Ísafold - 16.10.1889, Side 2

Ísafold - 16.10.1889, Side 2
330 til fyrirmynclar í öðrum ríkjum. I þeim eru stíflur reistar gegn ýmsum aldarlýtum þar vestra, gegn ofríki auðsins, fjeprettum ogfjár- drætti, mútugjöfum og gróðasamsærum. Hlynnt að högum verkmannafólks, og þau nýmæli sett um kviðdóma, að 9 atkvæði af 12 skuli uppkvæðum ráða, þar sem sökin ekki varðar lífláti eða betrunarhússvinnu. 20. þ. m. bar þann voða að í Quebec (í Kanada), að stórmikil spilda losnaði af kletta- belti á ási einum fyrir ofan bæinn, en björg- in hrundu niður á bæinn, molbrutu 7 hús í stræti einu, og urðu fjölda manna að líftjóni og lemstrum. Póstskipið Laura kom hingað 13. þ. m. að morgni. Með því kom frá Khöfn landlæknisfrú Schierbeek og kaupm. Th. Thor- steinsson, og frá Seyðisfirði síra Jón Bjarna- son frá Winnipeg og hans frú, ásamt mörg- um farþegum öðrum: stúdentum, skólapiltum og kaupmönnum. Póstskipið fer aptur 18. þ. m. Brauð veitt. Sauðanes veitt af konungi 26. f. m. síra Arnljóti Ólafssyni á Bægisá. í kjöri voru með honum þeir Jón prófastur Guttormsson í Hjarðarholti og Benid. pró- fastur Kristjánsson á Grenjaðarstað. Reykjavíkurbrauðið- Báðgjafinn hefir úrskurðað, að apturköllun eða uppgjöf hins kjörna dómkirkjuprests síra Sigurðar Stefáns- sonar í Vigur, skuli takast til greina, og ný kosning fara fram, án þess að brauðið sje samt auglýst af nýju. Er að eins nýjum manni bætt á skrá þeirra, er í kjöri eru hafðir af umsækjendunum, í stað síra Sig- urðar. f>að er síra Jóhann þorkelsson á Lágafelli, sem til þess hefir verið valinn af landshöfðingja með ráði biskups. Yerða þá þessir þrír nú í kjöri: síra Isleifur Gíslason, síra Jóhann jporkelsson og síra þorvaldur pró- fastur Jónsson á Isafirði. Veðrátta er enn hin ákjósanlegasta hjer sunnanlands, og líklega eins í öðrum lands- fjórðungum. Af hretinu, sem gerði í f. mán. nyrðra, hefir langmest orðið í þingeyjarsýslu austan Ljósavatnsskarðs ; þar gengu kafalds- hríðar talsverðar frá 18.—29. f. m. og var alsnjóa til sjávar; leysti þó upp á eptir. Landskjálptar. Eins og getið er um í veðurskýrslnnni hjer aptan í blaðinu urðu landskjálptar eigi all-litlir hjer í Beykjavík og nærsveitunum sunnudag 13. þ. m., meiri en komið hafa hjer í 20 ár að minnsta kosti. Sumir vilja halda, að landskjálptarnir haust- ið 1868 hafi verið eins miklir, en aðrir for- taka það. Mestur var kippurinn, sem kom hálfri stundu eptir hádegi. Söngur hætti í dóm- kirkjunni allrasnöggvast, og hjer um bil þriðjungur kirkjusafnaðarins flýði út. Var það skömmu áður en prestur stje í stól (síra þór- hallur Bjarnarson). Messugjörðinni var samt haldið áfram. Sprungur komu í grunnmúra á nokkrum húsum, en aðrar skemmdir urðu eigi. Smá- vegis fjell niður af hyllum o. s. frv. Á póstskipinu, sem lá á höfninni, varð vel vart við hristinginn: skipið ríðaði til og heyrð- ist hrikta í akkerisfestum. Viðlíka miklir eða engu minni höfðu land- skjálptar þessir orðið suður um Álptanes, Hafnarfjörð, Vatnsleysuströnd og Krisuvík, en minna þegar lengra kom fram á Bevkja- nes. Vitinn á Beykjanesi skemmdist ekki neitt. En á Vatnsleysuströnd sprungu grun- ar undir húsum, steinhús klofnaði á Sjónar- hól og eldhús hrundi á Hvassahrauni. Á þeim bæ þorði heimilisfólk ekki að haldast við í húsum nóttina