Ísafold - 02.10.1889, Blaðsíða 3

Ísafold - 02.10.1889, Blaðsíða 3
315 fjelagsstjórnar var undir eins mótmælt á fundinum, og varð enginn til að verja hana nema Sk. Thoroddsen, sem lýsti yfir því, að þessi þrenningarsjórn væri samkvæm fjelags- lögunum rjett kjörin, og að aðferð hennar með samninginn, gagnvart meðlimum fjelags- ins, væri í alla staði heiðarleg og lögum sam- kvæm. Eptir að hafa þannig ráðstafað prentsmiðj- unni um næstu tvö ár, báðust þeir Sigurður prestur og Skúli sýslumaður undan kosningu í sjórnina, og fengu lausn. Voru í hina nýju stjórn kosnir læknir þ>. Jónsson, snikkari Jón Jónsson og faktor 0. F. Asmundsson. Hvað þessi nýja stjórn gjörir til að vernda rjett hluthafa fjelagsins gagnvart samningn- um, er enn ekki hljóðbært orðið«. Heiðursgjafir veittar af styrktarsjóði Christians konungs níunda 25. sept. þ. á. þeim Einari B. Guðmundssyni á Rraunum í Skagafjarðarsýslu fyrir framkvæmdir til efl- ingar bunaði til lands og sjáfar og Guðmundi Ingimundarsyni á Bergstöðum í Árnessýslu fyrir framúskrarandi dugnað í landbúnaði sem einyrki á leigujörð. Alþingistíðindin. Auk skjalapartsins, sem fullprentaður var í þinglok, voru búin í lok f. mán. 4 hepti (40 arkir) af umræðum neðri deildar og 3 hepti (30 arkir) um um- ræðum efri deildar. Prestvígsla- Sunnudag 29. f. m. vígði biskup landsins, herra Hallgrímur Sveinsson, þessa 5 prestaskólakaudídata: Einar Thorla- cius að Stóruvöllum, Guðmund Guðmunds- son að Gufudal, Guðmund Helgason að Berg- stöðum, Sigfiis Jónsson að Hvammi í Skagaf. og Ólaf Sæmundsson, aðstoðarprest til föður síns Sæmundar prófasts Jónssonar í Hraun- gerði.—Settur dómkirkjuprestur, docent síra þórh. Bjarnarson, lýsti vígslunni. Möðruvallaskólinn. Tuttugu og fjórir voru búnir að sækja um skóla á Möðruvöll- um í vetur snemma í f. mán., og von á fleir- um. Lítur út fyrir, að aðsóknin ætli að fara að lifna talsvert aptur, með batnandi árferði og nýrri ölmusustyrks-von. Flensborgarskólinn. Heimavistir (12) eru þar fullskipaðar fyrir löngu og aðsókn talsverð að öðru leyti. Strandferðaskipið Thyra íagði af stað hjeðan í nótt vestur fyrir land og norður á- leiðis til Khafnar síðustu ferðina, og með því allmargir farþegar. / Mannslát. í fyrra dag andaðist hjer í bænum kaupmaður Jún O. V. Jonsson, eig- andi verzlunar þeirrar, er konsúl M. Smith átti áður, en Jón var lengi faktor fyrir. Hann hafði mikið góða hæfilegleika til að bera sem verzlunarmaður og sýndi ýmsa framtakssemi eptir að hann var orðinn eigandi hinnar stóru verzlunar. Hann var um tíma í bæjarstjórn Beykjavíkur. Mæðuleg vanheilsa sótti á hann hin síðari árin og dró haun til bana. Hann mun hafa verið nær hálffimmtugur að aldri. Leiðir og lendingar í Arnessýslu. VII. Nesós í Selvogi. J?egar maður kemur austan með landi, þarf að halda stefnu fyrir framan Bergstá (Krísi- víkurbergs) úr því að Snjóhúsavarða er kom- in í Geitahlíð— ef brim er,—- annars má halda mikið grynnra — þeirri stefnu skal halda, þar til Snjóhúsavarða er komin í Hvalhnúk, sem er austasti hnúkurinn á fjallinu hjá Grinda- skarðaveginum; þó má fara að beita inn á, og halda hjer um bil á Bjarnastaðaklappir, eða laust