Ísafold - 04.12.1889, Page 3

Ísafold - 04.12.1889, Page 3
387 fleirt. Tœer, því að þetta orð sje runnið af tá, flt. tœr. Og enda þótt að t. a. m. danska orðið Drábe ætti eptir hans reglu að rjettu lagi að rita með Drobe, þá vill hann þó halda ritvenjunni í þessu orði (112. og 113. gr.j. fiEitvenjuna verður rjettritunarkennarinn að telja mjög áríðandi; hannverður að finna þau lög, sem stafsetningarvenjan hafi farið eptir, og festa þau með því, að sýna undirstöðu þeirra og nauðsyn; einungis mótsagnirnar og skekkjurnar í þeim á hann að leiðrjetta «(77. gr.), og það er eigi að eins nauðsynlegt að «virða fyrir sjer ritvenjuna, heldur verður og «að taka til greina ritháttinn í öðrum tung- um,» (78. gr.), og í sömu grein (bls. 99) seg- ir hann, að ef farið væri að rita sám, fár, kánsœrt, ág, o. s. frv. fyrir som, for, Kon- sert, og, þá yrði úr því einhver skrælingja- ritháttur, eigi að taJa uin, hversu það yrði gagnstætt ritvenjunni; og í 79. gr. kveður hann svo að orði: «Ef skynsamleg og hag- anleg táknun framburðarins hefði verið höfð að fornu fari, væri það fjarri sanni, að vera að pinta sjálfan sig og aðra með nýrri staf- stafsetningu, og meira að segja: ef þessi «haganlega stafsetning væri fallin í gleymsliu, «þá væri það ófyrirgefanleg yfirsjón, að hleypa «henni fram hjá sjer, og taka upp nýja «stafsetningu sökum vanþekkingar í sögu vís- «indagreinarinnar, og með því leiða gamalt «ritmál lengra, en nauðsyn bæri til, frá «sjálfu sjer og þess upphaflega og einkenni- »lega eðli». I 143. gr. segir Kask, að orðin jeg, Egn regne, Dögn, hljómi eins og jej (=jæ) Ejn (æn), rejne (ræne), Döjn (daun), og að hinn almenna stafsetning þessara orða kynni að sýnast afbrigði frá framburðinum, sem breyta ætti og leiðrjetta eptir honum; en þess ber að gæta, að framburðurinn sje stundum rnis- munandi, og að þessi orð sjeu borin fram með g af alþýðunni í Noregi og nokkrum hjeruðum í Dánmörku, t. a. m. Sljesvík, og rjett á eptir segir hann: »Uppruninn mælir »fram með því, að halda g; ritvenjan er einn- »ig í einu hljóði með g«, og þess vegna telur hann það óráðlegt, að breyta g í þessum orð- um í j. I 155. gr. kveðst hann verða að tala um staf, se.m einatt heyrist eigi í dönsku, og það sje h á undan v og j í byrjun orða, t. a. m. Hval, l.ver, Jivid, hvor; Hjœrte, ihjel, Hjul; en það sje ekki nóg til að dæma h útlægtúr þess- um orðum, að það sje óheyrilegt í framburð- inum, enda hafi fáir á það ráðizt; það verði að gæta þess, 1, að það heyrist á Jótlandi; 2, að því sje haldið í sænsku; 3, að það hafi heyrzt skýrt í fornmálinu, og liafi því heyrt upphaflega orðinu til; 4, að það sje í sumum mállýzkum orðið að k; 5, að það villi eigi eða tefji stöfunina; 6, að það greini þessi orð frá öðrum ólíkum orðum, sem hafi annan uppruna, og sem hætt sje við, að blandað yrði saman við þau; 7, sje þessi ritháttur fastur og eins hjá öllum. «í einu orði, þar sem h hefur verið fellt burtu frá því á dög- um Holbergs, ætti að taka það upp aptur, þ. e. í orðinu hvœgelsindet, sem vant er að rita vægelsindet, þótt það sje ekki rjett, þar sem bæði framburður Jóta heimtar það, og það er runnið af íslenzka orðinu hvikulU. Margt fleira mætti til tína úr rjettritunar- reglum Rasks, sem stefnir að hinu sama; en jeg ætla