Ísafold - 04.12.1889, Page 2

Ísafold - 04.12.1889, Page 2
386 stöku kaupmaður byrjaður á því, að borga fyrir hvern tíma, sem unninn er, í stað dag- launavinnu, og er vonandi, að slíkt sje und- anfari þess, að vinnutími verði fastákveðinn. Hvað kaup karlmanna snertir, þá er það að nafninu til ekki svo lágt; en þar er sá ó- kostur á, að meðan menn sjálfir mega ekki fara heim til sín að borða, verða þeir annað- hvort að halda mann heima, ef þeir eiga ekki mátulega stálpuð börn, eða kaupa mann frá öðrum til að færa sjer mat, og er það undir eins rýrnun í kaupinu, þó smátt sje. En kvennmanns-daglaunin eru aptur á móti svo lág, að slíkt er á engu viti byggt; eða hvaða sanngirni er, að gjalda kvennmannin- um ekki nema f á móti karlmanni, eða kann- ske tæplega það, og það þó kvennmaðurinn beri á börnm móti karlmanni frá morgni til kvölds ? Og þegar þau skila börunum að kvöldi, fær karlmaðurinn 2 kr. 50 a., en kvennmaðurinn 1 kr. 50 a. Er eigi þetta á- stæðulaus og gegndarlaus ójöfnuður? En upphæð daglaunanna er sjaldnast í rauninni nema nafnið. þrátt fyrir það, þótt þau sjeu talin eptir peningareikningi, fást ekki peningar út á þau, og af því leiðir apt- ur stöðug vanskil á opinberum gjöldum; eru þau svo tekin lögtaki, svo gjaldendurnir verða af neyð að borga þau ef til vill tvöföld. Og þó er nú verra, að menn fá ekki út úr búð fyrir vinnu sína nema með hærra verði en gegn peningum, jafnvel þó hið eina rjetta virðist vera, að vinnulaun sjeu greidd annað- hvort í peningum, eða þá að minnsta kosti með vörum með sama verði og á móti pen- ingum. En hvernig á að koma þessu í betra horf ? Með því að báðir málsaðilar íhugi og ræði málið með ró og stillingu, og kon» sjer svo saman utn betra skipulag, er hvorirtveggja geti unað við; því þeir eru í raun og veru jafnmikið hvor upp á aðra komnir. M. + H. íslenzk rjettritun. Eptir yfirkennara II. Kr. Friðriksson. Svar til drs. B. M. Ölsens. I. það mátti svo sem ganga að því vísu, að hinn lærði dr. Björn M. Olsen mundi eigi taka þegjandi greinum mínum um íslenzka rjettritun, sem prentaðar eru í Isafold 78— 80 þessa árs, og það var jafnauðvitað, að hann mundi þykjast sanna, að mótbárur mínar gegn stafsetningar-nýmælum hans væru ástæðulausar og einskis verðar, enda dregur hann eigi úr því í svari sínu, að hann hafi sannað það, og hrakið allar ástæður mínar. En þrátt fyrir það er það víst, að hann hef- ur eigi hrakið nokkuð eitt af því, sem jeg hef sagt, og það má varla heita, að hann hafi gjört alvarlegar tilraunir til þess. Jeg legg það óhræddur undir dóm hvers óvilhalls manns, sem nokkuð skynbragð ber á það mál, sem hjer er umræðu-efni. |>ar sem hann segir í byrjun greinar sinn- ar, að jeg sje ekki «faðir eða höfundur# þeirrar stafsetningar, sem nú er almennust, þá talar hann um þann hlut, sem hann veit alls ekkert um; enda hirði jeg eigi um, að fræða um það efni. Mjer stendur á sama, hvað hann ætlar eða segir um það atriði. En hitt er víst, að jeg hef samið rjettritun- arreglur þær, sem bókmenntafjelagið gaf út 1859, eu Konráð Gíslason eigi, og hann hef- ur engar rjettritunarreglur samið eða prenta látið, svo mjer sje kunnungt. En ef hann telur Konráð Gíslasson «föður