Ísafold - 18.01.1890, Side 2

Ísafold - 18.01.1890, Side 2
eða prestsefni og kosið heldur þjónustu ná- grannaprests þangað til annað betra byðist. Nri er loks prestaefnaviðkoman orðin svo mikil, að brauð landsins eru sem stendur því nær alskipuð—ein þrjú laus—, og ekki útlit fyrir, að neinn hörgull verði á prestaefnum í bráðina. Nú virðist því vera kominn hinn rjetti tími til að hreinsa prestastjettina, ef nokkurn tíma á af því að verða. það er þjóðarósómi, að ganga með annan eins óþrifa- blett. Sárast œtti slíkur ósómi að taka presta- stjettina sjálfa. Meginþorri hennar er engu ómerkari en prestastjettin í hverju öðru landi, er vjer höfurri kynni af; en vegna þessara fáu óþrifakinda verður hún öll að bera kinn- roða í annara þjóða augum og sjálfrar sín eigi síður. En það er að vísu ort en ekki gjört, að »hreinsa« prestastjettina,—nema burtudrykkju- skaparhneykslið. Til þess þurfa allir, sem hlut eiga að máli, að vera samtaka: alþýða embættisbræður hneykslisprestanna og yfir- boðarar þeirra. En á því hefir viljað verða mikill brestur hingað til. Alþýða kvartar um, að yfirboðarar þeirra og embættisbræður taki venjulega í þann strenginn, að halda verndarhendi yfir hneyksl- is-manninum, og þar með einnig yfir hneyksl- inu sjálfu, þótt ekki líki þeim það. Hinir kvarta aptur um, að alþýða í hlutaðeigandi söfnuðum sje svo ístöðulaus og sundurþykk í í slíkurn málum, stundum jafnvel orðin sarn- dauna spillingunni, að ekki fáist þeirra hluta vegna lögleg gögn fyrir sökum þeim, er á hneykslisprestana eru bornar, þótt sannar sjeu vitanlega. jpví er það, að þeir hafa nokkuð til síns máls, sem segja, að meðan alþýða hafi ekki einurð og dug í ðjer til þess að gjöra það sem henni ber og hún þarf að gjöra til þess að losast við hneyksl- ispresta, á meðan eigi hún ekki betra skilið. En það slyðruorð þarf hún að reka af sjer sem skjótast, og það er henni innan handar. Alþýða hefir óneitanlega mikinn blett að afmá í þeirri grein. Dæmið af söfnuði Sig- urgeirs heitinn Jakobssonar mun lengi uppi verða. f>essi prestur, hinni eini, er dæmdur hefir verið frá embætti í manna rninnum fyrir drykkjuskaparhneyksli, hafði heilan mannsaldur eða fram undir það smánað kennimannlega stöðu með ósæmilegri hegðun vegna ofdrykkju. Fjórtán árum áður en hann er loksins sviptur embætti, var hann einu sinni—hann játaði það sjálfur—orðinn svo drukkinn fyrir messu, er margt fólk ætlaði að verða til altaris, að þegar hann fór að skripta fólki, talaði hann eintómt rugl, og kallaði á eptir fólkinu, þegar það gekk þá burt úr kirkjunni: »Farið þið þá; jeg fyrirgef yður samt syndirnar í guðs nafni og fjörutíu*. Opt varð messufall vegna drykkjuskapar hans, eða þá að hann varð að hætta við önnur embættisverk (barnskírn); í brúðkaups- veizlum var hann opt blindfullur og hagaði sjer þá stundum — við eitt tækifæri að minnsta kosti — stórhneykslanlega; húslest- ur truflaði hann með drykkjuskaparlátum ; í kaupstað sást hann margsinnis mjög drukk- inn og lagðist þar fyrir á almannafæri; við prófasts-visitazíu var hann »fullur og með hneykslanlegu og alls ósæmilegu orðbragði«. þrátt fyrir allt þetta háttalag, sem sann- aðist fyrir dómi, vildi þó nokkur flokkur í söfnuðinum halda í prestinn, eða þótti óþarfi að vera að kæra hann; og nokkrum árum síðar, eptir að hann var dæmdur frá embætti (það var 1882), mun meiri hluti safn- aðarins hafa óskað eptir, að honum væri leyft að fara að þjóna þar aptur, án þess að menn viti til, að hann hafi verið hættur að drekka, og án þess að þess sje getið, að prestsþjónusta hans hafi verið mikils virði. þótt þesai söfnuður muni nú eiga fáa sjer líka, þá mun samt keimlíkum hugsunarhætti bregða víðar fyrir. Menn verða samdauna ó- sómanum og finna því varla til hans. Annar merkasti presturinn í prófastsdæm- inu horfði á austfirzka prestinn, sem var að kútveltast blindfullur í túnfætinum í haust, og fekkst eigi um, — segir síraJón Bjarnason. jpetta er líka talandi vottur og sorglegur vottur um, hvernig embættisbræðurnir taka hneykslinu. Sjálfsagt hefir þessum presti, sje hann svo merkur, sem höf. segist frá, gramizt þessi sjón. En dug og kjark til að skerast í leikinn og heimta hneykslið burtu sniðið og styðja að því með vitnisburði sín- um, — það hefir hann ekki. Eða þá að kunn- ingsskapur, miskunn, sem heitir