Ísafold - 21.08.1889, Blaðsíða 3

Ísafold - 21.08.1889, Blaðsíða 3
267 í nefndinni. En af hinum 6 er það að se"ja, að jafnskjótt sem þeir sáu verk sinnar eigin nefndar, þá gerðu þeir rammlega bundið sam- særi gegn henni, og ónýttu nær allar hennar gjörðir. Lýsti það sjer greinilega í umjræð- unum og afdrifum þeirra. Stjórnarskrármálið- Annari umræðu lauk svo í efri deild á laugardaginn (17. þ. m.), að tilraun þeirra J. 01. og Jakobs Guð- mundssonar, að fá numið burt orðið getur í 6. gr. m. m., komst ekki að, — aðrir greiddu eigi atkv. með því en uppástungumennirnir — og að tillaga nefndarinnar um skipun efri deildar (að hafa hana al-konungkjörna) fjell, með því að sumir hinna konungkjörnu utan nefndar (Á. Th.) voru á móti henni. Sömu- leiðis fjell greinin eins og neðri deild vildi hafa hana. Annars voru flestar hinar ó- breyttu greinir frumvarpsins samþykktar í einu blj., og þær, sein breytt var eptir tillög- um nefndarinnar samþykktar af hinum kon- ungkjörnu 6 og Friðr. Stefánssyni, og sumar einnigaf J. Ól. og Jakob Guðm. Til 3. umr. var málinu vísað með öllum atkv. nema einu (Jnl. Havsteens). í dag átti að vera 3. umr. Var fram kom- in breyt.till. frá 4 þingmönnum, þeim J. 01., Friðr. Stef., Jak. Guðmundss. og Skúla jpor- varðarsyni, um að hafa að eins þriðjung efri deildar (4) konungkjörinn, en hina (8) amts- ráðskosna. Aptur höfðu þeir E. Th. Jónas- sen og J. A. Hjaltalín stungið aptur upp á að liafa hana alla konungkjörna. í 'byrjun umræðunnar í dag var stungið upp á að taka málið út af dagskrá. En fyr' ir því fengust eigi næg atkvæði. þá var eptir uppást. Jóns Olafssonar samþykkt með meiri hluta atkvæða, að vísa málinu aptur til nefndarinnar. “EATJGHERMIS-LEIDRJETTING,, Garða- bóndans á Akranesi í Isaf. 7. )i. m. við grein mína í samabl. 27. f. m. er sjálf rjettnefnt “ranghermi,, og ráðaleysis-yfirklór. •Iarðabótastórvirkin, sem hann telur sjer til gild- ís, eru, að bann bafi byggt 1 tjárrjett og 2 fjárhús yfir skepnur sínar! Minna má nú gagn gera. Hann er drjúgur yfir því, þessi prests-seturs- bóndi okkar, Gunnar Guðmundsson, að hirðing sín og ábúð muni engri eyðileggingu nær. En jeg vil spyrja: hvað getur verið eyðileggingu nær heldur en hver sá hlutur, sem ekkert er endur- bættur, og þá ekki sízt jarðirnar, sem aldrei mega missa viðhald og endurbót til þess að standa í stað, hvað þá þegar það vantar. það furðar eng- an á því, sem rjett þekkir til, þótt túnin i Görð- um gefi ekki af sjer ríkulegan ávöxt, þar sem í Garða land eru tekin hross til beitar svo hundr- uðum skiptir flesta árstíma, en meiri partur túns- ins girðingarlaust. þarf þá ekki að lýsa þvi frek- ar. Enda mun samanburður hans á töðufalli í Görðum i sinni tíð og sira Jóns Benidiktssonar ekki áreiðanlegri en annað í grein hans. Að minnsta kosti hefi jeg heyrt sira Jón segja frá því ótilkvaddan einu sinni er það barst í tal, að hann hefði fengið fyrsta árið sitt í Görðum 100 hesta af túninu, næsta ár frekara, en síðan aldrei mitma en 150—200, að undanteknu grasleysisárinu eptir hinn minnilega frostavetur. Skakkar þaö býsna miklu við skýrslu Garðabóndans. Eltki vill Garðabóndinn kannast við það, að prestur hafi beöið hann að hafa ábúðina; en það er öllum hjer kunnugt, að Gunnar hefir sagt lausri ábúðinni árlega