Ísafold - 28.08.1889, Qupperneq 3
275
bót til prests þess, er þjónað hefir Gufudals-
prestakalli frá 1884—1889; 2000 kr. árgjalds-
uppgjöf við Laufásprestinn, fyrir árin 1883—
1888; 1000 kr. til ekkju alþingismanns Jóns
Sigurðssonar; »1000 kr. til hæstarjettarmál-
færslumanns Octavíusar Hansens fyrir aðstoð
hans í Fensmarksmálinu í þarfir alþingis#).
XXXIV. Fjárlög fyrir árin 1890 og 1891.
(Ýms atriði úr þeim voru til greind í síðasta
blaði. Hjer skal þess að eins getið, að þar
er gjört ráð fyrir um 150,000 kr. tekjuhalla
í lok fjárhagstímabilsins. það er tollunum
ætlað að jafna).
XXXV.—XXXIX. Lög um löggilding verzl-
unarstaðar að Arngerðareyri, að Múlahöfn,
við Hólmavfk í Steingrímsfirði, að Stapa, og
á Búðareyri við Reyðaríjörð).
XL. Farmannalög. (Mikill lagabálkur, 73
greinar, í 4 köflum : dagbókarbálkur, vistráða-
bálkur, lögskráningarbálkur, og skipsaga-
bálkur).
XLI. Lög um eignarrjett á sömdu máli.
1. gr. Höfundur hver á eignarrjett á því,
er hann hefir samið og eigi út gefið, þannig
að enginn annar má án hans leyfis gefa það
út á prenti eða margfalda það á annan því
líkan hátt. Sama rjett öðlast sá, er við gjöf,
arf, kaup eða annan löglegan hátt hefir fengið
útgáfurjettinn.
2. gr. Hafi höfundur gefið út hjer á landi
rit á íslenzku, þá má enginn annar en hann
eða sá, sem þann rjett hefir öðlazt sam-
kvæmt þessum lögum, gefa það út aptur.
Nú gefur höfundur út hjer á landi rit á öðru
máli en íslenzku, og á þá hver maður rjett
á að gefa út þýðing á íslenzku af því, nema
höfundur gefi út sjálfur slíka þýðing innan
árs, enda hafi á titilblaði rits sins áskilið sjer
slíkan rjett eða lýst því, að hann mundi neyta
hans.
3. gr. Nú selur maður prentrjett að riti
sínu, og nær þá eignarrjettur kaupanda til
einnar prentunar (útgáfu) að eins, nema ber-
lega sje öðruvísi um samið. Enginn samn-
ingur eða gjörningur um kaup eða sölu á út-
gáfurjetti rits er gildur, nema skriflegur sje
og við vitundarvotta gjör.
4. gr. Nú hefur höfundur birt ritgjörð í
blaði, tímariti eður ritsafni, enda sjeritgjörð-
in eigi að vöxtum verulegasti hluti safnsins,
og á þá kostnaðarmaður eður útgefandi eign-
arrjett á ritgjörðinni í 5 ár, nema öðruvísi sje
um samið, nema blað það, tímarit eður rit-
safn eður sá hluti þess, sem ritgjörðin er í,
verði fyr uppseldur eður ófáanlegur við upp-
haflegu verði hjá ritgefanda. En þá hverfur
eignarrjettur aptur til höfundar.
5. gr. Arfleiða má höfundur hvern, er hann
vill, að eignarrjetti samins máls eður og selja
eður gefa eignarrjettinn eptir sig látinn. Ef
hann arfleiðir annan að eignarrjettinum eða
gefur hann sem dánargjöf, þá skal rjetturiun
eigi til verðs metinn gagnvart öðrum éptir-
látnum eigum hans, nema hann hafi sjálfur
svo til skilið.
6. gr. Nú deyr sá, er eignarrjett samins
máls hefir öðlazt við arfleiðslu eða gjöf, áður
en liann hefir hagnýtt hann eða notið hans
að fullu, og fellur þá rjetturinn til erfingja
höfundarins samkvæmt næstu grein hjer á
eptir, nema öðruvísi sje berlega ákveðið í arf-
leiðsluskránni eða gjafabrjefi.
