Ísafold - 02.10.1889, Blaðsíða 1
K.emur út á miðvikudögum og
laugardögum. Verð árgangsins
(I04arka) 4 kr.; erlendis 5 kr.
Borgist fyrir miðjan júlímánuð.
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bundin við
áramót, ógild nema komin sje
til útgefanda fyrir I.okt. Af-
greiðslust. í Austurstrœti 8.
XVI 79.
Reykjavík, miðvikudaginn 2. okt.
1889.
íslenzk rjettritun.
Eptir
yfirkennara H. Kr. Friðriksson.
II.
Ef vjer viljum halda tungu vorri, verðum
vjer að forðast allt, sem spilli henni, hvort
heldur að eru orð, orðaskipanir eða annað,
og berjast gegn því af fremsta megni. Vjer
verðum bæði í ræðu og riti að berjast gegn
því, að framburðurinn aflagist, og reyna held-
ur til að laga hann, þar sem hann er aflag-
aður; en fljótasta aðferðin til að aflaga hann
og jafnframt spilla tungunni, er að elta fram-
burðinn. Vaninn og arftakan, sem dr. Björn
M. Ólsen nefnir svo (tradition), er eigi held-
ur Iítilsvirði í þessu atriði. Málið er sá arfur
frá feðrunum, sem vjer eigum og hljótum að
meta mikils, og rithátturinn er einn hlutinn
af hinum fagra arfi, tungunni sjálfri, sem vjer
höfurn frá forfeðrunum fengið, og vjer meg-
um eigi fleygja frá oss þessum hluta arfsins,
nema brýna nauðsyn beri til; en sú nauð-
syn er sannarlega eigi fyrir hendi. þ>að eru
tvö atriði í tungunni, sem vjer verðum að
hafa hugföst; annað er málið, eins og það er
talað, en hitt er ritmálið. Eramburðinn get-
um vjer aldrei fyllilega táknað með stöfum,
eins og vjer optast tölum nokkr'u öðruvísi að
orðfærinu til, heldur en vjer ritum. Ef vjer
færum að rita tungu vora eptir framburðin-
um einum, þá yrði það allt annaó mál, en
vjer höfum áður ritað, og sjáum í ritum bæði
fornum og nýjum. |>að er næsta lítil sönn-
un fyrir því, að vjer eigum að laga stafsetn-
ingu vora eptir framburðinum, þótt einstakir
menn á Englandi og í Vesturheimi sjeu að
•berjast fyrir því, að breyta stafsetningunni á
ensku, og færa hana nær framburðinum, eða
.þóttFaul Passy sje einn af forgöngumönnun-
um í því, að breyta stafsetningunni á frakk-
neskunni. þessir menn mega vera svo miklir
vísindamenn sem vera skal; þeir geta verið
sjervitringar fyrir því. En tekst þeim að
koma þessari breytingu á ? Eins og kunnugt
er, er stafsetningin á enskunni svo fjarlæg
framburðinum, sem framast má verða. það
er næsta mikill munur á, hversu stafsetning
vör er nær framburði vorum, heldur en staf-
setning á enskunni framburðinum á henni,
og þó er óvíst, að þeim A. J. Ellis, Henry
Sweet og Whitney takist bráðlega að fá fram-
gengt breytingartilraunum sínum. Englend-
ingar eru fastheldnir við hið gamla hjá sjer,
og sú fastheldni stendur þeim eigi fyrir þrif-
um. En hvað varðar oss að öðru leyti um
tilraunir Englendinga og Prakka til að breyta
rjettritun sinni ? Er það ósk þeirra, sem vilja
breyta hinni almennustu stafsetningu vorri,
að koma á sama hringlandanun, eins og er
t. a. m. á stafsetningu dönskunnar? |>að er
-auðlærð ill danska.
þessi lögun stafsetningar vorrar eptir fram-
burðinum á að vera svo æskileg sökum þess,
að nemendunum veiti svo miklu hægra og
Ijettara að læra rjettritun. En það er með
öllu skökk hugsun. Stafsetninguna má alls
eigi laga eptir því, hvað ljettast er Jyrir nem-
endurna að nema, eða fyrir kennendurna að
kenna. Ejettritunin er einn hluti þess, sem
kenna skal. Stafsetningin er einn hluti tung-
unnar, og þeir, sem nema vilja íslenzku eða
afla sjer sannrar þekkingar á henni, verða að
leggja það á sig, að nema eins þaun hlutann
eins og aðra hluta hennar; þeir verða að
nema eðli tungunnar í öllum greinum hennar;
að öðrum kosti verða þeir að sitja við van-
þekkingu sína. Ef t. a. m. nemendunum er
kennd að eins sú rjettritun, sem eigi bendir
þeim í neinu á skyldleik orðanna, þá verður
þekking þeirra á tungunni næsta ófullkomiu,
og með stafsetningu eptir framburðinum ein-
um veitir þeim margfalt örðugra að fá þekk-
ingu á málinu og eðli þess en ella. Hvernig
má orðmyndin »yfefma» leiða athygli nemand-
aus að því, að þessi sögn sje leidd af nglaum-
un, og hvernig getur þá nokkrum manni
dottið í hug hin upphaflega þýðing þessa orðs?
þekking nemendanna á íslenzku hlýtur að
verða mjög laus við þá kennslu. Ef það ætti
að vera aðalregla í kennslunni, að sleppa öllu
því, sem nemandinn gæti eigi þegar eins og
þreifað á, eða sem kostaði hann athygli að
læra, þá yrði þekking hans sannarlega laus
og grunn, enda hlytum vjer eptir þeirri grund-
vallarreglu að komast að þeirri niðurstöðu, að
ekkert ætti það að kenna, sem nemendurnir
þyrftu ástundun við að hafa, og væri þeirri
hugsun fylgt út í æsar, yrði sú niðurstaðan,
að enginn ætti að læra neitt. Og það er þó
að líkindum eigi tilætlun doktors B. M.Ólsens.
