Ísafold - 05.10.1889, Page 3

Ísafold - 05.10.1889, Page 3
319 heim til sín, og standa að eins hús sumra þeirra eptir. Síld kvað nú standa í háu verði er- lendis. Verð á fiski varð á Seyðisfirði: málsfiskur (pundið) 13 aura, smáfiskur L2£, ýsa 9 a. Frá sjónarmiði bænda verðið gott, og er all- líklegt, að skuldir sjávarbænda minnki þetta ár. Salt 4 kr. Ull varð 70 aura. Onnur vara í svipuðu verði sem á öðrum kauptún- um. Kol hjá lausakaupmanni einum 1 eyrir pundi\ hjá fastakaupmönnum 1|. Fjarðará í Seyðisfirði hefir verið brúuð í sumar rjett innan við verzlunarstaðinn á Öldunni. Brúin stendur á stólpum, rekn- um niður í árfarveginn, og er um 50 álnir á lengd. Wathne hefir látið smíða hana. Kostn- aðurinn mun verða goldinn með tillögum ein- stakra mann, með hreppavegagjaldi Seyðis- fjarðar og ef til vill með tillagi úr sýslusjóði. Brúin reyndar nauðsynleg, einkum fyrir þá er í grennd búa. En kunnugir menn spá illa fyrir, að hún standi, sökum ísreks í ánni á vorum í leysingum. Leiðarvísir ísafoldar. 252. Br rjett aö reikna fasteignar- og lausa- fjártíur.d til prests eða kirkju eptir sömu verð- lagsskrá, o: þeirri, sem gildir í fardögum á gjald- daga iasteiguartiundarinuar? Sv.: Nei. Verðlagsskrár-áramót eru í miðjum maímán., en eindagi á lausafjártíund er sumar- dagurinn fyrsti (tíundarl. 12. júlí 1878, 14. gr.), þ. e. 3—4 vikum áður, en á fasteignartíund er eindagi „fimmti dagur viku, |)á er 4 vikur eru af sumri“ (Kristnir. Árna biskups, XVI. kap.), þ. e. eptir miðjan mai. (rildir því sín verðlagsskráin á hvor- um gjalddaganum. 253. Er sá kaupmaður ekki búinn að tapa rjetti sínum á þeirri skuld, sem hann ekki hefir gefið reikning fyrir í íjögur ár? 8v.: Nei. 254. Á prívatmaður, hvort heldur embættismað- ur eða bóndi, sem fær rauðvín, porter, whisky eða þess háttar hjá Flönsum (frakkneskum fiski- mönnum) eða fyrir kunningsskap pantað hjá ein- hverjum skipstjóra, að borga toll af þessum vör- um ? Sv.: Já. 255. Ef svo er, að tollur eigi að borgast, hvar geta menn þá sjeð eða fengið vissu fyrir, að þessi tollur sje borgaður? Sv : Óyggjandi vissu fyrir þvi er ekki hægt að fá. Bn fyrirmæli tilsk. 26. febr. 1872 um skýrslu- skyldu skipstjóra og viðtakanda, og þungar sektir fyrir undandrátt, veita mikið aðhald og sæmilega tryggingu í þvi efni. 256. Er ekki þeim manni leyfilegt að byrja bú- skap (tómthúsmennsku), sem hefir keypt sjer bæ eða hús, án þess að fá leyfi hreppsneíndar eða bæjar- stjórnar? Sv: Nei. Hann verður að sækja um leyfi eins fyrir þvi. 257. Er ekki hreppsnefnd skyld að hlutast til um, að heimiiislaus umrenningur sje tekinn og komið fyrir á hrepps kostnað, þar til tekið hefir verið lifshlaup hans, og hann síðan fluttur látækra flutningi á sinn framfærsluhrepp, þó það sje full- tíða maður, ef hann hagar sjer þannig jafnvel í fleiri mánuði í sama hreppi, og á stundum liggur úti sem refur, samt með breunivín, og vill ekki fara góðfúslega á burt? Sv: Jú. 257. Er skólahús eða önnur þvilík stofnuu eign sveitarsjóðs, sem reist er af frjálsum samskotum hreppsbúa og gjöfum ýmissa veglyndra manna? Sv.: Nei, ekki ef stofnunin hefir aldrei verið afhent sveitinni til eignar. 