Ísafold - 31.07.1889, Blaðsíða 2

Ísafold - 31.07.1889, Blaðsíða 2
242 3. gr. Nú eru hundar fieiri en ákveðið er sam- kvæmt 2. gr., og skal þá gjalda 5 kr. skatt í hreppssjóð eða bæjarsjóð, af hverjum 4 mánaða gömlum hundi, sem umfram er. Hreppstjóri eða bæjarfógeti innheimtir skattinn á manntalsþingum. Húsbóndi greiðir skattinn fyrir sig og heimamenn sína. 4. gr. Tvisvar á ári, í maí og nóvember, skal gefa hverjum hundi inn bandormaeyðandi meðul, samkvæmt reglugjörð, er landlæknir semur. Hreppstjórar framkvæma það í sveitum, en lög- reglustjórar í bæjum, en taka sjer aðstoðarmenn eptir þörfum, og má enginn að forfallalausu und- an þvi skorast. Aðtsoðarmenn fá hver fvrir sig í laun fyrir hvern dag ígildi eins dagsverks, eins og það er í þargildandi verðlagsskrá. 5. gr. í hverjum hreppi og hverjum bæ skal hreppstjóri eða bæjarfógeti útvega hentuga staði, einn eða fleiri eptir þörfum, til þess að hundum sje þangað safnað, þá er þeim skal inngefa. Skal á þeim stöðum byggja hús með básum til að geyma þá i á meðan. Bóndinn, sem á þeim stað býr, fær hæfilega þóknun fyrir átroðning, 6. gr. Sjerhver húsráðandi er skyldur til að sjá um, að allir hundar á heimili hans komi þangað, sem á að gefa þeim inn, á þeim tíma, sem hrepp- stjóri eða bæjarfógeti ákveða. 7. gr. Sleppi nokkur hundur hjá inngjöf hinn ákveðna tíma, skal hreppstjóri í sveitum og lög- reglustjóri í bæjum sjá um, að hann sje þegar drepinn, nema eigandi kjósi heldur, að láta þegar geía honum inn á sinn kostnað. Verði það van- rækt og hundurinn þó látinn lifa, ber að álíta sem honum hafi verið skotið undan inngjöf, og varðar það sekt samkvæmt 11. gr. 8. gr. Hreppstjórum í sveitum og lögreglustjór- um í bæjum ber i hvert skipti 25 aura þóknun fyr- ir hvern hund, er þeir gefa inn samkvæmt reglu- gjörð landlæknis. 9. gr. Allan kostnað, sem leiðir af ákvörðunum laga þessara, skal greiða úr hreppsjóði eða bæj- arsjóði. J>6 skulu starfalaun (laun hreppstjóra, lögreglustjóra, aðstoðarmanna) eigi greidd fyr en hlutaðeigendur hafa með nákvæmri skýrslu, stað- festri með drengskaparvottorði, sannað, að þeirhafi til þeirra unnið. Sú skýrsla fyigir siðan hrepps- eða bæjarreikningunum. 10. gr. Finnist sullir í skepnum, þegar slátrað er, skal brenna þá, eða grafa svo djúpt, að hund- ar nái þeim eigi. Bins skal fara með heila úr höf- uðsóttarkindum. Yfir höfuð er hverjum manni skylt að sporna af fremsta megni við þvi, að hundar nái að jeta sulli. Einnig skal varast að haia matarílát manna fyrir bundum. 11. gr. Sje hundur dreginn undan framtali, eða skotið undan inngjöf án gildra forfalla, varðar það 10 kr. sekt í fyrsta sinn, en tvöfaldast í hvert sinn, sem brotið er ítrekað. Sömu sektum varðar, ef vanrækt eru störl þau, sem fyrirskipuð eru í 4. gr. Brot gegn 10. gr. varða 5—50 kr. sekt eptir málavöxtum, og tvöfaldast einnig, ef brotið er í- trekað. 12. gr. Allar sektir eptir lögum þessum falla hálfar i hrepps- eða bæjarsjóð, en hálfar til upp- ljóstrarmanna. 13. gr. Mál, sem rísa af brotum gegn lögum þessum, skal farið með sem almenn lögreglumál. 14. gr. Með lögum þessum er tilskipun 25. júní 1869 um hundahald úr gildi numin. Biiandi i sveit. Kennimannleg hheinskilni. Sorgarleikur i þremur þáttum. Fyrsti þáttur. Aköf brjefadrífa frá kenni- manni, með andheitu ákalli til venzlamanna, vina og kunningja í söfnuðinum um fulltingi til kosningar. Annar þáttur (5 vikum síðar): Kennimað- ur: »Hláleg meðferð er það á mjer og argvít- ug, ef jeg fæ ekki að komast á skrána*. Einn af kunnimjjunum: »Jpjer væri enginn fengur í að komast á skrána, því þú fengir hvort sem er ekki eitt einasta atkvæði«. |>riðji þátcur (fám dögum síðar). Kenni- rmður (á prenti): »það var aldrei