7. gr. Nú hefir höfundur eigi arfleitt neinn
að eignarrjetti samins máls, nje gefið hann
eptir sig látinn, nje heldur selt hann, og erfir
þá rjettinn ekkja höfundar eða ekkill, ef á
lífi er, en ella lífserfingjar; en sjeu þeir held-
ur engir til á lífi, þá rjettir erfingjar sam-
kvæmt erfðalögunum. Nú hefur ekkja eða
ekkill þannig erft eignarrjett eptir höfund, þá
fellur þó sá rjettur að ekkju eða ekkil dánum
aptur til lífserfingja eða erfingja höfundar.
8. gr. Eignarrjettur að sömdu máli, svo
sem nú var greint, helzt lífstíð höfundar alla,
og 50 ár eptir hann látinn. Nú er rit eða
ritgjörð eptir höfund eigi gefin út fyr en að
honum látnum, og helzt þá eignarrjettur á
ritinu í 50 ár frá því, er það kom út fyrsta
sinn. Eptir þennan tíma er hverjum frjálst,
er vill, að gefa út ritin. Rit, sem út koma
án nafns höfundar, njóta sömu verndar í 50
ár frá því þau koma út í fyrsta sinn. Nú
gefur höfundur sjálfur nafn sitt til kynna,
eður einhver anuar nefnir hann, er til þess
hefir umboð hans, annaðhvort á nýrri prent-
un (útgáfu) ritsins eður með auglýsingu, sem
birt er á sama hátt, sem lögboðinn er eða
verður fyrir auglýsingar, er almenning varðar,
og fer þá um eignarrjett á ritinu eins og
höfundur hefði nafngreint sig þegar í fyrstu,
er ritið kom út.
9. gr. Nú hefir rit, sem aður kom út, eigi
verið fáanlegt hjá kostnaðarmanni þess við
frumverði í 5 ár, og má þá hver, sem vill, gefa
það rit út á ný. Sama er um einstök bindi
rits. En ef eigandi útgáfurjettarins auglýsir
á 6. ári á þann hátt, er ákveðið er, að al-
menning varðandi auglýsingar skuli birta, að
hann ætli að gefa ritið út, og það kemur út
innan árs frá birting auglýsingarinnar, enda
hafi enginn annar gefið það út eptir að 5 ár-
in voru liðin, og áður en auglýsingin var birt,
þó heldur hann rjetti sínum óskerðum.
T-0' gr. þýðingar af öðru máli á íslenzku
njóta sama rjettar sem frumrit. En heimilt
er að gefa út nýja, sjálfstæða þýðing ó riti,
þótt annar höfundur hafi áður þýtt hið sama
rit.
Yiðbætir, athugasemdir og skýringar við eldri
rit skoðast sem frumrit, þannig, að ef eignar-
rjettur að aðalritinu er undir lok liðinn, má
þó enginn gefa það út með þessum skýring-
um, viðbótum eða athugasemdum, nema höf-
undur þeirra, rneðan eignarrjettur helzt á
þeim.
11. gr. það er brot gegn lögum þessum, að
prenta upp rit, er annar á eignarrjett á, þótt
á því sjeu gjörðar óverulegar eður þýðingar-
lausar breytingar, hvort heldur breytingarnar
eru fólgnar í efni eða orðfæri.
12. gr. Heimilt er blöðum eða tímaritum
að taka upp greinir úr blöðum eða öðrum
tímaritum, án þess að varði við lög þessi,
nerna við þær greinir hafi prentað verið, að
eptirprentun væri bönnuð ; en tilgreina skal
þá blað það eður tímarit, er greinin er úr
tekin, ella varði við lög sem eptirprentun.
13. gr. Eigi er það saknæm eptirprentun,
að tilfæra orð eða setningar úr annars manns
riti. Sama er um það, að heimilt er að taka
einstök kvæði, ritgjörðir eða ritgjörða-kafla
upp í sýnisbækur af bókmenntum (antholo-
gíur og chrestomatíur), alþýðlegar lesbækur
eður önnur slík ritsöfn, eður sem sýnishorn
í bókmenntasögur, ritdómlegar bækúr eður
ritgjörðir eður því um líkt, en aldrei má í
sýnisbókum taka eptir einn höfund meira en
nemi sjöttungi ritsafnsins eða sjöttungi bindis,
ef ritsafnið er í fleiri bindum, án samþykkis
þess eður þeirra, er rjettan hlut eiga að
máli.
