Ísafold - 17.08.1889, Qupperneq 4
2f>4
með því að slíkar uppástungur hefði eigi leg-
ið fyrir henni áður, en miklu líklegra væri
það til þess beldur en frumvarp neðri deildar.
Framsögumaður (Jón A. Hjaltalín) gerði
ýtarlega grein fyrir tillögum nefndarinnar.
Jak. Guðmundsson ljet vel yfir samlags-
viðleitni nefndarinnar og tillögum hennar;
kvað sjer samt þykja skipuu efri deildar hjá
henni alveg óaðgengileg.
Arnljötur Olafsson bar tillögur nefndarinn-
ar einkum sarnan við stjórnarskrána, sem nú
er, og þótti það litla yfirburði hafa yfir hana.
Kallaði, eins og fyr, hina fyrirhuguðu innl.
ráðgjafastjórn skrifvjelabákn. Kvaðst þó
mundu gefa málínu atkv. við þessa umr.
Skúli porvarðarson talaði á móti tillögum
meiri hlutans. Hjet þó að greiða atkvæði
með málinu út úr deildinni, til þess að neðri
deild fengi það aptur til meðferðar.
Sighvatur Árnason ljet ekki vel yfir nýmælum
þeim, er nefndin hefði komið með, aftók að
veita þeim fylgi.
Jön Ölafsson talaði langt erindi og ýtarlegt
fyrir framgangi málsins, þótt hann væri eng-
an veginn vel ánægður með skipun efri deild-
ar hjá nefndinni.
— þá frestaði forseti fundi.
Prestsvígsla- Sunndaginn 11. þ. m.
framkvæmdi hinn nýi biskup, herra Hallgrím-
ur Sveinsson, sína fyrstu prestsvígslu, og vígði
prestaskólakand. Eggert Pdlsson að Breiðabóls-
stað í Fljótshlíð. Prestaskólaknnnari og sett-
ur dómkirkjupr. síra jpórh. Bjarnason lýsti
vígslunni.
Gufuskipið Magnitic fór aptur ] fyrri
nótt, með fram undir 200 hross, til Fáskrúðs-
fjarðar, og ætlar þaðan til Skotlands.
Verzlun. Nú er verð á saltfiski orðið
almennt hjer í suðurkaupstöðunum 45 kr.,
og 42 kr. fyrir smáfisk.
Sjálfsmorð. Vinnukona á Ægissíðu í
Holtum, Guðrún að nafni, gjörði 4. þ. m. til-
raun til að fyrirfara sjer (hengja sig). Lækn-
ir var sóttur til hennar, en hans hjálp árang-
urslaus. Dó hún svo 7. þ. m., en hafði áður
fengið mál og rænu. Hún hafði verið þunguð
af völdum manns, sem rauf síðan heit við
hana.
Lungnabólga stingur sjer niður hingað
og þangað hjer syðra. A Eyrarbakka hafa
dáið i\r henni 5 menn á skömmum tíma.
•
I>j0ðvegurinn nýi, sem nú er nær albú-
inn á svæðinu milli Reykjavíkur og Elliða-
ánna, fram hjá laugunum, fær ekki að vera
í friði fyrir óhlutvöndum mönnum, sem fyr-
irverða sig ekki að spilla honum með því að
ríða og reka hesta þvert yfir um hann, hálf-
gróinn á hliðunum, og róta honum upp þar
sem hann er ekki nema hálfgjor. Vörzlu-
steinum við brúna yfir Fúlutjarnarlæk hefir
verið hrundið niður, líklega á náttarþeli. I
stað þess að láta sjer þykja vænt um og
gjöra sjer annt um jafn-vandað og nytsam-
legt mannvirki og vegur þessi er, þá hafa
menn hjer í frammi ótrúlega skrælingjalegan
strákskap, þar sem þeir sjá slík eða þvílík
nývirki, og enginn er til að aptra því.
