Ísafold - 04.12.1889, Side 1

Ísafold - 04.12.1889, Side 1
Kemut út á rmðvikudögum og laugardögum. Verð árgangsins (104-arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júlímánuð. ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir I.okt. Af- greiðslust. í Austurstrœti 8. XVI 97. Feykjfcvík, rriðvikudaginn 4. des 1889. Vinna og vinnutími til sjós og sveita. |tað er næsta undarlegt, hvað menn hjer eru fátalaðir nm vinnu og vinnustjórn, þrátt fyrir það, þótt vinnan sje undirstaða alls afia og velmegunar, og reglubundin vinna sje eitt af hinum betn meðulum til þess, að venja menn á bæði að skipa fyrir og hlýða. Reyndar kvarta tnargir hver í sínu horni yfir því, að stundum sje vinnan of ströng og of löng, en stundum sje ekki vinnu að fá, og á það við alimikil rök að styðjast í kaupstöðum víða; svo ekki mun vanþörf á, að kveðið sje upp með það opinberlega, því án þess er engin von? að hægt sje að fá því kippt í betra horf. I sveitum á sama óregla sjer, þannig, að reglubundin vinnutími þekkist ekki; utan hey- anna er sjaldan unnið nema höppum og glöppuin, svo rnenn vita ekki af neinni stöð- ugri vinnu víðast hvar fyr en slátturinn kem- nr. En.þá byrjar líka stöðug og sumstaðar hvíldarlaus vinna í 18 stundir á dag, og er birtan víða látin ráða, eða þá stundarklukka sú, sem stillt er eptir geðþótta húsbóndans. Yinnendurnir eru orðnir óvanir vinunni frá slættinum árið áður; og þó þeir hefðu jafn- langan vinnutíma allt árið um, kring mundi kröptum þeirra ofvaxið, að vinna jafn lang- an tíma í einil. Mundi hver húsbóndi kom- ast að raun utn það, að hagfeldara yrði að stytta vinutímann dag hvern og gefa mönn- nm nægilegt tóm til að matast og hvílast, en ganga aptur á móti eptir, að unnið væri með alúð og dugnaði, meðan vinnutíminn stæði, og sömuleiðis, að unnið væri ekki að eins þenna eina tíma ársins, sláttinn, heldur væri höfð stöðug reglubundin vinna árið um kring hjá öllu heimilisfólkinu, að þeim eiuum und- anteknum, sem hefðu skepnuhirðingu. En á hinn bóginu má ætlast til þess, að allt vinnufólk með sómatilfinningu vinni með meira kappi, sje vinnutíminn miðaður við mannlega kra-pta. En verk geta verið unnin á tvöfaldan hátt, af sumurn vel, en af öðrum illa, og ber vinnuþiggjandanum að taka tillit til þess, og ennfremur að gæta þess, að meiri hluti allra örðugra verka komi ekki á sama manninn, þótt viljugur kunni að vera, sje á fieirum völ, en letinginn og sá sjerhlífni komist hjá flest- um örðugleikum; og ennfremur, að kaup vinnuhjúa og verkmanna sje miðað að öllu lcyti við vcrk það, sem unnið er, bccði aðvöxt- um og frágangi, hvort sem verkmaðurinn er karl eða kona, Að taka ekkert tillit til þess, hvort verk- maðurinn er iðinn og duglegur, og borga honum sömu laun, sem hinum, sem annað- hvort af veikari líkamsburðum eða sljóvari skyldutilfinningu vinnur minna, hlýtur að drepa niður dugnaðarmanninn og kenna hon- um, að ekki þýði að leggja roikið að sjer, því ekki sje tekið tillit til þess; en hið gagn- stæða mundi knýja hinn sjerhlífna til að sýna rögg af sjer. Hvað daglegan vinnutíma snertir um slátt- mn, þá dettur mjer ekki í hug að fara fram á það, að vinnutímiun sje að eins 12 stund- ir, eins og á sjer stað við störf þau, sem unnin eru fyrir almannafje, t. a. m. við vega- gjörð; en að hafa vinnutímann lengri en 14 stundir fyrir utan matmálstíma, mun hverjum vinnuþiggjanda fremur til tjóns en ávinnings. Á hinn bóginn ætti ekki að láta menn afvenjast alfri vinnu um aðra tíma árs, held- ur nota hverja stund, sem hægt væri, til að bæta jarðirnar, girða tún og engjar, vinna að vatnsveitingum, þa.r sem því verður kom- ið við og sljetta þýfið; því með því mundi sparast talsverður vinnukraptur, sem eytt er í þúfnrnar um sláttinn. Auðvitað er reyndar, að nauðsyn getur brotið lög í þessu sem öðruui efnum, þannig, að óumtíýjanlegt sje, að hafa lengri vinnutíma stöku sinnum en vaualegt er, t. d. vegna veðráttu eða skepnuhirðingar, en það á að eins að eiga sjer stað þegar annað er óum- flýanlegt, en aldrei að vera aðalregla, eins og jeg t. d. á ekki að hafa meðul í fæðu stað, þegar j«g < r heilbrigður, þótt jeg megi til stundum, þegar jeg er veikur. En af hverju er almennt unnið eins lítið og gjört er haust og vor til að bæta jarðirnar? Og af hverju er öll stöðug vinna á sundr- rmgu og í molum alla tíma ársins, nema um sláttinn? Til þess liggja ýmsar orsakir. Fjárhirðing er víða örðug, sumstaðar af