Ísafold - 25.09.1889, Síða 2

Ísafold - 25.09.1889, Síða 2
306 gengilegra fyrirkomulagi en áður fyrir kaup- menn á tollgreiðslu; með því að leyfa að taka allt að 6 af hundraði í vöxtu af peningalán- um gegn veði 1 fasteign; með því að leggja þunga hegning við eptirstæling peninga og peningaseðla; með því að veita greiðan að- gang til að nota annara lóð og hafnaráhöld í verzlunarstöðum til verzlunarfyrirtækja; með umbót á póstlöggjöfinni; og með dálítilli við- gerð á vegalögum frá næsta þingi á undan. Af þingsályktunum verður í þessum flokki sú um uppmæling á Húnaflóa og Hvammsfirði, um leiðrjetting á halla þeim, er landið bíður af verzlunarsamningsleysi milli Danmerkur og Spánar, um hagfeldar breytingar á reglu- gjörð landsbankans, og um lögun á ábyrgð- argjaldi fyrir peningaséndingar og þess hátt- ar milli Islands og Danmerkur. Um menntunarmál gengu nú engin nýmæli fram á þingi,nema að eins ályktun um nákvæm- ari og strangari skilyrði fyrir styrkveitingu úr landssjóði til barnakennslu, og ætti að vera talsvert aðhald í því fólgið. Til heilbrigðisráðstafana er rjettast að telja lögin »um hundaskatt og fleira», er miða til að fækka hundum í landinu, í því skyni að afstýra hinni voðalegu sullaveiki. þ>á mun lítið annað ótalið af laganýmæl- um frá þessu þingi en það um styrktarsjóði handa heilsubiluðu og ellihrumu alþýðufólki, með föstu árgjaldi frá hjúum og lausafólki milli tvítugs og sextugs, karlmönnum 1 kr., kvennmönnum 30 a., — lofsverð tilraun til að gjöra menn ekki upp á aðra komna og Ijetta sveitarþyngsli, er liggja þyngra á mönnum en allar álögur aðrar til almenningsþarfa. Loks er nýmælið um eignarrjett á sömdu máli,—rækileg verndarlög fyrir rithöfunda, er áður höfðu litla sem enga lagavernd hjer á landi. Leiðir og lendingar í Arnessýslu. III. Stokkseyrarsund. 1. Sundmerkin eru : Sundtrje og Sundvarða, sem standa á bakkanum fyrir vestan Kaðla- staði, sem er vestasti bærinn í Stokkseyr- arhverfinu. a. Baugstaðir er bær, sem ber í »|>ríhyrn- ing», þegar inn undir sundið er komið. b. »Efri-Meitill» er kallaður hnjúkur sá, sem næstur ér fyrir sunnan »Skálafell» á vest- urfjallinu. 2. Bærinn Gerðar er næsti bær fyrir sunnan Götu (þar sem barnaskólinn er), og snýr í vestur. 3. »Snepilvarðan» er stór varða, sem er niður við sjóinn fyrir austan kirkjuna. 4. »Beinateigur» er bærinn, sem er næstur fyrir vestan Stokkseyri. 5. »Götuhóll», sem kallaður er, er bali, sem garðurinn fyrir sunnan Götu stendur á. 6. »Helluósvarðan» er dálítil varða á sjávar- bakkanum vestan til við Kaðlastaði. J>egar að Stokkseyrarsundi er komið, skal hvorki liggja austar nje vestar en svo (sje mikið brim), að Sundtrjeð og Sundvarðan (sbr. tölul. 1.) sjeu laus hvort við annað (o: að trjeð sje það mikið gengið vestur úrvörð- unni, því varðan er nær sjónum, trjeð fjær), og ekki grynnra en svo, að Baugstaðir sjeu í innra hornið á »þ>ríhyrningi» (sbr. tölul. 1. а. ). Sjáist ekki Baugstaðir eða »|>ríhyrning- ur», má brúka jafnáreiðanlegt mið á vestur- bóginn, sem er: að verzlunarbúðir Lefoliis beri innan til í »Efri-Meitilinn» (sbr. tölul. 1. a.). Sje nú lag til að leggja á sundið, skal halda áðurnefndum miðum, þar til bærinn Gerðar ber í »Heklu» (sbr. tölul. 2.); þá eiga sundmerkin að bera hvort í annað, og svo jafnframt í öxlina á Ingólfsfjalli að austan- verðu ; svo má trjeð ganga austur úr vörð- unni, þar til hún (varðan) ber í austasta gilið á Ingólfsfjalli (austustu lægðina, sem sjest í því). Frá því Gerðar ber í »Heklu» og þangað til »Snepilvarðan» (sbr. tölul. 3.) ber í heygarðshornig í Götu, að norðan, hald- ast sundmerkin sjálf, eins og hjer er nefnt næst á undan, og er þá beygt fyrir »Snepil- inn» austur á við og stefnt á »Beinateig» (sbr. tölul. 4.), og haldið þannig, þar til »Snepil- varðan» ber í miðjan Götuhól (sbr. tölul. 5.); þó má beygja lítið eitt austur, og er það kall- að »að beygja fyrir hana Skælu»; þeirri stefnu á að halda þar til »Helluósvarðan» (sbr. tölul. б. ) ber í Ingólfsfjallsöxlina að austan; þar er farið inn svo kallaðan »Helluós». |>egar inn fyrir hann er komið, er öll hæctuvon úti (af briminu), og verður svo að halda eptir sjón- hendingu ; en bezt að halda allt af líðandi bug austur og inn í Stokkseyrarlendingu. Sverðfiskurinn er 10—20 feta langur og hefir langa beintrjónu fram úr sjer. Að hann geti orðið skipum að grandi má ráða af sögu þeirri, sem sögð er í útlendum blöð- um nú fyrir skömmu. Norskt skip, «Prins Eugen», var á siglingu frá Montevideo í Suðurameríku til Quebec í Kanada. Jegar