Ísafold - 12.02.1890, Blaðsíða 3

Ísafold - 12.02.1890, Blaðsíða 3
51 álíta, að hann hafi verið svo heill á sál og líkama, þegar hann gjörði sig sekan í af- brotinu, að hann verði afdráttarlaust að þola refsingu fyrir það eptir hinum almennu fyr- irmælum laganna* *. Sveitarútsvar á tveim stöðum. Landsyfirrjetturinn dæmdi 20. f. m. í máli milli Halldórs Briems, kennara við Möðru- vallaskóla, og hreppsnefndarinnar í Arnar- neshreppi, út af 30 króna sveitarútsvari, er hreppsnefndin hafði lagt á hann fyrir árið 1888—1889. Segir svo í dómsástæðunum: «það er komið fram í málinu og viðurkennt af sjált'um áfrýjandunum [hreppsnefndinni], að hinn stefndi, Halldór Briem, sem er kennari við gagnfræðaskólann á Möðruvöllum í Arnar- neshreppi, hjelt hús á Akureyri frá vordög- um 1888 til vordaga 1889, og ljet konu sína og hjú búa þar; að hann sjálfur dvaldi þar þangað til skóli byrjaði á Möðruvöllum haustið 1888, en eptir það hafði hann að nokkru leyti kost, þjónustu og húsnæði hjá skólastjóranum á Möðruvöllum, þó svo, að hann fór einu sinni í hverri viku, svo og um hátíðir, inn á Akureyri og bjó þar þá með konu sinni, í húsi því, er hann hafði tekið á leigu þar á staðnum. — Eptir því sem þannig er upplýst í málinu, verður að álíta, að hinn stefndi hafi átt lögheimili á Akureyri fardagaárið 1888—1889, og að fyrir því hafi eigi verið heimild til þess að leggja aukaút- svar á hann í Arnarneshreppi, þótt hann gegndi kennarastörfum við Möðruvallaskólann frá 1. okt. 1888 til vordaga 1889.» Hreppsnefndin var auk þess dæmd til að greiða kennaranum 25 kr. upp í málskostn- að. Mannalát Vermenn austan úr Skapta- fellssýslu segja nýlátinn, á sóttarsæng, prest- inn síra Jón Bjarnason Straumfjörð, í Meðal- landsþingum, — vígður þangað 1888. Hann mun hafa verið orðinn rúmlega fimmtugur að aldri. Hann var ættaður af Mýrum, var nokkur ár í skóla, en náði eigi burtfararprófi, var lengst af við verzlun í Reykjavik bæði fyrir og eptir það, fjekk konungsleyfi til að ganga á prestaskólann, þótt ekki hefði hann stúdentspróf, útskrifaðist þaðan 1887, ogvígð- ist árið eptir. Hann var alla tíð vel látinn af þeim, sem kynntust honum, þar á meðal af sóknarbörnum sínum, þá stuttu stund, er þeir nutu hans. Hann gaf út nokkuð af rit- um Jóns biskups Vídalíns, sem hann hafði hinar mestu mætur á, og hafði dregið saman fje í samskotasjóð til minnisvarða yfir hann. Hitt og þetta. „Vænt er að hafa hljóðberann (telefón) að grípa til, þegar manni liggur á“, sagði Litli-Fjetur; „þarna getur maður óhræddur hundskammað hvaða heljarmenni sem er og þorpara, þegar mað- ur veit, að það er 2 mílna stálþráður á milli sín og hans“. Ekki er það nærgætnislegt, að ætlast til, að aðrir varðveiti leyndarmál vor, ef vjer getum það jafnvel ekki sjálfir. Skilnaður er bani ástarinnar, segir máltækið. En sannmæli er það ekki nema því að eins, að ástin hafi verið orðin sjúk þegar unnendurnir skildu. J>að illt, sem vjer gjörum, bakar oss eigi nærri því eins marga óvini eins og dyggðir vorar og mannkostir. Hann: „Jeg elska yður svo heitt, að jeg held jeg ætli að missa vitið“. — Hwn: „Talið þjer við hann föður minn ; hann er læknir við vitfirringa- spítala11. AUGLÝSINGAR samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þnkkaráv. 