eptir, heldur bjó um sig í tjaldi út á túni. Sagt er og að fjós hafi hrunið í Krisuvík. Á Akranesi og Hvalfjarðarströnd hafði orð- ið vart við landsskjálpta þessa lítils háttar, en í Kjós, á Kjalarnesi og Mosfellssveit varð mikið af þeim nokkuð, þó heldur minna en í Beykjavík. Um Elóa og Olfus hafði þeirra orðið vart lítils háttar, en í efri hreppum Árnessýslu alls eigi. A seglskipi, sem var á ferð fyrir Beykja- nes á sunnudaginn, á leið hingað frá Norvegi — »Bagnheiði», skipstj. Bönnelykke — varð talsvert vart við hristinginn kl. 12-J; skipið kipptist við, eins og það hefði rekið sig á, og brakaði í hverju trje. Nóttina eptir, aðfaranótt mánudags 14. þ. m., varð og vart við hreyfingu hjer í bæn- utn 2—3 sinnum, og eins syðra, suður á Vatnsleysuströnd, mest kl. 3f hjer um bil. Um stefnu landsskjálptahreyfingarinnar ber mönnum ekki saman. Sumum fannst hún koma frá norðri eða vestri, sumum frá land- norðri. Strandasýslu, sunnanverði, 7. okt. »Enn helzt hin sama veðurblíða, sem verið hefir í allt sumar. þó gjörði hjer dálítið kafaldshret um rjettirnar. Hinn 23. f. m. snjóaði hjer ofan í byggð, talsvert til fjalla. Afelli þetta mun samt engan skaða hafa gjört. Elztu menn muna ekki aðra eins veðurblíðu sem nú, jafnlengi, síðan á Góu í vetur. Grasvöxtur var hjer góður í sumar; eink- um voru tún og harðvelli allt ýtarlega vel sprottið. Nýtmg var æskilega góð. Heyfeng- ur manna mun því mega teljasc með lang- bezta móti eptir fólksástæðum. Vonandi að ekki þurfi að kvíða hordauða á skepnum næsta vor. Óskandi væri að menn gættu þess að eyða ekki heyjum sínum að óþörfu í vetur, því ekki er víst að slík árgæzka hald- izt ár eptir ár, og nú er einkar hentugur tími til að komast undir heyfyrningar. Eitt vöruskip hefir komið til Borðeyrar í haust, »Kurer«, til Clausensverzlunar; það kom 18. f. m. Onnur skip hafa enn ekki komið, en nú er von á 2 gufuskipum til þeirra Thordals og Coghill’s. Frjetzt hefir, að þeir sjeu búnir að kaupa fje margt nyrðra; en hjer eru þeir ekki farnir að kaupa enn. Borðeyrarkaupmenn eru farnir að kaupa fje (á fæti) og munu gefa all-vel fyrir. Suður-Múlasýslu 6. okt.: Veturinn í í fyrra var hjer mjög harður frá því um nýár og fram úr, eigi mjög frostasamur, en jarð- bannir miklar, og er þó Mjóifjörður yfir höf- uð jarðsæll á vetrum, svo margir voru orðnir tæpt standandi með hey. En þá batnaði allt í einu með sumrinu, með beztu vorblíðu. Eráfærur voru hjer eystra víða viku fyr en vant er að vera. Menn stóðu svo að kalla höggdofa, því svo góðu vori hafa menn hjer um slóðir eigi átt að venjast, jeg veit eigi hvað lengi; svo byrjaði sumarið og hefir hald- ist hingað til með sömu blíðu, þar til í 22. viku sumars, að snjókast kom, en nú aptur sama blíðviðrið. Sökum hinnar miklu sum- arblíðu byrjaði sláttur hjer víða tveim vikum fyr en vant var. Tún spruttu ágætlega, og heynýting var allgóð ; þó var opt um túna- sláttinn fremur þurklítið. Víða voru blettirnir, sem fyrst voru slegnir, slegnir upp aptur, og, er það þó fátítt hjer eystra; taða varð mikií af túnum manna. Af einu túni í Mjóafirði fengust um eða yfir 600 hestar; það var Eagur blettur yfir að líta, áður en það var slegið. Bærinu, sem þetta stóra og fallega tún heyrir til, er Brekka f Mjóafirði; það mun leitun