Ísafold - 18.01.1890, Síða 3
verður komizt af með. þá lækkar peninga-
leigan, af því peningarnir ganga ekki út.
Væri nú ekki tími til kominn, að vjer fær-
um að reyna þetta útlenda búskaparlag, bú-
skaparaðferð siðaðra þjóða'?
Eða er máske eigi nóg til að vinna bjer,
nóg til að láta peningana vinna?
Er ekki nóg eptir óræktað af landinu til
að hleypa á þeim vinnukrapti, sem til er,
dauðum og lifandi?
Er sjórinn kringum landið með allri þeirri
auðlegð, er bann hefir að geyma, —er hann
notaður nema til hálfs og hvergi nærri það?
Landsbankinn situr nú uppi með 200,000
kr. eða meir, og hefir engin ráð til að koma
fjenu út. Enn mun vera heldur að hækka í
honum en lækka, þrátt fyrir niðurfærsluna á
innlánsvöxtunum og samsvarandi lækkun á
útlánsvöxtum, sem ætti þó að gjöra menn
örari á lántökum til arðberandi fyrirtækja.
Söfnunarsjóðurinn mun og hafa nokkurt fje
fyrirliggjandi, og ýmsir spansjóðir líka. Al-
menningur heldur enn gamla laginu: að
hugsa lítið um annað en hallærislán.
það er vitaskuld, að almenningi er meira
en vorkunn, þótt hann sje deigur á lántökum
úr bankanum til atvinnufyrirtækja, meðan
bankastjórnin heldur fast í þessa afarþungu
afborgunarskilmála og gerir þar með peninga-
lán í rauninni óbærilega dýr, hvað sem vöxt-
um líður. En maður verður að vonast eptir,
að sá einstrengingsháttur, sem er jafn-skað-
legur fyrir sjálfan bankann og fyrir þá, sem
hagnýta vilja lán úr honum til gróðafyrir-
tækja, hafi nú lifað sitt hið fegursta.
það er rjett regla, að hafa svo skjóta af-
borgun á hallærislánum, sem auðið er. En
það er undantekning, ef atvinnulán geta
blessast rneð því móti.
Sæi bankastjórnin, að almennur áhugi
vaknaði á því, að fá sjer atvinnulán og hag-
nýta til álitlegra gróðafyrirtækja, þá er ótrú-
legt annað, en hún mundi láta af fynrtekt
sinni og reyna til, að veita þau með svo að-
gengilegum kjörum, sem hægt væri, og þá
fyrst og fremst bærilegutn afborgunarskil-
málum.
í>ingmanna-leiðir.
þegar jeg las nú seinast í ísafold 24. des.
næstliðinn þá mjög vel sömdu, nytsömu grein
um þingfararkaup alþingismanna, datt mjer
í hug, þó jeg sje ekki þingmaður, að skrifa
um hæfilegar dagleiðir austan frá Lagarfljóti
í Suður-Múlasýslu, því þingmenn þaðan fara
optast fyrir sunnan land. En jeg hefi opt
sinnis, farið þessar leiðir, og er gagnkunnug-
ur á Tslandi öllu, að undanteknu frá Isafirði
landveg til Eeykjavíkur, og ætla jeg því að
eptirláta þeim að benda á dagleiðir af Isa-
firði sem þeirri leið eru jafnkutmugir og jeg
er þeim leiðum, sem jeg skrifa hjer um.
Byrja jeg við Lagarfljót, og fer fyrir sunnan
land. Ætlast jeg til, að þingmaður Suður-Múla-
sýslu sje þar á enda sýslunnar að austan,
á Ketilsstöðum eða Seyðisfirði. Fer þing-
maður þaðan einhesta fyrsta daginn að
Flugumýri, nálægt Lónsheiði að austan, ann-
dag þaðan og að Beynivöllum eða Kálfafells-
stað í Hornafirði, þ. e. að Breiðamerkur-
sandi að austan. jpriðja dag þaðan og að
Svínafelli við Skeiðarársand að austan. Fjórða
dag þaðan að Kirkjubæjarklaustri á Síðu.
