Ísafold


Ísafold - 14.12.1889, Qupperneq 2

Ísafold - 14.12.1889, Qupperneq 2
398 Ymsir þingmenn 1887 töluðu og eindregið og röksamlega fyrir því, að nauðsyn bæri til að breyta hinni gömlu reglu og lögleiða fast- ákveðið þingfararkaup. Auk þeirra, sem þeg- ar hefir verið minnzt á, má nefna Jón A. Hjaltalín. Hanu vitnaði í reglu Jónsbókar um fast þingfararkaup, og sagðist heldur vilja, þegar hann færi á þing, vita, að hverju hann ætti að ganga, og geta þá hagað ferð sinni eptir því. Hann tók það og fram, að ekkert virtist vera á móti því, að hafa ferða- kostnaðinn fastákveðinn, eins og fæðispening- ana. njpað er ekkert tekið tillit til þess, hvort fæðið kostar meira eða minna um daginn fyrir hina einstöku þingmenn. Laun flestra embættismanna eru líka föst, og þeir fá euga uppbót, þótt eitt ár verði þeim kostnaðar- samara en annað; slíkt verður þeirra skaði, eða þá hagur, þegar svo stendur á». I neðri deild urðu sárlitlar umræður um málið. þrír af þeim fáu þiugmönnum, sem töluðu í málinu, voru því samt meðmælfir: Arni Jónsson, Páll Briem og jporlákur Guð- mundsson. Af þeim þremur, sem á móti því lögðu, var einn, þórarinn Böðvarsson, engan veginn mótfallinn föstu þingfararkaupi, en honum líkaði ekki, hvernig það var ákveðið í frumvarpi efri deiidar; enda mun það hafa verið aðalorsökin til þess, að rnálið var fellt í neðri deild. Sjer í lagi þótti þingfararhjer- aðaskiptingin hafa miður tekizt en skyldi. Eru því allar líkur til, að málið fengi betri byr, ef það væri borið upp aptur á næsta þingi t. d., næst á undan nýjurn kjörtíma, og frumvarpið þá betur ór garði gert. f>ess vegna er ekki óþarft, að ræða málið nú milli þinga, og aldrei hentugri tími til þess en meðan þingfararreikningarnir frá 1889 eru í fersku mmni, með þeim annmörkum, er á þenn finnast. Vaxtabreyting landsbankans. Vaxtabreyting þá, sem framkvæmdarstjóri landsbankans hefir auglýst hjer í blaðinu, má, ef til vill, skoða sem hinn fyrsta—en vonandi ekki líka hinn síðasta —- ávöxt af umræðum þeim, er urðu um bankann í sumar, bæði í þessu blaði og síðan á þinginu, eða þá tilorðna a£ brýnm og óumflýjanlegri nauðsyn, þeirri nauðsyn, að sitja ekki til lengdar uppi með um eða yfir 200,000 kr. í bankanum ávaxta- laust. Niðurfærsla iitlánsvaxtanna, sem er meiri en nokkurn tíma hefir verið farið fram á, sem sje nxður í eða 4 kr. 33 a. af hverjum 100 kr., í stað 5 kr. áður, á að hafa þá verk- un, að rnenn verði örari að taka lán í bank- anurn. f>ó er varla að búast við mikilh ept- irsókn eptir lánum á þessum tíma árs. Held- ur væri það, ef hin sömu kjör stæðu fram á vor eða lengur, enda er að líkindum sú til- ætlunin. En miklu meira mundi það geraað verkum, ef bankastjórnin hefði auglýst urn leið hiklaust, að hún veitti lán með lengri afborgunarfresti, 15—20 ára. Menn vita, að hún hefir fengið leyfi til þess hjá landshöfð- ingja; en það lítur út fyrir, að hún vilji luma á því leyfi og flíka því ekki framan í almenning. Vafalaust mælist samt vel fyrir þessari vaxtalækkun, og því um leið, að bankastjórn- in hefir þar með horfið frá því, að hafa vext- ina óhreifanlega, jafnháa hvað sem líður til- boði og eptirspurn. Niðurfærslan á innlagsvöxtum í sparisjóðs- deildina er að vísu hjer um