258. Á ekki hreppsnefndaroddviti að sæta á- byrgð fvrir, ef hann vanrækir að gjöra reikniug yfir tekjur og útgjöld hreppsins í lögákveðinn tima? Sv.: Jú. AUGLYSINGAR i samleldu máli með smáletri kosta 1 a. (þakkaráv. 3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning X kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg. út í hönd. Samkvœmt lögum 12. apríl 1878 og opnu brjefi 4. jan. 1861 innnkallast hjer með allir þeir, sem telja til skiddar í ddnar-fjelagsbíiinu epiir ekkju Steinunni Jonsdóttur, sem'Ljezt að Hellishnlum í Fljótshlíð 27. júlí 1888, og áð- ur látinn mann hennar Tómas Guðmundsson frá Klöpp í Hafnahreppi, til innan sex mán- aða frá 3. birtingu þessarar innköllunar, að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skipta- ráðanda hjer í sýslu. Rangá)-þings skrifstofu, Velli ‘6. september 1889. H. E. Johnsson. Nýr magazínofn fæst til kaups. Menn snúi sjer til póstmeistara O. Fiusen. Proclama Eptir lögum 12. aprú 1878 og 0. br. 4. jan. 1861 er hjer með skorað á þá, sem til skulda telja í dánarbúi Björns Eyjólfssonar, sem andaðist á Hvaleyri hinn 23. marzm. þ. á., að tilkynna skuldir sínar og sanna þcer fyrir undirrituðum skiptaráðanda innan 6 mánaða frá síðustu birtingu auglýsingar þessarar. Skrifst. Kjósar- og (lullbringusýslu 28. sept. 1889. Franz Siemsen. Proclama. Eptir lögum 12. apnl 1878 og 0. br. 4. jan. 1861 er hjer með skorað á þá, sem til skulda telja í sameiqnarbíd þeirra dáinna hjóna Jóns Pjeturssonar, sem andaðist í Höskuldarkoti hinn 15. júlí, og Olafar Erlendsdóttur, er and- aðist sama staðar hinn 12. f. m., að tilkynna skuldir sínar og sanna þcer fyrir undirrituð- um skiptaráðanda innan 6 mánaða frá síðustu birtingu þessarar auglýsingar. Skrifst. Kjósar- og (lullbringusýslu 28. sept. 1889. Franz Siemsen. Proclama. Eptir Vógum 12. apríl 1878 og 0. br. 4. jan. 1861 er hjer með skorað á alla þá, sem til skulda telja í dánar- og fjelagsbúi Helgu sál. Einarsdóttur, er andaðist hinn 12. apríl þ. á., og eptirlifandi manns hennar Guðmundar Hannessonar að Isólfsskála í Grindavíkur- hreppi, að fram koma með skuldakröfur sinar og sanna þœr fyrir undirrituðum skiptaráð- anda innan 6 mánaða frá síðustu birtingu auglýsingar þessarar. Skrifst. Kjósar- og Gullbringusýslu 28. sept. 1889 Franz Siemsen. Uppboðsauglýsing. Föstudaginn himi 11. n. m. kl. 10 f. h. verður opinbert uppboð haldið að Skemmunni í Grindavík og þar seldar eptirlátnar eigur Einars sál. Jónssonar, sem þar andaðist hinn 31. maí þ. á., þar á meðal xbúðarhús, um 14 sauðkindur, 4 hryssur, tryppi og annað fleira. Söluskilmálar verða birtir á uppboðsstaðnum. Skrifst. Kjósar- og tíullbringusýslu 28. sept. 1889. Franz Siemsen- Samkvæmt reglum um »Gjöf Jons Sigurðs- sonar«, staðfestum af konungi 27. apr. 1882 Maríustíqurinn »Já«, mælti