Ísafold - 05.10.1889, Blaðsíða 2

Ísafold - 05.10.1889, Blaðsíða 2
318 komu í fyrstu á jörðina : húsin öll um það fallin, moldartóptir, troðningar og haugar allt í kringum bæinn, og túnin að mestu leyti þýfð. Samt er jörðin ágætlega vel fallin til þess að vera búnaðarskólajörð; bæði er þar nóg kennsluverkefni fyrir höndum um langan aldur, og svo er hægt að hafa þar stórt bú, sem nauðsynlegt er að hafa á slíkum stað. jþað sem tekið var fyrir í vor að starfa á jörðinni, var þá það fyrst, að jafna nokkuð af rústunum og haugunum kringum bæinn; voru þannig jafnaðar og pældar niður 6 moldar- tóptir, tveir haugar og töluvert mikið af ónýtum troðningum. f>etta var gert á tveim- ur stöðum, og voru það til samans 500 □ faðmar á stærð. Svo var sáð 1 þetta höfr- um, rófum og kartöflum; en það var svo seint, að það varð ekki gert fvrri en eptir hvíta- sunnu, í miðjum júnímánuði. þetta spratt svo vonum fremur í sumar; hafrarnir þrosk- uðust vel að grasinu til, og sló jeg þá í ágústmánuði og þurkaði sem töðu. Af gul- rófum fjekk jeg 9 tunnur, af bortfelzkum rófum 3, af fóðurrófum 4 og af kartöflum hálftunnu. jþetta var alveg óræktuð jörð áður. Af þýfinu á túninu voru sljettaðir 250 □ faðmar og þakið yfir aptur; greri það vel í sumar og gaf af sjer jafnmikið og þýfið áð- ur; jeg hefði getað slegið af því há, ef hægt hefði verið að friða það fyrir gripa-ágangi. 350 □ faðmar voru ennfremur pældir niður í sjálfu túninu með grasrót og öllu saman, og sáð þar í höfrum; uxu þeir vel í sumar og sló jeg þar seinna há af þeim eptir, að 4 vikur voru liðnar frá fyrri slættinum. I þetta stykki á svo að sá rófum og kartöflum næsta ár. Matjurtagarðar voru hjer tveir fyrir, báðir til samans 250 □ faðmar á stærð; upp úr þeim fengust 25 tunnur af gulrófum, 4 tunn- ur af bortfelzkum rófum og 4 tunnur af kar- töflum. Bhabarber, ribs, plll og laukur, sem jeg gróðursetti í vor, spratt líka mjög vel; þannig komu fullþroskuð ber á sumt af ribs- trjánum, og greinarnar á pílnum urðu sum- ar 1—1J alin á hæð. Kálið af meiri partin- um af rófunum og hána af hafragrasinu bar jeg saman í tópt og pressaði saman með grjóti; ætla jeg að gera úr því súrhey. Af túninu fengust 120 hestar af töðu, og af engjunum 900 hestar. Jafnhliða þessum störfum hefir hjer seinni partinn í sumar verið reist skólahús; það er 12 álnir á lengd og 12 álnir á breidd; það mun verða búið í lok nóvembermánaðar. það verður með fjórum herbergjum niðri, og fjórum uppi á lopti, með háu porti. Jarðyrkjuverkfæri og mjólkur-áhöld hafa verið keypt frá Noregi, og hvorutveggja komið að miklu liði í sumar. — Vinnutím- inn hefir verið 12 stundir á dag í sumar. Nú er aptur farið að byrja með jarðabæt- ur í haust, bæði að rista ofan af og plægja; en tíðin ræður því, hvað mikið verður fram- kvæmt. Hin bóklega kennsla byrjar 1. nóvember, og verður haldið áfram til loka aprílmán- aðar. Hingaðtil hafa ekki fleiri en 2 piltar sótt um inntöku í skóiann, og sá þriðji er í vænd- um seinna; eru þeirj allir úr Borgarfjarðar- sýslu. Hygg jeg þess vegna, að það komi til af ókunnugleika þeirra, sem fjær búa, að þeir nota ekki tilboð þau, er skólinn