3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning I kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg. út í hönd. Samskot til fiskimannsjóðsins í Kjalarnesþingi 1889. 5. Úr Kjós safnað af þórði Guðmnndssyni á Neðra-Hálsi, Tölurnar merkja krónur. Einar Jónsson Flekkudal 1. Ólafur Einarsson eldri s. st. 1. Olafur Einarsson yngri s. st. 1. Guðmundur Sigurðsson Káranesi 2. GuðlaugJóns- dóttir s. st. 1. Jón Halldórsson s. st. 1. Halldör þorlákssou s. st. 1. Jón Einarsson s. st. 1. Ragn- heiður Gottsveinsdóttir 8. st. 1. Sigurður Jóns- son s. st 0,50. Ólöf Hansdóttir s. st. 0,30. Eggert Einnsson Meðalfelli 2. Guðhjörg Magnúsdóttir s. st. 0,50. Gísli Guðmundsson Kiðafelli 0.25. Sess- elja Kortsdóttir a. st. 0,25. Guðrún Gísladóttir 8. st. 0 50. Gísli Gíslason s. st. 0,50. Gísli Gestsson s. st. 0,25. Sesselja Jóhannsdóttir s. st. 0.25 Sigurbjörn tíjarnason Neðra-Hálsi I. þórður Guð- muudsson s. st. 5. Erlendur Andrjesson Miðdals- kot 1. Ólafur Ólafsson s. st. 0,25 Jón Ólafsson s. st. 0,25 Sigurður þorkelsson s. st. 0,50. Guðrún Sigurðardóttir s. st. 0,25. Kristín Jónsdóttir s. st. 0,25. Jón Guðmundsson Uppkot 1. Ólafur Jóns- son s. st 0,50. Guðrún Jónsdóttir s. st. 0,50 Ingibjö g Jónsdóttir s. st. 0f60. Kristmundur Guðraundsson Útskálahamri 1. Guðmundur Svein- bjarnar8on Valdastöðum 1. Ólafur Tómasson Hrísa- koti 1. Ólafur Jónsson Bæ 0,50 Halldór Ólafs- son s. st. 0,50. Guðjón Ólafsson s. st. 0,50. And- rjes Ólafsson s. st. 0,50. Rannveig Jónsdóttir s. st. 0,25. Helgi Guðmuudsson Hvítanesi 0,50. Ein- ar Jónsson Fremra-Hálsi 1. Einar Einarsson s. st. 0 50. Jón Steinsson 0,50. þorleifur þórð- arson Hækingsdal 1. Guðbrandur Einarsson s. st. 1. Sigurður þorvarðsson s. st. 1. Guðfmna þor- varðsdóttir s. st. 0,50. Sigurbjörg þorvarðsdóttir s. st. 0,50. Jarðþrúður Guðmundsdóttir s. st. 0,50. Einar Brynjólfsson Vindási 0,50. Gísli Einarsson s. st. 1. Björn Einarsson s. st. 1. Guðrún Ein- arsdóttir s. st. 0,25. Ingibjörg Einarsdóttir s. st. 0,25. Katrín Einarsdóttir s. st. 0,25. Páll þór- hallason Hurðarbaki 2. þórunn Jónsdóttir s. st. 1. þórunn Hansdóttir s. st. 0,50. Hans Stephen- sen s. st. 1. Oddur Andrjessou Eilífsdal 2. þórð- ur Oddsson s. st. 1. Jón Einarsson s. st. 1. Guð- laugur Jakobsson Sogni 1. Jónas Guðmundsson s st. 0,25. Margrjet Gísladóttir s. st. 0,25. Brynj- ólfur Einarsson Meðalfellskoti 2. Einar Brynj- ólfsson s. st. I. Ragnheiður Brynjólfsdóttir s. st 0,50. Hans Arnþórson s. st. 1. Bjarni Ólafsson s. st. 0,25. þorkell Bjarnason Reynivöllnm 2. Guð- mundur Eyólfsson írafelli 0,50. Jón B. P. Ottesen Ingunarstöðum 0,50. Arnþór Björnsson þrándarstöðum 1. þorbjörg Kristjánsdóttir s. st. 0 50. Jón Arnþórsson s. st. 0,50. Jón Jónsson s. st. 1. Björn Björnsson Grjóteyri 0,50. Björn Jónsson Eyjum 0,50. Bjarni Halldórsson Sandi 1. (Framh.). TOMBOLA verður haldin í Njarðvíkum, með leyfi viðkomandi yfirvalds, i marzmán. næst- komandi, til ágóða fyrir barnaskóla hreppsins og Good-Templara-stúku. Vjer leyfum oss að mæl- ast til, að allir, sem unna menntun, fjelagsanda og reglusemi, vildu styrkja þetta þarflega fyrir- tæki eptir föngum. þeir, sem vilja sýna veglyndi sitt með því, að gefa peninga eða einhverja muni, eru vinsamlega beðnir að afhenda þá fyrir lok þ. m. einhverjum okkar, eða þeim, sem veita munun- um móttöku fyrir okkar