María, »það er satt; nú man jeg eptir þjer. Við ljekum okkur opt saman meðan formóður bróðir minn lifði; en þú þekkir mig víst ekki aptur; jeg var þá svo lítil». «Ef jeg get rjett til», mælti Eysteinn, «þá heitir þú María og ert dóttir Álfs á Fossi. Jeg man vel eptir stúlkunni litlu, sem grjet svo mikið, þegar hann bróðir hennar kastaði skónum af fætinum á henni niður í kletta- skoru». «Jú, og þá fórstu og náðir honum aptur fyrir mig», sagði María. þannig rifjaðist kunningsskapur þeirra upp, og Eysteinn sagði henni nú, að hann hefði farið fyrir 10 árum með móðurbróður sínum, er átti heima nálægt Kristjaníu, heim til hans. J>ar hefði hann komizt í kynni við mikils háttar mann auðugan. Kvaðst hann hafa gengið í þjónustu hans og farið með honum til Danmerkur, og hefði hann nú ekki getað stillt sig um, að fara og sjá aptur sveit sína, og hefði því sagt sig úr þjónustu hans, þótt hann hefði átt góðra kosta von, ef hann hefði verið kyr. þau minntust nú ú margt, er við hafði bori á æskuárunum, og hjöluðu saman lengi dags. Að skilnaði varð María að heita Eysteini, að koma aptur, til þess að þau gætu skrafað betur saman. Upp frá þessum degi byrjaði nýtt líf fyrir Maríu. Eins og áður var það mesta yndi hennar að ganga niður að fossinum; en nú nægði henni eigi lengur að ganga fram á fossbrúnina, og nú sat hún eigi lengur ein- sömul og þegjandi og starði niður í hina freyðandi iðu; maður, sem tók þátt í tilfinn- ingum hennar, gladdist með henni, sá sami, sem hún hafði kynnzt við á hinum fyrstu og farsælustu árum hennar, sat nú við hlið henni. þessar ferðir urðu henni líka skemti- legri af því, að Eysteinn, sem hafði farið svo víða, var frábærlega vel að sjer, eptir því sem gera var af mönnum í hans stjett; gat hann sagt henni mjög vel og greinilega frá háttsemi annara þjóða, og gaf henni með því nýtt umhugsunarefni. þegar hún kom heim frá viðræðum þessum, dreymdi hana bæði vakandi og sofandi um Eystein og sögur þær, sem hanu sagði henni. Fór nii svo fram um hríð, að þau fundust á hverjum degi; var henni það eigi að eins til skemmtunar, heldur og til mikilla nota, því að Eysteinn notaði tímann til að kenna henni ýmsan fróðleik, sem hún hefði annars eigi fengið færi á að læra. Einn dag um miðsumarsskeið kom Álfur bóndi snemma morguns inn til dóttur sinnar og var kominn í sparifötin. Sagði hann mjög glaðlega við hana, að hún skyldi búa sig sem bezt hún gæti um daginn. Hún gerði sem hann bauð; en þegar á daginn leið, þeysti ungur maður og annar eldri á eptir honum heim í hlaðið með miklum ys og hávaða, og stukku af baki. Álfur bóndi stóð í dyrum úti, fagnaði vel gestunum og leiddi þá til stofu. þar hafði hann skipað Maríu að hafa öl á reiðum hönd- um og allan hinn bezta beina. það var auð- sjeð á klæðaburði gestanna, að þeir voru menn stórauðugir, og enn betur mátti sjá það af háttsemi þeirra. þeir töluðu ekki um ann- að en jarðir sínar og peninga, og var auð

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.