víst, að það, sem jeg hef þegar tal- ið, sýni það og sanni ljóslega, að Rask vildi fleira til greina taka við stafsetninguna en framburðinn einn, að hann vildi einnig hafa hliðsjón af upprunanum og ritvenjunni, og að framburðurinn einn þótti honum eigi nóg- ur grundvöllur fyrir stafsetningunni; og jeg ætla, að með þessum athugasemdum mínum sjeu með öllu fallnar og að engu orðnar á- stæður þær, sem doktor B. M. Olsen vill draga út úr orðum Easks fyrir stafsetningar- nýmælum sínum, að allur mergurinn úr grein hans sje þannig orðinn að frauði einu. Eask samdi eigi neinar algjörðar rjettritun- arreglur á íslenzku; en þó má ráða það af hinum fáu reglum, sem hann telur í »Lestr- arkveri handa heldri-manna börnum«, hverj- um aðalreglum hann mundi hafa fylgt í hinni íslenzku stafsetníngu, ef hann hefði samið þær; þær hefðu orðið að undirstöðunni til samhljóða stafsetningarreglum hans í dönsk- unni. |>etta lestrarkver er prentað 1830, eða 4 árum síðar en hinar dönsku rjettritunar- reglur hans. A bls. 16 þessa kvers segir Rask: «Einn samhljóðandi er sá, er atkvæði gerir án hljóð- stafs; er það r; það lesist eins og ur, þegar það stendur í niðurlagi orða eptir annan sam- hljóðanda, t. d. > > > > kald-r', liaf-r, dag-r, tek-r. al-r, o. s. frv. A 18. bls. segir hann: »ekkert nafn (kvenn- kennt), sem er einsatkvæðis í eintölunni, á í margtölunni að skrifast með ur, t. d. rót, » > > rcet-r; mörk, merk-r; tönn, tenn-m. Jeg vona að doktornum skiljist það, að Rask hafi eigi viljað rita einungis eptir framburðinum, held- ur hafi hann sannarlega haft hliðsjón af upp- runanum og fornum rithætti, og var honum þó fullkunnugur framburður íslendinga, og um endingar-r gat hann ekki borið fyrir sig, að sumir lslendingar bæru fram að eins r í þeim endingum, þar sem nú er borið fram ur, en hann vill að eins rita r. Hann talar hvergi um, að sleppa y og ý, enda er hægt að ráða í það, hvernig hann liefði tekið í það nýmæli; þvert á móti er auðsjeð, að liann vill í rauninni taka upp aptur œ (hljóðvarp af ó) til aðgreiningar frá œ (hljóðvarpinu af á), til að sýna afleiðslu slíkra orða. Enga uppástungu gjörir hami heldur um það, að sleppa z; enda er hún of samvaxin afleiðslu og myndun orðanna, og ritvenjan of gömul til þess, að hann hefði eigi viljað taka það til greina. Og enda þótt að útgefendur Fjölnis teldu s óþarfan staf í íslenzku, þá slepptu þeir henni ekki alveg úr riti sínu. f>annig hefir þá tilvitnun doktors B. M. Olsens til skoðunar Rasks um þetta efni alls ekkert gagnað honum, og jeg get eigi ímynd- að mjer, að honurn hafi eigi verið það full- ljóst. Hann hefði átt að varast slíkt, því að það gæti litið svo út, sem hann hefði skír- skotað til Rasks einungis til að villa sjónir fyrir almenningi, sem eigi þekkir rjettritunar- reglur hans. (Niðurl.) Aminning til sóknarnefndar. Út af háttalagi sóknarnefndarinnar í Sauðanes- sókn, er kjósa skyldi prest þar í sumar, sbr. Isafold 4. spt., hefir ráðgjafinn lagt fyrir landshöfðingja í brjefi 28. sept. »að hlutast til um, að það fyrir milligöngu hlutaðeigandi prófasts verði tjáð sóknarnefnd þeirri, sem hjer á hlut að máli, að ráðgjafanum líki mjög illa vanræksla sú, sem [nefndin hefir gjört sig seka í á skyldum þeim, sem nefnd lög leggja henni á herðar, og er vanræksla þessi fólgin i því, að nefndin hefir hvorki samkvæmt 3. gr. laganna skýrt hlutaðeigandi prófasti frá því, að söfnuðurinn ætlaði eigi að neyta kosningarrjettar síns, nje heldur upp- fyllt þær skyldur, sem, þar sem eigi er um slíka tilkynningu að ræða, hvíla á sóknar- nefndinni samkvæmt 4.