðun alþingismanns
Dalamanna (Jak. Guðm.) var settur og
haldinn þingmálafundur að Hvammi í
Hvammssveit þriðjudaginn 11. júní i88g,
til þess að ræða ýms þau mál, sem vænta
má að komi til umræðu og úrslita á al-
þingi í sumar.
þ>ingmaðurinn hafði sent fundarboðun-
ina til allra sýslunefndarmanna sýslunnar,
og höfðu þeir hver um sig kvatt til
fundar í sínum hreppi, og voru málin
þar rædd til undirbúnings undir þingmála-
fundinn, og síðan kosnir 2 til 4 menn á
þingmálafundinn úr hreppi hverjum.
Voru þannig mættir úr sýslunni alis 22
kosnir menn, og auk þess mættu nokkrir
menn ókosnir.
1. Var rætt um stjórnarskrárbreytingar-
máliff, og voru allir fundarmenn eindreg-
ið á því, að alþingi hjeldi áfram því máli
i sömu aðalstefnu og á hinum síðustu al-
þingum.
2. Ræddi fundurinn um samgöngumálið.
og kom mönnum saman um, að inniend-
ir gufubátar væru hið bezta samgöngu-
meðal, og lofuðu fundarmenn, að gera
sitt hið bezta til þess, að safna „actium“
til gufubátskaupa, er gengi sunnan og
vestan lands, með því skilyrði, að lands-
sjóður ábyrgist hæfilegar rentur af „acti-
unum“, og sjái um, að Hvammsfjörður
og Gilsfjörður verði upp mældir fyrir á-
gústmánaðarlok i8go. Fundurinn hjelt
hentugast, að þingið færi því fram, að
stjórnin legði til 2 mælingarfróða menn
á kostnað rikissjóðs, en landssjóður kosti
uppmælinguna að öðru leyti.
3. Var rætt um hjerlenda búsetu kaup-
manna, og voru allir á því, að löggjöfin
ætti að sjá um, að allir þeir, sem hefðu
atvinnu af atvinnuvegum landsins, sjeu
búsettir í landinu.
4. J>á kom til umræðu alpýðumenntun-
armáliff' og voru flestir fundarmenn á
því, að góðir sveitakennarar væru ómiss-
andi, einkum til sveita, þar sem ekki
væri hægt að koma við reglulegum skól-
um, og óskuðu því fundarmenn, að lands-
sjóður vildi styrkja slíka sveitakennslu
ríflega, meðan reglulegir skólar geta ekki
komizt á.
5. Var rætt um eptirlaun embættis-
manna, og voru allir fundarmenn ein-
dregið á því, að fastákveðin eptirlaun
væru úr lögum numin.
6. Var rætt um skattamálið, og voru
aJlir fundarmenn á, að auka tekjur lands-
sjóðs með tollum, og samþykktu allir
fundarmenn 5 aura toll á kaffi og kaffi-
r°t>_ 3 a. af sykurpundinu, að tvöfalda
tollinn af tóbaki, en fjórfalda hann á
vindlum, tvöfalda toll á brennivíni og öli,
en þrefalda hann á hinum dýru vínum,
tolla gosdrykki eins og öl, 20 a. toll á
hvert pund af aðfluttu smjöri, 10 a. á
pund af ostum og niðursoðnum mat.
legrgja á alla álnavöru, tvinna og litar-
efni 10%, á glysvarning 20%.
7. Var rætt um, hvort afnema skyidi
ábiíðar- og lausafjárskatt. Eptir langar
umræður var gengið til atkvæða með
nafnakalli, og sögðu allir já, nema Torfi
i Olafsdal, síra Olafur á Staðarhóli og
prófastur Jón Guttormsson.
8. þ»á kom til umræðn lækkun á laun-
um nokkurra hinna hálaunuðustu embætt-
ismanna, og álitu fundarmenn, að uppá-
stunga hinna síðustu alþinga i þessu til-
liti hafi verið mjög sanngjörn.