hefir gert í sumar um að taka pilta til kennslu upp á það, að þeir fengju ókeypis fæði, kennslu og húsnæði allan tímann, einnig þjónustu, plögg og skæðaskinn. Kennslutíminn er sem kunnugt er tvö ár, og mun hann jafnan byrja og enda á haust- in, en sökum þess, að ekki eru ennþá nógu margir búnir að sækja um veru á skól- anum, mun í þetta skipti te kið á móti kennslupiltum allt fram undir jól í vetur. Allir þeir, sém eru milli 18—28 ára að aldri, og eiga heima hjer í Suðuramtinu, hafa rjett til að sækja um ókeypis kennslu á skólanum, ef þeir hafa góða heilsu, ó- flekkað mannorð, og kunna nokkuð í skript og reikningi. þeir sem sækja, verða þó að senda bónarbrjef um það sem fyrst, til amtmannsins yfir suðuramtinu, og láta með því fylgja vottorð frá sóknarpresti sínum um bæfilegleika sína gagnvart kröfum þes3um, er skólinn setur, og hefir skólinn rúm fyrir 6—8 pilta nú og framvegis. p. t. Reykjavik 3. okt. 1889. Sveinn Sveinsson búfræðingur, skólastjóri á Hvanneyri. »HVEBNIG EB OSS STJÓENAÐ ? eða stutt yfirlit yfir löggjöf og landsstjórn Is- lands, eins og hún er nú, eptir Jón A. Hjalta- línn. Bvík 1889 (ísaf.prsm.). — þessi 6 arka bæklingur, er út kom í sumar, í smáu broti, hefir að geyma furðu greinilegt ágrip, þóttj stutt sje, af stjórnskipunarrjetti Islands, eins j og auka-fyrirsögnin bendir til. það er ekki hugleiðing um, hvort oss sje »vel eða illa stjórnað eða þolanlega«; ekki hugvekja um landsins gagn og nauðsynjar; heldur fræða- kver um stjórnarháttu landsins, eins og þeir eru að lögutn. Ekkert slíkt rit hefir áður til verið á ís- lenzka tungu; en þörfin á því margföld, og fer æ meir og meir vaxandi, eptir því sem almenningur vaknar betur við þeim sannleika, fyrir áþreifanlega reynslu, að sjálfsforræðið, það sem það nær, er ekki fengið þjóðinni í hendur henni til skemmtunar eða fordildar, neldur í því skyni að hún noti það með fullri alúð og atorku. En til þess að geta notað það með alúð og atorku, þarf hún að vita góð deili á, hvernig því er fyrir komið, hvernig stjórn landsins er háttað aö lögum í öllum greinum. í 1. kaflanum, um löggjafarvaldið, er gjörð grein fyrir kosningarrjettinum til alþingis, — rjettinum til að taka óbeinlínis þátt í löggjöf landsins ; hvernig kosuingar fara fram; skipun alþingis og meðferð málaþar; rjettindum þings- ins; hlutdeild konungs með ráðgjafa í lög- gjafarvaldinu o. s. frv. Annar kaflinn, um framkvæmdarvaldið, lýs- ir hlutverki konungs og ráðgjafa að því er þann þátt stjórnarvaldsins snertir; verka- hring landshöfðingja og amtmanna, og þar næst stjórn ýmissa greina framkvæmdarvaldsins niður í gegn: lögreglumálefna, kirkjumálefna, kennslumálefna, heilbrigðismálefna, vega og póstgangna, skattamála, þjóðeigna og opin- berra sjóða, svo og sveitarstjórn. þar eru talin upp flest störf hreppstjóra og valdstjórn- arstörf sýslumanna ; nefnd skilyrðin fyrir því að geta orðið prestur, lýst hluttöku safnaða í veitingu brauða og taldar upp embættis- skyldur presta, svo og prófasta og biskups, og tekin fram höfuðatriðin úr lögunum um stjórn safnaðarmála; lýst fyrirkomulagi skól- anna; taldar skyldur lækna og yfirsetukvenna; tekin