Ísafold - 07.12.1889, Blaðsíða 2
390
skilja megi? Er það nokkru Ijósara eða sið-
ur misskilningi bundið, að rita: «kindin er
dím heldur en: nkindin er dýr?« Et rymt
væri burtu y og ý úr ritmálinu, mundu þau
orðin fjölga svo, að þúsundum skipti, sem
eins væru rituð, og eigi gjörði það málið
ljósara. Doktorinn kveðst reyndar hafa sýnt
það í fyrirlestri sínum, að gáturnar verði
eigi fleiri, þótt y og ý væru numin burtu úr
ritmálinu. það er satt, að hann hefur sagt
það; en því fer fjærri, að hann hafi sannað
það. Jeg þykist líka hafa sýnt fram á það
í grein minni, að gáturnar yrðu langt um
fleiri, og legg það með öllu undir dóm hvers
óhlutdrægs manns, hver okkar rjettara hafi
fyrir sjer. Doktor B. M. Olsen getur held-
ur varla sagt slíkt og annað eins i alvöru; slíkt
væri vottur um stakt athugaleysi. það gef-
ur hverjum einum að skilja, að ef y og ý
væri rýmt burtu úr ritmálinu, þrt mundu
fjölga, eins og jeg sagði nýlega, þúsundum
saman þau orð, sem eins væru rituð. Jeg
ætla að taka að dæmi sagnirnar: rífa og
rjúfa. Eintala núl, tíma framsöguháttar (jeg
ríf, o. s. frv.) og bæði eintölu og fleirt. þál.
tíma samtengingarháttur (jeg rífi, o. s. frv.)
af báðum þessum sögnum yrðu eins í ritmál-
inn. þannig mundu bætast við 9 orðmynd-
ir í frásögninni að rjúfa, sem eigi yrðu
greindar frá tilsvarandi myndurn af sögninni
rífa, auk annara orða, og minnkar eigi til-
efnið til misskilningsins við það. þar sem
doktorirrn getur misskilið þau orð mín: «Nið-
urstaðan verður sv hjd honum, ctð breyta eigi
rjettritun þeirri, sem nú tíðkast, að eins í
fjórum greinunn, það er að segja rifin lit rir
öllu samanhengi, og sömuleiðis orðið beðið í
setningunni: «maðurinn hefur beðið lengi», er
það þá nokkur málsbót fyrir þessi óteljandi
orð og setningar, sem doktorinn vill bæta við
og sem eigi að eins skilningslitlir menn geta
, misskilið, heldur þarf langa umhugsun til að
ráða rjett, eða segja með vissu, hver hugs-
rjnin sje í, — er það nokkur málsbót fyrir þær,
segi jeg, að setja má orðin þanníg saman í
tungunni, eins og hún nií. er rituð, að þau
megi mis8kilja?
það sem dr. Björn M. Olsen segir um
aðgreiningarmerkin, því ætla jeg víst, að jeg
geti hlaupið fram hjá. Jeg sagði, að eptir
þeirri einka-reglu, að rita allt eptir fram-
burði, þyrftu engin aðgreiningarmerki: vjer
segðum þau aldrei, og syngjum þau lieldur
eigi í söngnum. En vjer lesum eptir að-
greiningarmerkjunum, af því að þau eru í
ritmálinu. Ef þau væru eigi, þá yrði les-
andinn að get-a sjer til, hvar hvert þeirra
ætti að vera, á líkan hátt eins og hann vrði
að geta sjer til, hver hugsunin væri í þeim
orðum, sem rituð væru eins. En það er sitt
hvað, að stafa orðin rjett, og að hafa rjett
lestrarlag eptir þýðingu orðanna og setningar-
laginu.
f>ví næst þykist doktorinn fara að hrekja
það, að stafsetning eptir framburðinum mundi
spilla tungu vorri. En jeg fæ eigi betur sjeð,
en að sú tilraun farist honum mjög svo ó-
höndulega. Hann skírskotar til latínunnar,
að hún hafi breytzt í ítölsku, spánsku, portu-
gísisku og frakknesku, og gefur í skyn, . að
þessar tungur sjeu eins fagrar og latínan.
Eru þá þessi mál latína, þótt þau sjeu að
nokkru (eigi öllu) leyti runnin af latínu?
