Ísafold - 09.10.1889, Side 1
Kemui út á miðvikudögum og
laugardögum. Verð árgangsins
(ro4arka) 4 kr.; erlendis 5 kr.
Borgist fyrir miðjan júlímánuð.
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bundin við
áramót, ógild nema komin sje
til útgefanda fyrir I.okt. Af-
greiðslust. í Austurstrœti 8.
XVI 81.
Reykjavík, miðvikudaginn 9. okt.
1889.
Tollarnir nýju.
Með þessa mánaðar byrjun gengu þeir í
garð. |>á öðluðust þau gildi, lögin um kaffi-
og sykurtollinn, og um hækkun á tóbakstoll-
inum, — fjórföldun hans við það sem áður
var.
Tilætlun þingsins með því að láta lögin
■öðlast gildi svona fljótt, í staðinn fyrir með
nýjári 1890, eins og stjórnin hafði ætlazt til,
var auðvitað sú, að reyna að afstýra því, að
tolltekjurnar ódrýgðust háskalega fyrsta árið
vegna mjög mikils fyrirfram aðflutnings af
hinum tolluðu vörurn af kaupmanna hálfu.
J>eir höfðu leikið það, þegar hinir eldri toll-
ar voru lögleiddir á sínum tíma, að byrgja
sig upp tíl árs eða lengur með tóbak og
brennivín o. s. frv., þegar von var á tollun-
um, áður heldur en lögin öðluðust gildi, en
auðvitað lagt á vöruna þá þegar eins og
hún væri tolluð, sumir að minnsta kosti, og
haft þannig margfaldan ábata upp úr öllu sam-
an. Meira að segja: þó liðnir væru margir mán-
uðir frá því að lögin voru staðfest og þau
væru komin í gildi á sumum höfnum á land-
inu, með þinglýsingu, þá mátti koma sjer
undan tolli langt fram eptir sumri með því
að láta skipið með vörunum skila af sjer
skjöluin á einhverri þeirri höfn, er manntals-
þing voru þar eigi um garð gengin. Enda
varð það til þess, að þá (1877) var farið að
nema úr lögum þá hina óhagfeldu reglu, að
'lög gátu almennt eigi öðlast gildi fyr en þeim
var þinglýst.
En þessi tilgangur hefir ekki náðzt. Kaup-
menn höfðu enn flestir nægan frest til að ná
sjer í vörurnar í tíma. það liðu meira en tveir
ímánuðir frá því þingið lauk við lögin og.
þangað til þau komust í gildi. Hefði stað-
festingarvaldið verið innanlands, eins og far-
ið er fram á nú við endurskoðun stjórnar-
skrárinnar, þá hefði mátt hafa þennan frest
svo stuttan, að ekki hefði verið neitt ráðrúm
til að ná í nýjar vörubyrgðir. Staðfestingin
fjekkst raunar furðu fljótt, rniklu fljótara en
dæmi voru til áður, sem sje 9. ágúst, svo
að vel hefði mátt þess vegna láta lögin kom-
ast í gildi fyr en gjört var, t. d. í miðjum
september; en þinginu þótti, sem von var,
ekki treystandi svo greiðri göngu þess, að
undir því væri eigandi.
þeir stóðu með öndina í hálsinum, kaup-
menn sumir, þegar strandferðaskipinu fór að
ðveljast til muna nú í síðustu ferðinni frá
Khöfn. J>að gat dregið þá svo þúsundum
króna skipti, ef »Thyra« hefði ekki komið fyr
en 1. okt. Sumir höfðu jafnvel verið svo
forsjálir, að gjöra ráðstöfun fyrir, að tollvör-
ur, sem í rauninni áttu hingað að fara til
Reykjavíkur, yrðu lagðar upp á einhverri
höfn fyrir austan eða norðan, ef skipið yrði
naumt fyrir.
Mest voru það stórkostlegar byrgðir af tó-
baki, sem þannig var flutt inn með síðustu
forvöðum, á undan tollinum. Af sykri mun
og kafa komið eigi alllítið. En af kaffi þar
á móti fremur lítið til þess að gjöra. það
er nú í svo háu verði erlendis og hefir verið
lengi að undanförnu, að allar líkur eru til að
það lækki von bráðara, og þá hefði getað
orðið stórskaði að því, að kaupa mjög mikið
af því fyrirfram. Á tóbaki er verðið aptur á
móti svo stöðugt, að miklu hættuminna er
að byrgja sig upp að því til frambúðar. Syk-
ur mun og eiga fyrir sjer að hækka í verði
erlendis heldur en hitt, og því ráð að sæta
nú kaupum á því fyrir sig fram.
Ejarri fer því, að þessi forsjálni sje kaup-
mönnum láandi. þetta er ekki annað en
það sem allir gjöra, að hagnýta sjer kring-
umstæðurnar á löglegan hátt og skynsam-
legan. þessa er getið til þess einungis, að
almenningur skuli ekki gjöra sjer of glæsi-
legar vonir um miklar tolltekjur svona fyrst
í stað. Enda hafði þingið alls eigi gjört ráð
fyrir neinum tekjum af hinum nýju tollum
þá 3 mánuði, sem eptir yrðu af þessu ári,
þegar lögin kæmust í gildi, og meira að
segja búizt við þeim fremur smáum framan
af næsta ári.