þaðan ð. daginn að Mýrum í Alptaveri. Sjötta
daginn þaðan og að Felli í Mýrdal. Sjöunda
daginn þaðan og að Ægissíðu í Holtum, eða
eitthvað í Holtin. Attunda þaðan og út í
Ölvesið, og 9. daginn til Eeykjavíkur. þetta
er raunar alls engum manni hin minnsta vor-
kunn að fara einhesta, og hafa hestinn al-
veg jafngóðan eptir sem Aður. En því held-
ur ef fleiri eru hestar til reiðar.
þetta er nú lang-lengsta þingmannaleiðin
4 landi hjer, og mun hún vera lík því sem
úr Norður-Múlasýslu, því þingmaðurinn það-
an fer optast fyrir norðan land.
Ekki er nema 5 daga ferð frá Kálfafells-
stað og til Beykjavíkur, eptir ferðadögum
þingmannsins úr Suður-Múlasýslu. En sje
þingmaður Vestur-Skapttellinga austur á
Síðu (Prestsbakka), er hægast að miða ferða-
daga þeirra við landferðir póstanna, og væri
það að raínu áliti heppilegast. því frá Prests-
bakka og út að Höfðabrekku er full dagleið,
af því Kúðafljót er þar þröskuldur i götu.
En frá Höfðabrekku og suður í Eeykjavík
eru hægar 4 dagleiðir þannig farnar: frá
Höfðabrekku og út að Seljalandi, yzta bæ
við Eyjafjöll; þaðan að þjórsá, og frá þjórsá
og út í Olfus, og svo til Beykjavíkur, —-
sömuleiðis setn áður mjög hægar dagleiðir.
Eptir þessari alveg óskeikulu hægu ferða-
áætlun minni gat síra Sveinn Eiríksson varla
gjört þingreiðardaga sína fleiri en 7. Jeg
hef opt farið þá leið á 6—7 dögum ein-
hesta með 7 fjórðunga koffort á öðrum hesti
hvoru megin.
Ekkert skil jeg heldur í dagatölu amt-
mannsins af Akureyri (10 daga hvora leið),
og skal jeg til skilningsauka telja dagleiðir
þaðan og til Beykjavíkur, því þá leið hefi
jeg líka þrásinnis faríð: 1. frá Akureyri
að Flugumýri eða Silfrastöðum; 2. þaðan að
Beykjum á Beykjabraut eða Svínavatni; 3.
dag að Tungnaheiði; 4. dag yfir heiðina að
Kalmanstungu; 5. dag frá Kalmanstungu
að þingvöllum; og 6. frá þingvöllum og til
Beykjavíkur.
Við þessa áætlun má miða aðrar sýslur,
því frá Akureyri og t. a. m. að Gautlöndum
eðaHjeðinshöfða er dagleið, og aptur frá
þessum bæjum og austur í Norður-Múlasýslu
(yfir fjöllin) eru 2 dagleiðir.
Við sem kunnugir erum leiðum þessum,
skiljum ekkert í þeim förumannaflutningi,
sem jeg verð að nefna dagleiðir þær, sem
sumir þingmenn hafa gjört reikning fyrir.
Eins og jeg hefi áður sagt, mun bezt að fara
eptir póstleiðunum, bvað þingferðina áhrær-
ir, því enginn getur vorkennt þingmanuiuum
að fara það í júnímánuði á dag, sem póst-
unum er ætlað að fara í nóvember, desem-
ber og janúar á vetrum á dag ár hvert, sam-
anber póstferðaáætlunina.
Vanur ferðamaður.
Brauð veitt- Kálfholt í Holtum 14.
þ. m. síra Ólafi Finnsyni (frá Meðalfelli), er
var aðstoðarprestur síra þorkels Bjarnarson-
ar á Beynivöllum ánð sem leið.
Leiðarvísir ísafoldar.
315 Maður fær munnlegt Ieyfi hreppstjóra og
hreppsnefndaroddvita til þess. að setjast í þurrabúð
í hreppnum. Bann hýr i átta ár í hreppnum í
þurrabúð, sem er sameign hreppstjóra og hrepps-
nefndarmanns og fleiri manna; öll þessi ár leggur
hreppsnefndin á hann útsvar til fátækrasjóðs;
hann hefir öll árin skilvíslega greitt útsvarið og
öll opinber gjöld, og engan fátækra-styrk þegið.
