Ísafold - 29.06.1889, Síða 3

Ísafold - 29.06.1889, Síða 3
207 sjer saman við þá við Faxaflóa um einn gufubát, er þá yrði stærri. Á hjeraðsfundi, sem prófastur hjelt sama dag og á sama stað, með prestum og safnaðarfulltrúum hjeraðsins. var frum- vörpunum „um tekjur presta“ og „tekjur og umsjón kirkna“, frá synodus í fyrra og próf. þ>. Böðvarssyni, báðum hafnað, en talið æskilegt, að kirkjusjóðir yrðu settir á vöxtu með tryggu veði, eða sett- ir í Söfnunarsjóð íslands; vildi og aftaka dagsverk og preststíund. en bæta prest- um tekjugreinar þessar úr landssjóði, en aptur skyldi leggja nýjan toll á mun- aðarvöru útlenda, til að ná í skarðið. Argjaldsskuld afbrauði. Mál lands- sjóðs við sóknarprestinn að Laufási, síra Magnús Jónsson, var dæmt í landsyfirrjetti 24. þ. m., á þessa leið : Sök þessi er höfðuð í hjeraði eptir ráðstöf- un landshöfðingjans yfir Islandi fyrir hönd landssjóðsins gegn hinum stefnda Magnúsi presti Jónssyni á Laufási út af ógreiddum árgjöldum af Laufásprestakalli fyrir fardaga- árin 188|—188J, að upphæð alls 2000 kr., og var hún dæmd í aukarjetti þingeyjarsýslu hinn 80. nóveinberm. f. ár á þá leið, að hinn stefndi var sýknaður í málinu og að lands- sjóður var dæmdur til að greiða 50 kr. 1 máls- kostnað, »sem og annan kostnað málsins, þar á meðal 40 kr. til hins skipaða sækjanda Skapta Jósepssonar». þessum aukarjettar- dómi hefur landshöfðinginn fyrír hönd lands- sjóðsins látið skjóta til yfirdómsins með stefnu útgefinni 5. febr. þ. á., og eru það kröfur á- frýjanda í málinu hjer fyrir rjettinum, að hinn stefndi verði dæmdur til að greiða landssjóði 2000 kr. með 5”/» vöxtum frá sáttakærudegi til borgunardags, og allan kostnað málsins í hjer- aði og fyrir yfirdómi með 325 kr. þessum kröfum áfrýjanda hefir hinn stefndi með skýr- skotun til varnar sinnar í hjeraði mótmælt, sjerstaklega málskostnaðarkröfunni. Hinum stefnda Magnúsi presti Jónssyni var veitt Laufásprestakall 21. marz 1883 frá næstu fardögum á eptir; hafði prestakallið verið auglýst til umsóknar 29. janúarm. næst á undan, og er þess getið í auglýsingunni, að samkvæmt lögum 27. febr. 1880 »skuli greiða 400 kr. árlega í landssjóð af þessu brauði», en í nefndum lögum segir svo í 1. gr. tölul. 127: »Frá þessu brauði (o: Laufási), greiðast 400 kr.» Hinn stefndi hefir þó ekkert greitt upp í árgjöld þessi frá því að hann tók við brauðinu í fardögum 1883 og til fardaga 1888 eða í samfleytt 5 ár, og er hann nú fyrir því krafinn um 5 ára gjöld, samtals 2000 kr. Hinn stefndi hefir haldið því fram, að lands- sjóður eigi ekki sókn máls þessa, því að presta- kallalögin 27. febr. 1880 kveði svo á, að ár- gjöldin skuli greiða frá einu brauði til annars sem mest með fasteignum eða afgjaldi fast- eigna, en hvergi skipi þau svo fyrir, að gjöld- in skuli renna í landssjóð. þó að prestakalla- lögin gjöri ráð fyrir, að greiða skuli árgjöldin þannig frá einu brauði til annars, þá hafa þau þó eigi sett neinar reglur fyrir hin ein- stöku prestaköll um það, hverju öðru presta- kalli árgjald þess skuli greiðast og í hvaða aurum, en það er ætlað landsstjórninni að skipa fyrir um þetta. þangað til slík fyrir- skipun er gjörð af rjettuin stjórnarvöldum, stendur hinn almenni og sameiginlegi sjóður landsius næst til þess, að innheimta gjöldin, °g er það í