9. pá kom til umræðu um vaxandi
sveitarpyngsli. Fundarmenn voru á því,
að menn hefðu nú allt of greiðan aðgang
að ráðstöfun sveitarstjórnanna og styrk
úr sveitarsjóðurn, og komust því til þeirr-
ar niðurstöðu, að afnema alla lagaskyldu
til að annast þá menn og fjölskyldur
þeirra, sem hafa heilsu til að vinna fyr-
ir sjer og sínum. Fundurinn vildi. að
þingið sæi fyrir, að til sje eitt vinnuhús
fyrir þá menn, sem sveitastjórnirnar geta
ekki notað innsveitis og ekki geta sjeð
fyrir sjer sjálfir. Fundurinn gaf atkvæði
fyrir, að vistarskyldan væri af numin, ef
sveitarsjóðum væri iokað fyrir vinnandi
mönnum. Gengið til atkvæða með nafna-
kalli, og sögðu alfir já, nema (þorvarður
hreppstjóri á Leikskálum og Ásmundur
hreppstjóri á Sauðafelli.
10. £>á kom til umræðu, að reglugjörð
fyrir bankann þyrfti breytingar við, og
þótti fundarmönnum rentur bankans of
háar og afborgunarskilmálar of strangir.
f>að var þvi eindregin ósk fundarmanna,
að vextir af bankalánum verði hjeðan af
4-—4V'2%’ og renturnar ekki teknar fyrir
fram, og bágstöddum lántakendum gefinn
allt að 10 ára frestur með afborgun, ef
þeir standa í skilum með renturnar ár-
lega og útvega sjer áreiðanleg vottorð
um, að hinar veðsettu jarðir sjeu i sæmi-
legri ábúð. Fundarmenn voru eindregið
á því, að bezt væri, að bankastjórinn
hefði engum öðrum störfum að sinna.
11. þ>á kom til umræðu brjefleg uppá-
stunga um breyting á lögum um friðun
œðarfugla, sem fylgir fundargjörðunum,
og voru fundarmenn samþykkir uppá-
stungunni í öllum aðalatriðum.
12. pá var rætt um læknis-leysið í Dala-
sýslu, og þar sem reynsla er orðin á, að
enginn læknir hefir fengizt, þrátt fyrir
hinar lofuðu 1000 kr., þá áleit fundurinn
ástæðu til að óska, að alþingi ákveði, að
Dalasýsla, ásamt Bæjarhrepp í Stranda-
sýslu, verði hjer eptir læknishjerað með
1500 kr. launum.
13. þ>á var rætt nm tillag það, sem
þingið leggur til búnaðarlegra framfara,
og sem þegar er ákveðið að landshöfð-
ingi útbýti til búnaðarfjelaga, og fann
fundurinn ástæðu til að óska, að þingið
láti semja glöggar reglur fyrir því, hvað
telja skuli til jarðabóta og búnaðarlegra
framfara, og hvað leggja skuli í fullgilt
dagsverk af hverri jarðabótategund fyrir
sig, svo að reglur þessar verði sjálfum
sjer samkvæmar um allt land.
14. J>á var rætt um sjómannaskóla, og
þótti fundinum ástæða til, að skora á al-
þingi, að leggja fram fje til gagngjörðr-
ar sjómannakennslu, og til að styrkja
efnilegan mann til að læra að fara með
gufubát og gangvjel gufubáta.
15. J>á var rætt um, að póstgöngur til
Vesturlandsins væru ónógar að sumrinu,
og óskaði því fundurinn, að þessar póst-
göngur yrðu að minnsta kosti einu sinni
í mánuði hverjum.
J>ar eð ekki kom fleira til umræðu var
fundi slitið, ár og dag sem fyr greinir.
'Jakob Guðmundsson. fundarstjóri.
Magnús Magnnsson, fundarskrifari.
Barðastr.sýslu (vestanv.) 18. júní.
