Ísafold - 25.09.1889, Síða 1

Ísafold - 25.09.1889, Síða 1
K.emur út á miðvikudÖgum og laugardögum. Verð árgangsins (i04arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júlímánuð. ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir I.okt. Af- greiðslust. í Austurstrœti 8. XVI 77. Reykjavík, midvikudaginn 25. sept. 1889. Eptirtekjan. Auk ýtarlegrar skýrslu um afdrif þeirra 120 rnála, er alþingi hafði til meðferð- ar í surnar, hefir ísafold þegar farið nokkrum orðutn um miður holl áhrif þessarar iniklu málasyrpu á frágang þeirra -af þingsins hendi, og bent sjerstaklega á, hyer ofætlun þinginu væri að ljúka við 100 lagafrumvörp á ðO dögum, og að það mætti -heita talsvert afreksverk, að ljúka við fram undir helming af þeim, eða rúm fjörutíu (41). En skýrslan um afdrif málanna og tölu þeirra, jafnóðum og þau gerðust allan þing- tímann, er of sundurlaus og víðáttumikil til þess, að búast megi við, að almenningur hafi fyrir hana á hraðbergi glögga hugmynd eða greinilegt yfirlit yfir það, hvað þetta þing hefir afrekað,—hver er eptirtekjan eptir hina kappsamlegu vinnu þess. Slíku yfirliti er því eigi ofaukið. Að fjárráðsménnsku fyrir landssjóðs hönd lutu átta aE frumvörpum þeim, er afgreidd voru frá þinginu, og fimm af þingsályktunar- tillögum þeim, er það samþykkti. Af þessum fjárráðsmennskulögum heyrðu fjögur til hinum venjulegu eða sjálfsögðu bú- verkum þingsins : fjárlögin, með sínurn 3 dilk- um, tvennum fjáraukalögum og einum reikn- ings-samþykktarlögum.—Fjárlögin sjálf höfðu svo sem engin veruleg nýmæli að geyma, nema ef vera skyldi þaó, að þau gjöra ráð fyrir 150 þús. krónu tekjuhalla, í stað nál. 40 þús. mest áður—optast miklum afgangi Er það engan veginn sprottið af neinni óspil- un á fje landsins í þessum fjárlögum, held- ur bæði ófyrirsjeðri tekjurýrnun að undanförnu -og óforsjállegum drætti á undanförnum þing- um að taka upp nýja tolla, til að sjá lands- sjóði borgið. Hefði ekki hallast svona stór- kostlega á, þegar farið var að bera saman á- •ætlaðar tekjur og gjöld, má telja það víst, að nú hefði verið ráðgerðar í fjárlögunum einhverja meiri háttar framkvæmdir en áð- ur hefir verið í ráðizt, þær er vitanlegt er að eigi má án vera, ef landinu á að miða verulega áleiðis. Eeyndar voru með öðrum lögum—nýjum tollalögum—gerðar ráðstafanir til að bæta upp þennan tekjuhalla og meira en það, ef vel gengur; en viðsjált þótti að reiða sig mjög fast á ríflega áætlaðan ávöxt þeirra, enda nauðsynlegt að grynna nokkuð tekjuhallasúpuna frá fyrri árum. Með fjáraukalögunum öðrum var tveimur prestum sýnd sú viðurkenning fyrir megn vanskil af þeirra hendi í árgjaldsgreiðslu af •brauðum þeirra, að þeim voru veittar sam- tals 3000 kr. En í sameinað þing þurfti þó frumvarpið að kornast til að hafa það fram. þremur þjóðjörðum samþykkti þingið að verja mætti í peninga, fyrir 5-| þús. kr., og var það í minna lagi. Með áviknum tollálögum, tvennum, var tó- bakstollur hjer um bil fjórfaldaður —• 1 kr. af 100 vindlum, í stað 25 a. áður, og 35 a. af pundi af öðru tóbaki, í stað 10 a. áður—, og tollur lagður á kaffi og sykur, er enginn var áður, 10 a. og 5 a. á pundið. Stjórnin hafði stungið upp á tollum þessum hjer um bil helmingi lægri, og gjört sjer samt von um 150 þús. kr. tekjuauka af þeim á fjár- hagstímabilinu. En sú áætlun var of há, og má kalla vel úr rætast, ef ávinningur landssjóðs á tollum þessum nemur 200,000 kr. á fjárhagstímabilinu, þar sem meðal aunars má búast við, að nokkuð til inuna dragi úr nautn þessara vörutegunda vegna tollsins, talsvert meira en fyrir viðlíka verð- hækkun annara orsaka vegna, sakir rótgróins hugsunarleysis-ýmugusts almennmgs á út- látum til handa landssjóði. Með fjárráðstnennsku þingsins má ennfrem- ur telja breytinguna á launalögunum frál875: hinn gífurlegi launamismunur þar mikið