samræmi við ákvörðunina í 5. grein laganna, um að greiða skuli úr lands- sjóði tillag og uppbót til brauða, sem laus eru eða síðar losna, meðan hin nýja brauða- skipun er að komast á, enda eru »tillög frá brauðum samkvæmt lögum 27. febr. 1880», talin með tekjum landssjóðsins í fjárlögum þeim, sem síðan hafa verið gefin út, sbr. t. d. fjárlögin fyrir árin 1882—1883, 5. gr. 1. tölul. það verður því að álíta landssjóð rjett- an sóknaraðíla í máli þessu. En það er aðal-sýknarástæða hins stefnda í málinu, að með því að Laufásprestakall hafi, eptir að hann var skipaður prestur þar, misst af árlegum tekjum sínum fullar 400 kr., þar sem varphólmi, sem gaf af sjer þennan arð árlega, hafi verið dæmdur undan brauðinu með Iandamerkjadómi20.sept.l883ogyfirrjettardómi 18. jan. 1886, þá hljóti hann nú að vera laus við að greiða árgjaldið af brauðinu, setn á- kveðið hafi verið áður en það missti varp- hólmann þannig, að einmitt hafi verið tekið tillit til arðsins af honum. En þó að ár- gjaldið af Laufásprestakalli hafi verið ákveðið með tilliti til arðsins af varpi Laufáss, eins og það þá var, og þaí muð hafi verið talinn arðurinn af hinum umrædila varphólma, sem nokkrum árum síðar var dæmdur undan brauð- inu, þá er þó engin heimild til þess, að und- anþiggja prestakallið eða benificiarius greiðslu- kvöð þeirri, sem á það er lögð »neð presta- kallalögunum 27. febr. 1880, 1. gr. tölul. 127, meðan lagaákvæði þessu eigi er breytt af lög- gjafarvaldinu; en þótt hvað eptir annað hafi verið gjörð tilraun til þess að fá alþingi til þess að samþykkja breytingu á þessari grein prestakallalaganna, þá hefir öllum frumvörp- um í þá átt hingað til verið hrundið. Sam- kvæmt því, sem þannig er tekið fram, verður að dæma stefnda, til að greiða landssjóði hin umræddu árgjöld af Laufásprestakalli fyrir árin 1883—84 til 1887—28, 2000 kr., með vöxtum 5°/» t’rá dagsetningu sáttakærunnar 6. ágústm. f. á., uns borgað er ; eptir þessum úrslitum málsins ber stefnda og að greiða á- frýjanda málskostnað eptir reikningi hans að upphæð 325 kr. því dæmist rjett að vera: Hinn stefndi Magnús prestur Jónsson á að greiða landssjóði íslands 2000 kr.—tvöþúsund kr.— með vöxtum 5 af hundraði frá 6. ágúst. rnán. 1888, unz borgað er, og 325 krónur 1 málskostnað, hvorttveggja innan 8 vikna frá lögbirtingu dóms þessa undir aðför að lögum. Nýsveiliar. Nýsveinapróf vav haldið f lærðaskólanum í gær. Voru to teknir inn í i. bekk þá, en 3 áður, um leið og árspróf var haldið, 2 í 2. bekk og 1 f 3. bekk. Alls 16 nýsveinar. Lærðaskólanuin sagt upp í dag. Embættispróíi við læknaskólann luku í gær: Sigurður Sigurðsson með II. eink. 66 st. Björn G. Blöndal — III. — 58 — Próf í forspjallsvísindnm við presta- skólanntókuþessir 13 presta-og læknaskóla- stúdentar 26. og 27. þ .m.: Einar þ>órðar- son (dável-þ), Hans Jónsson (dável), Guðm. Jónsson (dáv.-^-), J>orvarður Brynjólfsson (dáv.