bil tvöfalt nxinni að tiltölu er niðurfærslan á útlánsvöxtunum, og má það heita góðra gjalda vert, eða mætti heita svo, ef bankinn væri einstaks manns eign og hefði einskis stuðnings notið af al- mannafje. En tvímælalaust er það, að bank- inn, eins og hann er úr garði gerður af lands- sjóði, og eins og honum hefir búnazt hingað til, hefði vel getað staðizt það, að svara sömu innlánsvöxtum og áður, 3 kr. 60 a. af 100kr., í stað 3 kr. 33 a., er hann færir nú vextina txiður í. það er líka svo að sjá, sem honum gangi raunar annað til að færa innlánsvext- ina svona langt niður. Til þess bendir við- bótin, um, að þeir sem eigi fje í sparisjóði, geti fengið það allt út án uppsagnar innan 12 vikna frá 1. jan. 1890. jpað leynir sjer ekki á því, að bankinn vill feginn losast við heldur meira en minna af sparisjóðsinn- lögum þeim, er hann varðveitir, en veitir svo örðugt að ávaxta. Hann vill auðsjáanlega, að eigendur þeirra taki sem mest út af þeim í snatri, til þess að grynna á súpunni, sem hann situr uppi rneð arðlausa. Oefað hugsar hann sjer að draga þá peninga að sjer aptur síðar meir, þegar betur árar fyrir 'hann, með því að hækka pcí drjúgum innlánsvextina aptur. því ekki getur það verið tilgaugurinn, að búa svo urn hnútana, að bankinn hafi sem minnst fje í veltu í bráð og lengd, til þess að umsvif og ábyrgð verði sem minnst. það væri gagnstætt tilgangi slíkrar peningastofn- unar og annara þvílíkra. En bara að fjeð liggi þá laust fyrir, þegar bankinn vill ná í það aptur. Talsvert af fje því, en rnenn eiga nú í sparisjóðsdeild bankans, verður sjálfsagt tek- ið út xxr honum fyrir þessa vaxtalækkun og lagt inn í Söfnunarsjóðiun, þar sem hann greiðir 4°/» í vöxtu. Svo fer að líkind- um mikið af því fje, er börn eiga í spari- sjóði landsbankans. Og það er rjett gjört og vel ráðið, einkum og sjer í lagi vegna þess, að það fje er miklu betur geyrct í Söfn- unarsjóði—fyrir foreldrum og vandarnönnum barnanna, heldur en í nokkrum öðrum spari- sjóði, með því að því verður eigi náð xxt fyr en á ákveðnum tíma, auk hinnar óyggjandi tryggingar fyrir hverjum eyri, sem í Söfnun- arsjóðinn er lagður, þar sem er ábyrgð lands- sjóðs. En því fje nær landsbankinn ekki aptur. Annað, sem menn kunna að gjöra við fje það, er þeir taka úr sparisjóði landsbank- ans, er að kaupa fyrir það konungleg ríkis- skuldabrjef, sem gefa af sjer 17 a. rneira af hundraði. jpótt smátt sje, kann þó margur að láta sig það muna. Og þótt svo fari, að bankinn hækki aptur innlánsvexti sína innan skamms, þá er ekki víst, að hinir nj’ju eig- endur ríkisskuldabrjefanna hlaupi upp til handa og fóta að selja þau og fara með and- virðið í landsbankann; þeireiga það á hættu, að baukinn lækki aptur vextina þegar minnst vonum varir. þetta eru líklegar afleiðingar af niðurfærslu innlánsvaxtanna. Vitaskuld er, að hxxn er ekki mjög mikil, og því getur verið, að sá verði rnargur, er láti sig ekki muna það og leyfi fjenu að vera kyrru í bankanum eptir sem áður. En ein afleiðingin er enn ótalin, og hxxn er sú, að þessi snögglega niðurfærsla á vöxtunum gjörir fremur að letja menn en örva til þess að reyna að draga saman fje í sparisjóð. En fátt er vísari vegur til við- reisnar efnahag þjóðarinnar í heild