Ísafold - 05.03.1890, Side 3

Ísafold - 05.03.1890, Side 3
Stýrimannakennsla í Rvík. Eins og að undanförnu var kennslu í stýrimannafræði hjer í Evík sagt upp hinn síðasta febrúar næstliðinn. Frá 1. oktbr. í haust til nýárs nutu 7 piltar tilsagnar, en eptir nýár 9 piltar. Próf gat ekki orðið haldið sökum þess, að allir námspiltar, utan einn, voru nýbyrjendur frá í haust, og gátu því ekki náð þeirri þekk- ingu, sem útheimtist til að standast prófið. Aílabrögð. Fimmtudag 27. f. m. varð fiskvart fyrst á Eyrarbakka og Stokkseyri, 9 í hlut hæst. Daginn eptir 20 í hlut hæst þar, af þorski og ýsu. Laugardag 1. þ. m. fengust 14, 8 og 4 í hlut á Miðnesi, á djúp- miðum, af stútung, og úr Garði reru tvennir s. d. vestnr í Súluál svonefndan ; fjekk annar 18 í hlut og hinu 10, af smáfiski. Mannalát. í>ann 16. desbr. f. á. andaðist, Jón bóndi Stefánsson á Ekru í Hjaltastaðaþinghá. Hann hafði byrjað búskap fyrir 20 árum fátækur; hafði nú keypt ábúðarjörð sína Ekru fyrir 2500 kr. og borgað hana, og átti þó nú nokkurt bú. Hann var barnlaus, en hafði tekið eitt barn til fósturs og annað að nokkru leyti. Hann var hinn mesti dugmaður, en var heilsulítill hin síðari ár. Hann dó úr sullaveiki 46 ára gamall. — Sorglegt er að vita, hve opt sá ófögnuður drepur vora efnilegustu menn á bezta aldri. I Yopnafirði dó 8. nóv. f. á. Jón Jónsson, er lengi og vel bjó á Vakursstöðum þar í sveit, en var nú hættur búskap, enda orðinn mjög gamall maður og hrumur. Hann var hinn höfðinglegasti maður, mesti framfara- og framkvæmdarmaður, og var lengi einhver hinn atkvæðamesti bóndi í sveit sinni. Jeg er ekki svo kunnugur æfiatriðum hans, að jeg geti skýrt frá þeim ; en jeg þykist viss um, að einhver af sveitungum hans muni minnast hans nákvæmara, sem vert er. Hann var systrungur Björns í Sleðbrjótsseli, og líf hans mun vissulega ekki síður sanna, að enn er hægt að lifa góðu lífi á Islandi, græða talsvert fje og gjöra þó öðrum mikið gagn á ýmsan hátt». Dáinn 18. f. m. trjesmiður Jóhann Fr. Jónsson í Garðbæ á Eyrarbakka, nálægt fer- tugu, »nýtur maður og drengur hinn bezti». Hann var búinn að liggja 8 vikur í innan- veiki. (»Hann hafði tryggt líf sitt í hitt eð fyrra fyrir 2000 kr., og var að eins búinn að borga iðgjald sitt tvisvar,— lítilræði»). Leiðarvísir ísafoldar. 379. Eiga prestar ekki að greiða lausfjártíund og jarðartíund til fátækra ? Sv.: Jú. 380. Getur sá, er gert hefir verið aukaútsvar, —með þeirri sannfæringu, að hann sje gjaldskyld- ur — skorazt undan að greiða það, ef hann ekki hefir borið sig upp um það, að útsvarið sje rang- lega á sig lagt, innan hins lögskipaða tíma, sem niðurjöfnunarskráin liggur frammi hreppsbúum til sýnis? Sv.: Mei. 381. Hefir yfirsetukona fulla heimild til að krefj- ast borgunar af þeim mönnum í umdæmi hennar, sem nota aðrar konur í hennar stað til ljósmóður- starfa — án þess hún sje i nokkra staði forfölluð eða aðfinningarverð? Sv.: Nei. 382. Er það eklci skylda húsbónda að tíunda allan þann fjenað, sem hann hefir undir höndum, hvort það er vinnufólks eður annara? Sv.: Jú, sjá tíundalög 12. júli 1878, 4. gr. 183. Eru foreldrar ekki hærir að ráða giftingu barna sinna? Sv.: Nei, ekki frekara en svo, að samþykki þeirra þarf til hjúskaparins, ef barnið er eui full- myndugt eða ekkja (án lögráðanda). 