Ísafold - 06.07.1889, Qupperneq 3
215
KennaraQclagið hjelt ársfund sinn hjer
í bænum 3. og 4. þ. m. Fundarskýrsla
verður að bíða næsta blaðs vegna rúm-
leysis.
Gufubátsíjelagið. Fundur var haldinn
aptur í fjelaginu í gærkveldi, af nálægt 20 hluta-
mönnum, hjer úr bænum flestum, 2 úr Isa-
fjarðarsýslu (alþm.). Voru þar samþykkt lög
fyrir fjelagið og kosin stjórn (síra Jens Pálsson,
Björn Jónsson ritstj., Sigfús Eymundsson,
Björn Kristjánsson gjaldkeri og Páll Blöndal
hjeraðslæknir; —landfóg. A. Thorsteinsson og
kaupm. Stgr. Johnsen skoruðust undan kosn-
ingu). Sú breyting var gerð á frá því
er fyrirhugað var í vor, með lögunum, að
skipið skyldi vera um 200 smálestir að stærð
netto) og vera í flutningum milli landa
nokkrar ferðir, svo sem 8—10 vikur samtals
á ári, til þess að geta fengið sem mest að
gjöra, er að vísu mætti ganga að góðan arð
bæri, en að öðru leyti haft f strandferð-
um um suður- og vesturland allt, svo tíðum
og á svo marga staði, sem frekast væri tök
á, jafnt um Vestfirði (Breiðafjörð, Isafjarð-
ardjúp o. s. frv.) sem við Faxaflóa. Stofnfje
var áætlað að þyrfti 120,000 kr. þar af
hafði útlendur efnamaður, L. Zöllner kaup-
maður í Newcastle, lofað að leggja til 40,000
kr., undir eins og búið væri að útvega hjer
80,000 kr. í hlutaloforðum eða á annan hátt.
Til þess að reyna að safna því fje, var ráð-
gert að hafa enn fyrir sjer um missiristíma að
minnsta kosti, og skyldi greiða hin fyrsta
fjórða hluta af ákvæðisverði hlutabrjefa eigi
fyr en 11. marz 1890; hina 11. júní, 11. sept.
og 11. desbr. það sama ár. Enginn hefir
meira en 10 atkvæði í fjelagsmálum, hvað
mikið sém hann leggur í fjelagið; upp að
þeirri tölu fylgir 1 atkvæði hlut hverjum
(100 kr.). Stjórmnni var falið að sækja um
styrk til þingsins.
Vöruverð erlendis. Verzlunarskýrslur
frá Khöfn, er hingað kom með »Magnetic«
dags. 25. f. m., segja mikið dauft útlit með
verð á íslenzkum vörum, einkum fisk og lýsi.
Afli hefir orðið meiri við Finnmörk í vor en
menn vita dæmi til áður. Er því verð á
fiski lágt á Spáni, með því svo mikið er þar
á boðstólum. A ntarkaði á þýzkalandi hefir
verið hrúgað svo miklu af norsku lýsi, að
það hefir mjög þokað niður verði á þeirri
vöru.
það sem kom með »Thyra« nú af salfiski,
hefir selzt þannig : sunnlenzkur Spánarfiskur
hnakkahýldur 45 kr., smáfiskur 36 kr., aust-
firzkur stór 43 kr., ýsa 35 kr.; vestfirzkur stór
óhnakkakýldur 48 kr., hnakkakýldur 43 kr.,
smáfiskur 37 kr., bezti jaktafiskur hnakka-
kýldur 50 kr., meðalfiskur 40 kr.
Lýsi seldist þannig: gufubrætt hákarlslýsí
á 31J kr., pottbrætt 31 kr., dökkt hákarlslýsi
25^ kr., þorskalýsi þykkt 20 kr.
Til Spánar er eptirspurn eptir fáeinum
förmum af íslenzkum fiski, er sendist í júlí-
mán.; það er farið fram á 48 rmörk (43 kr.)
fyrir skippundið flutt á skip á Islandi, en
meir en hjer um bil 46 rmörk (41 kr.) mun
naumast fáanlegt. Farmar, sem sendir verða
í ágústmán., búumst vjer við að verði falir
fyrir 45 rmörk (40 kr.), en því verði eru
engar líkur til að hægt verði að ná, og
skerist ekki Norðmenn í leikinn og kaupi
nokkra farma til þess að lialda verðinu
uppi, er efasamt, hvort hægt verður að fá
einu sinni 42 mörk (rúmar 36 kr).
