Ísafold - 28.08.1889, Side 1
’K.emui út á miðvikudögum og
laugardögum. Verð árgangsins
(104 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr.
Borgist fyrir miðjan júlímánuð.
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifieg) bundin við
áramót, ógild nema komin sje
til útgefanda fyrir I.okt. Af-
greiðslust. i Austnrstrœti 8.
XVI 69
Reykjavik, miðvikudaginn 28. águst.
1889.
Útlendar frjettir.
K.aupmannahöfn 13. ágúst 1889.
Veðrátta. Eigningásamt heldur — hjer
um bil í m inuð — í flestum löndum, og þó
þetta hafi bætt grasvöxtinn, skiptir minna um
kornið, og víðast hvar er því búizt við rýrari
uppskeru en undanfarin ár.
Danmörk. Meir en nóg um fundahaldið
-— forspjöll kosninganna, sem engi veit enn,
hvenær verða. Vinstrimenn tala sig heldur
sundur en saman, en það er engin nj' bóla.
í Alaborg hefir bólusótt gengið uokkurn
tíma, og með skæðara móti. Talið, að hún
muni komin til höfuðborgarinnar, og það má
jafnvel ráða af varúðarboðum heilbrigðisráðs-
ins.
Af dagtíðindum þóttu þau með sviplegra
móti, er urðu á Taasinge (|>órsengi) við Fjón
20. júlí. Hjer var kominn sænskur greifi,
Sparre að nafni, fyrirliði í varðsveit konungs,
kvongaður maður, en hafði með sjer unnustu
sína eða fylgikonu. Bæði voru á dularleið
frá heimili sínu og ættmönnum. Hún af trúð-
leikafólki — ljek línudans—, en rneyja fegurst
og mesta valkvendi. Hjer rjeðu ástir ogvand-
ræði svo forlögum þeirra, að þau fundust í
lundi einum örend bæði af kúluskotum, en við
hans hlið lá pístólan.
Hinn 17.júlí andaðist eptir þunga leguAgústa
prinsessa (af Hessen), systir drottningarinnar,
ekkja barónsins Blixen-Finecke, sem stóð fyrir
utanríkismálum í ráðaneyti Rottwitts í lok
18ð9 og byrjun 1860.
Noregur. Sum blöð vinstrimanna kann-
ast nvi við, að þeim hafi tekizt slóðalega til
um frarnmistöðuna síðustu, er þeir Ijetu völd-
in berast í hendur apturhaldsmönnum.
Fyrir skömmu gerðist Björnstjerne Björnson
svo djarfmæltur á verkmannafundi, um konung
og um hrokalýð Svía gagnvart Noregi, að
mörgum þótti nóg um. Minntist á ráðherra-
kjörið síðasta, og kallaði það með öðru fleiru
(t. d. aðfe'ð sendiboðans í París, sbr. ísaf.
XVI 42) vutt um, hve skóþurkulega væri farið
nieð Norðmenn, og kvað þeim sæmra að segj-
ast úr sambandi við Svía en þola af þeim
neina hneysu. Á þessu misjafnt tekið í blöð-
um Svía, en þau eru sum, sem kalla Norð-
mönnum vorkunn, og kannast við, að sam-
bandskrána þurfi svo að bæta, að Norðmenn
nái því jafnræði, sem þeim beri.
í frönskum blöðum er borið lof á sýnis-
muni Norðmanna, einkum silfursmíði þeirra
og trjeskurða. Hundrað söngmenn frá Nor-
egi ljetu fyrir skömmu Parísarbúa njóta mennt-
ar sinnar, og var bæði söng þeirra og tónalist
Norðmanna mjög á lopt haldið. Við Sor-
bonnehátíðina (sjá greinina frá Frakklandi),
báru stúdentarnir frá Noregi fram fána lands
síns, sem frönsku stúdentarnir höfðu getíð
þeim í heiðurs skyni.