Jeg vil heldur geta þess til, að honum sje
annt um, að lærisveinar hans fái sem djúp-
settasta þekkingu að auðið er í þeim grein-
um, sem hann kennir. Hann vill sjálfsagt
eigi, að lærisveinar sínir »skuli einungis sýn-
ast, en eigi vera». Að minnsta kosti segir
hann það.
þar sem dr. B. M. Olsen segir í fyrirlestri
sínum mm stafsetning», að við breytingar sín-
ar í stafsetningunni mundi sparast mikill tími
til að læra annað nauðsynlegra, þá fæ eg eigi
lagt annað í þessi orð hans en það, að það
sje með öllu óþarfi einn, að gjöra ljóst eðli
íslenzkunnar og skyldleika orðanna. En í
hverju ættum vjer Islendingar að reyna að
fá meiri og djúpsettari þekkingu en vorri eig-
in tungu ? Eða er hún svo auðvirðileg og
ljót, að vjer ættum ekkert um hana að hirða?
eða svo fátækleg í öllum greinum, að skyn-
semin og hugsunaraflið geti ekkert eflzt við
þekkingu og íhugun hennar ? Nei, sannar-
lega eigi; jeg ætla þvert á móti, að hún sje
betur löguð til eflingar skynseminnar, og hafi
fleiri fullkomlegleika í sjer fólgna heldur en
flest önnur mál, og hví skyldum vjer vilja
rýma nokkru því burtu, sem bendir á hina
miklu kosti hennar?
f>ar sem dr. Björn M. Ólsen segir, að ef
vjer vildum vera sjálfum oss samkvæmir í
því, að rita eptir uppruna, þá ættum vjer
að rita orðið »faðir» með p fyrir / og t fyrir ð,
því að svo sje í hinu indo-europeiska frum-
máli, og svo sje í latínu og grísku. En slíkt
á hvergi við. Vjer erum eigi að rita indoeuro-
peisku, heldur íslenzku, og indoeuropeiska er
eigi íslenzka. Vjer þekkjum eigi íslenzku fyr
en eptir byggð Islands 874, og lengra hvorki
þurfum vjer nje hirðum að fara, þá er vjer
erum að tala um stafsetninguna á henni eptir
uppruna ; enda veit jeg eigi, hvort doktórinn
getur rakið alla millumliði millum hins indo-
europeiska frummáls og íslenzkunnar, og jeg
efast um, að hann geti sagt, að nokkurt orð
í íslenzku sje beinlínis kornið úr þeirri tungu
án nokkurs milliliðs. En hann gáir eigi þess,
að afleiðslu hvers orðs í íslenzku verður að
miða við það orðið í öðrum tungum, sem það
er beinlínis runnið af. Jeg vil taka að dæmi
orðið »kirkja»; það er eigi tekið upp í íslenzk-
una beint úr grísku (Kopiaxov), heldur er það
komið til vor úr engilsaxnesku. |>að voru eigi
Grikkir, sem fluttu kristnina á Norðurlönd,
heldur fluttist hún þangað vestan um haf og
frá þýzkalandi.
|>að er svo margt í fyrirlestri drs. B. M.
Ólsens, sem jeg get eigi fallizt á, og sem jeg
verð að telja jafnvel skakkt, enda kennir þar
margra grasa, og yrði það bæði allt of langt
mál, að rekja það allt saman, enda skýrði
það lítið efni það, sem hjer um ræðir ; jeg
læt það því standa og falla sínum herra.
Niðurstaðan verður sú hjá honum, að breyta
eigi rjettritun þeirri, sem nú tíðkast, að eins
í fjórum atriðum, að minnsta kosti fyrst um
sinn, en hann huggar sig við það, að staf-
setningarreglur hans hljóti að ryðja sjer til
rúms síðar ; en það er þó vonandi, að það
dragist, og óvíst, að hann lifi það.
f>essi fjögur atriði, sem dr. B. M. Ólsen
vill breyta, hljóða þannig ;
1, Skrifa i, par sem nú er ritað y, og i, þar
sem níi er skrifað ý.
2, Skrifa alstaðar s, þar sem nú er skrif-
að z.
3, Skrifa einfaldan, cnn aldrei tvöfaldan (tví-
tekinn), samhljóðanda d undan óðrum sam-
hljóðanda, nema því að eins að tvöfaldur
samhljóðandi heirist glögt i framburði, t. d.
brendi (ekki brenndi), bigðifekki
biggði); en aptur á móti fullra, ö r-
ugg ra (ekki fiolra ö rug r a).
f>ó vill hann af náð sinni leyfa að hafa
tvöfaldan samhljóðanda, þegar fyrri liður
samsettra orða endar svo og síðari liðurinn
byrjar á samhljóðanda, líklega þó því að
eins, að heyra megi tvöföldun samhljóð-
andans ?
4, Skrifa alstaðar f enn ekki p á undan t,
t. d. oft, skifta, keifti (ekki opt,s kip t a,
keipt i).
Afsetningar-braskið
í kand. Hafsteini Pjeturssyni til handa síra
Matth. Jochumssyni virðist vöra nokkuð á
reiki.
»Opna brjefið# hans til biskupsins um dag-
inn, sem Isaf. gat um, var að efni og formi
regluleg ofanígjöf til hans (biskupsins) fyrir að
vera ekki búinn að fá síra M. J. afsettan
fyrir trúarvillu.
Nú er helzt að heyra á því sem hann skrif-