Ísafold - 04.09.1889, Page 2

Ísafold - 04.09.1889, Page 2
282 Um ólöglega lausamennsku var sama dag dómur uppkveðinn í landsyfirrjetti, í máli gegn |>óroddi nokkrum Guðmundssyni, er dæmdur hafði verið í lögreglurjetti Gull- bringu- og Kjósarsýslu í 20 kr. sekt, og til þess að greiða 1 hundrað á laudsvísu eða 64 kr. 63 a., er hvorttveggja skyldi renna til helminga til hreppstjórans í Bessastaðahreppi og til fátækrasjóðs þar, — auk málskostnað- ar. En landsyfirrjettur sýknaði, með því að í prófum sýslumanns hafði það eitt sannazt, að kærði var til sjóróðra í Sveinskoti á Álpta- nesi, að hann ætti heima í Stóra-Saurbæ í Olvesi, og að hann hefði verið vistlaus frá vinnuhjúaskildaga það ár. »En það var alls eigi grennslazt eptir, því síður upplýst, hvers vegna hann var vistlaus, eða hvort hann hefði beðið hreppstjóra eða sýslumann að útvega sjer vist, sbr. 8. gr. tilsk. 26. maí 1863». »Á uppsögn dómsins í hjeraði hefir orðið ó- tilhlýðilegur dráttur, en þótt undirdómarinn hafi ekki fyllilega rjettlætt drátt þenna, vii'ð- ist þó ekki alveg næg ástæða til að láta hann sæta ábyrgð fyrir». Brúaðar ar. Skagfirðingar hafa sýnt lofsverðan ahuga á að brúa hjá sjer ár, og unnið talsvert að því, með ráðstöfun sýslu- nefndarinnar. »1 vetur var gjört að mun við brýr þær, er lagðar voru fyrir fám árum á Hjaltadalsá og Kolbeinsdalsá#, er Isaf. skrif- að þar að norðan. »Nú var fenginn til að standa fyrir viðgjörðinni óðalsbóndi Einar B. Guðmundsson á Hraunum, sem nýlega hafði lagt brú á Grafará, nálægt Hofsós, og lýsir sú brú mikilli hagsýni og vandvirkni smiðs- ins. Yfirbygging er á öllum þessum brúm, sem ber mjög þunga þeirra. Að brúm á hinum straumhörðu, illu ám vorum er sönn framför, eins og öllu, er greiðir fyrir sam- göngum«. Oðrum, sem þurfa að leggja brýr yfir smá- ár, kynni að vera fróðleikur og leiðbeining að þessari lýsing á brúnni yfir Grafará ; »Brúin er 31 al. á lengd út á brúartrjes- enda og 3 áln. 8 þuml. á breidd. Brúar- trjen eru úr 6" □ spýtum, sett saman í miðjunni, og neðan á samskeytin negld júff- erta, er nær 3J al. út frá samskeytunum hvoru megin. Ofan á brúartrjen koma sperr- ur með 6 áln. kálfa að ofan, og er risið á þeim 4 áln., mælt frá brúartrjenu í efri brún sperruhornanna. Neðan á sperruhornin eru settir vel negldir krappar og miltisspengur ofan á; þar í gegn um gengur járnás og niður um brúartrjeð, með haus á að neðan og tvöföldum skrúfróm að ofan; eru síðan negld trjebönd úr plönkum eptir endilöngum brúarkjálkunum í sperrurnar að ofan og brú- artrjeð að neðan, með tveggja álna millibili, og er í hverjum enda á þeim hafður hnoð- nagli úr galvaníseruðu járni og 2 reknaglar. Jafna trjebönd þessí burðarafj sperranna á brúnni sjálfri og setja allt í sjálfheldu, svo ekkert getur látið til; en til þess enn bet- ur að styrkja það, eru settar skakkstýfur frá járnásunum frá brúartrjenu upp undir miðj- an kálfann, aðrar skakkstýfur aptur á móti út undir sperrukjálkann, og þær þriðju þar á móti ofan í pall, sem settur er úr plönk- um innan í hornin, til að styrkja sjálfa brú- arsporðana. Vel er búið um sperrutærnar á brúartrjesendunum með nöglum og miltis- Bpöngum, því eiginlega liggur burðarafl sperr- anna á viðspyrnuaflinu