Ísafold - 18.12.1889, Side 3
403
ur regla fyrir það, ef þingmenn færu sjóleið-
is, með strandferðaskipunum, báðar leiðir. Sú
regla var nú reyndar nokkurn veginn ákveðin:
fargjaldið eptir taxta skipanna, 3 kr. fyrir
að komast af skipsfjöl eða á, og | kr. í
aukakostnað dag hvern á sjóferðinni. En
svo varð að til taka sjer á parti ferðakostn-
aðinn fyrir leið þingmannsins á landinu að
og frá viðkomustað skipsins. þann kostnað
skyldi greiða «með 2 kr. fyrir hverja mílu
landferðar, en sjóferð á bát eptir atvikum.
Fyrir þennan kostnað skal gefa reikning, og
færa til mílnatal, hvort lieldur er á sjó eða
landi er farið». þann reikning skyldi síðan
leggja undir úrskurð alþingisnefndar,—og raun-
ar alla ferðareikninga þingmanna, eins eptir
sem áður. Mátti því heita, að unnið væri
fyrir gj’g með því að gefa allar þessar reglur.
Auk þess má benda á það, sjerstaklega hvað
þetta atriði snertir, að þó að það sje gert í
öðrum löndurn sumstaðar, að greiða þing-
mönnum ferðakostnað eptir vegalengd í rnílna-
tali, þá er naumast hægt að taka upp
slíka reglu hjer, þar sem engir vegir eru
rnældir öðru vísi en af mjög óáreiðanlegu
handahófi.
Enn var höfð sjerstök regla eða undantekning
um það, ef þingmaðurinn færi landveg aðra
leið, en sjóveg hina.
Loks var svo fyrir mælt, að ef fyrir kæmi «ó-
væntur farartálmi, svo sem megnar ófærðir,
íshindranir, slys eða önnur ófyrirsjáanleg at-
vik, er baka alveg óvanalegan kostnað, svo
og, ef þing kemur saman á óvanalegum árs-
tíma», þá mætti endurgjalda ferðakostnaðinn
eptir reikningi þingmanna, úrskurðuðum af
þingnefnd, eins og nú eru lög.
Til þess að nýmæli um þetta efni verði
nýtileg, þarf að sníða burtu allar þessar
undantekningar, nema þá, ef þingið kemur
saman á óvanalegum árstíma; enda fylgir
þeirri undantekningu sá kostur, sem allar
undantekniugar þurfa að hafa, ef þær eiga
að vera vel ineðteknar : að hana ber naum-
ast nema örsjaldan að höndunt, t. d. eina
sinni á öld eða ekki það.
Sumum kann að þykja ísjárvert landssjóðs
vegna, að halda ekki undantekningunni um
annað og minna(?) þingfararkaup, ef strand-
ferðaskipin eru notuð. það hafi þó verið einn
með öðrum væntaulegum hagsmunum af gufu-
skipaferðum umhverfis landið, að ferðakostn-
aður alþingismanna yrði töluvert lægri.
En það er nú þar við að athuga, að reynsl-
an, 12 ára gömul, mun sýna, að gróðinn í
þeirri grein hefir verið stórum minni en við
var búizt, eða yfir höfuð fremur lítill. Ber
margt til þess, svo sem tálmanir af hafís;
örðugleikinn að miða svo niður ferðir gufu-
skipanna, að standi heima við þingbyrjun og
þinglok, og getur af því orsakazt, að dag-
peningar þingmanna fyrir og eptir þing, ineð-
an þeir bíða skips hjer eða á viðkomustöð-
unum kringum landið, hleypi kostnaðinum
jafnhátt eða hærra en þótt þeir færu land-
veg; loks ólyst sumra þingmann á að fara
sjóveg. þar næst er það, að valdi sambland-
ið á sjóferðum og landferðum því, að menn
geti fyrir þann glundroða haldið áfram gamla
laginu, með miður sanngjarna eða áreiðan-
lega reikninga, og þar af leiðandi ámæli og
eptirtölur m. m., þá er naumast tilvinnandi,
að halda áfram að eltast við ef til vill sár-
lítinn sparnaðauka með því fyrirkomulagi.
