Ísafold - 06.07.1889, Blaðsíða 4
216
kröfur eigi verða teknar til greina, er
krafizt sýknunar fyrir öllum kröfum og
kærum í máli þessu og svo málskostnaðar.
Aptur á móti hefir presturinn, ' Björn
þorláksson, gagnáfrýað hinum uppkveðna
dómi, og krafizt þess, að málinu sje vísað
frá þar eð áfrýunarstefnan eigi hafi verið
birt löglega þeim dómendum, er hafa haft
málið til meðferðar í hjeraði, en til vara
að honum verði dæmdar ofantjeðar 1000 kr.
með 5°/0 vöxtum frá gjalddaga eða í það
minnsta frá sáttakærudegi. Að lokum hefir
hann krafizt þess, að undirdómarinn Einar
Thorlacius verði látin greiða málskostnað
fyrir báðum rjettum einn eða in solidum
með hreppsnefndinni samt sæti sektum fyr-
ólöglega meðferð og drátt á málinu.
Skjöl þau, er hinn skipaði setudómari
lagði fram hinn 25. júli 1888. geta eigi
valdið ómerkingadómi. Gagnáfrýjandinn
hefir lagt málið til sætta fyrir hönd Vest-
dalseyrarkirkju sem umráðamaður hennar.
og sem sá er annast hefir byggingu henn-
ar, og síðan er ekkert framkomið, er
breyti stöðu hans sem málsparts, og þar
sem dómendur þeir. sem hafa baft málið
til meðferðarí hjeraði, hafa viðurkennt, að
áfrýjunarstefnurnar hafi verið þeim birtar,
þá eru engar ástæður til. að taka ómerk-
ingar- og frávísunar kröfur, þær sem eru
gjörðar til greina.
Aðaláfrýjandinn hefir byergt sýknunar-
kröfu sína á því, að gagnáfrýjandinn hafi
eigi fullnægt skilyrði því er sett var. að
hann og sóknarnefndin skyldi leita frjálsra
samskota til kirkjubyggingar. Hann einn
hafi boðað til samskota með öðrum manni,
en engin sóknarnefnd hafi þá verið til, af
því, að kosning hennar hafi verið vanrækt
álögboðnum tíma. Ennfremur hafi hrepps-
nefndin ekki haft heimild til þess, að
skuldbinda sig til alit að 2000 kr. tillags
til kirkjubyggingarinnar, enda hafi sýslu-
nefndin eigi lögformlega samþykkt þessa
áskorun. Hreppsnefndin hafi skorað á
sýslunefndina, að synja um samþykki, en
í stað þess hafi sýslunefndin eptir uppá-
stungu prestsinssamþykkt fyrir sitt leyti.að
að þessi skuldbinding hreppsnefndarinnar
væri gild, og gæti slík áskorun ekki stað-
izt á móti yfirlýstum vilja hreppsefndar-
innar.
Eptir lögum 27. febr. 1880 á að vísu
að kjósa til sóknarnefnda í júnímánuð ár
hvert, en þó það dragist nokkuð einhverra
orsaka vegna, á hin almenna regla. að
slíkar eða samkynja nefndir starfi þangað
til næstu kosningu er lokið einnig við
hjer, enda er ekkert komið fram er sýni,
að út af þessu hafi verið brugðið í þetta
skipti. Sá maður, er ásam með prestin-
um boðaði til samskota í september 1885
verður því að skoðast sem sóknarnefndar-
maður. þ^að sjest nú reyndar eigi, að
hún í þessu efni hafi komið fram fyrir
hönd allrar sóknarnefndarinnar, en þó að
tveir nefndarmennirnir eigi hafi boðað til
samskota, þá getur það eigi haft þá af-
afleiðing fyrir prestinn, sem sjálfur ásamt
manni úr sóknarnefndinni hefir stofnað til
samskot« að með fullum rjetti verði álit-
ið, að eigi hafi verið fullnægt hinu setta skil-
yrði, að gjöra tiLraun til þess, að ná sam-
skot um. þessari niðurstöðu samrýmist það,
að skilyrðið eigi áskiiur neitt um, hve
ýtarleg eða yfirgripsmikil tilraunin eigi
að vera, eða að samskotin þurfi að nema
neinni ákveðinni aðalupphæð, ogað hrepps-
nefndin sumarið 1885 skilyrðis- og fyrir-
varalaust greiddi hina fyrstu afborgun.
