Ísafold - 19.10.1889, Qupperneq 2
334
ir menn en ganga á mála hjá hinu útlenda
stjórnarvaldi. f>egar þeir fara að stálpast
verður aðalfæðan kartöflur, maísmjölgrautur,
og stundum dálítið af hafrabrauði og káli, til
hátíðabrigðis; þegar illa lætur í ári verða
þeir að leggja sjer til munns kartöflugras,
njóialeggi og söl eða aðrar þangtegundir.
í bæjum vestan á Irlandi eru ýmsar þang-
tegundir, sem hafðar eru til manneldis, hafð-
ar á boðstólum á gatnamótum, eins og kál-
meti og garðávöxtur annarstaðar. Algengt
þang verða þeir að kaupa af landsdrottnum,
og kostar 2—3 kr. á einar hjólbörur. Al-
mennilegt brauð og kjöt smakka þessir aum-
ingjar aldrei. þegar þeir eru komnir á tví-
tugsaldur, eru þeir reyndar háir vexti og
karlmannlegir, en æskufjörið og fríðleikurinn
er horfinn. þeir kvongast um það leyti og
eignast brátt fjölda barna, er fengið hafa að
erfðum fullan þrótt og fjör. En vinnuþrælk-
unin og hið illa og ónýta viðurværi fer fljótt
með þá. þegar þeir eru komnir á þrítugs-
aldur, fjölga þeir ekki mannkyninu framar.
Ándlitið er orðið hrukkótt, eins og á sextug-
um manni, og hörundið visið. Konan er orð-
in föl og lotin, þegar á þann aldur er komið,
um þrítugt, hrukkótt í andliti og með poka
fyrir neðan augun. Og á fertugsaldri eru þeir
orðnir ellihrumir, húnir að slíta sjer upp til
agna, og dragast upp og deyja á þeim aldri,
er aðrar þjóðir, sem eiga bærilega daga,
eru með fullu fjöri eða á bezta skeið, sem
kallað er.
„Svikamyllan“.
i.
þótt ótrúlegt sje, hafa stöku menn út um
land glæpzt á að leggja nokkurn trúnað á
þann dómadags-hindurvitnareyk, sem meist-
ari Eiríkr Magnússon hefir verið að þyrla upp
í sumar, hvar sem hann hefir getað komizt
að, um yfirvofandi glötun landsins fyrir nokk-
urs konar fjárpretta-samsæri milli þings og
stjórnar annars vegar og danskra auðmanna
hins vegar, stofnað upphaflega með banka-
lögunum, og framkvæmt með póstávísanavið-
skiptunum milli Khafnar og Reykjavíkur, í
sambandi við hina óinnleysanlegu seðla lands-
bankans. Hjer í Reykjavík sá nærri hvert
mannsharn, er á mál þetta léit, bæði utan
þings og innan, að kenning hr. E.M. 1 laun-
pukurspjesum hans í sumar var helber hje-
gómi og botnleysa, sprottið af einhverri óút-
reiknanlegri meinloku.
Mál þetta er ofur-einfalt.
Jarðabókarsjóðurinn hjer og aðalfjárhirzlan
í Khöfn hafa lengi haft talsverð peningavið-
skipti, fyr á tímum beina leið, en síðan póst-
stjórnin komst á hjer í Reykjavík jafnframt
og að miklum mun fyrir milligöngu póststof-
unnar hjer og pósthússins í Khöfn.
þessi viðskipti verður einfaldast og glögg-
ast að skoða eins og viðskipti milli tveggja
banka,—eins og algeng bankaviðskipti.
