Ísafold - 26.10.1889, Page 3

Ísafold - 26.10.1889, Page 3
343 engan stað í nokkurn máta, eins og mönnum gefur að skilja. IJm afhending seðlanna til landsbankans fyrir ekki neitt þarf ekki orð- um 8ð eyða fremur en annað óðs manns œði. Og þó að landssjóður gæti notað geymslu- fje annarar stofnunar, aðalfjárhirzlunnar, til að lána það út gegn vöxtum, í stað þess að skila því eigandanuin í reikningslok, þá er það aðferð, sem prívatmenn eru ekki vanir að leyfa sjer, hvað þá heldur umráðamenn landssjóðs. Eaunar eignaðist landssjóður með þeirri aðferðinni veðskuldabrjef fyrir lánunum, jafngildi geymslufjárins, er hann hefði gripið til. En þau gæti hann ekki notað til að standa skil á því, þegar þar að kæmi, og þess vegna væri slíkt ráðlag mjög óhyggilegt, þótt ekki væri annað að því. Er það kunnugra en frá þurfi að segja, að þess konar er ekki brallað af landssjóðs hálfu. En þó svo væri—sem ekki er—þá gæti það raunar alls eigi haft þær afleiðingar, sem hr. E. M. býr sjer til að landið eigi yfir höfði sjer. Opt ber við, að þeir sem leita ráða til lagamanna í málavastri, segja þeim svo rangt frá málavöxtum eða ónákvæmt, að málið fer allt öðruvísi en lagamaðurinn hefir ráð fyrir gjört, þótt hann hafi svarað rjett í alla staði og farið að öllu rjett og viturlega, hafi hann rekið málið. Lagamaðurinn getur ekki að því gjört. það gildir einu hversu vitur hann er og vel að sjer; ef honum er sögð rangt sagan og undirstaðan verður óáreiðanleg fyr- ir bragðið, þá hrynur öll byggingin. Hr. E. M. mundi nú naumast tala um þetta mál með þeim dæmafáa sjálfbyrgings- skap og öruggleik, sem hann gjörir, ef hann hefði eigi borið það undir góða bankamenn eða þjóðmegunarfræðinga, og fengið þau svör er styrktu hann í sinni skoðun. þá fyrst hefir hann farið af stað, og þá með þessum litlu ósköpum. En aí hverju hefir hann fengið svo lóguð svör hjá bankafræðingum eða fjármálavitringum, ef svo er, að hann hefir fengið þau ? Auðvitað ekki af öðru en því, að hann hefir skýrt þeim rangt frá mála- vöxtum að einhverju leyti, í einu eða fleiri atriðum, er máli skipta í tvö horn. Af ókunnugleik hefir hann óefað gert það, en engan veginn vísvitandi. Er þá samt vægi- legar um hann dæmt, heldur en hann dæmir um þá, sem við þetta mál eru riðnir bæði hjer á landi og í Danmörku, þar sem hann talar um «auðvirðilega fínanzbófa», «þjóðlegt banatilræði» «svik», «svikaskuld», ásamt fleir- um gegndarlausum og staðlausum stóryrðum og gífurmælum. J>að er ekki á hætandi læging þá, er «svikamyllu»-frumhlaupið bakar houum sjálfkrafa. Leiðir og lendingar í Arnessýslu. (Niðurlag). porlákshöfn. Lendingarnar eru 2, Suðurvör og Norður- vör, fyrir sunnan og norðan bæinn. þegar komið er austan með landi svo langt, að Ingólfsfjallsöxl eystri ber í miðja melana á Hafnarskeiði, á porlákshafnarbœr að bera f Hnúka á Selvogsheiði (Kvenna- gönguhóla). A að halda því miði vestur að lendingum, sjerstaklega úr því komið er á Grynnraskarð, þ. e. þegar Núpahnúkur geng- ur út úr fjallinu niður uudan Skálafelli, en þar norður af eru 2 skörð vestast á Grafn- ingshálsi, sem Núpahnúkur er