Svíaríki. í Stokkhólmi (og síðar í Kristj-
aníu) koma nú á fund fræðimenn í málum
og bókmenntum austurlanda, en í þeim hvirf-
ingi verða margir fræðaskörungar frá þeim
löndum (Indlandi, Persíu, Arabíu o. s. frv.).
Bita og handritasendingar frá höfðingjum og
ríkum mönnum til þessa fræðiþings metnar
á 60 þús. kr. Gjöfin frá einum indverskum
fursta (í Kalkútta) í 500 bindum, og meðal
þeirra mörg dýrmæt handrit. Furstinn er vel
metinn rithöfundur, og hefir samið rit um
stjettir Inda og á ensku sögu indverskrar tóna-
listar. Á fundinn kernur æðsti prestur Parsa
eða sóldýrkenda, við musteri þeirra í Bombay,
og meðal Persa skáld þeirra hið bezta nú á
dögum, Mirza Habib að nafni. Fundirnir verða
í »riddarahöllinni« gömlu, en að þeitn loknum
þar verður farið til Kristjaníu. Líklega verð-
ur minnzt á fundinn í seinni frjettum.
England. I stuttu máli er þetta hið helzta
að henna:
Parnell gerður að lieiðursborgara í Edinborg.
Hann hefir látið Charles Russel hætta vörn-
um í sakamálinu, er synjað var að leggja
reikningsbækur þess fjelags fram, sem hafði
andæft á móti þjóðvinafjelagi íra, þótt þess
háttar bækur hefðu komið í dóminn af þess
fjelags hálfu.
jpann 4. þ. m. vann 1 Grenfell hershöfðingi
fullan sigur á Súdansmönnum skammt frá bæ,
er Toski heitir við laudamærin. þar fjell hers-
höfðingi þeirra, Vad-el-Njumi, en með honum
12 foringjar hans og helmingur liðsins (1500
manns); hinum tvístrað og margír handteknk.
Af liði Bnglendinga og Egipta fjellu fáir
einir.
Tengdason prinsins af Wales -— jarlinn af
Fife, kominn frá Macduff, banamanni Mac-
beths — gerður að hertoga. . Brúðgjafirnar
meir en þriggja miljón virði; en hjer gaf ekki
þeim er þurfti, því tekjur hertogans taka langt
yfir hirðeyri Danakonungs.
Nú hefir Vilhjálmur keisari heimsótt ömmu
sína, og haft hjá henni blíðar og háveglegar
viðtökur, en þar kvað ekki minnst að, er hon-
um var sýndur við Portsmouth (Spithead)
feiknalioti Englendinga. Hjer voru 113 skip
saman komin, en meira en helmingurinn stál-
varðir fimbuldrekar. Flotaliðið 22 þús. manna.
Seinna var keisarinn við hersýning — 30 þús.
manna — hjá Aldershot. Viktoría drottning
særndi hann aðmírálsnafni í sjóher Breta, en
hann veitti henni foringjanafn fyrir einni
varðliðssveit sinni.
Þýzkaland- Misklíðirnar við Svissland
á enda, en með því móti, að þýzkaland hefir
sagt upp samningnum um bólfestu og krafizt
grandgæfilegs eptirlits á högum þeirra, sem
hennar leita frá jþýzkalandi í Sviss, eða
þaðan á þýzkalandi. Hvorugum líkar alls
vel, og blöðin mæla hjer um margt ónotalegt,
eða álíka og sumum fórust orðin hjerna um
árið á voru landi um kláðaverðina.
Til vináttu og bandalagsfundar kom Aust-
urríkiskeisari í gær til Berlínar. í fylgd hans
keisaraefnið Frans Ferdínand (af Este), Kal-
noky kanselleri og margt annað stórmenni.—
IJm samfundi þeirra Vilhjálms keisara og
Rússakeisara hvikar enn sögnum blaðanna,
en líkara er að af þeim verði, og það mundi
þá styrkja traustið á þjóðfriðinum flestu
fremur.
