Ísafold - 24.12.1889, Blaðsíða 1

Ísafold - 24.12.1889, Blaðsíða 1
Kernui út á imðvikudögum og laugardögum. Verð árgangsins (104 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júlímánuð. ISAFOLD. Uppsögn (skrifteg) bundin v»ð áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir r.okt. Af- greiðslust. í Austumtræti 8. XVI 103. Reykjavik, þriðjudaginn 24. des. 1889. pingfararkaup. ni. (Síðasta grein). Ef reynslan sýndi eigi, að öðru vísi hefir verið á það litið, mundi engin þörf að eyða orðum að því, að þiugfararkaupið eigi að vera jafnt, hver sem í hlut á, þ. e. hverrar stjett- ar sem hann er, hvort sem hann er ríkur eða fátækur, hvort sem hann er nýtur þing- maður eða ekki. jpingfararkaupið á að vera svo sómasamlega úti látið, að enginn sje vansæmdur af, að láta sjer það duga til þing- ferðalagsins, hversu hátt settur embættis- maður sem það er, eða hversu mikill auð- maður sem hann er, eptir því sem hjer gjör- ist. Sje maðurinn svo »höíðinglundaður» eða glysgjarn, að hann þykist þurfa að ferðast ríkmannlegar en þingfararkaupið leyfir, þótt það sje sómasamlega tiltekið, eins og nú var á vikið, þá gjöri hann svo vel! En það verð- ur hann þá að gjöra á sjálfs sín kostnað. jpjóðinni er ekki skylt að kosta hjegómaskap hans eða glysgirni. Slíkur maður mun og -ekki sjá eptir því eða ætti ekki að sjá eptir því, þótt hann yrði einhverju til að kosta til • að halda upp þeirn veg og prís, sem hann á annars vanda til. Sje það stórauðugur kaup- maður t. a. m. eða hátt launaður enrbættis- maður, og hafi vanið sig á að halda sig miklu ríkmannlegar en aðrir, þá er að skoða það ríkilæti eins og hvern annan munað, er hann veitir sjer sjálfur, hvað svo sem hann hefir fyrir stafni, hvort sem hann vinnur í sínar þarfir eða annara, almennings eða ein- stakra manna. Um hátt launaða embættis- menn er og það að segja í þessu sambandi, að þeirra háu laun eru einmitt við það miðuð, að þeir geti haldið sig svo hefðarlega, sem embættistiguinni sómir, hvar sem stendur og hvernig sem til hagar, án frekari uppbótar en almennt gjörist fyrir einstakar erinda- gjörðir í almennings þarfir, ef þær hafa eigi nauðsynlegan kostnaðarauka í för rneð sjer um fram aðra. Almenningi mun þykja dagpeningarnir um þingtímann, 6 kr. á dag, fullríflega áætlað fyrir fæði, húsnæði og þjónustu o. s. frv. En þó mun hafa borið við, að sumir þing- ínenn hafi haldið sig svo rausnarlega, i ir.at eða —drykk t. a. m., að þeim hafi eigi enzt fæðispeningarnir og orðið að bæta við frá sjálfum sjer. En aldrei mun þeim, og því síður öðrum, hafa til hngar komið, að fá þann kostnaðarauka uppbættan úr landssjóði, — að fá það lögleitt, að fæði og húsnæði o. s. frv. um þingtímanu skuli endurgoldið eptir reikn- ingi, i stað þess að hafa fastákveðna upp- hæð á dag til að standast þann kostnað. Á sama hátt er alls engin ástæða til að skipta sjer af því, þótt einhver þingmaður eyddi meira fje á ferðalagi af þingi en á, en reynslan sýnir að öðrum dugar, og dugar vel, án nokkurs nirfilsháttar. þingfararkaupið á að vera vel sómasamlegt. jpað á að vera svo ríflegt, að hver þingmaður, í hvaða stöðu sem er, geti ferðazt fyrir það af þingi og á þannig, að hann bresti eigi neitt, sem hann þarf á að halda til þess að i koma ferð sinni áfram svo greiðlega og þægi- [ lega, sem kostur er á og tíðkanlegt er að heldri menn, sem kallað er, ferðist hjer um land, og án þess að þurfa að liggja upp á öðrum á neinn hátt. Löggjafar landsins eiga sannarlega að teljast með »heldri mönnum> þjóðarinnar, og hún óvirti sjálfa sig, ef hún væri svo naum við þá í útlátum, þegar þeir eru að vinna í hennar þjóuustu, að þeir yrðu að haga sjer eins og húsgangar, Að þeir sjeu illa ríðandi og fái sjer fylgd bæ frá bæ t. a. m., það nálgast of mikið húsgangsferðalag til þess, að samboðið geti heitið þingmannsstöð- unni. jbingmaðurinn þarf því að hafa fylgdar- mann alla leið. Og eigi hann langt á þing, meira en 2—3 hægar dagleiðir, þarf hann að hafa 2 hesta til reiðar sjálfur og fylgdarmað- urinn aðra 2. Einn hest verður hann að hafa að auki undir flutning. |>etta verða 5 hestar. Kosti nú hestarnir 2 kr. hver á dag, sem al- gengt er um bærilega hesta, ef þá þarf að fá til leigu, og fylgdarmaðurinn 4 kr. á dag, ef hann leggur sjer sjálfur til fæði, en þingmaðurinn 6 kr. til að borga með greiðalauu o. fi. þess háttar—»fæðis»-kostnaðinn á ferðinni— þá er þarkominn 20 kr. ferðakostnaður á dag, eins ogmargir þingmenn hafa reikuað sjer í sumar. Sýnir þessi sundurliðun, að það er engin ó- gegnd. Verði reikningar þeirra