skipið vg,r í nánd við eyjuna Fernando de Noronha, kom allt í einu ákaf- ur titringur á skipið, eins og það hefði rekið sig á. þ>etta var seint um kveld, og skip- verjar gátu ekki skilið í, hvað þetta gæti verið, enda fundu ekkert á skipinu. En morguninn eptir urðu þeir varir við, að skip- ið var farið að leka, svo að þeir urðu að standa við dælurnar hálfa stund á hverjum degí. J>egar skipið kom til Quebec, og farið var að gæta að skipinu, sáu menn að sverð- fiskur hafði rekið trjónuna gegnum skipið og skilið hana þar eptir. Trjónan hafði farið í gegnum málmsúðina á skipinu, gegnum planka, sem var kvartil á þykkt, og bita, sem var 10 þuml. á þykkt, og út úr honumstóð hálfur þumlungur af trjónunni. Marz-tnnglin og jarðstjarnan Æthra. l>að var lengi kennt, að jarðstjörn- unni Marz fylgdi ekkert tungl; en þar kom þó um síðir, að stjörnufræðingurinn Hall í Washington fann tvö tungl, í fylgd við Marz. l>að var í ágústmán. 1877, og kíkirinn sem hann notaði var hinn ágæti kíkir, sem stjörnu- húsið í Washington var þá nýbúið að fá, og sem þykir vera éinn hinn bezti kíkir í heimi. jpessi tungl þóttu strax merkileg. Fyrst og fremst eru þau svo örlítil. í>að er víst, að þvermál þeirra er minna en þrjár mílur; líklega er það ekki meira en hálf önnur míla, svo að allt yfirborð annars tunglsins er varla eins stórt og borgin París. j?au sjást ekki nema í beztu kíkirum hjeðan af jörðu, og frá Marz að sjá sýnast þau ekki stærri en hinar bjartari stjörnur himinsins, svo að Marz- búum má standa á sama, hvort tungl þessi eru full eða ný ; þau lýsa ekki hvort sem er. Annað merkilegt við tungl þessi er um- ferðartíminn ; hann er mjög stuttur. Ytra tunglið, sem heitir Deimos, er þó rúmar 30 klukkustundir að fara umhverfis Marz, svo að það líður fullur sólarhringur milli tveggja. fyllinga. En innra tunglið, sem heitir Fobos, þýtur umhverfis Marz á tæpum 8 klukku- stundum, og er því fullt þrisvar á hverjum sólarhring, og nýtt þrisvar. jþetta innra tungl gengur heldur ekki eins og önnur tungl. Tunglin koma upp í austri, og setjast í vestri, eins og aðrar stjörnur himinsins, en þetta tungl kemur upp í vestri og sezt í austri; en það er uú eðlileg af- leiðing af því, hve stuttur umferðartími þess er. Lakast af öllu er þó það, að þessi mikli hraði tunglanna umhverfis Marz er í bein- línis mótsögn við þá skoðun, sem lærðir menn hafa um myndun sólkerfis vors. Ef þessi skoðun, sem vjer að öðru leyti ekki skulum fara út í hjer, er rjett, þá hefði hraði tunglanna átt að vera miklu minni. Annaðhvort verða þá lærðu mennirnir að kasta sinni gömlu skoðun, og er það illt, svo mikið sem fyrir henni hefir verið haft, eða að finna einhverja sennilega orsök til þess, að tunglin eru svona hraðfara. l>að vantar heldur ekki getgáturnar ; en því miður hafa þær allar reynzt ónógar enn. Ein er þó óhrakin enn, enda má hún líka heita nýfædd. Hún er frá því í vetur er var. Frakkneskur stjörnufræðingur, Dubois að nafni, hefir vakið eptirtekt manna á því, að Marztunglin gætu verið frávillingar frá. smáu jarðstjörnunum milli Marz og Júpíters. f>au ættu þá upphaflega að hafa verið litlar jarðstjörnur, en komizt of nærri Marz, og orðið föst við hann. Margt má nú til tína í móti þessari skoð- un, þó varla annað en líkur enn þá ; en ýmislegt er það þó, sem maðurirm getur stuðzt við. jbað er sem sje víst, að ein af hinum litlu jarðstjörnum milli Marz og Júpíters, sem nefnd var Æthra, er týnd síð- an árið 1873; þrátt fyrir margítrékaðar leitir hefir hún ekki fundizt síðan. En nú vildi svo til, að í septembermán. 1876, tæpu ári áður en Marztunglin fundust, átti Æthra, eptir reikningum stjörnuspekinga, að komast mjög nálægt Marz. Væri því ekki óhugsandi, að Marz hefði sætt færi og krækt í hana, þ. e. náð henni inn fyrir sitt aðdráttarsvið. Ef þessu er þannig varið, þá geta lærðu. mennirnir haldið sinni gömlu skoðun um myndun sólkerfis vors, því að þá má gera grein fyrir hraða Marztunglanna. — Bara að Æthra finnist nú ekki aptur! e. u. Óhróðurssögur og prestskosning. Af því að við Olvesingar höfum heyrt á skotspónum frá Reykjavík þá ótrúlegu frjett, að þeir, sem mest gengust þar fyrir kosn- inga-æsingum gegn síra Isleifi, sóknarpresti okkar, hafi sjálfir eða einhverjir þeirra liðs- menn borið okkur hjer fyrir ýmsum óhróð- urssögum um sóknarprest okkar, biðjum við yður, herra ritstjóri, að Ijá oss rúm í blaði yðar, til þess að reka af oss þennan stað- lausa áburð; því það hlýtur hverjum, er sak-

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.