miðaður við, »Dýpraskarð« kallað við vestra skarðið, »Grynnraskarð« við hið eystra. þá byrjar Hafnarvik. Sje brim, er þar innar boði að sunnanverðu, fram og austur af Hafnarnesi, kallaður Kúla. Ealli sjór þar þrisvar i sama ólaginu og lágsjávað sje, verður að neyta »laga« um Víkina, einkum frá Hafnarvörðu, sem er syðst á tanganum, fyrir framan þor- lákshöfn. Er þar Stekkjarboðinn inn með landinu, en standskerið Olver á miðri leið frá Hafnarvörðu inn í lendingu, upp úr með hálfföllnum sjó. Verður að varast þar ólag, því þar er leiðin þrengst. I hvora vörina sem lagt er, verður að koma nógu sunnar- lega að, því brimið kastar norður; eitt skip leggi að í senn, og hið næsta eigi fyr en hið fyrra er komið undan sjó. Veifað er að frá landi, sje bjartur dagur. Laga skal sæta þannig, að sjó lægi með suðurlandinu (Kúlu og Stekkjarboðanum). J>egar lagt er í Suðurvörina, á að halda svo nærri að sunnanverðu, að laust sje við helluhornið sunnan við vörina, og að ekki sjáist vörin opin fyr en móts við það er komið. Sje lent í Norðurvörinni á að liggja tili lags sunnan við hana (milli varanna). 2 sker eru þar fyrir utan og leiðin á milli: Flata- sker að sunnan, Skarfur að norðan, sem er hærri og brýtur á honum með hálfföllnuin sjó, í brimi á þeim báðum, og er leiðin milli boðanna, en merki engin. Inn af Skarf norð- an við vörina er sljett hella fast við malar- kampinn, og má ekki «renna að landi» nær henni, þ. e. norðar en svo, að árar sjeu fríar. Vanda þarf fólk undir árar í landróðri, ef völ er á fólki og róðrarlagið sje haft stutt og; ótt. Sje komið vestan með landi (Hafnarbergi) má ekki fara nær laridi en svo þegar komið er á Einstig (þ. e. er Geitafell ber í skarð á urðinni við bergendann yzt á Hafnarnesi) að porlákshóll (hóllinn í túninu fyrir vestan f>orlákshöfn) sjáist upp yfir urðina á Hafn- arnesi. Er svo haldið þar til Hafnarvarða ber í þorlákshafnarbæ, og á þá að vera kom- ið austur á Grynnraskarð. Nær landi, milli Kúlu og Hafnarvörðu má ekki fara neina í ládeyðu. Er svo beygt norður á við, þar til þorlákshöfn ber í Kvenriagönguhóla. Er þá komið á sömu leið, eins og þegar að austan. er komið. Landskjálptarnir og alþingishúsið Bókavörður aiþingis, Jón alþm. Olafsson, hefir í gær ritað ísafold á þessa leið : Hr. ritstjóri ! Eg hefi ekki komið upp í þinghús um dag-tínia, síðan jarðskjálptarnir komu, fyr en í dag, og sá ég þá, að talsverð merki þeirra sér á húsinu uppi (deilda-sölun- um og nefnda-herbergjum). það er ekkert skilrúm herbergja milli þar, sem ekki hefir sprungið meira og minna, og víst á einum 5 —6 skilrúmum (þau eru úr steinsteypu-óctow) eru sprungurnar alveg í gegn um veggina herbergjanna á milli. Sjálfum útveggjum hússins sér ekki á, eu víða á loptinu. Fjárkaup Coghills. Af Austjörðum eru farnir 2 gufuskipsfarmar til Englands f haust af fjenaði, er Coghill hefir látið kaupa þar, samtals um 5000 fjár, en 4500 eptir ósótt. Ain Missisippi og saqa hennar________ sín, til þess að komast sex hundruð sjötíu og fimm mílur vegar áfram, ef beint er tal- ið. Vatnsmegnið, sem út fer um ósa henn- ar, er þrisvar