J>ar sem nú sýslunefndin að sínu leyti
hefir samþykkt, að skuldbinding hrepps-
nefndarinnar skyldi vera gild, verður eigi
sýknunarástæða byggð á því, að hrepps-
nefndin hinn 9. sept. i886 hefir farið fram
á, að skuldbindingu hennar verði synjað
um samþykki eptir 26. gr. tilsk. 4. maí
1872 nje heldur verður efast nm heimild
sýslunefndarinnar til þes að gjöra slíka
ákvörðun eins og' málið hjer liggur fyrir.
Af fyrtöldum ástæðum ber hreppsnefnd
Seyðisfjarðarhrepps að greiða prestinum
Birni t>orlákssyni fyrir hönd Vestdalseyr-
arkirkju þær 500 kr. sem áfjellu til greiðslu
6. júní 1886 eg 500 krónur, sem einnig
fjelíu í gjalddaga 6. i887 samtals 1000 kr.
með vöxtum 5% frá sáttakærudegi 18.
júlí 1887 til þess borgað er.
f>að verður að álíta mjög vítavert af sýslu-
manni Einari Thorlacius, sem hafði mál
þetta til meðferðar framan af, að hann
neitaði sækjanda í hjeraði, að taka málið
fyrir um rúman 6 mánaða tíma. sökum
þess að úrskurði (interlocutorium) er hann
hafði upp kveðið í málinu, og sem ákvað
að málið ætti fram að ganga myndi verða
áfrýað af mótpartinum (stefnda) og að sýslu-
maður Ijet hann þvert ofan í bannið í til-
sk. 17 maí iógo fá útskript af úrskurð-
inum til áfrýjunarinnar. Fyrir þessa aðferð
sína getur nefndur sýslumaður, sem hefir
látið mæta fyrir sig hjer fyrir rjettinum,
eigi komizt hjá, að sæta sekt samkv. 17.
gr í tilsk. 15. ágúst 1832, sem ákveðst
50 krónur og rennur í fátækrasjóð Seyð-
isfjarðarhrepps, en aptur á móti þykir
eigi eptir atvikum málsins ástæða til, að
skylda hann til að greiða gangfrýjanda
málskostnað eptir kröfu hans.
Málskostnaður fyrir báðum rjet.tum virð-
ist eptir málavöxturn eigi að falla niður.
Hinum skipaða talsmanni gagnáfrýjand-
ans fyrir yfirdóminum ber fyrir flutning
málsins 20 krónur, er greiðist honum af
almannafje.
Meðferð málsins, sem fyrir báðum rjett-
um er flutt með gjafsókn, hefur að öðru
leyti en áður ávikið verið i hjeraði víta-
laus og flutningur þess fyrir yfirdóminum
lögmætur.
því dœmist rjett aff vera:
Hreppsnefnd Seyðisfjarðarhrepps ber
að greiða til prestsins Björns þ>orlákson-
ar, sem umráðamanns Vestdalseyrarkirkju
1000 kr.—eitt þúsund krónur—með 5%
vöxtum á ári frá sáttakærudegi til þess
að greitt er. Málskostnaður fyrir báðum
rjettum falli niður. Hinum skipaða tals-
manni gagnáfrýjandans, Guðlaugi Guð-
mundssyni ber fyrir flutning málsins fyr-
ir yfirdómi 20 kr. er lúkist af almannafje.
Sýslumaður í Norður-Múlasýslu Einar
Thorlacíus greiði 50 króna sekt, er renni
í fátækrasjóð Seyðisfjarðarhrepps.
Dóminum að fullnægja innan 8 vikna
frá lögbirtingu hans undir aðför að lög-
um.
AUGLYSINGAR
í saraieldu máli með sraáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.)
hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning
I kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg. út í hönd.
Hjer með eru gjaldendur Reykjavíkurbæjar
aðvaraðir um að greiða gjöld sín, sem fjellu
í gjalddaga 1. þ. m., hið allra fyrsta. Sjer-
staklega eru þeir áininntir um að borga nú
þegar, sem ætla sjer að fara í kaupavinnu,
eða gera áreiðanlegar ráðstafanir til að gjöldin
verði borguð fyrir þessa mánaðar lok, með því
engin líðun verður veitt úr því.
Reykjavík 6. júlí 1889.
Björn Kristjánsson*
(bæjargjaldkeri).
