Ísafold - 26.06.1889, Blaðsíða 2

Ísafold - 26.06.1889, Blaðsíða 2
202 Margt mætti fleira segja um það, sem áminningar og umbóta þarf hjer með, en jeg læt mjer nægja með það sem komið er, í þetta sinn * * Ef vjer nú rennum huganum hlutdrægn- islaust yfir íslands og framfarir þess nú á síðari árum. þá er mjer nær að halda, að mörgum kunni að þykja nóg um „upp- blásturs“-kenningarnar, því óneitanlega hafa miklar framfarir átt sjer stað á is- landi nú á síðari árum, og að mínu áliti drjúgum meiri á sama tíma en hjá lönd- um mínum hjer, sem að nokkru leyti kann að vera eðlilegt. Jeg vil leyfamjer að minnazt á hinar helztu framfarir er orðið hafa á íslandi nú á síðari tímum. þ>að er þá fyrst, að margir skólar hafa verið stofnaðir, sem sje: barnaskólar, al- þýðuskólar, kvennaskólar, gagnfræða- skólar, búnaðarskólar og sjómannaskólar. Enn fremur er heima-kennsla á börnum miklu meiri og almennari en áður var. Margar góðar bækur hafa verið gefnar út. Kvikfjárrækt, jarðyrkja og sjávarút- búnaður hafa tekið allmiklum framförum. Byggingar allar sömuleiðis. Sjálfstæð pöntunarfjelög myndazt, og verzlunarvið- skipti aukizt yfir höfuð m. fl. Ymislegt fleira mætti nefna, en þetta er nóg til að sýna að allmargar framfarir hafa átt sjer stað á Islandi nú á síðustu árum, og ekki er þar alt ,.upp-blásið.“ Jeg skal að vísu fúslega játa, að harðindin, sem gengið hafa nú'í nokkur ár á íslandi, hafa mikið ‘ dregið úr öllum þessum framförum. Ásgeir J. Lindal. f>ingmálafundur í Suður- Mulasýslu. Samkv. tilmælum kjósenda minna bið ég yðr, hr. ritstj., að ljá rúm í blaði yðar eftirfylgj. fundargjörð. Rvík 23/6 1889. Jó?i Olafssson, 1. þm. Sm-s. * * , , * pann 23. maiman. 1889 var almennur fundur haldinn að Egilstöðum á Völlum, samkvæmt áskorun J>ingvallafundarmanna í fyrra úr Suður-Múlasýslu. þar eð 2. þingmaður sýslunnar, síra I árus Hall- dórsson, hafði ekki kvatt til iundar sjáif- ur, þrátt fyrir áskorun, sem honum hafði verið send. Til fundarstjóra var kosinn í einu hljóði sira Páll Pálsson á f>ing- múla, og til skrifara síra þ>orsteinn þ>ór- arinsson á Berufirði. 1. Kom til umræðu stjórnarskrármál ís- lands, og ályktaði fundurinn: a, að skora á alþingi að gjöra sem bezta gangskör að því, að stjórn hinna sjerstöku málefna íslands hafi aðsetur í landinu sjálfu með fullri lögbundinni á- byrgð fyrir alþingi einu. Samþykkt i einu hljóði. b, að fjárveitingarvald og fjárráðarjett- ur alþingis sje óháður ráðgjöfum og rík- isþingi Dana. Samþykkt í einu hljóði. c, að æðsti dómstóll landsins sje í land- inu sjálfu. Samþ. í einu hlj. d, að dómsvald og umboðsvald sje al- gjörlega aðskilið. Samþ. í e. hlj. 2. Kom til umræðu tolhnálið. Voru allir fundarmenn á einu máli um það, að óbeinir skattar verði lagðir á munaðar- vörur, en þó jafnframt að beinu skatt- arnir sjeu afnumdir sem frekast kostur er á. 3. Kom til umræðu skólamál landsins, og ályktaði fundurinn, að skora á alþingi, að ráða sem fyrst til lykta menntamáli landsins með lögum. 