sinnum eins mikið og vatns- megnið í St. Laurenz-fljótinu, tuttugu og fimm sinnum meira en í ánni Rín, og nærri því 350 sinnnm meira en í Tempsá á Eng- landi. Engin á í heimi hefir annað eins upplendi og Missisippi; vötnum hallar að henni frá tuttugu og átta ríkjum og hjálend- um 1 Norður-Ameríku, frá Delavere austur við Atlanzhaf, frá Idaho, lengst vestur í fjalladrögum á vestanverðri álfunni, og frá öllu hinu mikla laudflæmi þar á milli, sem nær yfir fjörutíu og fimm lengdarstig. Fimm- tíu og fjórar þverár renna í Missisippi svo stórar að þær eru allar skipgengar gufuskip- um, og mörg hundruð aðrar, er skipgengar eru smáskútum. Land þetta, er vötnum hallar frá að Missisippi, er viðlíka stórt og ef þessum löndum væri raðað saman í eina spildu: Bretlandi hinu mikla og írlandi, Erakklandi, Spáni, Portúgal, þýzkalandi, Aust- urríki, Ítalíu og Tyrklandi. Mestallt er land þetta frjósamt og yrkilegt, Missisippidalurinn sjálfur jafnvel afbragðs-frjóvsamur. J>á er annað merkilegt um Missisippi. |>að er það, að í stað þess að breikka því nær sem dregur sjónum, þá mjókkar hún allt af meir og meir og dýpkar að sama skapi. f>að- an, sem Ohio rennur í hana og miðja vegu niður að mynni hennar er hún ensk míla á breida að meðaltali; síðan mjókkar hún smátt og smátt, svo að frá »skörðunum« og niður að sjó er hún helmingi mjórri; á þeim kafla er hún meir en 20 faðmar á dýpt, en á hinum kaflanum ekki nema 8 faðmar. Munur flóðs og fjöru í ánni er og einkenni- legur, sjer í lagi neðan til. þar sem heitir Natchez, hólft fjórða hundrað mílur (enskar) uppfrá sjó, er fjöruborðið fimmtíu fet, en við Bayon la Fourche er það ekki nema tuttugu og fjögur fet, við New Orleans fimmtán og rjett niður við ósinn ekki nema hálft þriðja fet. I blaðinu »Times-Democrat« í New Orle- ans er haft eptir frægum verkfræðingum, að áin beri fjögur hundruð og sex miljónir smá- lestar á ári eða hjer um bil 10,200 miljónir vætta af leir út í Mexicoflóa. því kallaði Marryat sjóforingi Missisippi aldrei annað en »forarrennuna miklu«. Ur leir þessum mættl gera fjall, sem væri 1 ferh. míla að flatar- máli að neðan og 250 fet á hæð. Leirinn, sem áin ber með sjer, sezt til fyr- ir framan ósinn og koma þar upp eyrar, svO' landið færist tit. En seint gengur það samt. Hefir ströndin færzt út að eins um þriðjung' mílu þau tvö hundruð ár, er vjer höfum haft áreiðanlegar sögur af ánni og öllu henn- ar háttalagi. Vísindamenn eru nú á því, aú mynni hennar hafi upphaflega verið þar sem bærinn Baton Rouge stendur nú og heiðar- drögunum slítur; þær 200 mílur lands, er liggja þar fyrir neðan og til sjávar, hafa þá skapazt af árburðinum. Er eptir því ósköp hægt að reikna, hvað land þetta er gamallt |>að verða 120,000 ár. Og þó er auðsjeð, að þetta er fremur ungt land. Enn verður að geta eins, sem Missisippf hefir sjer til auðkennis. Henni er svo gjarnt á að tak undir sig gríðarmikil stökk, þegar minnst vonum varir, og brjótast gegnum nes og tungur.og rjettaþannig sjálf og snotra til farveg sinn. Hún hefir optar en einu sinni

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.