En það sem ríður samt baggamuninn til
að hafna undantekningunni fyrir sjóvegsferðir
til alþingis, það er það hapt, sem það legg-
ur á persónulegt frelsi þingmanna, ef ætti að
skylda þá til að fara sjóveg. jþingmenn eiga
að mega ráða því sjálfir, hvort þeir fara held-
ur landveg eða sjóveg, ef á tvennu er völ.
Og með þvf að sjóleiðin er stopul og getur
aldrei komið nema nokkrum þingmönnum að
notum, optara að eins fáum, þá verður lang-
rjettast, að miða þingfararkaupið að eins við
Iandvegsferð, en ekki við strandferðirnar. Sje
þingfarkaupið landveg ekki liaft hærra en
góðu hófi gegnir, þá verður minnst á munun-
um í kostnaði, hvor leiðin er heldur farin.
Sjái þá eiphver þingmaður sjer hag í því, að
fara sjóveg, þá er óþarfi að vera að sýta um
það, þótt fáeinar krónur gaugi af þingfarar-
kaupinu hans í það sinn. Næsta skipti verð-
ur hann ef til vill að fara á land á miðri leið
og baka sjer þar með aukinn kostnað, eða
þá að slys vill til á landvegsferðinni, —hann
missir t. d. hest ; það fær hann ekki bætt,
ef þingfararkaup er fastákveðið. þannig get-
ur, ef til vill, allt jafnað sig og fram yfir
það.
Eina undantekningin frá þessari reglu yrði
sú, ef þingmaðurinn ætti heima erlendis. En
hún verður mjög fátíð og því ekki ísjárverð.
Með því, sem þegar hefir verið tekið fram,
er ætlazt til, að hrundið sje viðbárum þeim,
er hafðar hafa verið á móti því, að hafafast-
ákveðið þingfararkaup, í stað lausa-reikninga,
og sýnt fram á kosti þá, er föstu þingfarar-
kaupi fylgja.
Eptir er þá að eins að fara nokkrum orð-
um um, hvað sje hæfilega hátt þingfararkaup
fyrir hvert kjördæmi.
Austur-Skaptaf.,lissý3la og amtaskiptingin.
] grein, sem sýslunefndarmaður Eiríkur
Guðmundsson í Nesjahreppi innan Austur-
Skaptafellssýslu hefir ritað í ísafold XVI, 98
með yfirskript: »Austurskaptafellssýsla og amta-
skiptingin«, stendur á meðal annars: »það var
samþykkt af sýslunefud vorri með öllum at-
kvceðum [auðkennt af mjer : E. Th. /.], að
bera fram þessa ósk, nefnil. um að Austur-
Skaptafellssýsla væri aðskilin frá Suðuramtinu
og lögð til Austuramtsins—við amtsráð Suður-
amtsins, en henni virðist ekki hafa verið
sinnt« o. s. frv.
Út af þessu skal þess getið, að til þessa
dags hefir ekkert brjef komið til amtsráðs
Suðuramtsins frá sýslunefnd Austur-Skapta-
fellssýslu, þess efnis, að hún óskaði, að tjeð
sýsla yrði aðskilin frá Suðuramtinu, en hins
vegar stendur að eins í útskript af fundi sýslu-
nefndar Austur-Skaptafellssýslu 25. ógúst þ. á.,
sem amtsráðinu hefir verið send, þannig
bókað undir tölulið 14 :
»1 tilefni af brjefi frá síra Jóni prófasti
Jónssyni í Bjarnasyni um stofnun sjerstaks
amtsráðs fyrir austfirðinga-fjórðung, ályktaði
sýslunefndin að fara þess á leit við amtsráð
I Suðuramtsins, að það hlutist um, að
Austur-Skaptafellssýsla verði skilin frá Suður-
amtinu, fái sinn tiltölulega hluta af hin-
um sameiginlegu sjóðum amtsins, og sam-
einist Austfirðingafjórðungi, svo framar-
lega sem sérstakt amtsráð verður stofnað
fyrir Austfirðinga«.