mín alvara að sækja um.....................prestakall. Mjer óx ábyrgð þess of mjög í augurn. En af því jeg á hjer, að jeg hygg, ekki fáa vel- vildarmenn, sem mjer eru kærir, og sem vissulega hefðu gefið mjer atkvæði sitt, ef reynt hefði verið, þá finnst mjer ódrengilegt, að kveðja þá ekki með fáeinum orðum«. J>ingináliifuii<liir í Vestur-Skaptafells- sýslu. Arið i88g, hinn 25.júní var sam- kvæmt fundarboðun alþingismanns Vestnr- Skaptfellinga, umboðsm. Ólafs Pálssonar, þingmálafundur haidinn í Loptsalahelli, fyrir Dyrhóla og Hvammshreppa; fundar- stjóri var kosinn nefndur þingmaður, en til skrifara var kosinn Finnbogi I'inars- son. Kom þá til umræðu 1., að lagður sje tollur á allan aðflutt- an glysvarning, að undan teknu járni, smíðuðu og ósmíðuðu, og leirtaui, og að tollurinn sje settur að hæð eptir því er þingmaður álítur og í sambandi við aðra þingmenn. 2., að lagður sje tollur á allan aðfluttan drykk, sem hefir eins stigs kraft, og nið- ur úr, nema óblandað vatn, io aurar á hvern pott. 3., að 40 tollur verði lagður á hvert pd. af aðfluttu smjöri. 4., að allir álagðir tollar á öllum vin- föngum og tóbaki verði látnir standa eins og er. 5., að tíundarlöggjöfin verði látin standa óhögguð að svo stöddu. 6. Skorað var á þingmanninn, að leggja fram allt sitt til þess, að i'rumvarpið frá sýnódus fyrra ár um tekjur presta nái ekki fram að ganga. 7. Fundurinn skoraði fastlega á þing- maninn, að hann gangist fyrir, að efna- fróður maður sje látinn rannsaka hið að- flutta overheadmjöl, þar grunur liggur á, að það sje blandað annarlegum efuum. 8. Fundurinn stukk upp á, að ferða kaup þingmanna sje fast ákveðið með lögum. g. Fundurinn stakk upp á, að sú breyt- ing sje gjörð á undirstöðu verðlagsskránna, að hreppsnefndir í sameiningu við prest og hreppstjóra safni og semji, hvort verð- lag sje á því ári í hreppnum á þeim aurum, sem þar ganga kaupum og sölum samkvæmt eldri lögum, og f verðlagsskrán- um standa. 10. Komið hafði ávæningur af fundi á Flögu í Skaptártungu 11. s. m., að þar hefði verið fram á, að Hvamms og Dyr- hólahreppar væru numdir af Skaptafells- sýslu, en lagður til Rangárvallasýslu; því mótmælti fnndurinn í einu hljóði. 11. Ef tíundar lögin verða látin standa óhögguð, biður fundurinn um, að eptir verði gefið hið hálfa landssjóðsgjald af lausafje og jarðaábúð, um næstM fjár- hagstímabil, eins og að undanförnu. Fleira kom ekki til umræðu; fundi slit- ið. Olafur Pálsson. Finnbogi Einarsson Aðalpóstleið um Húnavatnssýslu- Búmið leyfir ekki að fara nema sem styzt yfir með lagf'æringar á skekkjum þeim og missögnum, er síra St. M. Jónsson á Auðkúlu kemur með í hinu langa svari sínu í ísaf. XVI, 16. Sleppi jeg þá fyrst ýmsum villum í samanburðinum á vega-lengd og vega-sfe/ww á þeim tveimur i>óstleiðum, er hvor okkar heldur fram (jeg í ísaf. XV. 59—60), en vík mjer að þvi sem bann segir um vegagjörð í Svínavatnshreppi. Vil jeg þá spyrja : hvar á að taka grjót og möl í veg yfir alla Búrfellsflóana utan frá Skóg og fram að Sólheimatungum ? þegar þangað kemur er að vísu á nokkrum stöð- um holt og börð, nokkru ofar en prestur ætlast til að vegurinn liggi; þó er enn víða á allri leiðinni fram að Blöndu ekki neitt vegarefni að sjá ofan- jarðar. það er því öllum auðsætt, jafnvel eptir orðum prestsins sjálfs, að vegur þar fremra hlyti að verða miklu dýrari, þar sem aldrei hefir neitt verið gjört að vegi, og allt efni, grjót og möl þarf að flytja að máske um lengri veg allvíða, heldur en á ytri leiðinni, sem þegar er nálega búið að Ieggja veg alla leiðina, og þó hann þurfi óneitanlega viða endurbóta við, álít jeg þá byrjun, sem komin er, góðan styrk, einkum þar sem nægi- legt byggingarefni er við hendina. Flestum