Siðan um kveldið 25. f. m. hefir yfir höfuð
verið vætutíð, og optast fremur óstöð-
ugt veður. en þó sjaldan stórkostleg
rigning nje miklir stormar, og alltaf hlýtt,
allt að 12° hiti R. um hádegi opt og
tíðum. Kring um uppstigningardaginn
krapa, og snjóaði á fjöll, en tók óðar
upp aptur, og i gærkveldi og nótt var
mikil rigning. Gróðrarveður hefir verið
hið bezta þennan tíma, en alltaf slæmar
gæftir til sjávar.
Tún eru víða orðin vel slæg, einkum
kring um bæi og önnur hús, og má án
efa taka í lang-fyrsta lagi til sláttar.
Engjar og úthagar er og orðið töiuvert
sprottið ; jafnvel uppi á fjöllum er allt
orðið skrúðgrænt.
Sauðburður hefir yfir höfuð gengið á-
gætlega, enda þótt nokkur lömb færust
á sumum hæjum í upp-tigningardags-kast-
inu, og allar skepnur eru nú i bezta standi.
Kýr þegar komnar í hjer um bil fulla
hásumars-nyt; beitt út fyrir hjer um bil
mánuði eða meira.
Fremur er hjer aflalítið á opin skip,
enda gefur mjög sjaldan. þnlskipin hafa
aflað dável.—Um hvítasunnu var sagt
3000 komið á skip í Dölum, og hæst um
1200 í Tálkn'afirði.—Dágóður afli á Barða-
strönd \Siglunesi,.
ísafirði 17. júní: Hjer er bezta tíð,
grasvöxtur sýnist ætla að verða ágætur.
Fiskiafli á opnum skipum með minnsta
móti síðan á páskum, og engin síld feng-
izt í beitu. Hákdrlsafli góður, á 4. hundr-
að tunnur á skipi mest, og allgóður
þorskafli á þilskipurn.
Hvalamennirnir á Flateyri hafa fengið
16 hvali, og þeir á Langeyrinni 17.
Straiulasýslu (sunnanv.). 10. júní: „ Fíð-
arfarið er ágætlega gott, og hefir verið
svo í allt vor. Jegman ekki til, að nokk-
urn tíma hafi komið frost síðan 23. apríl.
Mjög vætusamt hefif verið nú um tíma
og gróðrarveður ágætt, enda lítur ágæt-
lega út með grasvöxt. þ>að mun langt
siðan, að tún hafa verið jafnvel sprottin
hjer um slóðir, eins og þau eru nú. £>að
mun óhætt að fullyrða, að það sjeu að
eins „gömlu mennirnir“, sem muna eptir
jafngóðu vori sem þetta hefir verið.
Vonandi er, að þetta góðæri líði ekki svo
hjá, að menn vinni sjer ekkert til gagns
og sóma.
Fyrsta verzlunar-skip kom til Borð-
eyrar 9. f. m., hlaðið vörum til Clausens-
verzlunar. 2 skip önnur eru nýkomin.
Oss Strandamönnum er nýtt um að fá
„siglinguna“ svona snemma, þvf undan-
farin ár hafa ekki skip komið á Borðeyri
fyr en um 20. júní. Ekki eru hjer nein-
ar hreyfingar með pöntunarfjelag; má vera
að menn sjeu hjersvo ánægðir með Borð-
eyrarverzlanirnar, að þeir vilji ekki breyta
til. Líklegast á þá ekki hjer við hið
fornkveðna: „jþangað er klárinn fúsastur,
sem hann er mest þrælkaður“.
Hilnavatnssýslu (vestanv.) 10. júní:„Nú
eru tún orðin betur sprottin en í júlibyrj-
un árin að undanförnu frá 1884 að telja
og úthagi eins, en hjer hafa líka verið að
heita hefir mátt óvanalega miklar úrkom-
ur; öll fjenaðarhöld hafa orðið með lang-
bezta móti; við fáum unnvörpum tvílembt
og fæðir vel.
Aflavart er farið að verða norður f
Nesjum á Skaga, og er það í fyrsta
lagi“.