Eða ætlar hann að búa til nýtt mál úr ís-
lenzkunni, jafnfagurt henni? Jeg skal alls eigi
draga efa á, að hann geti það; en ef hann
ætlar að gjöra þessa nýju tungu sína eins
frábreytta íslenzku þeirri, sem nú er töluð,
eins og hin rómönsku mál eru frábrugðin
þeirri latínu, sem Cicero talaði, þá verður
það eigi fremur íslenzka, heldur en frakk-
neskan, eins og hfm er nú, er latína. Ef
hann ætlar sjer eigi að smíða nýja tungu úr
íslenzkunni, á greinin hans um rómönsku
málin hvergi við. Hún er rituð í einhverj-
um vandræðum. þótt íslenzkan hafi breytzt
að nokkru, síðan Snorri ritaði Heimskringlu,
þá eru breytingarnar svo litlar, að allt eðli
hennar má óbreytt heita, og hinar breyttu
myndir svo fáar, að engum lifandi manni
getur í hug dottið, að líkja þeim saman við
þann mun, sem er á latínu og frakknesku.
Jeg ætla að lofa doktornum, að tína breyt-
ingarnar saman, og sýna þær í næstu grein
sinni. þá er Jónas Hallgrírnsson kvað vís-
una: «Móðurmálið mitt góða,» þá á hann
sannarlega eigi við með orðunum: «orð áttu
enn eins og forðum, mjer yndið að veita», að
hin nýju orð, sem komin sjeu inn í málið,
sjeu eins fögur eins og hin gömlu (þau eru
að tiltölu líka fá), heldur að vjer gætum enn
haft sama yndi af tungunni, eins og áður;
hún væri svo litið breytt. En það er mikil
skammsýni og misskilningur hjá dr. B. M,
Olsen, ef hann ætlar, að rithátturinn hafi
engin áhrif á framburðinn. þeir eru margir,
sem laga framburð sinn eptir því, sem ritað
er, og halda þannig hinum, rjetta framburði
við; en ef farið væri að rita að öllu leyti
eptir framburði, þá muridi það leiða til þess,
að framburðurinn mundi aflagast enn meir.
Doktornum dugar næsta lítið, að taka orðið
fara að dæmi; hann getur eigi breytt staf-
setningu þess orðs eptir framburði; því að
þar er framburðurinn samkvæmur rithættin-
um. Hann mun reyndar segja, að fram-
burðurinn eigi að vera rjettur; en vill hann
skýra frá því, hvað sje rjettur framburður?
j)á er hann hefur skýrtþað atriði, þá getum
við talast við aptur.
j>að getur verið, að dr. B. M. Olsen þyki
það kostur við stafsetninguna, að sem Ijett-
ast sje fyrir nernendurna að læra hana; en
það er því að eins kostur, að hún spilli eigi
öðrum kostum tungunnar, eða dragi myrkva
á þá kosti fyrir nemendum. Jeg tek það
upp aptur: Bjettritunina má eigi laga eptir
því, sem hægast er fyrir nemendur að nema,
eða kennendur að kenna, heldur eptir því,
sem eðli tungunnar heirntar. það er þó
sannarlega enginn kostur við stafsetningar-
nýmæli doktorsins, að nemendurnir gætu lært
að þekkja uppruna og skyddleik orðanna á
annan hátt heldur en af rithættinum, eða
þeim væri eigi með öllu bægt frá því, að fá
tilsögn drs. B. M. Olsens um það efni.
þótt nemendunum veitti hægt að skilja skýr-
ingar doktorsins, að o og u sje orðið að i,
og o og v sje orðið i, í ýrnsum orðum, þá
hafa þeir alls enga leiðbeiningu um það í
rithættinum; þeir hafa alls enga leiðbeiningu
í því efni fyrir reglur drs. B. M. Ólsens.
f>á er þeir sjá orðmyndina gleima, dettur
þeim alls eigi í hug fyrir skýringar hans, að
það sje ruunið af glaumur. þá er þeir aptur
á móti sjá gleyrna, og þeir vita, að ey er
hljóðvarp af au, þá verður þeim sjálfum að
detta í hug, og það ósjálfrátt, orðið glaumur,
enda hafa þeir leiðbeiningu í sjálfri stafsetn-
ingu orðsins. Ef rita skal a'staðar i og %
fyrir y og ý, þá verður að segja nemendan-
um afleiðslu hvers eins einstaks orðs, og hann
hefur enga leiðbeiningu í hinum nýja rit-
hætti drs. B. Olsens, hvort i og i muni vera.
runnið af <> eða u, og ó eða ú.