og höfund» rjettritunarreglna minna, telur hann þá K. G. svo ómerkan mat», að hans skoðun sje eigi til neinna greina takandi? jpað virðist svo, fyrst hann vill eigi sinna stafsetningarreglum hans, og þykist geta hrakið allar ástæður fyrir þeim. þar sem doktorinn segir ennfremur, að jeg gefi í skyn, að hann hafi komið fram með .stafsetningar-nýmæli sín (rjettara hefði verið að orði kveðið, að hann hefði tekið upp þessi görnlu nýmœli, eptir að þau hafa legið í þagnargildi meir en í 50 ár), einungis «af hjegómagirni,» o. s. frv., þá þarf jeg eigi að bera þessa aðdróttun hans af mjer. Jeg hef beint þeim orðum míntjm hvorki að honum eða neinum sjerstökum mamii. þessi orð mín getur hver sá af öllum hinum mörgu byltingamönnum, sem jeg svo kalla, tekið til sín, sem finnur það með sjálfum sjer, að þau megi heimfæra upp á sig, en aðrir eigi. það er því dr. B. M. Ólsen sjálfur, sem heimfærir þau upp á sig; og það tel jeg mjög óheppilegt; því að ummæli doktorsins geta hæglega vakið þann grun hjá ýmsum mönnum, að hann hafi fundið það með sjálf- um sjer, að orð mín gætu átt við sig, og að hann hafi eigi með öllu ástæðulaust tekið þau til sín; en doktorinn má sjálfum sjer um það kenna, en eigi mjer. Jeg hef alls eigi dróttað því að dr. B. M. Olsen. það eru sannarlega nýmæli, að jeg megi heita byltingamaður sökum þess, að jeg vildi eigi breyta almennum stafsetningarreglum í íslenzkunni; af því, að jeg vilji eigi kannast við, að framburðurinn eigi að vera hinn eini grundvöllur stafsetningarinnar, þótt engin norðurálfuþjóð fylgi þeirri reglu. Hjer er einhver skekkja í hugsun doktorsins. Eigi skil jeg það heldur, hvernig stjórnarbyltingin á Frakklandi 1789 á við grein mína; það gengur yfir minn skilning, og jeg ætla flestra annara. Að það sje það, sem Danir kalla «Smaglöshed», getur eigi verið hjá öðrum eins vísindamanni og dr. B. M. Ólsen. Hann gjörir sig sjálfsagt eigi sekan í slíku. þeir hinir miklu málfræðingar, sem dr. B. M. Olsen nefnir svo, þeir Sweet, Ellis, Whitney, Passy, það eru þeir, sem eru nýmælamenn- irnir, en eigi jeg. I þessu efni játa jeg að jeg er sannur ítialdsmaður, eða apturhalds- postuli. Jeg hef hvergi nefnt þessa menn «sjervitringa»; það er ranghermi hjá doktorn- um. En hitt sagði jeg, og tek það eigi apt- ur, að hversu miklir vísindamenn sem þeir væru, þá gæti verið, að þeir væru sjervitring- ar. Eða hverju nafni nefnir dr. B. M. Ólsen þá menn, sem koma með einhver ný- mæli, sem þeir geta eigi fært nægar áscæður að, og almenningur vill eigi þýðast eða kannast við að sjeu til bóta og sem því falla um koll aptur? það getur margur vísinda- maður verið talinn sjervitur, og er það eptir vanalegri þýðingu orðsins. En doktorinn ætlar svo sem að reka mig á stampinn með því, að skírskota til hins mikla og nafnfræga málfræðings Basmus Kristján Basks. Hver er sá, sem eigi játi, að Bask hafi verið einhver hinn mesti mál- fræðingur, sem uppi hefur verið? En bæði er það, að það er eigi víst, að málfræðing- arnir hafi rjettara fyrir sjer í því, hverja stafsetningu eigi að hafa á hverri tungu fyrir sig, heldur en aðrir menntamenn; og svo er skoðun þeirra út af fyrir sig engin sönnun. Doktor B. M. Ólsen