lag- aður, þó svo, að landssjóður hefir meira en 5000 kr. hag af, þegar breytingin er alkom- in í kring, en ekki þarf nema að 2—3 hin hærri embættin losni til þess, að hækkunin á lægstu launum, rúmar 2000 kr., vinnist upp. Af hinum samþykktu fjármála-þingsálykt- unum var ein nokkrar líférnisreglur fyrir landstjórnina út af tillögum yfirskoðunar- manna landsreikninganna, þar á meðal það helzt, að laudssjóðslánum til einstakra manna skuli smámsaman breytt í afborgunarlán ; tvær snerta reikningsvanskilin af Arnarstapa- umboði; ein um að reyna að ná aptur helm- flutningskostnaðinum fyrir skipverjana af gufuskipinu Miaca 1888, o. s. frv. Landsstjórnarháttu snerta sjerstaklega að eins uokkur smálög frá þessu þingi: um lít- ilfjörlega breyting á þingsköpum alþingis, um fjölgun amtsráðanna og aðra skipun þeirra •—fulltrúi fyrir hverja sýslu— ; um rífkun á valdi sýslunefnda til að setja reglugjörðir um eyðing refa o. fl.; um rjett hreppsnefnda til að leggja sveitarútsvar á utanhreppsmenn, sem reka arðsöm fyrirtæki í hreppnum— búskap, verzlun eða annað —; umbót á lögum frá næsta þingi á undan um sveitarstyrk og fúlgu: heimild fyrir sveitarstjórn í framfærslu- hreppi útfara til að taka af honum trygging gegn þyngslum af skylduómögum hans fyrst um sinn.—I þeim flokki má og telja lítilfjör- lega breyting á brauðaskipun á landinu: Klippstaðarbrauð endurreist með 200 kr. styrk úr landssjóði; samsteypa Saurbæjarþinga, er áður vorn, og Garpsdalsprestakalls ; og end- urrreisn Skarðsþinga, Hvamms í Dölum og Hjarðarholts eins og þau brauð voru áður, áund- an brauðaskipunarlögunum frá 1880. Enn- fremur, sjerstaklega snertandi stjórn kirkju- legra mála, nýjar og tryggilegri reglur en áð- ur um innheimtu og meðferð á kirknafje; og loks lög um heimild til að jafna á söfnuðina kostnaði til hljóðfæris og söngs í kirkjum. Loks eru lög um lögreglusamþykktir fyrir kaupstaðina, heimild fyrir bæjarstjórnir til þess með staðfesting landshöfðingja að gjöra samþykktir um reglu og velsæmi á strætum, um almennt hreinlæti, um skipun lögreglu- liðs o. s. frv. Af þingsályktunum var ein þess efnis, að hlutazt væri til um, að einungis hinn íslenzki texti laganna væri undirskrifaður af konungi. Almenn þegnrjettindi snerta tvenn lög um tilsjón með flutningum á mönnum í aðrar heimsálfur, — önnur miðandi til þess helzt, að tryggja útfara gegn tjóni af því, að loforð bregðist um útflutning á tilteknum tíma og tilteknum stað, og svo til að fyrirgirða strok af landi ; en hin þess efnis, að póstkipin skuli sömu lögum háð og önnur skip, er þau flytja útfara af landi burt. |>á má nefna lög um meðgjöf með óskil- getnum börnum : miklu öflugra aðhald en áður að feðrum óskilgetinna barna til að rækja skyldur sínar bæði við þau og barnsmóð- urina. Enn fremur veruleg breyting á löggjöfinni um lögaldur : hver karlmaður og hver ógiptur kvennmaður fullráður fjár síns 21 árs, í stað 25 ára áður ; hálfmyndugleiki ekki til framar. það er til atvinnuveganna kemur, þá liggja engin nýmæli eptir þetta þing viðvíkjandi að- alatvinnuvegi landsbúa, landbúnaðinum, nema ef þar til mætti telja vel öflug friðunarlög fyrir æðarfuglinn, sem mikil þörf var á. En um sjávarútveg, þilskipaútveginn sjer í lagi, var mikið búið til af nýjum lögum, allt að undirlagi stjórnarinnar: um stofnun stýrimannaskóla, um stjórn og aga á íslenzk- þilskipum, um könnun skipshafna, um dag- bókarhald á ísleuzkum skipum, um vistráð á þilskip — þetta fernt í einum lagabálk, er nefnist farmannalög •—•; enn fremur um var- úðarreglur til að forðast ásiglingar, og um bann gegn botnvörpuveiðum. Auk þess sem nýnefndur lagaflokkur við- kemur einnig meðfram verzlun og samgöng- um, ól þingið önn fyrir þeim atvinnugreinum með löggilding 5 nýrra verzlunarstaða, með að-

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.