því, að búfjár- hagar eru svo stórir, en sumstaðar af því, að þeir eru svo litlir, að fjenaður frá mörgum bæjum blandast hver innan um annan, vegna þess, að vörzlugarðar milli búfjárhaga munu sjaldgætir mjög, og vafasamt, hvort þeir svör- uðu kostnaði eða kæmu að tilætluðum notum, nema með meiri kostnaði en fjárhirðingunni næmi. Ennfremur er fyrirstaðan deyfð og vanafesta, örðugir aðflutningar úr kaupstað, svo að mikil hluti af beztu tímum ársins fer í sí- felld ferðalög, og í stað þess að slá sjer sam- an, að einn maður fari fyrir marga, er hver fyrir sig að rogast með kannske ekki mena einn hest í taumi, klyfjaðan með þorskhaus- um. Sumstaðar vill bóndmn reyndar gjöra eitthvað utan sláttar; en annaðhvort er hann sjálfur svo sljór eða vinnumenn slíkir ofjarl- ar hans, að hann þorir naumast að fara þess á leit við þá. Enn er það, að þorri bænda er leiguliðar, sem þykjast eiga valta von á að fá endur- gjald fyrir jarðabætur frá eiganda ábýlisins, þótt lög ætlist svo til, er ábúandinn fer frá henni að leiguliðinn fengi með byggingarbrjefinu tryggingu fyrir vissri tilslökun í jarðarafgjald- inu fyrir hverja jarðabót, þannig, að báðir hefðu hag af því; en að jarðeigendur legðu kvaðir á leiguliða, að þeir ynnu tilteknar jarðabætur á ári hverju, gæti valdið hættulegu gjörræði af hendi jarðeiganda, og með því misstu leiguliðar einnig hvöt til, að taka sjer sjálfir fram, en yrðu eins og verkfæri íhendi jarðeiganda. En ekki þarf að ætla það, að jarðabætur verði almennar fyr en reglubundin vinna kemst almennt á, og þegar menn venjast á, að ætla hverri stund sín vissu verk. Með því fá vinnendur rneiri alúð við vinnuna, og venjast á meiri reglusemi; og sje húsbóndinn sjálfur einhverja stund ekki viðstaddur, get- ur hann fremur átt von á, að hjú hans haldi áfram verkinu hinn ákveðna tíma ; en setji hann engar reglur um lengd vinnutímans, má hann kenna sjer sjálfum um, ef hjúin skapa sjer reglur eptir geðþótta sínum. I Reykjavík og víðar 1 verzlunarstöðnm gengur sama óreglan, að daglaunamenn verða að vinna hjá kaupmönnum óákveðinn vinnu- tíma, og þar ofan á er þar beitt allmikilli hörku, jeg vil ekki segja harðýðgi við verk- mennina; verða þeir að vinna frá því snemma á morgnana, stundum frá því stundu fyrir miðjan morgun, til kl. 9—10 á kvöldin; og þar við bætist, að þeir fá engan ákveðinn tíma til að neyta matar, heldur verða nærri því að stelast til að rífa í sig matinu undir pakkhúsveggjunum og á bryggjnnum, eins og hungraðar skepnur eða siðlausir mansmenn. Skyldi í nokkrum höfuðstað nokkurs lands vera farið þannig með menn, sem eru frjálsir í orði kveðnu? Og á ekki hingað rót sína að rekja sljóleiki sá og hugsunarleysi, deyfð og doði, sem gjörir daglaunamenn almennt svo vanafasta og framtakslausa? Og af hverju koma búðastöðurnar, nema af því með- fram, að kaupmenn hafa alið menn þannig upp og vamð þá á, að hegða sjer nærri því eins og skepnur, með því að láta sinn vilja vera lögmál fyrir þá í öllum viðskiptum þeirra ? Nú orðið eru að vísu margir kaupmenn orðnir svo vel innrættir, að þeim er mein og ami í búðarslórinu; en það er ekki hlaupið að því, að koma jafngömlum og rótgrónum óvana af; það vinnst eigi nema með mjög almennum samtökum ; en það eru ekki nema sumir, serc til þeirra eru fúsir eða leiðitamir. Láti verkamenn það við gangast svona áfram ár eptir ár, að vinnutími þeirra sje að öllu (ábúðarlögin 12. jan. 1884), og kemur það óákveðinn, þá eiga þeir ekki viðreisnar von; leiguliðum til að hugsa mest um að í.oui gæði jarðarinnar með sem minnstum kostnaði, í stað þess, að hið eina rjetta er, að eigandi og leiguliði taki að tiltölu báðir þátt í jarða- bótum; því þó leiguliðinn kunni að fá kostn- að sinn endurgoldinn, ef hann lifir lengi, þá gengur ábúðarrjetturinnekki aðerfðum, enágóði eigandans á bættri jörð, sem selst með hærra verði fyrir það, gengur til erfingja hans. Hinn eini rjetti vegur í þessu efni væri sá, og láti þeir við gangast, að þeir fái ekki til- tekinn matmálstíma, bæði morgunverðar og miðdegisverðar, þá eiga þeir ekki skilið að vera kallaðir frjálsir menn. Auðvitað þurfa þeir ekki að beita og mega ekki beita nema friðsamlegum ráðum til að fá þessu kippt í betra horf, en þeir þurfa að eins til þess skynsamleg samtök og festú; því hver skyn- berandi vinnuveitandi mun sjá, að kröfur þessar eru sjálfsagðar og eðlilegar; enda er

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.