sinni, en að hún venjist á að safna fje, smásafna fje eptir megni, einmitt í sparisjóði. Allt sem þá stefnu styður, er lofsvert; allt, sem hana heptir, er viðsjárvert. því er þetta tiltæki lands- banksans viðsjárvert að því leyti til, auk þess sem áður er fram tekið. Nema ef það gæti orðið til þess, að nýir sparisjóðir risu upp, þótt smáir væru, en sem víðast um land, og gerðu mönnum betri kosti en bank- inn gjörir; þá gæti þetta orðið til góðs. jpví að—því víðar sem sparisjóðir eru, því betur og því rneira sparar þjóðin. Enn um rjettafærslu. Herra ritstjóri ! jpjer hafið í yðar heiðr- aða blaði gert athugasemdir við grein rnína um rjettafærslu m. fl.; en af því að jeg get ekki verið yður samdóma um meginati-iði þessa máls, bið jeg yður að taka eptirfylgjandi grein í blað yðar. þjer segið, að jeg geri of mikið úrþeím tínxa sem rjettaríærslan taki frá heyöunxxm; það er rjett, ef eingöngu er miðað við það, að fjall- söfn byrji 14. sept.; en fjárkaupmaðurinn skoðar þetta eingöixgu frá sixxni hlið, að þá geti markaðirnir orðið 18.—20. s. m.; en þetta getur ekki staðizt neitt, skoðað frá sjón- armiði seljeudanna, með þeim nauðsynlega. undirbúningi, sevn markaðirnir þurfa að hafa, ef þeir eiga ekki að verða ráðleysisflaustur, bænduxn og búaliði til skaða. Jeg hefi áður sagt, að rjett væri,að markaðirnir væruhaldnir upp úr fyrstu rjettum, en með fyrstu rjett- urn verður að telja, þegar um þetta mál er að ræða, fyrstu skilarjettir, sem vanalega eru 6—7 dögum eptir fyrstu rjettir; fyrri er ekki komið lag á fjárheimtur, svo að bændur sjeu við bxxnir að mæta á mörkuðum með fjesitt. jpessir dagar, sem erxx & milli rjetta, ganga til að reka fje á milli, sexn kernur úr utanhrepps- rjettum, og jafnvel heimta menn mest fje f fyrstu skilarjettum, því að þangað er vana- lega rekið fje úr heimalöndum, og þá er það fyrst, að búendur eru við búnir að velja xxrfje sínu það, sem þeir ætla að reka á markaði; kaupmanninum stendur ekki á sarna, hvaða fje hann fær, hann vill helzt fá holdgott fje; bóndanum stendur ekki á sarna, hvaða kind- ma hann selur , honum eru allir kostir sauð- kindarinnar þarfir, ekki síður ullargæði, eða mör og mjólkurlægni, þegar um ær eða ær- efni er að ræða; hve nær sem bústofninn ei' skertur að vöxtum eða gæðum, þá er salan, til skaða, ef ungt fje er selt af handahófi, eins það sem bezt er til lifs og framtímgun- ar, þá rýrnar bústofninn að gæðum, og þá eru menn farnir að gleypa gullflugur, senx eru fagrar á að líta, og girnilegar til gróða, en ekki eins heilsusamlegar fyrir bóndann eptin á. jpví er það, að bóndiun þarf að hafa næg- an tíma til að velja xxr fje sínu, og vera bú» inn að fá meiri part þess af fjalli, áður en hann rekur á markað. Mjer skilst því svo, að ef halda skal mai'k- aði 18.—20. sept., þá þurfi göngur að byrja svo snemma í þeim mánuði, eptir sem til hag- ar á hverjum stað, að rjettir fram fari ekki síðar þær seinustu en 14. sept.; víða standa fjallsöfnin ekki yfir nema 1—3 daga, en apt- ur á sumurn stöðum viku eða meir; ef nú að fjallsöfnin byrjuðu þann 14., en rjettir 16.— 17., þá yrðu markaðirnir í fyrstu rjettum á þeim stöðum, sem göngur eru hægastar og

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.