Með hversu mörgum atkvœðum pessi ályktun
sýslunefndarinnar er gcrð, sjest eigi af fund-
argjörðinni, og ekki er það ólíklegt, að for-
manni sýslunefndarinnar hafi þótt málið eigi
nægilega undirbúið til að sendast amtsráðinu.
Erekara finn jeg ekki ástæðu til að sinni'
að svara nefndri grein sýslunefndarmannsins..
Reykjavík 14. desember 1889
E. Th. Jónassen
amtmaóur.
Frá úilöndum.
A útlendum blaðatíningi, sem nær til 30.
f. m., má sjá, ógreinilega þó, að keisara-
dæmið Brasilía í Suður-Ameríku er orðið-
þjóðveldi. Keisarinn, Dom Pedro II, gamall
maður, virðist hafa lagt niður völdin, og:
bráðabirgðarstjórn tekið við, er lætur stefna
til allsherjarþings og kjósa ríkisforseta. En
tengdasonur keisarans, greifinn af Eu, af
Búrbonna-ætt, var tekinn til að safna líði í
norðurfylkjum ríkisins og bjóst tíl að steypa
bráðabirgðastjórninni og gjörast keisari, að
líkindum.
Brasilía er mikið ríki og all-blómlegt, eins
og kunnugt er, meira en 150,000 ferh.mílur
—þriðjungi stærra en Bússland— og með
nær 12 milj. íbúa. Landið fannst árið 1500,.
lá uudir Portúgal þangað til 1822, brauzt
þá undan heimaríkinu og gjörðist sjálfu sjer
ráðandi.
Pjetur keisari annar kom til ríkis 7. apríl
1831, þá á 6. ári; hefir hann því borið keis-
aranafn 1 meira en 58 ár. Vel hefir verið'
látið af stjórn hans og hann talinn vinsæll
af þegnum sínum. Hann hefir ferðazt hjer
um norðurálfu nokkrum sinnum ; komið með-
al annars til Khafnar fyrir nokkrum árum.
Hann ætlar að setjast að á Frakklandi sunn-
anverðu, í Cannes. Bráðabirgðarstjórnin í
Brasilíu ætlar honum 2J milj. dollara í líf-
eyri sem höfuðstól.
Keisarinn á eina dóttur barna, ísabellu,.
gipta áðurnefndum greifa, Loðvík af Eu.
Bandaríkin í Norður-Ameríku voru þegar
búin að viðurkenna gildi hins nýja stjórnar-
fyrirkomulags í Brasilíu, enda kvað stjórn
þar eiga að verða með líku sniði, þ. e. land-
ið að skiptast í mörg smáríki, með allsherj-
ar-bandalagsstjórn yfir.
f>eir Stanley og Emin pasja voru á heim-
leið austur á Sansibar, eins og áður hafði
frjetzt, og höfðu háð nýlega skæðar orustur
við lið falsspátnannsins eða annan þarlendan.
óaldarlýð. Útgefandi blaðsins New-York
Herald hafði látið gjöra út leiðangur, er
halda skyldi í móti þeim til líðs við þá, og,
var sá leiðangur að búa sig af stað frá
Sansibar.
Bikjafundur var nýbyrjaður í Bryssel, með-
forustu Leópolds konungs, og á að þinga um
sarntök til að eyða mansali í xúfríku.
Frakkar nýgengnir á þing, og fór þar allt
skipulega. Enginn stuggur af Boulanger
framar.
Vilhjálmur þýzkalandskeisari heim kominni
úr Miklagarðsför sinni. — Danakonungur og
drottning hans á heimleið frá Aþenuborg.
Hörup þingmanni og ritstjóra, einum af
helztu oddvitum vinstri manna í Danmörku,.
hafði verið snarað í fangelsi, 3 mánaða, til
að afplána hæstarjettardóm frá 6. nóvbr., í
meiðyrðamáli(?). Andmæli vakin gegn því
á þingi: talið þar með gengið á stjórnlögum
helguð grið þingmanna, meðan þing stendur.
En stjórnin ljek hið sama við Berg fyrir
nokkrum árum.