þar. þegar smíðaðir voru brúarkjálkarnir, var höfð þriggja þuml- unga bugða upp úr brúartrjánum, og er sú bugða söm og jöfn enn. Brú þessi muu hafa kostað, að öllum vinnu- launum meðtöldum, nálægt 900 kr., en þar fyrir utan eru grjótstöplar, er hlaðnir voru undir sporðana«. Ræðu-kaupamenn. Erá því er sagt í blöðum í Ameríku, að í Washington, höfuð- borg Bandaríkjanna og samkomustað alls- herjarþÍDgsins, sjeu ýmsir menn, sem lifi af því, að hjálpa þingmönnum þeim um ræður, sem annaðhvort geta ekki búið þær til sjálfir eða hafa ekki tíma til þess. Er þetta allgóð atvinna. En það ber stundum við, að ræðu- kaupamenn eru í meira lagi óprúttnir, og get- ur það valdið skoplegum misgáningi. það bar til fyrir nokkrum árum,að tveir þing- menn hjeldu alveg sömu ræðuna, hvor á eptir öðrum, svo skammt leið á milli; ljetu þeir prenta hana í blöðunum og sendu kjósendum sínum, til sannindamerkis um starfsemi sína. þeir höfðu farið báðir í sömu ræðusmiðjuna, en smiðurinn ekki getað komizt yfir að sjóða saman tvær ræður, hvora annari ólíka, um hið sama efni, og látið þess vegna duga sitt eptirritið handa hvorum af sömu ræðunni. Annað sinn var það, er Dunn, þingmaður frá Arkansas, hélt ágæta ræðu um »frjálsa verzlun». Verzlunarfrelsismenn klöppuðu lof í lófa yfir snilldarlegum röksemdum þingmanns- ins, og kjósendurnir í Arkansas voru hróðugir yfir frammistöðu fulltrúa síns. En annar þingmaður gróf þá upp löngu gleymda ræðu um frjálsa verzlun, er Thomson nokkur, ensk- ur verzlunarfrelsismaður, hafði haldið 14. apríl 1838 um saina efni, og þá sást, að það var alveg sama ræðan og sú, er Dunn flutti. Hann hafði líka farið í smiðju, en þeim, sem hann átti kaupin við, þótt ómaksminna, að hnupla þessari gömlu ræðu handa þingmann- inum, heldur en að fara að sveitast við að búa til nýja. Líka má haga þessari ræðukaupamennsku þannig, að þingskrifararnir annist hana : búi til ræðu eptir á, til prentunar í þingtíðind- um, til þess að leyna almenning því, að þingmaðurinn getur ekki komið með annað en bull sjálfur ! Fjarlægðir í himingeimnum. Til þess að geta gjört sjer dálitla hugmynd um hinar feikna miklu fjarlægðir í himingeimnum, mætti bregða sjeríhuganum spölkorn útíhann, til hnatta þeirra, sem eru næstir oss. Tunglið yrði þá fyrsti áfangastaðurinn, eini hnötturinn, sem fylgir jörðunni. f>að er þeim mun minna en jörðin, að hálfkringla þess, sem að oss snýr, er 50,000 ferhyrningsmílum minni fyrirferðar en lönd Rússakeisara. Með- alfjarlægð tunglins frá jörðu er 51,800 mílur, og ef vjer hugsuðum oss, að vjer ferðuðumst þangað á gufuvagni, er hjeldi áfram dag og nótt og færi 8 mílur á klukkustundu, og stæð- um hvergi við á allri leiðinni, þá kæmum vjer þangað á 270. degi. Tunglið er núallranæsti áfangastaðurinn, og er að tiltölu við ferð vora ekki lengra þangað en stekkjarvegur væri fyrir þann, sem ætlaði að fara kring um jörðina. Næsti áfangastaðurinn er Venus, hin dýrð- lega kvöld- og morgunstjarna, sem er hjer um bil 5 milj. mílna frá oss, þegar hún er oss allra næst. Til þess að komast þangað með gufuvagni, sem hefði 8 mílna hraða á hverri stundu, þyrftum vjer nærri því 72 ár, og til sólarinnar, sem er 20 milj. mílna frá oss, kæmumst vjer með sama áframhaldi