-þ), Eyólfur K. Eyólfson (vel-þ), Jón Árnason (vel-þ), Olafur Finsen (vel -þ), Sigurður Jónsson (vel-þ), J>órarinn pórarinsson (vel-þ), Emíl G. Guðmunds- son (vel), Guðmundur Ásbjarnarson (vel) Jón Jónsson (vel), Jón jþorvaldsson (vel-^). Messu í dómkirkjunni flytur á morg- un sfra Olafur Olafsson frá Guttormshaga. Tveir af hinum umsækjendunum um brauð- ið, síra Jóhann J>orkelsson á Lágafelli og cand. theol. Plafsteinn Pjetursson, ætla að stíga í stólinn hjer einhvern tíma f næsta mánuði. Stúdentar. Utskrifaðir frá lærðaskólan- um í dag þessir 17 stúdentar: Eink. stig. 1. Sigurður Pjetursson . . . . I 98 2. Bjarni Sæmundsson . . . . I 97 3- Magnús Torfason . . . I 95 4- Olafur Thorlacius I 93 5- Sæmundur Eyjólfsson . . I 93 6. f>orlá.kur Jónsson . . I 93 7- Sigurður Sivertsen . . . I 9i 8. Vilhjálmur Jónsson I 9i 9- Friðjón Jensson .... I 89 10. Ole Steenbeck .... 11 76 11. Sigurður Magnússon (utansk. II 73 12. Jón Jónsson (frá Ráðag.) (ut.sk.) II 7i 13- Oddur Gíslason .... II 69 14. Jóhannes Sigurjónsson . . . II 68 15- Helgi Skúlason .... . II 67 16. Magn. Runólfur Jónss. (ut.sk.) III 55 17- Ingvar Nikulásson . . . III 45 Alþingismaður Jón Sigurðsson frá Gautlöndum slasaðist á Öxnadalsheiði 21. þ. m., á leið til þings: datt af hestbaki, var fastur f ístaðinu os,r dró hesturinn hann rúma 100 faðma eptir slæmum vegi.. Hann marðist til muna og fjekk sár á bakið'—klæði höfðu rifnað þar inn í bert. Samferðamaður hans, Jón alþingismaður frá Sleðbrjót, fjekk útvegað tjald hjá grasafólki þar á fjallinu; var það flutt þangað, sem slysið varð, og tjaldað þar yfir Jón Sigurðsson, með því að hann mátti sig hvergi hræra fyrir sársauka. Yar síðan sent til bæjar, Bakkasels í Oxnadal. eptir rúmfötum, og því .næst eptir lækni til Akureyrar og mannhjálp að flytja hinn sjúka til byggða. Vakti Jón aljDÍngism. frá Sleðbrjót yfir honum f tjaldinu fulla 2 sólarhringa, og hjelt síð- an áleiðis suður, en byggðarmenn voru þá í tilbúningi að fá nafna hans fluttan til bæja, ætluðu að bera hann í rúmföt- um í kistu. Var hann allþungt haldinn og magnlaus mjög. Er því hætt við, að meira hafi skemmzt en sýnilegt var að utan, en óskandi og vonandi, að betur rætist úr og að þetta hraparlega slys hafi sem minnst i 11 eptirköst. Leiðarvísir ísafoldar. 180. Segist ekkert á |)vi, ef prestur, sem þjón- að hefur um lengri tíma, sjaldan framkvæmir svo messugjörð, að honum verði ekki annaðhvort eitt- hvað á, eða hann gleymi ekki einhverju, þótt ó- drukkinn sje, t. a. ra. gleymi að biðja fyrir altar- isgöngufólki á stólnum, láta börn staöfesta eiðinn við fermingu og fieira þess háttar ? Sv.: það varðar áminningu, sektum, og jafnveí afsetningu, ef mikil brögð verða að. 181. Eru ekki ómerkingar, sem koma móður- lausir af fjalli á haustin og enginn getur helgað sjer, sjálfsagðir að seljast til hreppsins þarfa, eða hefur landeigandi eða rjettareigandi, þar sem ekki er lögrjett, nokkra lagaheimild að taka þá sem sína eign ? Sv.: Sje rjettin notuð af almenningi í því byggð- arlagi, þótt eigi sje hún talin með lögrjettum í fjallskilareglugjörð t. a. m., mun rjettarhóndi eiga tilkall til ómerkinga, sem þar koma fram (en ekki til markaðs óskilafjár). 162. Hafa sýslunefndir vald til að leggja a einstaka hreppa sýslunnar skylduvinnu, t. d. við flóðgarða eða annað því um líkt? Sv.: Nei, það er lögleysa. 183. Kaupmaður reiknar öll eyris-brot í úttekn- um vörum sem heilan eyri, hve lítil sem þau eru, t. d. 25>/85 eyris skrifar hann 26 aura, en sleppir öllum brotum á innlagðri vöru, t. d. 2584/86 eyris skrifar liann 25 aura. Er þetta rjett? Sv.: Nei, það er lögleysu-yfirgangur, þótt smátt sje.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.