Landlæknir Schierbeck lagði af stað
í dag í embættisskoðunarferð austur í Múla-
sýslur, sunnanlands.
AUGLÝSINGAR
í samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.)
hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning
I kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg. út í hönd.
par eð ekki er leyfilegt, samkvœmt opnu brjefi
dags. 7. apríl 1840, að sami kaupmaður hafi
opna sölubúð á tveimur stöðum í sama kauptúni,
kalla jeg hjer með auglýsingu þá aptur, er stóð
í Isafold 14. þ. m. um útsölu í Glasgowhúsinu
á f/misk. eldri vörum. Enn skal jeg geta þess,
að hinar tilteknu vörur hcfi jeg selt herra kaup-
manni D. Thomsen hjer í bœnum.
P- p- H. Th. A- Thomsen.
Johs. Hansen.
Samkvæmt ofan tandandi auglýsingu
leyfi jeg mjer að tilkynna a menningi, að
útsala verð. r haldin fyrir minn reikning
í Glasgowhúsinu dagana frá 20. ágúst til
8. september, og eru vörur þær, er jeg
hefi á boðstólum, einkum þessar:
Karlmanns fjaðrastígvjel 7.00, g.oo, 11 00,
seljast fyrir 4.00, 6.00, 8.00.
Kvennmanns skófatnaður ýmisk., með
40—60% afslætti.
Karlmannsgaloscher 4.00, seljast fyr-
ir 2.00.
Hattar harðir 1.50.
Leðurvesti og skinnpelsar, fyrir hálfvirði.
Járnvara ýmiskonar.
Ymsar restir af góðum kramvörum.
Kjólatau og aðrar álnavörur, með 40—
75% afslætti, o. m. fl.
Nákvæmari skrá yfir vörurnar kernur
út 20. þ. m.
D. Thomsen.
Hjer með er öllum bannað að ríða
eða reka stóð og fjárrekstra eptir
hinum nýja vegi frá Fúlutjarnarlæk
áleiðis til Svínahrauns, á meðan
hann ekki er fullgerður.
Hver, sem brýtur á móti þessu
banni, má búast við að verða sekt-
aður.
Amtmaðurinn í Suðuramtinu, Bvík ’89.
E. Th. Jónassen.
FJÁKMAEK Magnúsar Jónssonar í Sandgerði á
Miðnesi: sýlt h., blaðstýft fr. v. og 2 bitar aptan.
Brennimark M í Miðnesi.
Á veginum frá Fossvogi að Hraunsholtslæk tapað-
ist Imakktaska og olíukápa. Finnandi er beðinn
að skila mót fundarlaunum til
Helga Jónssonar
kaupm. í Rvík.
Forngripasafnið opið „hvern mvd. og ld. kl. i___2
Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 10—iz
Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 4—6
útlán md„ mvd. og Id. kl. 6—7
Söfnunarsjóðurinn opinn I. mánud. í
hverjum mánuði kl. 4—5
Veðurathuganir i Reykjavik, eptir Dr. J. Jónassen.
Hiti j Loptþyngdar- j
j' (á Celsius) mgelir(millimet.) Veðurátt.
ágúst |ánóttu um hád. fm. em. fm. em.
Mvd.i4.j 4-11 + '3 746.8 746.8 S h d S h d
Fd. 15. +13 + 13 746.8 746.8 S h d O d
ísd. i6.| 4 12 + 13 746.8 744.2 O b O d
Ld. 17.J + 12 744-2 o„
Dimmviðri og rigning hjelzt við 14. og 15.; næsta
dag bjart veður og logn, norðankaldi. í dag 17.
blæjalogn og bjart veður að morgni.
Kitstjón Björn Jónsson, cand. pbil.
Prentsmið.ia ísafoldar.
auguuum á þjer. — Segðu svo Antal, að það
sje bezt fyrir hann að fara heim. — Svona
nú, karl minn», mælti hann síðan við Nagy,
«fáðu þjer nú sæti og skrafaðu nú við okk-
ur».
