Ísafold - 07.12.1889, Blaðsíða 1

Ísafold - 07.12.1889, Blaðsíða 1
KLemur út á miðvikudögum og laugardögum. Verð árgangsins (I04arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júlímánuð. ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir i.okt. Af- greiðslust. í Austurstrœti 8. XVI 98 Reykjavik, laugardaginn 7. des. 1889. Nýtt fátækrastjórnarfyrirkomulag. Fyrir 2 árum var skýrt frá í ísafold (14. des. 1887) nýju fátækrastjórnarfyrirkomulagi, •er reynt hefði verið á f>ýzkalandi og víðar, ■og vel gefizt, en fyrst tekið upp í borginni Elberfeld fyrir mörgum árum nokkuð, og er jpví við hana kennt. |>að var norskur mað- ur, fátækrastjóri i Kristjaníu, Juell að nafni, sem fyrstur veitti þessu sjerstaklega eptirtekt hjer á norðurlöndum. Hefir hann síðan fengið gerða tilrauu með fyrirkomulag þetta í Kristjaníu, og þaðan hefir það flutzt til annara bæja í Noregi. Er þegar vel látið af þessurn tilraunum, þótt þær hafi skammvinna reynslu fengið enn í Norvegi, og líklegt, að þetta leiði til talsverðra umbóta. Eins og skýrt var frá í ánnnnztri grein í ísafold, er nýbreytnin fólgin í því helzt, að bæ eða sveit er skipt í smáhverfi, svo mörg og smá, að ekkí verða nema 3 þurfamenn að meðaltali í hverju hverfi, en yfir hvert hverfi skipaður fátækrafóstri, er hefir hin nánustu afskipti af öllum fátækramálum í sínu uindæmi, ■sjerstaklega eptirlit með öllum högurn og hátt- semi þurfamanna. Hann á að húsvitja hjá þurfamönnum svo og svo opt og liðsinna þeim með ráði og dáð eptir föngum, sjá þeim fyrir atvinnu, ef auðið er, og líta eptir að þeir fari haganlega og sparlega með það lítið sem þeir hafa undir höndum. Svo og svo mörg liverfi, 10—20, eru lögð saman í eitt umdæmi, og yfir það skipað'ur fátækrastjóri, og kveður hann fátækrafóstrana alla í því umdæmi til fundar einu sinni á hverjum hálfum mánuði, til skrafs og ráðagerða. í stórum bæjum skipta fátækrafóstrar mörg- um hundruðum. þeir fá eugin lauu, enda skiptast þeir á á 2—-3 ára fresti. Með því móti gegmr lijer um bil annarhvor bjargálna heimilisfaðir fátækrafóstrastörfum einhvern tíma á æfinni. Reglan er sú, að láta marga vinna ljett verk, svo að ómaksaukinu vorði sem minnstur á hverjum fyrir sig. Raunin hefir orðið sú í Kristjaníu, að hvorutveggju una vel þessu nýja fyrirkomu- lagi, bæði þurfamennirnir og fátækrafóstrarn- ir sjálfir; þeim þykir sjer sómi að stöðu sinni og gjöra sjer far um að stunda hana sem bezt. Ahrif nýbreytni þessarar konia einkanlega fram í því, að þurfamönnunum fækkar smátt og smátt. þeim lærist betur að verða sjálf- bjarga og verjast síðan sveit eptirleiðis, þeg- ar þeir hafa þetta nána og stöðuga eptirlit og jafnframt bróðurlega handleiðslu af hendi fátækrafóstrans. Konur fátækrafóstranna, •sjeu þær vel innrættar, taka þátt í afskipt- um manna sinna af heimilishögum þurfa- mannanna, líta eptir uppeldi barnanna o. s. frv.; gjöra sjer það til sóma, að hjörðin líti sem bezt út. Hjer í Reykjavík var í fyrra byrjað á nokkuð líkri tilraun ; en hún er of ófullkom- in enn og hefir fengið of stutta reynslu til þess, að von sje á sýnilegum ávöxtum af því að svo stöddu. En með góðu lagi ætti það að geta orðið vísir til verulegra umbóta. Búsifjar útlendra fiskimanna. Cr brjefi af Austfjörðum, 8. nóv. Færeyskir fiskimenn eru ekki vinsælir hjer á Austfjörðum; það er satt. þeir gjöra líka landsmönnum usla, bæði í fiskiveiðum, æðar- fugladrápi o. fi. En nú í sumar lrafa heimsótt Austfirði þeir gestir, sem eru miklu voðalegri fyrir innlendan sjáfarútveg en Færeyingar. það eru Englendingar. þeir hafa verið hjer fyrir Austfjörðum seinni hluta sumars, á litlum gufuskipum — 16 að tölu, segja menn — til að stunda fiski- veiðar, ekki með handfærum, heldur með fiskilóðum. þeir hafa opt lagt lóðir sínar langt fyrir innan landhelgi, stundum að eins um i mílu frá landi. Lóðir þeirra eða línur — sem þær eru kallaðar hjer — eru miklu lengri en Islendingar hafa vanizt, og ágæt- lega útbúnar. þær eru svo langar, að þeir hafa með einni þeirra girt svæðið milii Dala- tanga og Norðfjarðarhorns ; eins hafa þeir með einni lóð girt fyrir rnynnið á Reyðarfirði milli Krossaness og Vattarness, og svo hefir önnur tekið við þar fyrir sunnan, milli Vatt- arness og Gvendarness, sunnan Fáskrúðs- fjarðar. En þetta eru einmitt þær stöðvar, sem landsbúar sækja aflann á; hafa því inn- lendir og útlendir stundum lagt hvorir ofan í annara lóðir, og svo skorið þær í sundur hvorir fyrir öðrum. það er haft eptir Englendingum þessum, að þeir hafi haft mikinn hag af úthaldi þessu í sumar, enda muni þeir koma aptur að sumri fjölmennari. 