Bankinn hjer, jarðabókarsjóður, tekur, fyrir
milligöngu póststofunnar, á móti peningum
manna hjer, er þurfa að greiða fje af hendi
erlendis, heldur því fyrst um sinn, en gefur
út ávísanir fyrir fjenu til greiðslu úr bankan-
um í Khöfn, aðalfjárhirzlunni. Af því að
pósthúsin hjer og í Khöfn eru milliliðir í
þessum viðskiptum, heita ávísanir þessar
póstávísanir. Að bankinn hjer, jarðabókar-
sjóður, þarf ekki að senda peningana jafnóð-
um til Khafnar, kemur til af því, að ýmsar
fjárgreiðslur, sem til hans eiga að ganga er-
lendis, eru goldnar inn í aðalfjárhirzluna;
hann á þær þar inni og getur því vísað á
það fje þar, alveg eins og þegar einstakir
menn hafa viðlíka viðskipti. þessar fjár-
greiðslur eru meðal annars tollgjöld frá ís-
lenzkum kaupmönnum í Khöfn, árgjaldið úr
ríkissjóði í landssjóð, endurgjald úr ríkissjóði
fyrir vaxtagreiðslu af ríkisskuldabrjefum til
eiganda þeirra hjer, sem jarðabókarsjóður
hefir á hendi, fjárgreiðslur einstakra manna
hingað til viðskiptamanna hjer o. s. frv.,
eptir póstávísunum frá Khöfn. Hvorugur
bankinn sendir peninga fram og aptur í hvert
sinn, heldur að eins ávísanir. En þegar ár-
ið er liðið, gjöra báðir bankarnir upp reikn-
ing sinn, alveg eins og kaupmenn gjöra sín
á milli eða við sína viðskiptamenn. Er þá
optast nær nokkur halli á aðra hvora hliðina;
það væri merkileg tilviljun, ef ávísanirnar
allt árið hefðu vegið hvorar upp á móti öðr-
um, sem að alveg stæði í járnum. þennan
halla eða mismun gjörir svo sá, sem skuldar,
annaðhvort að jafna með því, að senda þá
peninga fyrir skuldinni, eða hann fær að
láta hana standa, eins og altítt er manna á
milli.
Viðskiptum þessara 2 banka, sem .hjer
ræðir um, jarðabókarsjóðs og aðalfjárhirzl-
unnar, hefir nú lengst af verið þannig háttað,
að jarðabókarsjóður hefir skuldað aðalfjár-
hirzlunni talsvert fje í árslok, ekki af nein-
um vanskilum eða refjum eða neinu mísind-
is-háttalagi af neinu tagi, heldur af þeirri
einföldu og auðskildu ástæðu, að hann hefir
tekið á móti miklu meira fje, er til útlanda
átti að fara á árinu, heldur en aðalfjárhirzl-
an hefir fengið í hendur til að greiðast hing-
að. þennan halla, þessa skuld hefir svo
jarðabókarsjóður gjört annaðhvort að greiða
aðalfjárhirzlunni, með því að senda henni
peningana með fyrstu ferð, ellegar hún hefir
verið látin standa fyrst um sinn, með beggja
samþykki. Meiri hluti fjár þess, er jarða-
bókarsjóður hefir veitt viðtöku á árinu, hefir
verið annara fje, eign einstakra manna, er
keyptu fyrir það eitthvað frá Danmörku
—með póstávísun—, og jarðabókarsjóður að
eins geymt það fyrir aðalfjárhirzluna til reikn-
ingsloka að árinu liðna. Skuldalúkningin þá
til aðalfjárhirzlunnar hefir því í raun rjettri
ekki verið annað en blátt áfram afhending
þessa geymslufjár eða þess sem afgangs varð
þegar dregið var frá það, sem aðalfjárhirzlan
átti að standa skil á hingað.
þessi skil veitti nú jarðabókarsjóði næsta
Ijett, eins og gefur að akilja,—þangað til það
kom fyrir fyrir nokkrum árum, að tekjur
landssjóðs hættu að hrökkva fyrir útgjöldum
hans, og urðu svo mikil brögð að því, að nam
1—200,000 kr. á hverju fjárhag3tímabili, á
hverjum 2 árum. Nú varð landssjóður (jarða-
bókarsjóður) að stanaa í skilum eigi að síður
við alla sína (innlendu) viðskiptamenn, em-
bættismenn, búnaðarfjelog, vegavinnumenn,
eigendur strandferðaskipanna o. s. frv. En
hvernig átti hann að fara að því, þegar tekj-
urnar gerðu hvergi nærri að hrökkva ? Hann
gat tekið lán til þess—með lagaboði—; hann
gat sagt upp því sem hann átti í lánum hjá
einstökum mönnum— viðlagasjóðslán—; hann
gat gert eitt enn : að taka traustataki geymslu-
fjeð, er hann átti að standa aðalfjehirzlunni
skil á. Og það gerði hann. þannig kom
hann sjer úr klípunni.
