Ísafold - 19.02.1890, Blaðsíða 1

Ísafold - 19.02.1890, Blaðsíða 1
Kxmui ut á iniðvikudögum og iaugardögum. Verð árgangsins (I04arka) 4 ki.; erlendis 5 kr. Bnrgist fyrir miðjan júlímánuð. ISAFOLD. Uppsögn (skrilieg) bundin vif áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir I.okt. Af- greiðslust. í Aiisturstrceti 8. XVII 15. Reykjavik miðvikudaginn 19. febrúar. 1890. ES* Óskcmmd expl. af hinum fyrstu 10 tölublöðum af p. d. ÍSAFOLD cru keypt d afgreiðslustofu blaðsins (Austurstrœti 8) fyrir 50 aura ull, þ. c. meira en fullt verð. Hannyrðasmíðar. Herra ritstjóri! Mjer hefir fyrir löngu koimð til hugar, hversu nauðsynlegt það væri fyrir unglinga lands vors, í tómstundum, í stað þess að vera titi á götunum kann ske meiri part dags, að hafa éinhver smá-störf heima fyrir, er' þeir bæði gætu haft gagn og gaman af. Slíkt er líka kunnugra en að frá þurfi að seg]a> að skólar eru tíðir í öðrum lóndum, er veita tilsögn í ýmislegum heimil- is-iðnaði og koma alstaðar að mjög góðum og miklum notum. Af því að áhöld til slíks starfa eigi eru margbrotin og því mjög ódýr, þá er auðvelt að koma slíkum iðnaði á gang og þarf varla annað en að áhugi vakni fyrir slíku, og að heimilisfeður og mœður sjái gagn það, er þess konar hefir í för með sjer. petta iðnaðarstarf, »Husflid«, sem svo mjög er tíðkað í öðrum löudum heims, gefa blöð- in svo margar og góðar upplýsingar um; líka eru skráðar bækur margar og góðar um það efni, og vil jeg sjerstaklega nefna N. C. Eoms xHaandgjerningsbog for Ungdommen« sem þegar hefir fengið talsverða útbreiðslu í Danmörku og opt hefir verið prentuð og mestan og beztan þátt hefir átt í áhuga þeim° er vakuað hefir í Danmörku og orðið hefir til þess að vekja löngun bæði hjá yngri og eldri, til þess sjálfir að búa til svö margt smávegis, og það svo aptur til þess, að ýta undir aðra, er sjeð hafa o. s. frv. Mjer sýnist eigi mörgum blöðum þurfi um það að fletta, hversu mikla gagnsemi það getur haft í för með sjer, að unglingar okk- ar venjist að nota vel tómstundir sínar; jeg er líka sannfærður um, að engum mun bland- ast hugur um það, að byrji unglingar með á- huga að nota hverja smástund, sem þannig hefir verið bent á, muni líka nokkrir hinir eldri, er áður eigi hafa skeytt um, að nota tfmann til slíks, smátt og smátt dragast með, og er þá stór sigur unninn. M. Enn um hneykslispresta og fleira. par sem talað er um hneykslispresta áður í þessu blaði (bl. 6. þ. á.), er helzt getið um dæmi, sem varð einum presti að em- hættistöpun. Nóg munu þó dæmin rleiri um hueykslan- lega ofdrykkjupresta. pað verður mörgum, að þótt hann sjái ýmislegt í fari embættis- manns vera miður en skyldi, þá finnst þeim hinum sama, að sjer beinlínis ekki komi við að kæra slíkt, enda vita flestir, að það bakar 'manni óvild, ekki einungis yfirboðaranna, heldur og stjettarbi'æðranna, ef yfirsjónin, eins og opt á sjer stað um prestana, er ekki nema að eins hneykslanleg. f>egar presturinn er drykkfeldur, venjast menn við það, og hann getur að öðru leyti verið vænn maður, og þá þykir það ómann- legt að vera að kæra jafnvænan mann, þó hann stöku sinnum verði fullur ; hann gerir hvorki að ljúga nje stela fyrir það. Menn verða svo vanir við ósómann, að þeir sjá hann ekki. j þannig hefi jeg, þegar jeg var yngri, á- samt 2 bændum, horft á prófast, er hann var á vísitazíu, fijúgast á við einn sóknar- prestinn, og höfðum við gaman af, líkt og þegar menn sjá hesta bítast; því báðir guðs- mennirnir voru svo blindfullir, að þeir gátu varla meitt hver annan. þriðji presturinn var og þar, lítið drukkinn. Ekki man jeg að honum þætti neitt fyrir að svona skyldi at- vikast. það mun ekki hafa verið nýtt, að prófastur þessi væri fullur. Öðru sinui horfði jeg á sóknarprestinn minn sitja klofvega á rekastaur og vera að skera hann yfir þvert fy'rir framan knjen á sjer með sjálfskeiðingnum sínum; var hann þá svo ör- vita af drykkjuskap, að hann hjelt rekastaur- inn vera eitt sóknarbarnið sitt. Mjer datt ekki í hug að kæra hann fyrir drykkjuskap; því jeg man ekki til, að hann væri nokkurn tíma fullur við embættisverk. En hverja virðingu menn bera fyrir slíkum embættismanni, má nærri geta. þessi prestur var alkuunur drykkjumaður, rjett undir handarjaðrinum á biskupnum, áður en hann var sendur sem prestur