og talað það bæði við mig og aðra, að hann yrði eltki nema þetta og þetta árið, ýmsra ástæðna vegna, sem jeg hirði ekki að telja hjer upp. og síðast nú eptir sumarmál sagðist hann ekki verða þar yfirstandandi ár, og tná þá einu gilda, hvernig þetta er lagaö milli hans og prestsins. En hvað steinhúsið í Görðum áhrærir, þá vita það allir, sem til þekkja, að húsið var ekki fullgjört af sira Jóni BenediktSsyni. En hægra er að styðja en reisa, og vonandi er, að enginn láti sjer detta í hug að eyðileggja jafn kostbært og að mestu- leyti vandað hús. Jeg hef nú fyllilega leitt rök að því, að Garða- bóndinn hefir ekkert hrakið það sem jeg ritaði í grein minni í ísafold og honum þótti sjer koma við, og segi honum það alvarlega, að jeg tek ekki aptur eitt einasta orö af því sem jeg hef ritaö ,um Garða eður Garðabóndann Innrahólmi 16. ágúst 1889 Arni porvaldsson. Leiðarvisir ísafoldar. 222. Ef taliö er í jafnaðarreikningi hreppsins, að hann eigi í sjóði svo hundruðum króna skiptir, en það sjest svo eptir 2 eða 3 ár, aö hreppurinn á ekkert í sjóði, og sjóðurinn hefir að eins mynd- azt á pappírnum, af því reikningarnir hafa verið rangir ár eptir ár, er þá sú hreppsnefnd, sem uppgötvar reikningsvilluna, skyld til að koma fram ábyrgð á hendur þeirri hreppsnefnd, sem samdi hina röngu reikninga, og fá hana dæmda til að* borga út þenna sjóð, sem hún taldi eign hrepps- ins? Eða er það nægilegt, að hún skýri oddvita sýslunefndarinnar frá, hvernig í málinu liggur, og; bíði svo eptir, hverja skipun hún fær frá sýslu- nefnd um þetta? Sv.: Hafi hreppurinn í raun rjettri ekkert átt i sjóði eða ekkert átt að eiga í sjóði eptir rjettum reikningi — sjóðurinn skapazt á pappírnum fyrir aulalega reikningsfærslu — er ekki annaö en að hreppsnefndin, sem uppgötvar vilfuna, skýrir frá þvi og útlistar skekkjuna í næsta hreppsreikningi sínum. Hafi, eins og út lítur fvrir, engin svik verið í tafli, eða bersýnilegt er, að skekkjan er að kenna einfeldni eða klaufaskap í reikningsfærsfu hjá gömlu hreppsnefndinni, getur engri peningaábyrgð verið til að dreifa á hendur henni. 223. Hvað mikið á að gjalda presti að krónutali fyrir að gefa saman hjón fyrir . arnsskírn og fyrir fermingu? Sv.: ýessu verður ekki svarað nema spyrjandi segi til, í hvaða sýslu eða kaupstað hann á heima og við hvaða ár hann á. Sjeu gjöld þessi ncfnil. greidd i peningum, á það að gjörast eptir meðalverði verðlagsskrár á hverjum stað ár hvert. f>au eru þetta minnst á landsvísú: 6 álnir fyrir hjónavígslu, fyrir barnsskirn með kirkjuinnleiðslu 5 álnir, fyrir fermingu 12 álnir. 224. Hvað á jeg að gjalda presti í dagsverk í penin gum? Sv.: Verðlagsskráin segir til um það. J>að eru 2 kr. 83 a. þetta ár, ef spyrjandi á heima í Suð- urmúlasýslu, en ekki nema 2 kr. 3 a., ef hann á heima í Eyjafirði eða Vestur-Skapta ellssýslu: annnarsstaðar eitthvað þar á milli. 22o. Er ekki hver faðir að óskilgetnu barni skyldur að gefa með því á 1. og 2. ári ; ð sín- um hluta? Sv.: Jú (og miklu lengur). 226. Hvað mikið ber honum að greiða, þegar barnið er hjá öðrum ? Sv.: Hálfa meðgjöf að minnsta kosti. 