þriðji kaflinn af grein doktórsins er svo ó-
merkur, að hann þarf í raun rjettri engra
svara við; sá kaflinn sannfærir engan, enda
er hann lítið annað en endurtekning þess,
sem doktórinn hefur áður sagt. þótt jeg hafi
sagt í rjettritunarreglum mínum, að töluverða
þekkingu þurfi til þess, að sjá ávallt afleiðslu
hvers einstaks orðs að því er y og ý snertir,
þá getur með engu móti í þessum orðum
mínum falizt nokkur ástæða fyrir því, að
fella y og ý burt úr ritmálinu, nje heldur,
að stafsetningin gæti enga leiðbeiningu gefið
í því efni. Af þessum mínum orðum verð-
ur ekkert annað leitt doktórnum í vil, en
að það sje afsakanlegt, þótt ómenntaðir
menn villist á i og y, i og ý. En þótt
þeir villist á því í einstökum orðum, þá er
það heldur eigi ástæða til að fella y og ý
alveg burtu.
það er hvað á móti öðru, að reglan sje
einföld, hvar við eigi að hafa z, og þó sje
örðugt að heimfæra hana. Doktórinn er
vongóður, að .s’ eigi skammt eptir ólifað; en
jeg vona, að hún lifi langan aldur hjá öll-
um þeim, sem vilja halda tungu vorri ó-
bjagaðri og óskældri, svo lengi sem auðið
er, og jeg vona, að þeir verði margir, sem
eigi hafi sama hugsunarhátt í því efni og
dr. B. M. Olsen.
þar sem doktórinn að lokuro bregður mjer
um, að jeg kunni eigi að beita y og ý rjett,
þá tek jeg mjer það eigi nærri. En það^
er eigi nóg að segja það; hann verður líka.
að sanna það. Hann telur því til sönn-
unar, að jeg riti hreifa, en það orð eigi að
rita lireyfci. Hann verður að fyrirgefa mjer,
þótt jeg taki eigi orð hans um þetta. orð
gild og áreiðanleg, þar sem hann með enga.
sönnun kemur fyrir því, og það getur hann
heldur eigi. Og ef jeg skrifa þetta orð skakkt,.
þá eru það fleiri en jeg, sem gjöra sig seka
í því. Konráð Gíslason skrifar það í hinni
dönsku orðabók sinni hreifa; Eiríkur Jóns-
son í hinni íslenzku orðabók sinni sömu-
leiðis; það er auðsjeð í orðabók Sveinbj.
Egilssonar yfir skáldamálið, að liann vill
rita þetta orð hreifa, og nafnorðið af því
lireifing. Jeg kannast við það, að þetta
orð mun í fornum ritum, þá sjaldan það
kemur þar fyrir, vera ritað lireyfa, og að
minnsta kosti er það prentað svo, og að
Guðbrandur Vigfússon telur það rangt, að
rita lireifa, af því hann muu telja það leítt
af norska orðinu royva eða af sama stofni.
En norsk mállýzka nú á dögum er engin
sönnun fyrir því, að íslenzku orðin eigi
eins að rita, eða að framburður Norðmanna
sje sönmm fyrir því, hvernig lík orð eigi að
rita í íslenzku. Eornmönnum verður og á
að rita y, þar sem nú er talið rjettara að
rita i, t. a. m. mykill fyrir mikill, byskup
fyrir biskup, o. s. frv. það ræður og aðlík-
indum, og er auðvitað, að framburðurinn
hefur verið nokkuð mismunandi hjá forn-
rnöunum, eins og hann er hjá oss énn þann
dag í dag. Bitháttur fornmanna er eigi að
öllu leyti óyggjandi, enda hefur y að öllum
líkindum eigi haft svo skýrt hljóð á 13. öld-
inni, að hvergi gæti skjátlað.
Nú ætla jeg víst, að jeg hafi svai*að flestu
því í grein drs. B. M. Olsens, sem nauð-
syn bar til að svara, en hafi mjer sjezt yfi r
eitthvað, skal jeg reyna til að bæta úr því
í næsta skipti.