4. Kom til umræðu fjórðungamálið, og voru allir fundarmenn á því máli, að biðja um sjerstakt amtsráð f Austfirðinga- fjórðungi. 5. Kom til umræðu um laun og eptir- laun embættismanna, og voru allir fund- armenn samþykkir því, að skora á al- þingi, að taka nú þegar launalög lands- ins til breytingar, og að eptirlaunalög verði úr lögum numin. 6. Kom til umræðu um tekjur presta. Ályktaði fundurinn, að æskja þess, að prestateknamálinu verði eigi ráðið til lykta að svo komnu. 7. Kom til umræðu um spítala á Aust- urlandi, og voru allir fundarmenn sam- þykkir því, að hann yrði stofnaður. 8. Kom til umtals um breytingu á kosningalögum til alþingis, og kom fund- armönnum saman um, að erfiðleikar væri á því fyrir ýmsa kjósendur að sækja kjör- fundi, og áleit fundurinn að æskilegt væri, að alþingi legði ráð til, að þeir erfiðleikar væru minnkaðir. 9. Fundarstjóri bar upp tillögur um, að 2. þingmanni Suður-Múlasýslu (síra I.. H.) væri send fundargjörð frá þessum fundi og skorað á hann að bera hana fram á þingi, og var það samþykkt með öllum atkvæðum. 10. Fundarstjóri bar upp tillögu um, að send yrði fundargjörð beina leið til 1. þingm. Sm.-s., þar eð ekki væri trútt um, að 2. þingmaður kjördæmisins (L. H.) mundi ekki í þetta sinn hafa sannfæringu til að fylgja stjórnarskrármálinu, og var það samþykkt. 11. P'undurinn vildi slcora á alþingi, að veita á næsta fjárhagstímabili Eiðaskól- anum tiltölulegan styrk við aðra búnaðar- skóla á landinu. Á fundinum mættu menn úr öllum hreppum kjördæmisins, nema úr Geit- hellna- og Mjóafjarðar-hreppum. Embættismönnum fundarins var falið á hendur, að koma fundargjörðunum áleið- is (til alþingis, alþingismannanna og dag- blaða). Páll Pálsson. þ. j>órarinsson. Rjett ritað eptir frumriti fundargjörðar- innar votta Pall Palsson. Fyrir hönd J>. jpórarinssonar Arnjinnur Jónsson. jþingmálafundur fyrir Gullbringu og Kjósarsýslu. Laugardaginn 22. júní 1889 var fund- ur haldinn f þinghúsinu í Hafnarfirði til undirbúnings undir í hönd farandi alþingi, og höfðu þingmenn sýslunnar boðað til fundarins með auglýsingu í ísafold. Á fundinum mættu 37 kjósendur úr Gullbringu- og Kjósarsýslu, auk þingmann- anna, og var síra f>órar:nn prófastur Böðvarsson kjörinn fundarstjóri í einu hljóði, og Jón skólastjóri pórarinsson skrifari, þ>essi mál komu til umræðu á fundinum: 1. Tollmál. Fundurinn komst að þeirri niðurstöðu, að æskilegt væri, að auka svo tekjur landssjóðs, að ekki standist ein- ungis á tekjur og gjöld, heldur að hann hafi nokkuð afgangs til framkvæmda, og var samþykkt: a, að leggja skyldi 3 aura toll á hvert kaffipund, en fellt var með atkvæða- greiðslu, að leggja toll á sykur og kaffi- bæti. b, að leggja 50 aura toll á hvert tó- bakspund, en 100 aura toll á hverja 100 vindla. c, að leggja 2 aura útflutningsgjald á hvert ullarpund útflutt. d, að leggja 2 aura útflutningsgjald á hvert pund tólgar, sem út er flutt. e, að leggja 75 aura útflutningsgjald á hverja útfl. kind. f, að leggja 50 aura gjald á hvert pund æðardúns, sem út er flutt. g, að hækka útflutningsgjald af laxi. h, að leggja 2 kr. á hvert útflutt hross, i, að hækka toll á áfengum drykkjum. j, að leggja hæfilegan toll á óáfenga drykki (Good-Templara). k, að leggja 2 kr. skatt á hvern hund í landinu. l, Fundurinn mótmælti tolli á aðfluttu ó- ekta smjöri. 