framan við þær, sjerdeilis ef »alda» er, þar til Strandarkirkja er komin það inn, að hana beri framan til við klappirnar. þá á Snjóbúsavarða að vera komin í Grafnings- háls (bera við hann), og varðan, sem er á kampinum niður undan bænum í Austurnesi, að bera í trjeð, sem er austast í bænum. jpar er »legan» og sundleiðin byrjar. Sje komið vestan fyrir Hólm, þarf að halda það djúpt fyrir Hólmaboðana, að Grunna- skarðið sje vel opið, og jafnvel að dýpra skarðið sýli, og halda þá slóð austur þar til komið er það austur, að Nes sje gengið vest- ur fyrir Geitafell. f>á má fara að beita inn á þar til komið er, á hið áður umgetna mið »leguna». Af legunni liggur leiðin þannig, að halda skal beint á kirkju, að hún gangi ekki inn í klappirnar, allt þar til að vestra Sund- trjeð í Nesi ber í austasta bæjarþilið í vestri bænum í Nesi, rjett vestan undir timbur- húsinu, og þeirri stefnu skal halda, þar til komið er inn fyrir »Kjálka», sem er á vinstri hönd, en »Agga» er á hægri. Nú skiptist leiðin; liggur önnur í Nesvör, en hin í Bjarna- staðasand. þegar farið er í Nesvör, þá ernú haldið vestan til við hjallinn að sjá, sem er niður á túninu fyrir vestan bæinn að sjá, allt þangað til að eystra húsið, sem er að aust- anverðu við Naustin (dyrnar á því snúa nú til sjávar), er komið í brunnhúsið, sem er næst fyrir vestan austurbæjarbaðstofuna (og sjást glöggt dyrnar á því) ; þar verður að beita svo austur á, að haldið sje á austur- bæinn, allt til þess að Brúnkollustaurinn er kominn vestur fyrir flórinn, sem skipin eru sett á. þá verður aptur að halda fyrir vest- an Hjall , þangað til Brúnkollustaurinn er kominn austur fyrir Eúlalónshellu; þá skal beygja austur á og renna í vörina fyrir vest- an Staurinn. þegar farið er í Bjarnastaðasand. Á Bjarna- staðaklöppum eru 2 vörður, sem eiga að bera saman, þegar komið er inn fyrir Kjálkahorn, og er haldið beint á þær vestur lónið, að þær gangi ekki í sundur, fyrri en komið er inn undir Bótarsker; þá er sneitt vestur með því, og farió á milli þess og Iílasbarða, sem er á vinstri hönd, beint inn í vör, sem er niður undan Naustinu. Sundmerkjalýsingu þessa, fyrir Selvog og Herdísarvík, hefir höf., Gísli G. Schewing, fengið hjá Bjarna Hannessyni í Herdísar- vík á Herdísarvíkursundi, hjá Árna Árna- syni á þorkelsgerði á Stokksvík, og hjá Guð- mundi Olafssyni í Nesi á Nesós og leiðun- um f Nesvör og Bjarnastaðasand, og segja þessir menn hver um sig, að þeir viti þessi merki rjettust vera, en sem auðvitað er, geta þau ekki á fjörunum verið fullnægjandi fyrir óhunnuga; leyfi jeg mjer því að setja hjer stutta útskýringu á helztu örnefnum, er fyrir koma í lýsingum þessum. SKYRINGAR. Krísivíkurberg þekkja að líkindum allir, og sömu- leiðis Geitahlíð. V. Herdísarvikur-sund. Mosaskarö. það er mosaflái niður fjallið fyrir austan Herdísarvík, áður en hamrarnir byrjar Bótin er kallað þar sem nú er lendingin í Her- dísarvík; er það malarfjara sem byrja þar, sem klappirnar enda, sem eru niðurundan Gerðinu. VI. Stokksvikur-sund. Srtjóhúsavaróa. það er varða sú er stendur fram við sjó á nesi einu austanvert við Selvog.. Hólmur er tangi, sem stendur upp úr