Karlinn var svo reiður og æfur, að hann
gat ekki sagt neitt, sem uokkuð vit væri í,
heldur var einlægt að stagast á því, að hann
mundi aldri gefa samþykki sitt til, að sllkur
ráðahagur tækist, jafnvel þó að allir væru á
móti sjer.
«|>að er nú gott og blessað», mælti veit-
ingamaðurinn. «J>að er rjett af þjer, Nagy
gamli, að vilja gera syni þínum og stjett þinni
allt til sóma. En þú mátt ekki gleyma því,
að veitingamaðurinn Irimy Istvan hefir skrif-
að sem vottur undir erfðaskrána hans
Dresis sáluga og veit því, að sonur þinn á
eins mikið í mylnunni og þú sjálfur».
«Já, ekki fyr en hann er orðinn uógu gam-
all, en það verður ekki fyr en eptir þrjú ár.
En strákurinn vill halda brúðkaupið núna á
hvítasunnunni; svo hefir Neni gamla að minnsta
kosti sagt rnjer*.
«það er nú lítið að marka, hvað hún segir
ker!ingarhrotan», mælti veitingamaðurinn, «og
það er enginn óvitlaus maður, sem trúir því,
sem önnur eins skraf-skjóða segir. Segðu
mjer eitt, heimskinginn þinn: hvernig ætli
þjer hefði þótt, ef kerlingin hún Lucasy
hefði neitað þjer um dóttur sína og skotið
þjer ref fyrir rass, eins og þú ætlar nú að
gera Katizu? Og segðu mjer svo, fyrst þú
vilt endilega að á það sje minnzt: varstu má-
ske fyrir 25 árum annað eri iðnaðarsveinn
frá Norður-Ungverjalandi, sem flakkaði um
meðal rnanna? Hafðirðu þá alla þá peninga,
sem þú ert nú svo drjúgur aí? Nú, svaraðu
mjer, karl minn!»
«jpað var allt öðru máli að gegna», mælti
malarinn, gramur í geði. «Lucasy kerlingin var
ekkja, og þá voru ekki margir hjer í sveit-
inni, sem kunnu nokknð að malarastörfum.
Hún mátti því verða fegin. að hún náði í
mig fyrir tengdason».
«Engar vífilengjur», mælti veitinnamaðurinn,
«eða ertu búinn að gleyma því núna, að það
var enginn annar en hann faðir minn, sem
hitti þig, þar sem þú stóðst illur í skapi og
búinn til ferðar, af því að hún Lucasy kerl-
ingin vildi ekki sjá þig í húsum sínum. Og
hver var það þá annar en hann, sem hjálpaði
þjer og leiddi málið til lykta? það er reynd-
ar nokkuð langt síðan, en þú sjer þó, að þeir
eru til, sem muna eptir því».
Malarinn varð óður og uppvægur við þetta
og æpti:
«Hvern fjandann kemur það öðrum við,
hvernig það var eða hefir verið; jeg held mjer
við mig það, sem er, og þjer skjátlast hrap-
arlega, ef þú ætlar að jeg muni láta undan
fyrir þetta raus þitt. Jeg verð einmitt við
það helmingi verri og fastari fyrir».
J>að mun nú ekki duga mikið», mælti Gy-
orgu kaupmaður. «J>rjú ár eru ekki lengi að
líða fyrir unga fólkinu, og ef Antal er eins
þrár og einþykkur og þú, þá mun hann láta
skipta peningum ykkar og öllum fjármun-
umi.
«það má hann fyrir mjer», æpti malarinn
bálvondur, stökk upp og ætlaði að þjóta burfc,
en veitingamaðurinn tók í handlegginn á hon-
um og mælti í alvarlegum róm:
«þú ætlar þá að fara? Nú, jæja, jeg skal
ekki halda þjer, því að það er hvort sem er