—7. gr. laganna, til að undirbúa kosningar og annast um þær«. (Stj.tíð.). Tollskilaundanbrögð. Skip til Clau- sens verzlunar í Olafsvík, Stykkishólmi og á Isafirði átti að byrgja þær upp að kaffi, sykri og tóbaki í haust áður en nýju toll- arnir kæmust á, íyrir 1. okt., en varð of naumt fyrir til að komast lengra en í Snæ- fellsnessýslu fyrir þann tíma. Til Isafjarðar kom það ekki fyr en 15. okt. Vildi þá verzlunarstjóri Clausens þar engan toll greiða af því, sem skipið hafði meðferðis þangað, með því að »skipið hefði verið komið í ís- lenzka höfn og vörurnar þar af leiðandi inn- fluttar hjer til lands áður en lögin frá 9. á- gúst þ. á. um aðflutningsgjald á kaffi og sykri og um hækkun tóbakstollsins náðu gildi«, en af tóbakinu öllu, eins því sem til Isafjarðar átti að fara, hafði verið greiddur tollur í Snæ- fellsnessýslu. Bæjarfógetinn skaut málinu til æðra úrskurðarvalds, og hefir landshöfðingi úrskurðað 7. f. m., að toll beri að greiða af áminnztum vörum, er til Isafjarðar fluttust, eptir hinuru nýju lögum, er komin voru í gildi þegar skipið hafnaði sig þar, með þvf að eptir tóbakstollslögunum frá 1876 og þar að lútandi ráðgjafabrjefum, beri að greiða toll af tóbaki þar, sem það er flutt í laud, en ekki þar, sem skip það, er vörurnar flyt- ur, áður kann að koma' að landi eða hafna sig hjer við land, »og alveg hið sama gildir um toll af kafli og sykri, samkvæmt lögum 9. ágúst þ. á., 2. og 4. gr.« (Stj.tíð.). Skilyrði fyrir landssjóðsstyrk til barnakennslu. Landshöfðingi hefir aug- lýst í Stjórnartíð. 16. f. m., að til þess að sveitakennarar og barnaskólar geti átt von á landsstjóðsstyrk eptirleiðis, verði skilyrðum þeim, er alþingi tiltók í sumar með þingsá- lyktunum — prent. orðrjet. í ísafold 17. ágúst —, að vera fullnægt, og bónarbrjef um styrkinn, stýluð til landshöfðingja, eigi að sendast stiptsyfirvöldunum, svo tímanlega, að þau sjeu komin til þeirra fyrir lok júnímán- aðar ár hvert, og eigi þeim að fylgja ná- kvæmar skýrslur og vottorð um öll þau at- riði, sem tilgreind eru í þingsályktununum. Styrkurinp til barnaskóla veitist einkum eptir kennslutíma og nemendafjölda. Veðrátta. Maraþíða, alauð jörð, sumar- hlýindi opt og tíðum, — þetta er veðráttan, sem tíðast hefir verið í haust, og er enn, þótt talsvert sje komið fram á vetur. Stór- viðri og rigningar hafa líka gengið með köfl- um, og frosts og snjóa einnig orðið vart, en óvenjulega lítið um það. Jarðabætur. Víða hefir heyrzt getið um jarðahótavinnu í haust, venju fremur, og eru það góð tíðindi, sem gjarnan mætti rita blöðunum um meira en gjört er, þeim til uppörvunar, sem enn eiga eptir að vakna og taka til slíkrar iðju með alúð og atorku. f>að er vottur um, að höfuðstaðurinn sje ekki svo mjög aptur úr í sumu því, sem land- inu horfir til framfara, að fullum 70 dagsláttum hefir verið útvísað til túnræktunar í Reykja- víkurlandi í sumar og haust, og hefir þegar

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.