á útkjálkabrauð. Allir vita, að það er skylda prófasta, að vaka yfir embættisfærslu prestanna, og eins því, að liegðun þeirra sje ekki hneykslanleg; en þegar þeir eru sjálfir drykkjumenn, verð- ur erfiðara eptirlit biskupsins. þótt jeg skrifi þessi dæmi, þá er það ekki tilgangurinn, að bera neinu út, heldur liitt, að sýna umburðarlyndi almennings. það hefur ekki þurft að fara langt til að sjá þetta umburðarh ndi. Jeg held drykkju- skapur prestlinga hafi verið alkunnur í Revkja- vík, og getur biskupi ekki hafa verið ókunn- ugt um hann. það er alkunuugt, að margir, og ekki sízt embættismenn, láta syni sína læra til prests, fremur til að koma þeim í stöðu, þar sem þeir geti lifað af ahnaunafjs, en af áhuga á eíiingu guðsríkis, nje af því, að synir þeirra sje vel fallnir til prestsembættis. Ljóst dæmi þess, hvað mikinn áhuga prest- ar almenut hafa á andlegri þörf safnaðanna er það, að þegar eitthvert brauð losnar, verða tíu fyrir einn að sækja um það, sjeu þar fleiri smjörfjórðungar í boði, eða hvað annað, sem þeim geta orðið veraldlegir hagsmunir að, og það eins þó þeir sjeu vel látnir og söfnuður- inn vilji ekki missa prestinn sinn fyrir annan óþekktan. Mjer dettur ekki í hug, að nokkur við það að vera vígður prestvígslu, verði heilagur; en þó eiga prestarnir ekki einungis með kenn- ingu, heldur og miklu heldur með eptirbreytn- isverðu líferni að kenna mönnum að hegða sjer eins og kristnum sómir. Sá, sem býður sig fram og er kjörinn til að vera leiðtogi ann- ara til himnaríkis, má ekki — eptir kenniugu kirkjunnar,— vera sjálfur vísvitandi á leiðinni til helvítis. Eður hver áhrif mun sá leiðsögu- maður hafa á aðra, sem á hættusamri leið segir tnönnum að fara annan veg en hann fer sjálfur ? þá vaknar ósjálfrátt fyrirlitning fyrir kenningunni, og þar finnur maður rætur til þess, hve auðvelt annarlegum kenningum er að ryðja sjer til rúms innan þjóðkirkj- unnar. Omenntaðir Mormónar hirða margan sauð- inn frá prestum þjóðkirkjunnar; en ekki hef jeg orðið var við, að þeir taki sjer það nærri. þeir munu ekki of margir heitir í andanum, og mjer finnst sumt í trú þjóðkirkjunnar vera orðið svo sem dauð kreddutrú. þannig hef jeg heyrt, þegar fólk talar um altarisgöngu, að það spyr, hvort hinn eða þessi sje biánn að cara,— eins og það sje athöfn, sem þurfi að framkvæmast á ákveðnum tíma; og svo munu skýrslur prestauna sýna, að altaris- ganga margra fer að verða sjaldgæf. Fyrir nálægt tveimur árum var gefin út <(Páskaræða» eptir síra Pál Sigurðsson í Gaul- verjabæ (haldin 1885), sem kollvarpar kenningu cikristilegs barnalærdóms» í oinu atriði, og enn hefir ekki mjer vitanlega nokkur prestur þjóðkirkjunnar gjört tilraun til að hrekja hana. Eæða þessi fer um iand allt, og margir trúa henni betur en hinni iögboðnu kenningu þjóðkirkjunnar; en báður geta ekki verið jafnrjettar. Sje hún falskjnning, var og er það skylda prestanna, að hrekja hana með ástœðum, undir eins og hún birtist; en ef þeir ekki geta það, gjöra þeir rjettast að þegja; en það, að þeir þegja, eru kröptugustu meðmælin með kenningunni. pó lítur svo iit, sem ekki hafi þótt hættulaust að gefa hana ut, fyr en liöfundurinn var komin þangað sem hann var óhultur fyrir persónulegum árásum kirkjustjórnarinnar. En hvað sem kenniugunni líður, er jeg að vona, að söfnuðirnir sýni sig maklega frelsis þess, sem þeir hafa fengið með nlögum um hluttöku safnaða í veitingu brauða», með því meðal annars, að láta ávallt þá presta sitja á hakanum, sem ekki eru kunuir að góðu siðferði, og ef kosning mistekst, þá að vera heldur prestlausir, en þiggja af kirkjustjórn- inni óregluprest, ef slíkur væri á boðstól- um hafður, sem ekki skyldi ráð fyrir gjöra. Menn mega ekki, þegar til prests- kosninga kemur, láta smásálarlega hlut- drægni teyma sig, heldur hafa gagn alls safn- aðarins fyrir augum. það er svo margt, sem kemur prestinum við, og menntun almennings á svo lágu stigi, að það er sjaldan um aðra menntaða menn að ræða í sveitunum. J?ví er ekki lítils vert, að presturinn sje valinn, og vegna stöðu sinnar hefur hann meiri áhrif á menn en nokkur annar í söfnuðinum, og optast sjálfkjörinn formaður fyrir nytsöm- Um framkvæmdum, sjeu þær nokkrar. Elliðakoti 17. febr. 1890. Guðm. Magnmson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.