skjátlar því mjög svo hraparlega, ef hann ætlar, að hann þurfi eigi annað til að hrekja ástæður mínar gegn 8tafsetningarreglum hans, en að skír- skota til þess, að Bask hafi sagt, að fram- burðurinn eigi og hljóti að vera hinn æðsti (og þá líka hinn eini?) grundvöllur ritsins. þessi skírskotun til orða Basks er mergurinn í öllum greinum doktorsins. En ædunin ein er enginn sönnun; þar verða að fylgja ástæð- ur með. Bjettritunarreglur Basks eru prentaðar í 1. bindi af «Tidsskrift for nordisk Oldkyndig- hed», 1826, og eru sniðnar eptir danskri tungu, en eigi íslenzkunni, svo að vjer verð- um að geta oss til af hinum almennum regl- um hans, hverja stafsetningu hann mundi hafa viljað hafa á íslenzktmni, og á meðal þeirra af orðum þeim, sem dr. B. M. Ólsen hefir tekiðuppí grein sína i «ísafold». Greinir þessar standa þar, fyrri greinin á bls. 16.— 17., og hin síðari á 18. bls. það yrði sann- arlega of langt mál og ætti alls eigi við, að rekja út í æsar allar ástæður Basks fyrir rjettri stafsetningu; almenningur hefði og engin not af því. En það er eigi nóg, eins og doktor B. M. Ólsen hefur gjört, að taka nokkur orð hans út úr öllu samanhengi, og hlaupa fram hjá öllu því, sem Bask vill láta til greina taka jafnframt framburðinum; og skal jeg nú sýna fram á, að Bask telur eigi framburðinn . einan einhlítan grundvöll fyrir stafsetningunni, og að hann í rauninni telur viðbótina: «að rjettrituniu eigi að grundvall- ast á rjettum framburðí», eigi óþarfa; og þess vegna tek jeg hjer upp nokkuð af grund- vallarreglum hans. Dr. B. M. Olsen segir, að það valdi mikl- um ruglingi í stafsetningunni, þá er sama hljóðið sje táknað fleirum en einum staf, og til að komast hjá þeim ruglingi, vill hann rýma y og ý burt úi^ ritinu, sökum þess, að þessir stafir hafi sama hljóð og i og í, og eptir því ætti og í dönskunni að rýma burtu öðrum-hvorum þeirra tveggja stafa, sem hafa. sama hljóð, og Bask mundi sjálfsagt hafa fylgt þeirri reglu, eptir orðum drs. B. M. Ólsens. Nú vita það allir, sem nokkuð kunna í dönsku, að aa (eða eins og Bask vildi rita d) hefur þar sama liljóðgildi og grannt o; œ opt sama hljóð og e; og eptir reglu doktorsins ætti þá að rýma burtu aa (á), eða þá hinu granna o, œ eða e, þegar þeir stafir eru eins bornir fram. En hvað segir Bask um þetta atriði? Hann heldur þessum stöfum þvert ofan í reglu drs. B. M. Ólsens, og þvert ofan í það, sem doktorinn telur hann hafa sem æðstu grundvallarreglu fyrir stafsetningunni, því að í því efni segir hann að verði að gæta upprunans og fara eptir honum; því að e og o sjeu runnin af annari rót en æ og aa. «Vjer verðum hjer að rannsaka uppruna ritvenjunnar og gang hennar; því að annars yrði eigi auðið að á- kveða, hverjum reglum hún fylgir,» segir Bask, og að undirstaða þessarar ritvenju sje uppruninn. Sökum þess, að t. a. m. dönsku orðin Hœl, Klæde, at lœre o. s. frv., sjeu runnin af hœll, klæði, að læra, þá eigi að rita þessi orð á dönsku með œ en eigi e; sökum þess, að dönsku orðin Aar, Staal, Traad sjeú runnin af hinum norrænu orð- um ár, stál, þráður, þá eigi að rita þau með á (= aa), en eigi o; það eigi að rita Tá,

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.