Ísafold - 12.02.1890, Blaðsíða 2

Ísafold - 12.02.1890, Blaðsíða 2
50 fiskinum þykist jeg hafa sannað, að útgerðar- kostnaður við sexmannafar með 6 mönnum borgast tæplega, ef allt er talið, sem til hans þarf; og þó hef jeg ekki minnzt á það, þeg- ar útvegsbændur gera út skip sín með 7, 8 og 9 mönnum fyrir tveimur hlutum dauðum, sem þó hlýtur að gera enn meiri halla á út- gerðarreikninginn. það er mikill munur á að gera út fjögramannafar með 4 eða 5 mönnum á, fyrir tveimur hlutum dauðum, ellegar sex- mannaför og áttæringa með 6—9 manns á. Kostnaðurinn, sem er fólginn í sjálfum skip- unum, útreiðslu þeirra og í mannahaldinu, sem þeim fylgir, er svo ólíkur, að annaðhvort er það rangt gagnvart útróðramönnum, að taka 2 hluti dauða af fjögramannaförum, eða, sje það rjett, þá hlýtur það að vera stakasta ranglæti gagnvart útgerðarmönnum, að skipta ekki fleiri hlutum dauðum en tveimur af hinum stærri skipum. f>á minnist »Útróðram.» á helmingaskiptin, og telur þau, að mjer virðist, heldur ábata- söm fyrir útvegsbændur ; en þó ótrúlegt sje, mun jeg fyrir mitt leyti heldur kjósa, að hver sjómaður leggi til þorskanet fyrir sínum hlut, ef þeir að eins tíma að leggja til meira en 1 net fyrir hlut, þegar góður netaafli býðst; en það gera ekki nema sumir. Ef rjett er skoðað, eru helmingaskiptin verri fyrir útvegsbóndann heldur en hlutanetin, og skal jeg mi leitast við að sanna það. Leggi jeg til 12 net á sexmannafar (nefnil. 1 net fyrir hvern hlut), og hafi hluti eptir 2 menn af 6, sem á skipinu róa, þá fæ jeg að eins fisk úr mínum 8 netum, ef helminga- skipti eru, en úr 4 netum, sem jeg legg til á skipið, gengur fiskurinn til hinna háset- anna. Gangi skipið með hlutanetum og jeg hirði af því hluti eptir 2 menn, þá legg jeg til 4 eða 5 net, 2 fyrir mannahlutunum, og 2 eða 3 fyrir skipshlutunum ; hinir 4, sem á skip- inu róa, leggja til 4 net fyrir sínum hlutum. En nvi fæ jeg allan þann fisk óskertan, sem í min 4 eða 5 net kemur. Hvort heldur nú útróðramaðurinn að verði notadrýgra fyrir mig ? jþó sú venja haldist, sem viðgengizt hefir híngað til, að jeg kosti einsamall dufl og dufl- færi til hlutanetanna og gefi sjómönnum mín- um steinalykkjurnar á þau net, sem þeir leggja til fyrir sínum hlutum, þá kýs jeg heldur að gera út skip mitt með hlutanet en helminga- net; því það mun í flestum árum reynast affarasælla. Loks spyr »Útróðram.», hví jeg hafi ekki stungið upp á því, að öll skipshöfnin legði til skipsins það sem þarf, til þess að tjónið verði ekki eins tilfinnanlegt, þégar illa tekst til, ef það skiptist á marga ? Slík dirfska og ósanngirni kom mjer ekki til hugar. Jeg fer að eins fram á það, að sjómenn leggi sjer til eða borgi með sanngjörnu verði allt, sem þeir þurfa að þiggja handa sjer sjdlf- um á meðan þeir stunda fiskiróðra, það er að skilja : þeir sjómenn, sem róa fyrir sínum hlut, en ekki þeir, sem leigja sig upp á kaup. Meira vil jeg ekki af þeim krefjast. En ef jeg auk þess hefði farið fram á, að þeir legðu til útgerðar skipsins, og jeg samt sem áður tæki jafnmarga dauða hluti eptir það, þá fyrst hefði mátt með sanni segja, að jeg hefði viljað »þröngva mjög kostum háseta», en það var