227. Ber ekki föðurnum að gefa með barninu að öllu leyti, ef móðirin er svo fátæk, að hún get- ur al!s ekki neitt látið af hendi ? Sv.: Jú, ef hann er því vaxinn. AUGLÝSINGAR i samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning 1 kr, fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg. út í hönd. Eg undirskrifuð, sem fengið hef leyfi til að sitja í óskiptu búi eptir manninn niinn sdl- aða, pórð porstemsson á Lcirá, skora lijer Katiza. ekki hægt að eiga við sjervitran og einþykk- an karl eins og þig. En þú verður að svara mjer einu, áður en þú ferð. Hvað hefir þú út á Katizu að setja, fyrst þú ert svo æfur móti því, að hun og sonur þinn nái saman? Jeg vil ogjegverð að fá aðvitaþað. Svaraðu mjer því. Hvers vegna er Katiza ekki nógu góð fyrir þig?» f>arn a stóð nú þverhausinn uppi alveg ráða- laus og vissi ekki almennilega, hvað hann átti að segja. Hann fór að mulrlra eitthvað um það, að það væri ekki gott að reiða sig á tryggð og ráðvendni fátæklinga og annað þess konar. Veitingamaðurinn hlustaði á hann með spekt, og þar eð hinir allir þögðu, ætl- aði Nagy gamli, að hann hefði unniðþá á sitt mál. Hann fór þá að tala ákafar og espað- aðist æ meir og meir, og segir loks: «Nei, jeg vil ekki vita til þess!» En þá tók veit- mgamaðurinn fram í fyrir honum: «Nagy gamli!» mælti hann. <;|>ú Iætur al- veg eins og rakki, sem er að reyna að bíta í rófuna á sjer. Allt þetta, sem þú hefir raus- að, á alveg heima um þig, þegar þú komst áflakki þínu til mylnunnar hennar Lucasy kerlingar- innar». «Lofaðu mjer að segja það sem jeg ætlaði», æpti malarinn. «Blessaður talaðu, en dálítið skynsamleg- ar». «Mylnan mín stendur nokkuð nærri skógin- um, eins og þið vitið, og er því hættara við, að þeir, sem jeg vil ekki nefna, sæki að henni fremur en öðrum húsum í Gönyar. Ef An- tal nær í ríka stúlku, getur hann leigt menn til að gæta mylnunnar; en hvað ætli að verði úr fátæklings-rýju og umkomulausri, þegar húsbóndinn er ekki heima. Á einni nóttu gæti hann misst mylnuna, búið og alla pen- inga sína. En jeg vil helzt að eignir mínar sjeu óhultar». «Ef þú ert svona hræddur um, að ráðizt verði á mylnuna þína, þá flýttu þjer út í eldhúsið og biddu Katizu á hnjánum um, að verða tengdadóttir þín. f>að munu vera fáir hénnar jafnokar að hugrekki á öllu Ung- verjalandi*. Malarinn stóð alveg forviða. «Hvernig þá?» spurði hann og leit um leið á hina gestina. «f>að skal jeg segja þjer», mælti veitinga- maðurinn. «Jeg á stúlkunni líf mitt að launa; það er hvorki meira nje minna. Hlust- aðu nú á og jeg skal segja frá. Fyrir 2 árum var jeg staddur í Kis-Ötötlan, fæðingarbæ Katizu, og var jeg að selja þar vín og sauðskinn. Mjer gekk það vel og var búinn að fá talsvert í budduna. f>egar jeg ætlaði heim, bað kona mig að lofa Ka- tizu að sitja í vagninum mínum spölkorn, þar eð faðir hennar væri nýdáinn og hún yrði að fara í vist hjá öðrum. Jeg gat ekki neitað konunni um þetta, því maðurinn hafði keypt margt og mikið af mjer. Stúlkan ljet því dót sitt og kistil upp í vagn minn, og við ókum af stað. Við vorum komin yfir Mar- titey-heiði og í nánd í veitingakrána, sem þið vitið að þar er. f>að var farið að kvölda og óveður skall á, svo að jeg neyddist til að leita okkur húsaskjóls í veitingakránni, þang- að til illviðrinu Ijetti. Katiza fór eigi inn, heldur bjó um sig í vagninum í rúmfötum sínum, en jeg fór inn og fjekk mjer eitt glas

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.