sjó um fjöru fram undan Bjarnastöðum, og heitir hæsti hluti hans, og sem op.tast stendur upp úr um flóð, Stórihólmur. Nokkru innar er svo nefndur Skötuhólmi, og stendur hann upp úr eptir að fall- ið er yfir tangann eða grandann fyrir innan, Bjarnastaöa-klappir eru háar klappir rjett innan við grandan, fast við flóðmál, fram af Bjarnastöð- um. Svörtubjörg eða Björg eru austustu hamr- arnir framan í fjallinu fyrir vestan Selvogs-heiði (svartir að sjá). VII. Nesós. Skörö. þegar maður er fram á sjó fyrir fram- an Selvog, sjer maður uppyfir Krísivíkurbergi 3' hnúka, og eru lægðirnar milli þeirra kallað Skörö, þegar aðeins sjást 2 linúkar er kallað „grynnra skaröu, en er maðnr kemur lengra frá landi sjest sá þriðji, og er þá kallað „rtýpraskarö“ og að mað- ur sjái „á sköröin". Kjálk eru sker, sem liggja frá Hólminum og austur að Nesós. Agga er sker að austanverðu við ósin. Hvorki Kjálki nje Agga sjástuppúr sjó nema um fjöru. Hjallurinn sem talað er um, stendur einstakur á túninu fyrir vestan naustn. Brunnhúsiö rjett vestan við Austurnesbaöstofuna sem opnar húsdyr. Fúlala- lónshilla er há klöpp að austanverðu við Nesvör. Brúkollustaurinn: er trje sem skorðað er ofan i sker sem Brúnkolla heitir, og er rjett á móti vörinni. Klasbaröi eru sker austan við Bjarnastaða- klappir, en Bótarskeriö þar austur af. í Nesvör er trauðlega liggjandi fyrir ókunnuga nema alveg sje ládauður sjór. AUGLYSINGAR i samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. J a.j hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning I kr. fyrir þuml. dálks-leng(lar, Borg. út í hönd. Uppboðsauglýsing. Eptir kröfu Geirs kaupmanns Zoega og að undangengnu fjárnámi í dag, verður bcer Andrjesar Gíslasonar í Sauðagerði, samkvœmt lögum 16. desember 1885, 15. gr., og með hliðsjón af opnu brjefi 22. april 1817, seldur til lúkningar veðskuld, að upphœð 172 kr. 67 a., auk kostnaðar, við 3 opinber uppboð,. sem haldin verða 2 hin fyrstu á skrifstofu bœjarfógeta miðvikudagana 2. og 16. október þ. á. og hið 3. og siðasta í bænum sjálfum miðvikudaginn 30. október nœst á eptir. Uppboðin byrja kl. 12 á hád. ofannefnda daga, og verða söluskihnálar til sýnis hjer á skrifstofunni degi fyrir hið 1. uppboð. Bæjarfógetinn i Reykjavik 24. september 1889. Halldór Daníelsson. Samkvœmt lögum 12. apríl 1878 og opnu brjefi 4. jan. 1861 innnkallast hjer með allir þeir, sem telja til skuldar í dánar-fjelagsbúinu eptir ekkju Steinunni Jónsdóttur, sem tjezt að< Hellishólum í Fljótshlíð 27. jídi 1888, og áð- ur látinn mann hennar Tómas Guðmundsson frá Klöpp i Hafnahreppi, til innan sex mán- aða frá 3. birtingu þessarar innköllunar, að lýsa kröfum sínum og sanna þcer fyrir skipta- ráðanda hjer i sýslu. Rangár-þings skrifstofu, Velli 26. september 1889. H. E. Johnsson. Undirskrifaður hefir tapað hjer á götum bæjar- ins brjefi til Lárusar Pálssonar á Sjónarhól með fjemætum skjölum í. Finnandi er beðinn að skila því mót sanngjörnum fundarlaunum annaðhvort til nefnds Lárusar Pálssonar eða til Helga kaup- manns Jónssonar í Rvík. Staddur í Reykjavik 2. okt 1889. Jón Halldbrsson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.