TAPAZT hefir af hesti 8. þ. rn. á leið frá
Kolviðarhól niður í Efrivötn þverbakstaska úr
selskinni með ýmsu í, fatnaði o. fl. Skila skal
gegn góðum fundarlaunum annaðhvort til Jóns á
Kolviðarhól eða í biskupshúsið í Reykjavík.
TAPAZT hefur hliðartaska á veginum frá
Reykjavík upp í Fossvog; í henni var 10 króna
seðill með fleiru. Finnandi er beðinn að skila
henni á skrifstofu ísafoldar mót sanngjörnum
fundarlaunum.
Viðbætir
við
Kirkjusöngsbók
með fjórum röddum
eptir
Jónas Helgason
er nú út kominn. Fæst hjá J. Helgasyni
og bóksala Sigurffi Kristjánssyni.
Verðið er hið sama sem áður hefir
auglýst verið. 2 kr.
Bökmenntafjelagsfundur
í Reykjavíkurdeildinni mánudag 8. þ. m.
í leikfimishúsi barnaskólans kl. 5 e. h. —
Kosin stjórn o. fl.
TH0RVARDS0N & JENSIiN.
BÓKBANDS-VERKSTOFA.
Bankastræti 12 í hús Jóns Olafssonar alþm. .
I itlimrpfni vor> sem AlsfAðar eru viður-
l ai Gllll ágæt að vera og sæmd
voru verðlaunum á sýningunni í Khöfn 1888,
enda eru hin einu litunarefni í verzlunum, er
samsett eru af æfðum og dugandi efn ið-
ing,—hin einu litunarefni, er hver húsruóðir
getur litað með fljótt og auðveldlega eins
fallega og beztu litarar, fást hjá herra P.
Thorsteinsson, Bíldudal.
Bnch s Farvefabrik.
Studiestræde 32. Kjöbenhavn K.
Underiegnede Repræsentant for
Det Kongelige Octroierede Almindelige
Brandassurance Compagni
for Bygninger, Varer og Effecter, stiftet 1798
i Kjöbenhavn, modtager Anmeldelser om
Brandforsikring for Syslerne Isafjord, Barda-
strand, Dala, Snæfellsnes og Hnappadal, samt
meddeler Oplysninger om Præmier etc.
N. Chr. Gram.
þ. |j- „ f4-íí (kaffiblendingur), sem má brúka
»11*í* l tt eingöngu í -taðinn fyrir kaffi-
baunir, fæst eins og vant er við verzlun H. Tll. A.
Thomsens í Reykjavik, á 56 aura pundið.
Sf*4> Heirðu kunningi! Gerðu svo vel og skil-
aðu aptur sumar-yfirfrakkanurn sem þú tólcst t
forstofunni i húsi Torfa prentara þorgrímssonar
því ella mun hann verða sóttur.
Almanak f>jóðvinafjelagsins 1890
er til sölu á afgreiðslustofu Jsafoldar.
LEIÐARVÍSIR TIL LÍFSÁBYRGÐAR fæst
ókeypis hjá ritstjórunum og bjá dr. med. J. Jón-
assen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja
líf sitt, allar nauðsynlegar upplýgingar.
borngnpasafnio opió hvern iiiva. og ld. kl. I—2
Landsbankínn opinn hvern virkan dag kl. 10—12
Landsbókasatnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 4—6
útlán md„ mvd. og ld. kl. 6—7
aötnunarsjóðuiinn opinn 1. uiánud. 1
hverjum mánuði kl. 4—5
Veðurathuganir 1 Reykjavik, eptir Dr. J. Jonassen.
Hiti Júní 1 (á Celsius) Loptþyngdar- mælir(millimet.) Veðurátt.
Júlí |ánóttu|um hád. fm. em. fm em.
Mvd. 3.! +11 +12 767.1 764.5 S h d S h d
bd. 4.I +11 | +13 767.1 769.6 S h d Sv h b
Fsd. 5. 4- 9 1 +13 771.2 774.7 V h b V h b
Ld. 6. + 9 | 774.7 N h 1)
Eptir hina miklu utidanförnu vætutíð, birti loks-
ins upp h. 5., og gekk hann til vestur-útnorðurs,
siðan til norðurs með hæg. I dag 6. bjartur sól-
kkin, hægur við norður.
Ritstjón Björn JónsBon, cand. phil.
Prentsmiðja ísafoldar.