engan veginn tilgangur minn að gera það. Mig furðar stórlega á því, að jafn ósann- gjörn bending og þessi skuli koma frá nokkr- um iitróðramanni. / »Útróðram.» drepur á það í grein sinni, að hásetar fyrir vestan og norðan leggi til skips- útgerðarinnar. Jeg er nú ekki svo kunnugur þar, að jeg viti, hvað það helzt er, sem þeir leggja til skipanna ; en við Isafjarðardjúp er, mjer sagt, að hásetar leggi til öll veiðarfæri, borgi formanni formannskaup af aflanum, og kosti sig að öllu leyti sjálfir, bæði með fæði, þjónustu og eldivið. Auk þess borgar þar hver skipshöfn 12 kr. í húsaleigu yfir vertíð- ina, en samt skila þeir skipseiganda tveimur hlutum fyrir skipið og áhöld þau, sem því fylgja. þetta mundu þykja harðir kostir hjer við Faxaflóa ; en litlu betri kosturn eiga út- róðramenn að venjast á Eyrarbakka og í þor- lákshöfn, nema þar munu þeir ekki þurfa að borga húsaleigu. Jeg er enn sömu skoðunar og jeg var í hinni fyrri grein minni : að ef útvegsbændur hjer syðra eiga að geta staðizt við að veita sjómönnum sínum jafnmikið ókeypis, eða fyrir hálfvirði, og þeir hafa veitt þeim undanfarin ár, þá er ekki nema um tvo kosti að velja fyrir útvegsbændur : annaðhvort að draga út- veginn svo samau, sem mest má verða og eiga sem flesta hlutina af sama skipi, undir duglegum og ötulum formanni, ellegar að bæta einum hlut dauðum við það, sem áður hefir tíðkazt á sexmannaförum og stærri skip- um. þessi hlutafjölgun er ekki eins tilfinnanleg fyrir háseta og margur útróðramaður hyggur, og skal jeg nú sýna, hverju það munar. A sexmannafari, sem áður hefur skipt tveimur hlutum dauðum, en skiptir nú þrem- ur, rýrnar hlutur hvers háseta, ef skipið gengur með 6 mönnum, um 11 fiska hvert 100; gangi það með 7 mönnum, rýrnar hver 100 hlutur um 10 fiska. A áttæring með 8 mönnum verður munur- inn 9 fiskar, og af sama skipi með 9 mönnum rúmlega 8 fiskar af 100 hverju. þetta munar ekki hvern háseta mikið, en útgerðarmanninn getur munað það svo, að hann fyrir þetta standist við að veita sjó- mönnum sínum líka kosti og áður, eða að það sje tilvinnandi fyrir hann að gera út fleiri skip. Grein mfn um útgerðarkostnaðinn var ekki samin í þeim tilgangi, að þröngva kostum útróðramanna fram yfir sanngirni, heldur vildi jeg benda með henni útgerðarmönnum á það, hvers ágóða menn mega vænta af útgerðinni í flestum árum, ef útróðramönnum eru boðin jafn- vitlaus kjör og áður. Hún átti að vera nokk- urs konar bending til sumra ráðleysingja við sjóinu, sem spenna bogann einna fastast í því að bjóða útróðramönnum þau kjör, sem þeir ekki geta staðizt við. Spenna hann svo fast, að hann brestur að síðustu, svo að end- irinn verður opt sá, að þeir neyðast til að svíkja loforð sín, þegar þeir hitta fyrir afla- leysisár, og velta sjálfir út á sveitiua. Jeg ætlast ekki til, að útróðramenn borgi neitt af því, sem þeir þiggja, meir en það er vert; en á meðan þeir ekki eru neyddir til þess, á meðan útvegsbændur ekki krefjast neins af þeim fram yfir sanngirni, get jeg ekki fundið, að »kostum þeirra sje þröngvað». Útvegsbóndi. Sunnudagaverzlun lyfsala- Lands-. yfirrjettur staðfesti í fyrra dag lögreglurjett- ardóm úr Reykjavík frá 