14. gr. Nú kemur rit irt í fleiri bindum
en einu, og skal þá það, sem á einu ári kem-
ur út af því, skoðast sem eitt rit, að því
er til ákvæða þessara laga kemur.
15. gr. Sá, sem hjer á landi selur rit, sem
erlendis er út komið, og skerðir eignarrjett
annars eptir lögum þessum, er sjálfur jafn-
sekur sem hefði hann látið prenta það hjer.
16. gr. f>á er brot gegn lögum þessum full-
komnað, er eitt eintak er fullprentað.
17. gr. Ræður á alþingi, í amtsráðum, sýslu-
nefndum, hreppsnefndum, kjörþingum oghvers
kyns samkomum um almenn mál, má hver
prenta er vill, án þess að við þessi lög varði,
nema höfundurinn hafi sjálfur gefið ræðu sína
út á undan öðrum.
Lög, dóma, dómskjöl og önnur skjöl, er
fyrir rjett hafa lögð verið eður þinglesin, eð-
ur hvers konar skjöl, er í embættisnafni eður
almennri þjónustu hafa skráð verið, má hver
prenta, er vill; dómskjöl í einkamálum þó
að eins með samþykki annarshvors málsaðila.
18. gr. Brot gegn 12. gr. laga þessara varð-
•ar sektum frá 1—20 kr., hvort heldur það er
af ásetningi eður vangá orðið.
19. gr. Brót gegn öðrum ákvæðum laga
þessara sæti 10—1000 kr. sektum. Bæta skal
höfundi eður eiganda prentrjéttar fullum bót-
um allt tjón, er af þessu leiðir fyrir hann,
eptir mati óvilhallra dómkvaddra manna ; hafi
ritið áður verið út gefið, skal meta bæturnar
með hliðsjón af bóksöluverði því, er áður var
á því og tölu þeirra eintaka, er líklegt má
ætla að seld hafi verið. Eintök þau, er ó-
löglega eru prentuð og eigi eru seld, skulu
upptæk vera og falla til þess, er útgáfurjett-
inn átti, ef hann vill, nema rjetti þriðja manns
verði með því hallað; ella skal þeim fyrir-
farið. En eigi skal tillit taka til þess, þá er
bætur eru ákveðnar, þó að eigandi útgáfu-
rjettar fái eintök þessi sjer afhent.
20. gr. Eptir að lög þessi koma í gildi,
skal eptir ákvæðum þeirra fara eins um eign-
arrjett á sömdu máli því, er eldra er en
þau eður áður útgefið. Með þessum lögum
eru úr gildi numdar allar eldri lagaákvarð-
anir um eignarrjett á sömdu máli. Lög þessi
öðlast gildi 1. jan. 1890.
Póstskipið Laura kom hingað í fyrra
dag frá Khöfn. Með þvf kom síra Jón
Bjarnason með konu sinni frá Winnipeg, frú
Herdís Benediktsen, C. Knudsen kauptn. frá
Newcastle og nokkrir Englendingar. Laura
fór í gærkveldi til vesturlands og með henni
þingmennirnir að vestan, síra Jakob Guð-
mundsson, síra Sigurður próf. Jensson, Gunnar
Halldórsson og síra Sigurður Stefánsson.
Enn fremur hjeraðsl. þorvaldur Jónsson frá
ísafirði, læknaskólakand. Björn G. Blöndai
o. fl.
Gufuskipið Clutha fór hjeðan 23. þ.m.
til Englands með nálægt 300 hross. Með
því fór og kaupm. Jón Vídalín.
Lög. þessi lög frá alþingi í sumar hefir
konungur staðfest 9. þ. m.:
1. Lög um aðjlutningsgjald á kaffi og sykri
(prentuð orðrjett í ísaf. 31. f. m.).
2. Lög um breyting á lögum 11. febr. 1876
um aðflutningsgjald á tóbaki (prent. orðrjett
í sama bl.).
S. Lög um viðauka við lög 9. janúar 1880
um breyting á tilskipun um sveitarstjórn á
íslandi 4. marz 1872 (prent. orðrjett í ísaf.
20. f. m.).