þingmanna því álitnir heldur háir, þá er það af því, að þeir hafa talið sjer fleiri daga til ferðarinnar en þörf var á, og getur það raunar verið óvilj- andi gjört, vegna þess, að síðari ferðin, heim- leiðis, verður jafnan að vera miðuð við áætl- un ; hún er ófarin. þegar ferðakostnaðarreikn- inn er saminn og borgaður. þ>eir sem eiga ekki nerna 1—2 dagleiðir til þings, þurfa aptur á móti ekki á svo miklum hestakostnaði að halda, og geta því komizt af með nokkuð miuni ferðakostnað á dag. jþað er satt að vísu, að þingmenn kynnu að geta slegið sjer sarnan 2 eða fieiri um 1 fylgdarmann, eða verið hver annars fylgdar- maður, sem kallað er; og það getur vel venð, að þeir hafi gjört það 3tundum, til sparnaðar fyrir landssjóð — eða sjálfa sig, ef sógur um þá í þá átt eru sannar. En það er optast undir tilviljun komið, hvort því verður við komið eða ekki, og það er bæði ónærgætni og svíðingsháttur af fjárveitandans hálfu, að ætl- ast til þess. Verið getur og, að hestarnir kosti ekki þingmanninn 2 kr. á dag, ef hann t. d. á þá sjálfur, eða að svo geti staðið á, að fylgd- armaður kosti hann lítið sem ekki neitt, þótt hann hati hann alla leið. En það stoð- ar ekki að vera að eltast við þess konar undantekningar, eða láta sig þær neinu skipta. þingmanninum getur og viljað það óhapp til á leiðinni, að honum verði ferðin samt dýrari en hjer er gjört ráð fyrir. Varla stoðar annað, þegar á að fara að leggja niður ferða-dagatalið fyrir þingmenn af þingi og á, en að ætla þeim 1 dag um fram fyrir og eptir þing til að búa sig af stað, koma frá sjer hestum og því um líku. f>ing- menn þurfa meira að segja að vera komnir 1 degi fvrir þing annara hluta vegna, ef vel á að vera, til þess meðal annars að bera saman ráð sín um það, er gjöra skal fyrsta þingdaginn: kjósa embættismeun þingsins o. s. frv. — (jpess skal þá minnzt hjer í því sambandi, að þar sem tekið var til þess um daginn utu Skúla þorvarðarson, að hann hefði talið sjer 3 daga til þingferðarinnar hvora leið, þótt hann hefði sjálfur sagt, að það væru ekki nerna -2 dagleiðir hægar, þá var það raunar óþartí; dagatalan verður rjett, ef honum er ætlaður þessi eini dagur um fram fyrir og eptir þing). Sje þá höfð þessi aðferð, sem. hjer hefir verið á vikið, til að ákveða ferðakostnaðitin fyrir hvert kjördæmi, eða þá höfð hæfileg hliðsjón af henni, þá er vandiun sá einn eptir, að skipta vegalengdinni niður í hæfi- legar dagleiðir. Væri vel til fallið, að það gerði einhver þingmaður, sem kunnugur væri um meiri hluta lands og farið hefði ýmsar þingleiðir. Gæti hann þá um leið stungið beinlínis upp á ákveðnum þingfararkostnaði fyrir hvert kjördæmi, og þeim tillögum ætti svo að mega fara eptir að meira eða minna leyti, er frumvarp væri samið og samþykkt um málið á næsta þingi. Hjer skulu að eins til nefnd fáein dæmi til glöggvunar. Ur Eyjafjarðarkjördæmi miðju mun láta nærri að ætla 17 daga til þingferðalags báð- ar leiðir, að hvíldar- eða ofanálagsdögunum meðtöldum. Eptir framangreindri áætlun verður þingfararkaup þaðan þá 340 kr. tfr Skagafjarðarsýslu miðri mundi 14 dagar láta nærri. þaðan yrði þá þingfararkaupið 280 kr. Ur Húnavatnssýslu miðri 11 dagar; þingfararkaup 220 kr. — Dagpenmgarnir eru taldir með í þessu þingíararkaupi, eða þeim slengt saitian við, eins og áður er á vikið. það var nvi engan veginn aðaltilgangurinn með uppástungu þessari um fast þingfarar- kaup, að fá þingferðakostnaðinn færðan nið- ur til neinna muna, með því að gjört var ráð fyrir því þegar í upphafi, að hann væri raunar ekki of hátt reiknaður hjá öllum þorra þingmanna. Enda hefir líka einn af þeim 5 þingmönnum, er á þingi sátu í sumar úr Eyjafirði og Skagafirði, reiknað sjer lœgri ferðakostr.að en hjer er stungið upp á. það er Olafur Briem. Hans ferðakostnaður var 262 kr., en hjer er stungið upp á 280 kr. fyrir hans kjördæmi. En aðgætandi er, að hann á heima'miklu nær alþingisstaðnum en i miðju kjördæmi.— Aðaltilgangurinn var, að fá jöfnuð á þingfararkaupið. að afnema mis- jöfnuðinn, sem hneykslinu veldur.— En þó verður niðurstaðan sú, að hefði þetta þing- fararkaup, sem hjer er stungið upp á, og varla mun þykja óhæfilega lágt, verið komið í lög í sumar, þá hefði landssjóður sparað á þingfararkaupi áminnztra ö þingmanna, er heima eiga í Eyjafirði og Skagafirði, samtals 456 kr. En það er amtmaðurinn, sem lang- mestan ríður þar baggamuninn, með 606 kr. 80 a. í stað 340 kr. 1 einu kjördæmi .hefði ný-ja reglan aptur hleypt kostnaðinum lítils háttar upp á við-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.