hönd, nfl.: í Reykjavík hr. yfirrjettarmálfærslum. Guðl. Guðmundssyni, í tiermanna-spítalanum kjörgrip, og þeir sem eru farnir að hressast og komnir á flakk, ryksa til og frá í mislitum bómullarsloppum, eins montnir eins og verstu spjátrungar á strætum höfuðborgarinnar. það er og ekki neitt smáræði, sem þær leggja í sölurnar, aðrar eins konur og frú Brady, frú Lee, frú Harris, frú Husband og fjöldamargar aðrar, og það er meira en lítið Þrek og kjarkur, sem þær hafa til að bera. Þær hafa yfirgefið þægileg og ríkmannleg heim- *li| þar sem þær þurftu aldrei að drepa hendi sinni í kalt vatn, og gefið sig allar við þvf stunda veika hermenn og sára, og lið- sinna þeim ^ ýmsa iund. þær höfðu með þeirri atorku og þeim hygginduin, sem jeg hlýt að miklast af að amerískar konur einar hafa til að bera, safnað fje, útvegað vistir og aðrar nauðsynjar, komið þeim þangað, sem á þarf að halda; og á hverjum vígvelli, meira að segja svo nærri fjandmannaliðinu, að þær voru í skotmáli þaðan, hafa þessar líknandi systur sett landtjöld sín, til þess að vera nær- staddar með svaladrykk og liðsinni við þá, sem liggja örmagna í valnum eða í andar- slitrunum. það kann sumum að þykja eigi mikils um það vert, að standa við pottinn og* elda og sjóða frá morgni til kvölds, frá kl. 5 á morgnana til kl. 10 á kvöldiu, dag eptir dag, meira að segja stundum alla nótt- ina líka, til þess að veita örmagna og hel- teknum aumingjum lífgandi drykk, eða ætan mat; en það reynir bæði á þolinmæði og þrótt. — En umbun uppsker það, þar sem er hin óumræðilega þakklátsemi dátanna, og þessi kyrláta iðja í þjónustu kærleikans hefir líka sýnt sig þess megnuga, að vinn bug á harðsvíraðn eigingirni. þú kannast við það, að ýmsir gjörast þeir, er nota sjer neyð dát- anna og flytja vistir út á vígvellina, og selja þser þar fyrir ránverð. Einn slíkur okrari hafði haldið með vagni sínum beint þangað, er fylkingin stóð, eitt kvöld, er barizt hafði verið um daginn. Liðið var örmagna; margir höfðu eigi bragðað mat heilan sólarhring; þeir tæmdu vasana að peningum, til þess að fá ögn af mjúku kexi og brauði. Erú Lee var þar stödd, en hafði engar vistir með sjer þá. Hún hafði að eins meðferðis tvær vatnsfötur, aðra til þess að þvo sár manna, hina handa hermönnunum að drekka úr. Og til hennar komu þeir skjögrandi, blóðugir, eða bornir af lagsmönnum sínum, biksvartir í framan af púðri og með fötin stirð af storkn- uðu blóði, og þoldu ekki við fyrir sulti. Fru Lee hafði ekki brjóst til að horfa upp á þetta og heyra köllin á eitthvað til að nærast á; hún fór hvað eptir annað á fund okrarans og keypti brauð af honum, fyrir það ránverð, sem hann setti upp, og mælti ekki orð um það. þegar hún kom í fjórða skipti, og fjekk honum sinn síðasta eyri, hógvær og þolin- móð, fór okraranum að verða órótt, og segir við sveina sína: »Drottinn minn! þetta stenzt jeg ekki lengur. Látið þið konuna þá arna fá brauð fyrir ekki neitt«. Að svo mæltu tók hann til að útbýta hermönnum, er þyrptust utan um vagninn, því sem hann hafði til, engu óörara en frú Lee sjálf, þangað til síðasti brauðbitinn var horfinn niður um hálsinn á hungruðurn her- manni. Síðan sneri hann heimleiðis bæði með ljettari samvizku og vagninn ljettari en hann kom.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.