Gufuskipið Magnetic (Slimons) kom
hingað í fyrra dag frá Skotlandi og með því
12 ferðamenn enskir, enn frernur alþingis-
mað. f>orst. Jónsson læknir frá Vestmanna-
eyjum. það fór aptur í gær með um 300
hross, er Coghill hefir keypt sunnanlands.
það ætlaði að koma við á Seyðisfirði á út-
leiðinni.
Hölðingleg (lánargjöf. Samkvæmt
ráðagjörð stórkaupmanns W. Fischers,
áður en hann andaðist í vetur hefir ekkja
hans (frú Arndís Teitsdóttir Finnbogason-
ar) og sonur, stórkaupm. Fr. Fischer,
lagt fje í sjóð, er nefnist W. Fischers
legat, að upphæð 20,000 kr., með stofn-
skrá dags. 28. f. m., er verja skal vöxt-
unum af að hjer um bil 2/3 til styrktar
ekkjum og börnum fátækra sjómanna í
Gullbringusýslu og Reykjavík, er týna
lífi fyrir slysfarir á sjó, og að '/3 hjer um
bil til menntunar efnilegum sjómönnum
úr sömu byggðarlögum, er verið hafa i
förum 2 ár með verzlunar- eða kaupskip-
um og reynzt iðnir og reglusamir og sýnt
sig maklegan slíks styrks til að geta
aflað sjer menntunar í sjómannafræði.
Utbýting styrksins er falin landshöfðingja
og aðaleiganda eða forstöðumanni Fischers-
verzlunar í sameiningu. Fyrsta styrkveit-
ing 13. des. 1890 (fæðingardag W. Fisc-
hers). Eptir er að útvega kgl. staðfesting
fyrir stofnskrá sjóðsins.
Ycrðlaun af gjöf Jóns Sigurðssonar.
Fyrir ritgjörð uin „þekking manna og
hugmyndir um Jsland frd elztu tímum
fram að siðahóF hefir verðlaunanefnd sú,
er kosin var á álþingi 1887 (Eir. Briem,
Ivristján Jónsson og Stgr. Thorsteinsson)
dæmt höfundinum 400 kr. verðlaun af
„gjöf Jóns Sigurðssonar-1. Höfundurinn
reyndist vera adjunkt þorvaldur Thor-
oddsen.
A 1 þ i n g i.
II.
Allir þingmoilll eru nú komnir til
þings, nema síra I.árus Flalldórsson, sem
ókunnugt er um, hvort muni ætla sjer að
koma eða ekki. Hafa nú engar tálmanir
verið lagðar fyrir þingför embættismanna;
fyrir Ben. sýslumann Sveinsson t. d.
tekið gilt, að nágrannasýslumaðurinn
(Einar Thorlacius) gegndi dómarasörfum
fyrir hann um þingtímann.
Skrifstofa alþingis. Skrifstofustjóri er
kand. Gestur Pálsson. Skrifarar á skrif-
stofunni: cand. juris Klemens Jónsson og
i and. med. & chir. Björn G. Blöndal.
Innanþingsskrifarar í neðri deild: cand.
Jón Jakobsson og cand. theol. Morten
Hansen; í efri deild: cand. juris Hannes
Hafstein og bankagjaldkeri Halldór Jóns-
son.
Tolíjur prcsta. Nefnd sett í neðri
deild í^>að mál, stjói'narfrumvarp, í gær:
Gunnar Halldórsson, þ>orl. Guðmundsson,
Páll Olafsson (skrif.), þ>órarinn Böðvars-
son (form.) Arni Jónsson.
Lögroglusamþykktir. Nefnd í þvi
máli í gær í efri d. : Júlíus Havsteen
(skrif.), E. Th. Jónassen og Árni Thor-
steinsson (form.).
Itaupstaðarlóðir. Nefnd í því máli í
efri d., stjórnarfrv. um að fá útmældar
lóðir á löggiltum kauptúnum: Júlíus Hav-
steen (form.), Á. Thorsteinson, Arnlj.
Olafsson. L. E. Sveinbjörnsson, E. Th.
Jónassen (skrif.).
Uppeldisstyrkur óskilgotinua barna.
Nefnd i efri d.: Sighvatur Árnason, Arn-
ljótur Olafsson, Jakob Guðmundsson.