Frakkland. Rjett undir þinglokin var
kosningarlögunum komið í sínar fyrri stell-
ingar, eða listakosuingarnar af teknar, og nú
má enginn bjóða sig til þingmennsku nema f
einu kjördæmi. þetta ráðið til tryggingar
gegn Boulanger, eða öðrum alræðisbiðlum og
lýðsleggju-reiðendum.
Sakir Boulangers nú undir meðferð öldunga-
dómsins, uppkvæðanna ekki langt að bíða, og
efast fæstir um, að þunglega lúki. Garpin-
um farið að bregðast til muna traust og fylgi.
Nýlega var kosið til helmingsins af hjeraða-
ráðum Frakka. Boulanger hafði boðið sig fram
í 80 hjeruðum eða fleiri, en hlaut að eins
kosning í 12. »Sjáumst aptur við þingkosn-
ingarnar !», segir hann og vinir hans.— Dag-
urinn ekki ákveðinn, en við þeim búizt í næsta
mánuði.
Fjöldi mauna rekinn frá embættum, bæði
í her og umboðsstjórn, fyrir fylgi eða fylgis-
hug við Boulanger.
Vart hefir nokkum tíma verið meira um
hátíðir, skemmtanir og gleðiglaum í París en
á þessu sumri. Sýningin sótt stöðugt af sama
kappi, og þann 15. júlí— daginn eptir þjóðhá-
tíðardaginn — voru þar 300 þúsunda, og sama
mannkvæmdin eða meiri fyrsta dag, er Persa-
konungur vitjaði sýningardýrðanna. Við hann
stórmikið haft af Carnot forseta og ráðherr-
unum, en borgarbúum þótti hann sýna af sjer
of lítið örlæti gegn þeirri gestrisni. Sumum
þótti hann líka kunna sig miður en skyldi.
jpeim líkaði betur við prinz frá Anam og jafn-
vel við svartan konung frá Afríku (Senegam-
bíu), skjólstæðing Frakka. Sá konungur sknf-
aði hjá sjer í vasakver, að hann ætti bágt
með að trúa því,að Eiffels-turninn væri manna-
verk og ekki guða.
Til dæmis um fagnaðarsældina í Parísmánefna
danshátíð með veitinguin (10. júlí) í sýningar-
höllinni frá 1855, en hana sóttu 40 þús.manna.
þ>ar komu æðri menn og lægri, og meðal stór-
mennis Carnot forseti og frú hans. Enn
fremur tvær merkishátíðir : vígsla hins nýja
háskólahúss—Sorbonne—, en það hefir kostað
22 milj. franka ; í annan stað : innfærsla fjögra
þjóðskörunga (sumra frá kirkjugörðum erlend-
is) í legstaðakirkjuna Pantheon. Meðal þeirra
var ágætisskörungurinn Carnot, afi ríkisfor-
setans. Til háskólahácíðarinnar komu sendi-
nefndir frá stúdentafjelögum erlendis, en eng-
inn frá J>ýzkalandi.
Italía. Crispi hefir nú forboðað fjelag
»Irredentista», eða þeirra þjóðvina.sem heimta
þau löud öll til ltalíu, þar sem ítölsk tunga
er lýðmál, sem á sjer stað í sumum hjeruð-
um eða ríkispörtum Austurríkis við Adríuhaf.
|>etta sjerlega vel metið af bandavinunum
fyrir norðan.
Dáinn er Cairoli, einn af skörungmennum
ítala og frelsisvinum. Hann fylgdi Garibaldi
í bardögunum, er Sikiley var unnin, varð síðar
þingforseti og fyrir ráðaneyti Umbertó kon-
ungs 1878. |>að ár hætti hann lífi sínufyrir
konung, tók við rýtingsstungu Passavantes í