1 sumar voru fiskigufuskip þessi 16; að sumri er, að sögn Englendinga sjálfra, von á 50. það er í augum uppi, að hjer eru í veði fiskiveiðar Austfirðinga, sem er aðalatvinnu- vegur þeirra. þegar 16 gufuskip, hvað þá heldur 50, marggirða landið með þessum löngu lóðum, þá er ekki ósennilegt, að þessi margfalda lóðagirðing geti haft áhrif á fiski- göngur að landinu, nema þær sjeu því meiri. Svo geta vitlendingar þessir allt af haft nýja síld til beitu—þeir geta veitt síldina í drátt- netum út á rúmsjó—þar sem opt koma fyrir kaflar, er íslendingar hafa enga síld. En allir þekkja, hvílík tálbeita síldin er. Eptir að farið er að brúka hana, þá er eins og fiskurinn vilji ekki aðra beitu. Brúki því Englendingar síld, en lslendingar ekki, þá er auðskilið, hvernig fara muni. það er auðvitað, að hafið umhverfis Island er almenningur, sem ekki er hægt að meina öðrum, hvorki til að veiða fisk nje við hafa þá veiðiaðferð, sem hentust þykir. En dálítið mætti þó gjöra til þess, að landsmenn sjeu ekki alveg varnarlausir fyrir þessum útlenda fiskimannasæg. Að minnsta kosti ætti að mega varna þeim að fiska í landhelgi. Til þess þyrfti eitt lítið herskip um þriggjamán- aða tíma (júlí, ág. og sept.). Er vonandi, að danska stjórnin bregðist vel undir þetta nauðsynjamál, ef því kynni að verða hreift skyldir til, að vernda rjett fslendinga gagn- vart öðrum þjóðum. Islenzk rjettritun. Eptir yfirkennara H. Kr. Friðriksson. Svar til drs. B. .1/. Ulscns. U. (Niðurlag). Hinn annar hluti greinar doktorsins er næsta ómerkilegur, mest endurtekning þess, er hann hefur áður sagt, þá útúrsnúningar út úr orðum mínum og vífilengjur, og mun jeg því fara heldur stuttlega yfir það; orð hans vona jeg muni engan villa, enda ætla jeg sumt af því flestum óskiljanlegt. þar sem doktor B. M. Olsen segir, að dæmi þau, sem jeg tók úr brjefi einu til mín, sjeu úr brjefi frá einhverjum ((dónan, þá er það með öllu ósæmilegt og ósamboðið meunt- uðum manni, að kalla brjefritarann dóna, sem hann alls eigi veit hver er. þau eru sanuarlega ósamboðnari menntuðum manni, en þau orð, sem hann telur óþverraleg hjá mjer. Jeg hef ekkert það orð við haft í grein minni, sem jeg þarf að blygðast mín fyrir. Eptir því sem orðið «dórd» er skilið og við haft, þá verður það eigi við haft, um neinn heiðvirðan mann, og allir ómenntaðir alþýðumenn eru þó eigi óheiðvirðir; en það virðist þó svo, sem doktorinn telji alla ólærða menn dóna, eða engan þeirra heiðvirðan tnanu. Slík orð verða þeim til vanvirðu, se’m þau við hafa, en eigi hinum, sem þau eru höfð um. En dæmin, sem jeg tel, sýna það, sem þau eiga að sýna, að stafsetningin mundi eigi batna stórum við það, þótt stafsetningar- reglur doktorsins eptir framburði kæmust að. Jeg má játa það, að mjer er eigi ljóst, hvað hann ávið með því «að kenna unglingunum að stafa eptir framburðinumn. Ætlar hann þá að börnunum sje kennt að stafa gagnstætt fram- burðinum? það væri gaman að vita, eptir hverjum reglurn hann ímyndar sjer að þeim liafi verið kennt að stafa og kveða að, sem skrifa «höfðingan fyrir «höfðingjan. Ætlar doktorinn, að þeim hafi venð kennt að kveða þannig að, að sleppa vú' j? Eða í- myndar hann sjer, að engum þeirra, sem skrifa e fyrir i, t. a. m. í orðinu vin, hafi verið kennt að stafa slík orð rjett? að þeir hafi verið látnir stafa v-e-n = vin eða þá: v-i-n = ven? Doktorinn sýnir það með þessu og öðru eins, að hann muni lítt vanur að kenna börnum að stafa. Dæmi mín sýna það og sanna beint og afdráttarlaust, að framburðurinn er eigi og verður aldrei ein- hlítur til að kenna mönnum að skrifa rjett. það þarf meira til og annað. það hef jeg sjeð og reynt. Hann segir ennfremur, að eptir þeirri stafsetningu, sem nú er almennust, megi misskilja ýmislegt; en ef svo er, er þá nokk- af stjórnarvöldum íslands. Danir eru líka|ur bót í því, að auka fleiru við, sem mis-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.