2. Farmgjald af skipum. Fundurinn á- leit æskilegt, að leggja á hæfilegt farm- gjald, sem kæmi sanngjarnar niður á vörurnar en hið gamla lestagjald. 3. Alpýðumenntunarmálið. Fundurinn. ályktaði, að skora á þingið, að leggja frumvarp kennarafjelagsins til grundvall- ar fyrir meðferð sinni á málinu i sumar. 4. Stjórnarskrármálið. Fundurinn komst til þeirrar niðurstöðu, að heppilegast væri, að alþingi tæki þetta mál ekki einu sinni til umræðu í sumar (tillagan samþ. með öllum þorra atkvæða gegn 2). 5. Samgöngumálið. Fundurinn álykt- aði, að fela þingm. að fara fram á, að þingið hryndi samgöngumálinu (á landi) í svo gott horf sem mögulegt er, að æskilegt væri, að kosin sje nefnd á þing- inu þegar f þingbyrjun, er rannsaki flutn- ingsþörfina á suður- og vesturströnd landsins, og að tillögur nefndarinnar hafi nokkur áhrif á framlög úr landssjóði til gufuskips á Faxaflóa og við Vestur- land. 6. Fátækramál. Málinu hreyft, og skýrðu þingmenn frá því, að þeir mundu bera frumv. til nýrrar reglugjörðar uppáþing- inu í sumar. 7. Bankamálið Fundurinn skoraði á alþingi, að sjá svo um, að bankinn kom- ist sem fyrst i viðskiptasamband við er- lenda banka, að leiga af innlögðum pen- ingum verði hækkuð upp í 4% um árið, að gjaldfresturinn verði lengdur svo, að hanr, verðiallt að því 20 ár, og að bankimv taki ekki rentur fyrir fram. 8. Lög um brúargjörð á Ölvesá. Fund- urinn skoraði á þingm., að koma fram breytingu á þeim lögum í þá átt, að lagður sje á brúartollur til endurgjalds þvf fje, sem gengur til brúargjörðarinnar og viðhalds. .9. þurrabúðarmannalögin. Fundurinn áleit, að æskilegt væri, að breyta þegar þessum lögum, með þvf að örðugt væri að framfylgja þeim. 10. Tekjur og fjárhald kirkna. þing- mennirnir skýrðu þá frá frumvarpi, er þeir mundu bera upp á þinginu. 11. Búseta fastra kaupmanna. Fundur- inn vildi ekki ræða það að sinni. 12. TiLlaga kom' frá Strandarhreppi um það, að fá löggilta Vogavik, og var hún samþykkt. 13. Tillaga var og samþykkt í þá átt, aó veittur sje styrkur úr landssjóði, 100 kr. á ári, til hvers vörðuvita í Gullbringu- sýslu, sem auglýstur er í Stjórnartíðind- unum og útlendum blöðum. 14. Samþykkt var tillaga um, að æski- legt væri. að tilsk. 13- júnf 1787 yrði breytt þannig, að II. kap., 17. og 18. gr. (um kontrabækur) væri numinn úr gildi. 15- Fundurinn skoraði á þingm., að fara enn að nýju fram á, að afnuminn verði tollur sá, sem nú er á ísl. saltfiski á Spáni. Fundi slitið.—Fundarskýrslan lesin upp og samþykkt. þórarinn Böðvarsson, Jón þórarinsson, f'undarstjóri. fundarskrifari. fingmiílafundur Húnvetninga, á Sveinstöðum, 14. þ. m. Sjötíu kjósendur á fundi, auk þingmanna kjördæmisins (Eir. Briem og forleifur Jónss.); fundarstjóri L.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.