fram helztu atriði úr vegalögunum, og úr póstlögunum flest það, er við þarf ; greinilegt ágrip af skattalögum landsins; um Lands- bankann og störf hans, og ýmsa opinbera sjóði; um verkahring hreppsnefnda, sýslu- nefnda og amtsráða. þriðji og síðasti kaflinn er um dómsvaldið: skipun þess á öllum 3 stigum; um sm sátta- meðferð og hver mál skuli leggja til sátta; um meðferð landamerkjamála, o. s. frv. þar sem jafnmikill fróðleikur er bundinn í svo stutt mál, verður að sleppa allri vísinda- legri útlistun og rökstuðning. Kverið er stjórnfræðisleg barnalærdómsbók, en ætlað eigi að síður fullorðnum en börnum, og full þörf á því fyrir þá allflesta, sakir bernsku- legrar fáfræði almennings í þeim efnum. það er ljóst og skýrt samið, og mun vera rjett og áreiðanlegt, það sem það nær, enda kveðst höf. hafa notið leiðrjettinga ýmsra góðra manna (lögfræðinga), áður en hann ljet prenta ritið ; fyrsti vísir þess eru fyrirlestrar fyrir lærisveinum hans í Möðruvallaskóla. Nákvæmt registur er aptan við kverið, sem gjörir það að þægilegri handbók jafnvel fyrir þá, sem vita flest eða allt sem í því stendur. Nor-ður- l>ingeyjarsýslu, 15. sept. (tímabilið síðan 1. júlí). Veðráttufar sífellt haldizt hið sama góða að heita má; í júlím. oft + 16 til 20° B. og sama í ág., er byrj- aði með + 22° B. 13. júlím. voru þrumur með dembuskúrum, og reyndar voru optar skúrir, en optast hitar á meðan og milli; 2. 14. og 15. ágúst. voru enn þrumur. Næst- síðustu viku var og stundum skúrasamt af norðri, en ekki kalt (+ 4tillO°B.), eptir því sem áður hefir verið að venjast hin sumriu; nú aptur síðustu vikuna hitar og sunnan- góðviðri, með + 14 til 17° B. á hverjum degi. Heyskapur hefir orðið hinn bezti og notalegasti, því að hvert strá hefir náðzt eft- ir hendinni liðlangt sumarið, og sprettan á- gæt. Afli nægur alstaðar, þá er á sjó hefir ver- ið farið. Ull varð á endanum 70 a. og kaffi hjá flestum á 1 kr.; hitt óbreytt. Heilsufar fremur gott, en þó hefir lungnabólga stungið sjer niður nú fyrri hluta, sept. Norðurmúlasýslu, 14- sept. 1889: Sama ágætistíðin hefir haldizt allt sumarið; veðurblíðau og nýtingin verið einstök. Nýt-. ing á heyi hefir orðið ágætlega góð í öllu Hjeraði, því að þar hafa stöðugir þurkar ver- ið allan heyskapartímann. I Fjörðum minni þurkar, en úrkomur litlar og hey því ekki hrakizt, heldur náðzt með allgóðri nýtingu víðasthvar. Heyskapur bráðum úti, og munu heyföng almennt orðin með langmesta móti^ og menn því í bezta lagi undibúnir undir veturinn í því tilliti. Afli hefir almennt verið einkar góður á Austfjörðum, sjer í lagi framan af, fram að ágústmánuði; síðan hefir verið fremur tregur afli, bæði á Seyðisfirði og Mjóafirði. Meðal innlendra á Seyðisfirði mun meðalafli frá í vor til þessa tíma vera á bát með 3 mönnum 30—40 skippund. Síld var mikil á Seyðis- firði síðastliðinn mánuð. Var mælt, að Wathne myndi þá hafa fengið í lása á 3^ þúsund tunnur. Auk hans hefir fjelag frá Mandal nótarútgjörð þar. það er nýkomið og búið að fá einungis lítið. Flestir aðrir Norðmenn eru búnir að flytja nætur og báta

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.