mun skiljast, sem sjeð hafa vandaða vegagjörð, að erviðara er að byggja vegi á blautum jarðvegi en þurrum og hörðum, einkum ef landslagi hagar þá líka svo,að vegurinn liggur með fraiu hlíðarhalla; er honum meiri hætta búin af vatnsrennsli þegar jarðvegurinn er blautur og moldarkenndur. Prestur hefir getið þess, að öllum sje innrrett að vilja heldur hafa hag en halla. því skyldi þá lands- sjóður ekki vilja spara nokkur þúsund krónur* með því að nota bæði það sem búið er að gjöra og sneiða hjá óþarflega dýrri vegagjörð? Prestur segir: „Mikill hluti af veginum hans er nú líka i Svínavatnshreppi“. þetta virðist vera helzt til persónulegt, eins og margt fleira, þvi það er ekki jeg einn, sem held fram ytri leiðinni, held- ur eru það allir sýslubúar, sýslunefnd og amtsráð, nema Svínvetningar einir. Hvort þessi sögn prests er af ókunnugleika eða einhverju öðru, skal jeg engum getum að leiða; það sjá allir, er líta vilja á uppdrátt ísl., að þetta eru fjarrnæli ein. Enn fremur segir prestur: „en þegar hún var byggð“ (0: Tindabrúin) „mun hafa ráðið mestu, að þá bjó sýslumaður Húnvetninga í Langadal og eini kaupstaður sýslunnar Skagaströnd, svo margir áttu leið þarna um“. Mig getur eigi annað en furðað stórlega að annar eins maður og prest- ur er, skuli láta sjer detta í hug að bera aöra eins fjarstæðu og þessa á borð fyrir almenning í velferðarmáli þjóðarinnar. Jeg leyfi mjer að spyrja prest: Hverjir Húnvetningar notuðu helzt þennan veg fyrir verzlunarleið á Skagaströnd ? „J>á eru farartálmarnir11, segir presturinn. Hann segir að jeg telji þá á fremri leiðinni „stafa af ótryggum ferjustað hjá Löngumýri“ — það er satt. Tunguferju nefni jeg ekki, sem ekki er von, því hún er engin til — „af Svartá sem sje opt ófær fyrir flóði, ruðning og vaðleysur11. J>etta eru ekki orð mín rjett tilfærð. Jeg sagði „að Svartá þætti opt ógreið yfirferðar, að Undir eins cg hún yxi að mun yrði hún al-ófær þar ytra (út undir ármótum), og að ekkert þrautavað væri á henni utar en svo kallað Brúnarvað“. |>etta sem jeg sagði, telur prestur „stóra sannleikann (!)“. En hvernig tekst honum að hrekja orð min þessu viðvíkjandi? Hann segist ekki' neita þvi að það kunni að geta átt sjer stað, að óferjandi veröi á Asmundarliyl þegar ferjandi sje á HoltastHöum“. Er það enginn farartálmi að menn komast alls ekki leiðar sinnar ? Prestur segir og, „aö Svartá veröi ofmikil til aö ríöa hanal‘. Más! " hann telji það engan farartálma, þótt sú á veiði eigi riðin, sem engan ferjustað hefir ? Hvernig skyldi póst- urinn og aðrir ferðamenn þá eiga að komast á- íram leiðar sinnar ? Hvort mun prestur heldur ætla þeim að neyta sunds eða flugs yfir ána ? Að ekki sje hægt að komast yfir ár tel jeg farartálma og það tel jeg, l>° Þ®r sjeu eigi ávallt ófærar. Prestur telur það ferjustað á Holtastöðum til ógildis, að áin sje þar lygn. J>að er skrítin álykt- un; eða máske hann vilji hafa ferjustað þar sem kaststrengur er ? Og þar sem prestur kemst að þeirri niðurstöðu, að Blanda, sem eptir hans sögn er lygn í Langadal, leggi upp meiri ruðning á bakka sína en Svartá, sem er miklu straumharðari, þá er þetta sú ályktun, sem fáum mun skiljast að rjett geti verið. J>ví lygnari sem áin er því sjaldnar ryður hún sig; því strengri sem húu er, því optar ryður hún sig og lilýtur að leggja upp meiri ruðning á bakka sína. Vöðin segir hann mörg fremra t. d. Móvað, Strengjavað og Tunguvað. Móvað er nú ekki til, þó það áður hafi verið, og um Tunguvað — sem prestur nefnir svo — og Strengjavað er það að segja, að þau eru á grjót- hryggjum, sem áin hefir borið í sig, en sem hún getur hæglega sópað burt þegar minnst varir.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.