á öðru eins túni hjer eystra. I kringum Brekku eru nokkur þurrabúðarhús, og mun hafa fengizt samtals af blettum þeim, sem í kringum þau eru ræktaðir, rúm 300 hestar af töðu, svo af allri jörðinni Brekku hefir fengizt á tíunda hundr- að hestar; það er mikið af einni jörð. Eyrir- 30 árum síðan fengust af Brekkutúni 80 hest- ar, þegar dannebrogsmaður Hjálmar Her- mannsson fluttist þangað. Túnið, sem er nú miklu meir en helmingi stærra en þá, og allir blettirnir í kringum þurrabúðarhúsin hafa. verið ræktaðir upp að öllu leyti, má segja, af sjófangi, dálkum, hausum og slógi; ogsvo kappsamlega hefir verið unnið að þessum blettum, sem nú gefa af sjer 60 til 100 hesta af töðu, að fyrir 6 árum voru þeir eintómar óberjur, holt og melar, sem engum manni gat komið til hugar að bera ljá að. Á Brekku býr nú Vilhjálmur sonur Hjálmars, gildur bóndi, vel efnaður, og á jörðina. Sjófang er víðast í Mjóafirði notað til áburðar, og ber hvervetna mikinn arð, en því miður mun sjó- fang lítt vera notað í sveitunum í kring, það jeg til veit. Sáðgarðarœkt er hjer líka að komast á fót, þó lítið sje enn. Sáðgarður er hjer við eitt þurrabúðarhús, eigi fullger enn að veggjum, utn 250 ferh. faðma á stærð ; en það spratt heldur illa í honum, bæði sökum þess, að hann er nýyrktur, sáð í mest af honum í fyrsta skipti í vor, og svo var fræið vont og gamalt. Ur honum fengust í haust látunn- ur af gulrófum mest og dálítið af finnskum rófum og næpum. Stærsta næpan varð að vigt 7 merkur og 10 kv.; nokkrar næpur og finnskar rófur frá 4 til 6 marka. Úr öðrum sáðgarði fengust 7 tunnur, og yfir höfuð fjekkst þó svo, að heldur er örfandi en letjandi ; svo- er vonandi að uppskeran verði betri, þegar menn fara betur að þekkja á garðræktina, því bezt lænst hún af reynslunni. Fiskiafli hefir hjer verið með betra móti, enda gæftir góðar ; nú fiskilaust og beitulaust. Engin önnur beita brúkuð hjer en hafsíld;, verða því útvegsbændur hjer að hafa mikið af síldarnetjuri', ef duga skal, sem er mjög tilfinnanlegur kostnaðurauki við sjávarút- gerðina. Fiskiverð var lijer í sumar á þessa leið :; Málsfiskur (18 þuml.) 13 a. pd., smáfiskur 12-^a., ýsa 9 a. Sundmagi gengur dræmt út. fyrir 40 a. Hvít ull 70 a. Kaffi, allur sykur og tóbak hækkað töluvert í verði 1. okt. Heilsa manna yfir höfuð góð. Menn eru vel byrgir af heyjum, og mun því sem fæst- um fjenaði lógað í haust. Úrskurðurinn í dómkirkju- prestsmálinu, Handahófs-irrskurður er það, sem Khafnar- stjórnin hefir gripið til í málinu um prests- kosninguna í Beykjavík. Prestinum, sem seldi brauðinu upp, eptir aú hann var búinn að láta söfnuðinn hlaupa af sjer tærnar til að kjósa sig, má þykja vænt um, að vera þannig leystur úr öllum vanda og fá að hafa það eins og hann vill. Söfn- uðurinn má líka ef til vill hrósa happi, að, fá þó að kjósa aptur, heldur en að fá sjer skipaðan prest af veitingarvaldinu gamla, al- veg eins og engin kosninghefði átt sjer stað, |>að getur talizt happ að því leyti til, að úr því að stjórnin taldi sig hafa heimild til að gjöra kosningu síra Sigurðar að engu.með því að. gefa honum ekki veitingarbrjef, þótt lögin skipi þaó afdráttarlaust, þá er lögleg kosning hefir fram farið, þá gat hún alveg eins hafa.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.