Hefir hreppsnefnin heimild tii, að visa þessurn
húsmanni burtuúr hreppnum á 9. dvalarári manu-
sins, eptir að hún einnig það árið hefir lagt á
hann útsvar til sveitarsjóðs, og þótt hann þiggi
ekki og hafi ekki allan þanrt tíma þegið eins eyris
virði af sveit?
Sv.: Nei, engan veginn.
31«. Kr ekki skylda að graftól kirkjunnar sje á
kirkjustaðnum?
Sv.: Jú sjálfsagt.
317. Cretur hreppsnefnd sett mjer sveitaróinaga
Fyrsta brjef.
, Chattanooga 1. okt,. 1833.
Astkæra móðir! Jeg ætla ekki að tefja
þig á því að þylja upp fyrir þjer alla ferðarollu
mína hingað, allt baslið sem jeg átti með að
fá vegabrjef þar og þar og skipta um járu-
brautarlestir og þar fram eptir götunum. Jeg
hef ekki sofið væran dúr síðan jeg fór af
stað frá Madison, af áhyggju og kvíða, svo
að jeg er alveg uppgefin og ljemagna uú, þeg-
ar jeg á að fara að byrja vistina hjer. En
jeg fæst ekki urn það. það er nú allt gleymt
úr því jeg er búin að finna hann. Mjer
var vísað frá Heródes til Pílatusar. Loks
hafði jeg í höndum miða, þar sem stóð á
»nr. 10 í 2. deild«; það var vegabrjef mitt
til hans. Ein af hjúkrunarmeyjunum á spí-
talanum fylgdist með mjer. Hún lagði ríkt
á við mig að sitja á mjer hvað mikið sem
mjer væri niðri fyrir, með því að sjúklingur
inn þyldi eigi miklar geðshræringar. Jeg
hjet því og gekk inn. í dyrunum lagði á
móti mjer svo megna spítalamollulykt, að
það var nærri liðið yfir mig; það gildir nærri
einu, hvað vel er um búið til loptbreytinga ;
I hermanna-spítalnnum
þú viljir heldur vtt,a mig með órýrðu mann-
orði, heldur en að jeg þurfi að fyrirverða
mig fyrir guði og mönnurn og geti ekki upp
á nokkurn mann litið«.
María stóð uti á svölunum og beið hans,
eins og vant var. »Hvað er títt, Arthur?«
Segir hún ; »það er svoddan asi á þjera.
»Jeg er bæði glaður og hryggur, María«,
ar>zaði hann. »Mjer finnst að jeg ætti að
fara með norrænu hersveitinni, en jeg gjöri
það ekki nema þú viljir«.
María varð ljettbrýn við. »|>essa hef jeg
lengi vænzt«, mælti hún ; »og mig hefir bara
furðað á því, að þú fórst eigi fyrri. Jeg
vissi eigi, bvað jeg átti að halda um þig; en
nú sje jeg, að þú ert sá, sem jeg hjelt þig
verar.
»Jeg hef reyndar reynt það einu sinni áð-
ur, en hún móðir mín _____»
»Já, hvað segir hún?«
“Hún vill ekki meina mjer að fara. Hún
Ejelt, að þú kannske mundir —«
»f>á þekkir hún ekki mikið til mín. Jeg
®egi meira að segja, að það sje skylda þín
að fara, Arthur. En eitt áttu að gjöra áð-
ur : þú átt að giptast mjer áður«.
»IIvað segirðu, giptast núna?«
»Einmitt núna, Arthur ; því ef þú veiktist
eða yrðir sár, gæti jeg fundið þig og stund-
að þig óhikað, hvað sem hver segði, og þá
get jeg flutt mig til hennar móður þinnar og
verið henni til skemmtunar og alið önn fyrir
henni. Jeg trúi ekki öðru en launin mín
endist okkur báðum, henni og mjer«.
»Og það ætlarðu að gjöra? |>ú ert gim-
steinn, María«.
Daginn eptir voru þau gefin saman ; og
fáin dögum síðar lagði Arthur af stað í
stríðið.
það var þrem missirum eptir þetta, er
móður Arthurs barst brjef það, sem er upp-
haf sögu þessarar.
Maríu gekk ferðin stórslysalaust. Hún
kornst heilu og höldnu til Chattanooga, þótt
seint gengi nokkuð og örðugt með köflura.
Hjer koma þá fáein sendibrjef, er hún rit-
aði tengdamóður sinni frá spítalanum í
Chattanooga.