skálkaskjól, ræður meir. Annar prestur en þessi austfirzki hefir og verið kærður og nafngreindur á prenti nú fyrir skemmstu fyrir heykslanlegan drykkju- skap. Sá er meira að segja alþingismaður. Hann mun að vísu hafa fengið harða áminn- ingu. En — hvað á það lengi að ganga'? Eða þarf meira til þess að gjöra sig óhæfan til að standa í kennimannlegri stöðu heldur en til að gjöra mann rækan úr vinnu eða vist hjá einstökum mönnum? þótt hjer sje talað eingöngu um presta- stjettina og farið fram á að undinn sje nú bráður bugur að hreinsun hennar af drykkju- skaparhneykslinu, þá er það eigijsvo að skilja að aðrar embættissjettir landsins kunni eigi að þurfa eptirlits í þeirri grein líka. J>að er t. d. eigi minna skaðræði, að læknar sjeu of- drykkjumenn, þótt hneykslið þyki meira á prestunum, vegna helgi þess embættis. En elzt er hneykslið í prestastjettinni og al- gengast hefir það verið, með því hún er hin langfjölmennasta embættisstjett lands. J>ví er eðlilegt, þótt fyrst sje stungið á því kauninu. Nóg mun og að hafa eitt undir í einu. J>eg- ar það er grætt, má snúa sjer að hinum. •Geymt er ekki gleymt». Getur og verið, að röggsamleg hreinsun einnar embættisstjettar hafi þau áhrif, að samkynja óhreinindi ann- arstaðar hverfi þá af sjálfum sjer. Peningalán til gróðafyrirtækja. í>að er kunnugra en frá þurfi að segja, að allmikið af peningalánum þeim, er tekin hafa verið að undanförnu hjer á landi, bæði í land- sjóði, meðan hann veitti lán einstökum mönn- um, og eins úr bankanum, síðan hann komst á stofn, hafa verið tekin eigi til þess, að ráðast í ný gróðafyrirtæki eða yfir höfuð til að auka og efla atvinnu lántakenda, heldur til þess, að losa sig úr skuldum, koma sjer úr krögg- um, halda sjer á floti. það hafa verið eyðslu- lán, en ekki gróðalán. Nokkur af þeim hafa verið skírð rjettu nafni : hallærislán ; það er þegar sveitarfjelög hafa staðið fyrir lántök- unni, til þess að bæta úr bjargarneyð eða afstýra yfirvofandi hallæri, sem kallað hefir verið. En það hefir verið drjúgur hluti þar um fram, sem hefir í raun rjettri verið hall- ærislán, •—hallærislán einstakra manna. J>að er og ekki neitt tiltökumál, þótt menn leiti allra bragða til bjarga sjer, þegar neyð- in kallar að. Neyð er enginn kaupmaður. ölíkt gjöra einnig aðrar þjóðir, þótt stönd- ugri sjeu en vjer. En það sem virðist vera einkennilegt fyrir þessa þjóð, fremur en aðrar, er það, að varla getur heitið að hún kunni almennilega að hagnýta sjer peninga-lánstofnanir til ann- ars en hallærislána, annara hvorrar þeirrar tegundar, er nú var nefnd. Kaupstaðaláu taka menn hiklaust og óspart, meðan þau fást, raunar mestmegnis í sama skyni og hallærislán i peningum, þ. e. sem eyðslufje, en þó meðfram til annars, til hýbýlabóta, eflingar útveg sínum o. s. frv.; en peninga- lán miklu síður. Hallærislánshugmyndin, þegar um peningalán er að ræða, er meira að segja svo rík meðal alþýðu, að það, að taka peningalán yfir höfuð, er skoðað almennt eins og vottur um bágindi og kröggur. — Að taka skip á leigu, hesta á leigu, fólk á leigu (kaupafólk, vinnufólk), það þykir eng- inn bágindavottur, heldur þvert á móti. En að taka pemnga á leigu, það þykir ískyggi- legt, þótt sje í alveg sama skyni gjört og hitt, að leigja sjer vinnukrapt, og er raunar alveg hið 3ama; því peningar eru eigi annað en samansparaður og geymdur vinnukraptur, sem hagnýta má þegar vill. |>etta lýsir sjer áþreifanlega í því, að nú, þegar vel árar, þá safnast peningar fyrir í lánsstofnunum vorum og ganga ekki út. En meðan harðæri stóð, voru þær þur- ausnar og hrökk eigi til. Alveg þessu gagnstætt er lagið annarsstað- ar. |>ar er mest eptirsóknin eptir peninga- lánum, þegar vel árar. J>á eru vextir háir, og gjaldast þó viðstöðulaust. J>á fá færri lán en vilja. J>á eru sem sje peningarnir látnir vinna sem mest; því þá bera þeir mestan arðinn. J>á er fjör í verzlun og við- skiptum. J>á getur almenningur keypt það, sem framleitt er fyrir peningana. J>á eru iþeir í veltunni. Harðni aptur í ári, draga framkvæmdar- mennirnir saman seglin. J>eir sjá fram á, að þá muni eigi svara kostnaði að hafa mikið í veltu. J>á er bezt að kosta sem minnstu til, að hafa ekki meiri vinnukrapt í sinni þjón- ustu, dauðan nje lifandi, heldur en minnst

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.