þetta, sem kallað er hjer til skilningsauka
traustatak á geymslufje, samþykkti aðalfje--
hirzlan. Hún ljet sjer á sama standa, þótt
hún ætti hjer í jarðabókarsjóði nokkur hundruð
þúsund af peningaforða sínum ; hana munar
ekki mikið um það, af kann ske um og yfir
20 miljónum. Hún vissi, að landssjóður
var borgunarmaður fyrir því hvenær sem
vildi, með fram undir 1 milj. kr. eign í við-
lagasjóði, auk fasteigna landssjóðs o. s. frv.
Nú um síðustu áramót nam þetta, sem
jarðabókarsjóður hafði tekið traustataki af
geymslufje frá aðalfjárhirzlunni, nál. 330,000
kr., og sjá meun undir eins, að nærri lætur
um það og tekjahalla landssjóðs samtals á
undanförnum harðærisárum. Nú á þessu ári
grynnir undireins á þessu traustataksláni, ef
til vill um 70—80 þús., vegna árgæzkunnar
og þar af leiðandi miklu rífari tekjustraums
inn í landssjóð. Er því ímyndunin um sí-
vaxandi skuldasúpu við ríkissjóð einber heila-
spuni, einsog hins vegar bankinn og seðlarhans
og óinnleysanlegleiki þeirra stendur ekki f
neinu hinu minnsta sambandi við þessi
skuldaskipti; og mun raunar hverjum meðal-
greindum manni það þegar ljóst nokkurn
veginn, af því sem hjer hefir sagt verið um
upptök og eðli »skuldasúpunnar«. Landssjóð-
ur hefði komizt í hana alveg eins fyrir því,
þótt enginn landsbanki hefði til verið og
enginn seðill, og mun komast greiðlega úr henni
aptur smátt og smátt með batnandi árferði
og vaxandi landssjóðstekjum, hvað sem
bankanum líður og seðlum hans. það á
ekkert skylt hvað við annað. Má drepa
nokkuð frekara á það næst, þótt þess ætti
raunar ekki að vera þörf.
Póstskipið Laura lagði af stað hj'eðan
í fyrri nótt, áleiðis til Khafnar. Með því fór
amtmannsekkja frú Kr. Hafstein með 2 dætr-
um sínum, búferlum til Khafnar, Kristján
Jónasarson verzlunarmaður til Færeyja og
Englands, kand. Hafsteiian Pjetursson til
Ameríku, kand. Olafur Helgason til Khafnar
o. fl.
Lausn frá prestsskap hefir fengið 26.
f. mán. síra þorkell Eyjólfsson á Staðastað,
vígður 1844.
Oveitt brauð. Heydalir, mat. 1711 kr.,
auglýst 26. sept. Staðastaður, mat. 2034 kr.,
auglýst 16. okt. Uppgjafaprestur er í báð-
um brauðunum á eptirlaunum, og prestsekkja
í Heydalabrauði að auki. Árgjald er og á
þeim báðum, 300 kr. í landssjóð.
Fjárkaupaskip Zöllners frá Newcastle,
Clutha, kom hingað í gær af Akranesi, með
1100 fjár, er það hafði tekið þar, og bætti
hjer við 13—1400, og lagði af stað hjeðan í
gærkveldi beint til Englands. Hafði lagt af
stað hingað 11. þ. m. Með því var Sigurð-
ur Sæmundsen verzlunarmaður, sem erind-
reki af Zöllners hálfu.
þetta er 7. fjárfarmurinn, er Zöllner hefir
sótt hingað til lands í haust, fyrir milligöngu
þeirra J. Vídalíns og Sig. Sæmundsen, og
tekið þetta 2000—3500 í hvert sinn. Nú á
hann eptir hjer um 600 fjár, sem skipið tók
ekki.
Fjárkaupaskip Coghills, er átti að vera
komið til Borðeyrar fyrir löngu, var að sögn
ókomið þangað seint í vikunni sem leið.
Hjer eru fjársölumenn búnir að bíða eptir
því fram undir viku, og getur þó dvalizt
talsvert enn.