þ>að er þó vottur um vaxandi þjóðfjelags-
legan þroska, hve lítið ber á mögli og eptir-
tölum út af hinum nýju tollum, nú þegar
þeir eru á komnir og teknir til að hafa á-
hrif á verð hinnar tolluðu vöru almennt,
þótt einstöku kaupmenn fari svo hóglega í
sakirnar, að selja það, sem þeir hafa fengið
ótollað, án þess að leggja á það frekara en
áður gerðist. Margir eru að vísu enn á því
reki menntunarleysis, ófjelagslyndis og kot-
ungs-hugsunarháttar, þótt engir kotungar sjeu
að efnahag, að þeir formæla jafnan alþingi
undir allar hellur, hvenær sem það neyðist
til að bæta við einhverjum álögum, hvort
sem þær eru smáar eða stórar, og hversu
sem sannur hagur lands og lýðs kallar eptir.
þeir ráðgjöra þá t. d. »að biðja kónginn að
loka b.... þinginu«, eins og haft var eptir
1—2 sunnlenzkum stórbændum í sumar,
þegar hinir nýju tollar voru þar á ferðinni.
þeir láta þá eins og sjer sje alveg fyrirmun-
að að neyta vörunnar, er tolla skal, þó að
verðhækkunin fyrir tollinn nemi ekki helm-
ing þess, sem þeir eru alvanir við að varan
hækki um hinseginn, án nokkurs tolls, án
þess að fást pá nokkurn hlut um, að þeim
sje bannað að fá sjer í nefið, eða stinga upþ
í sig sykurmola eða fá sjer í staupinu eða 1
bolla af kaffi. það er ekki tiltökumál, þótt
slíkt heyrist allt af innan um.
Hitt er ánægjulegt, er þeirn fjölgar jafnt
og stöðugt, sem skilja dálítið í ætlunarverki
þjóðfjelagsins og sjá, að því verður eig fram-
gengt af etigu,—-sem vita að »margar hendur
vinna ljett verk«, að með almennum samlög-
um má margfalt meira afreka þjóðmni til
hagsbóta heldur en ef hver baukar sjer, en
að annað eru landssjóðsálögurnar ekki, ekki
annað en almenn samskot, undantekningar-
laus, ef skattalögin eru rjettlát, í sameigin-
legan sjóð, sem þjóðin sjálf lætur fulltrúa
sína ráðstafa sjálfri sjer til gagnsemdar, eins
og þeir hafa bezt vit á.
Sumir, sem ekki væri þó vorkunn að viba
betur, fást mikið um það, að hinir nýju
tollar sjeu óþarflega háir. Landssjóður hefði
komizt af með miklu minna. þetta er alveg
út í bláinn talað, annaðhvort af þekkingar-
leysi, eða þá til þess að mæla eins og alþýða
vill helzt heyra. Hefði ekki tollurinn verið
hækkaður eins og þingið gjörði, Erá því sem
stjórnin stakk upp á í fyrstu, mundi landið
hafa haldið áfram að auka við skuldasúpuna
eða jeta af viðlagasjóði nú á þessu í-hönd-
farandi fjárhagstímabili, eins og að undan-
förnu, og hefði það verið dáindis snotur bú-
skapur, í veltiári. þ>ó svo vel takist til, að
lítil verði vanhöld á hinum nýju tollum, get-
ur landssjóður sárlítið grynnt á tekjuhalla-
skuldinni frá undanförnu harðæristímabili, og
ekki treysti þingið sjer tilað leggja útí nema
sem allra minnstan kostnað til nauðsynlegra
framfarafyrirtækja fyrir landið um fram það
sem verið hefir ; en hvenær skyldi þó slíkt
forma, ef eigi þegar sem bezt lætur í ári ?
Til þess hefði þurft að hafa tollana hærri,
eða fleiri, eins og í ráði var nú á þinginu,
en hætt var við aptur, þar á meðal t. d. að
hækka tollinn af áfengum drykkjum.
Um hlutfallið milli landssjóðsgjalda á al-
menningi hjer á landi og erlendis hefir svo
opt verið talað, og sýnt fram á, hve ljett þau
eru hjer að tiltölu, að ekki ætti að þurfa að
ítreka það optar. Hefir jafnframt verið gjörð
grein fyrir því, hvernig á þessu stendur: að
vjer erum lausir við allan hernaðarkostnað
og þar af leiðandi skuldir, sem gleypir hvort-
tveggja upp og niður tvo þriðjunga af lands-
sjóðstillögum annara þjóða velflestra.
Sumir bera mjög kvíðboga fyrir stórkost-
legum vanhöldum á hinum nýju tollum, vegna
tollsvika, bæði af kaupmanna hálfu og eigi
síður einstakra manna, er panti sjer sjálfir
hinar tollskyldu vörur. |>ví var líka spáð,