ekki, fyr en eptir meir en 285 ár. Leitum oss því að hraðari fararskjóta, t.d. fallbyssukúlu, sem er eins mörgum sinnum fljótari í ferðum en gufuvagninn, eins og hann er fljótari en gangandi maður. Vjer mund- um þá lenda á Venus eptir hálft þriðja ár, en með því að til sólarinnar er 4 sinnum lengra, mundi oss þykja seint sækjast leiðin þangað. Vjer skulum þá hlaða fallbyssuna með skotbómull, »dynamit» eða öðrum enn þá sterkari sprengiefnum, sem síðar eru fundm upp, en þau varpa kúlunni með tífalt meiri hraða, eða 18,500 fet á sekúndunni, og er það sá mesti hraði, sem mannlegur kraptur get- ur fram leitt, og þó þurfum vjer heilt ár til þess, að komast með þessum hraða til sól- arinnar. Stundum fara litlir hnettir, himneskar fall- byssukúlur, um loptið fram hjá oss, hægja á sjer og staðnæmast í fárra mílna fjarlægð frá oss. Köllum vjer þá stjörnuhröp eða víga- hnetti. þeir koma til vor langar leiðir utan úr himingeimnum, og eru á leið til sólarinnar eins og vjer. Væri líklegast þjóðráð að skipta enn um fararskjóta og setjast á einhvern af þessu litlu hnöttum. Vígahnöttur sá, sem fór fram hjá oss í sept- embermánuði 1868, liafði þá 280,000 feta hraða á sekúndunni, og á honum hefðum vjer kom- izt til sólarinnar á 19£ degi. En til þess að komast með honum til Nep- túns, yztu jarðstjörnunnar í sólkerfi voru, þyrftum vjer þó 1 ár og 7 mánuði. Til þess að verða enn þá fljótari, gætum vjer, ef til vill, notað halartjörnurnar, sem þjóta óendanlega miklu lengra út f hinn myrka himingeim en jarðstjarnanna ferill nær. Hala- stjarnan mikla, sem sást í febrúarmán. 1880, fór ekki minna en 72 mílur á sekúndunni, þegar hún var næst sólu. Sú er hraðskreið- ust allra himinhnatta, er mannleg vitund hefir vör við orðið til þessa. Með sama áfram- haldi kæmumst vjer með henni til Neptúns á 3 mánuðum. En halastjörnur eru mjög mishraðar í för- um. jpannig er halastjarnan mikla, sem sást 1680, ekki minna en um 9000 ár að komast kringum sólina, og þótt hún renni óðfluga, þegar hún er næst sólu, mætti ná henni á meðalhesti, þegar hún er lengst frá sólu. það er naumast ráðlegt fyrir oss, að verða samferða jafn-dutlungasömum ferðalang á ferð vorri um himingeiminn ; því ferð vor byrjar fyrst fyrir alvöru, þegar kemur að jarðstjörn- unni Neptúnus, sem heyrir þó til sólkerfi voru, og sól vor, sem Neptúnus, Venus, Jörðin og allar aðrar jarðstjörnur vorar ganga um- hverfis, þann óraveg frá hinum næstu sólum eða fastastjörnum, að fjarlægð Neptúns frá oss er eins og ekkert í samanburði við það. Ef halastjarnan, sem vjer nefndum áðan, hjeldi stöðugt áfram með 72 mílna hraða á sekúndunni, kæmi hún fyrst eptir 1900 ár til hinnar næstu sólstjörnu. Nú erum vjer í vandræðum með að fáfljót- ari flug-gamm, og er þá ekki annað ráð, en að hugsa sjer vagn, sem færi með jafnmikl- um hraða og ljósið. Eins og halastjarnan er hið hraðasta, sem sjá má á rás af líkamleg- um hlutum, eins er hraði ljóssins hinn mesti hraði, sem mannlegur skilningur getur al- mennilega gripið. Ljósið er 8 mínútur og 16 sékúndur að komast til vor frá sólunni, ón með sama feiknahraða, sem ljósið fer, 40,000 mílur á einni sekúndu, mundum vjer kom-

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.