9. des. f. á., þar sem N. S. Kriiger lyfsali hafði verið dætndur í 5 kr. sekt og málskostnað fyrir brot á helgi- dagalöggjöfinni, og dæmdi hann sömuleiðis í málskostnað fyrir yfirdómi, þar á meðal málfærslulaun til sækjanda og verjanda þai\ 10 kr. til hvors þeirra Guðl. Guðmundsson- ar og Páls Briem. I ástæðum yfirdómsins segir svo: «Kærði hefir kannazt við, að hann selji vínföng og hvað annað, er honum er heimilt að verzla með, eins á sunnudögum sem öðrum dógum, án þess það væri eptir læknisfyrmælum, en eigi seldi hann þó vínföng í minna mæli en. boðið er í lögum 10. febr. 1888 um veitingu og sölu áfengra drykkja, og álítur hann, að hann hafi heimild til að verzla þannig, eins á sunnudögum sem öðrum dögum, eptir lög- gjöfinni um lyfsöluhúðir, sjerstaklega tilskip. 4. des. 1672. — Yfirdómurinn verður þó að vera undirdómaranum samdóma um, að ný- nefnd tilskipun, 4. desbr. 1672, sjerstaklega 18. gr. hennar, veiti eigi lyfsölum frekari rjett til vínfangasölu en vínsölumenn yfir höfuð hafa, og þar sem tilskipun 28. marz 1855, 3. gr., bannar alla verzlunar- atvinnu á sunnu- og helgidögum og að eins leyfir sjerstaklega lyfsölum að selja lœknis- dóma á þeim dögum, þá verður kærði að á- lítast með áminnztri vínsölu sinni að hafa orðið brotlegur gegn þessari tilskipun». — Skjalafölsun. Maður var dæmdur í landsyfirrjetti í fyrra dag fyrir skjalafölsun, Jóhannes Magnússon úr Skagafirði, í 4x5 daga fangelsi við vatn og brauð og máls- kostnað allan, þar á meðal 10 kr. til sækj^ anda og verjanda fyrir yfirdómi, þeirra Guðl. Guðmundssonar og Páls Briem, hvors um sig. «|>að er sannað með játningu kærða sjálfs og öðrum skýrslum í málinu, að hann hafi f fyrra haust ritað 2 ávísanir undir nafni ann- ars manns, Sveins Árnasonar á Yztamói, án þess að hann hafi liaft heimild til þess. Onnur ávísanin, útgefin 21. okt, 1888, var stíluð til kaupmanns V. Claessens á Sauðár- króki, en hin, útgefin sama dag, var stíluð tit verzlunarstjóra L. Popps þar á staðnum, Hin fyrnefnda ávísanin hljóðaði um 20 kr., hin síðarnefnda um 30 kr., og áttu upphæðir þessar eptir ákvæðum ávísunarseðlanna að greiðast einhverjum Jóni Davíðssyni á Klaufa- brekkum. þegar hinn ákærði svo var á ferð á Sauðárkróki í fyrra h^ust, sýndi hann kaupmanni Claessen fyrst ávísanina, sem stíl- uð var upp á hann, og beiddist að fá upp- hæð hennar greidda, en Claessen neitaði að borga hana. þá fór ákærði til Popps, sýndi honum hina ávísanina og fjekk greitt út á hana 10 kr., mestmegnis í vörum, og hagnýtti hann sjer það sem hann fekk út á ávísanina í ýmsar þarfir sínar. — Hinn ákærði virðist eigi hafa gjört frekari tilraunir til að notfæra sjer þessar ávísanir. Hann hefir kannazt við það, að hann hafi skrifað nafnið «Jón Davíðsson» í ávísanirnar út í bláinn og án þess að hafa í huga sjer nokkra persónu með þessu nafni. — Hinn ákærði gaf sig sjálfur fram fyrir hlutaðeigandi dómara sem sekan í hinum tilgreinda glæp, og þá, eða nokkru síðar, gjörði hann tilraun til þess, að fyrirfara sjer, með því að drekka ólyfjan, og var hann mjög veikur lengi eptir það; samt sem áður verður eptir skýrslum málsins að.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.