Landsroikningar. Nefnd i neðri d.
i lagafrv. um samþykkt landsreikningar
Olafur Briem, Páll Olafsson (form.) og~
porvarður Kjerúlf (skrifari).
Fjárlög. Sjö manna nefnd sett í fjár-
lagafrv. 1889—1891 í neðri deild í gær:
Eir. Briem (skrif., 19 atkv.), Sigurður
Stefánsson (19), Páll Briem (form., 18),
þ>orleifur Jónsson (17), Jón Jónsson N.-
J>ing. (15). Arni Jónsson (12), Sigurður
Jensson (11). Allir hinir sömu og 1887.
nema Sig. Jensson, i stað þ>órarins Böðv-
arssonar.
þingmaiuiafruinvörp eru þegar orðin
11, þar á meðal eru 6 um löggilding
nýrra verzlunarstaða: Haukadals, Arn-
gerðareyrar, Múlahafnar, Vogavíkur, Sval-
barðseyrar og Hólmavikur í Steingríms-
firði.
Hin eru um gjaldheimtu til sýslusjóðs og
sýsluvega (Arnlj. 01.), viðauki (frá sima) við
safnaðarstjórnarlögin: um kostnað af hljóð-
færi til kirkna og hljóðfæraslætti m. m.„
um styrktarsjóði handa alþýðufólki (porl
Guðm.), um tekjur og umsjón kirkna (pór.
Böðvarsson),um breyting á kosningalögum
til alþingis (J. A. Hjaltalín).
Mál út af kirkjubyggingu á Seyðis-
firði, milli hreppsnefndarinnar þar og sókn-
arprestsins, síra Björns porlákssonar, var
dæmt í landsyfirjetti 17. þ. m., á þessa
leið:
Með skjali, dags. 9. okt. 1884 tókst þá-
verandi hreppnefnd i Se)>ðisfjarðarhreppi
þá skuldbindingu á hendur fyrir hreppinn,
að greiða af fje hans til kirkjubyggingar
á Seyðisfirði, allt að 2000 kr, á fjórum
árum í gjalddögum 6. júní 1885—88 með
500 kr. árlega. Skuldbinding þessi var
því skilyrði bundin, að presturinn og
sóknarnefndin á næsta ári reyndi til, að
fá með frjálsum samskotum það. sem upp
á kynni að vanta til lcirkjubyggingarinnar,
en ef nægilegt fje eigi fengist með þessu
móti skyldi það er ávantaði greitt úr sveit-
arsjóði. Litlu eptir samdi presturinn Björn
poláksson, sem er umráðamaður kirkjunn-
ar, um byggingu hennar, og var hún svo
byggð upp árið 1885. Til frjálsra sam-
skota stofnaði presturinn ásamt einum sókn-
arnefndarmanni haustið 1885 og græddust
við það 66 kr. en alls vantaði til lúkning-
ar öllum kostnaði við bygginguna um
2,500 kr. Sumarið 1885 greiddi hrepps-
nefndin prestinum Birni porlákssyni þær
500 kr. er áfjellu eptir samningnum 6. júní
1885, en síðar neitaði hun að greiða þær
500 kr. er áskilið var að greiða skyldi 6.
júní 1886 og 1887. Presturinn Björn por-
láksson höfðaði því í hjeraði mál gegn
hreppsnefndinni, er með dómi aukarjettar
Norðurmúlasýslu, uppkveðnum 15. ágúst
1888. var dæmd til þess, að greiða prest-
inum tjeðar 1000 kr. en kostnaður máls-
ins, sem báðir málsaðillar höfðu gjafsókn í,
þar með talinn ferðkostnaður og fæðis-
peningar hins setta dómara í málinu, skyldi
greiðast af almennu fje.
Dómi þessum hefir nú hreppsnefnd
Seyðisfjarðarhrepps áfrýað og krafizt þess,
að hann verði dæmdur ómerkur fyir þá sök,
að setudómari sem skipaður var í málinu
25. júlí 1888, hafi framlagt ýms skjöl í
málinu, en til vara, að dómarinn verði ó-
merkur fyrir þá sök, að presturinn hafi
lagt málið til sætta,sem umboðsmaður Vest-
dalseyrarkirkju, en í undirrjettarstefnunni
komi hann fram persónulega; sáttatilraun-
in sje því eigi lögmæt. Að lokum ef þessar