384. Hef jeg sem eigandi jarðar ekki vald til að reka leigjanda frá jörðinni, ef hann gjörir sig sekan i að selja hey og lána torfristu án míns leyfis ? Sv.: Jú, nema gert sje í skiptum fyrir aðrar landsnytjar jafngóðar, eða heyið sje látið í harð- indum gegn öðru endurgjaldi eptir áskorun hrepps- nefndar. Sjá lög 12. jan. 1884, 13. gr. 385. Ber prestum að borga legkaup til kirkju fyrir ættingja sína, konu eða börn? Sv.: Já. 386. Hefir ekki hver og einn rjett til að verja beitu sína fyrir ásókn fugla, hvort heldur er æð- arfugl eða önnur fuglakyn, með pví að leggja net yfir beitu sína, þó það kynni að verða einhverjum þeirra að bana? Sv.: Jú. * 387. Ber prestum nokkur borgun fyrir vottorð úr prestþjónustubókum, svo sem- fæðingar- og skirnarvottorð, fermingarvottorð o. s. fry. ? Sv.: Já, nema ef öreigum, eða í opinberum málum, þar sem lög mæla svo fyrir eða beðið er um þau af öðrum embættismönnum í embættisnafni. 388. Ef þeim ber borgun, þá — hve mikil ? Sv.: 66 a fyrir hvert vottorð, nema ef vott- orðsbeiðandi er húsmaður, tómthúsmaður, dag- launamaður, vinnuhjú eða í öðru „viðlíku standi11, þá að eins 33 a.; sje vitnað um fleiri en eitt atr- iði í sama vottorði, má taka hálfa borgun að auki fyrir hvert hinna, þó ekki meira en tvöfalda borg- un alls, þ. e. 132 a. eða 66 a. (Tilsk. 21. des. 1831). AUGLÝSINGAR i samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning I kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg. út i hönd. þrtðjudaginn 18. þ. m. þóknaðist guði að burtkalla minn ástkæra maka trje- smið Jóhann Fr. Jónsson, eptir langvinn- ar innvortis þjáningar. þetta leyfi jeg mjer að tilkynna hin- urn mörgu vinum og kunningjum hins látna. Eyrarbakka 25. febrúarmán. 1890. Ingunn Einarsdóttir Proclama. Samkvœmt opmi brjefi 4. jan. 1861 og lögum 12. apríl 1878 er hjer með skorað á þá, er til skulda telja í dánarbúi por- leifs Jóhannssonar, er drukknaffi í nóv. f. á., aff gefa sig fram og sanna kröfur sínar fyrir undirrituffum skiptaráffanda innan 12 mánaffa frá síffustu birtingu þessarar auglýsingar. Svo er og skorad á erfingja hins látna, aff gefa sig fram og fcera sönnur á erfða- rjett sinn. tíæjarfógetinn á ísafirði, 10. janúar 1890. Skúli Thoroddsen. Proclama. Samkvcemt opnu brjefi 4. jan. 1861 og lögum 12. apríl 1878 er skoraff á þá, sem telja til skulda í dánarbúi Magnúsar Úr íslandsför Friðriks VII. Árið 1834 kom ekkert tímarit út hjer á landi, og hafði ekki komið mörg ár, frá því 1827, er Klausturpósturinn leið undir lok. En árið eptir hófst Sunnanpósturinn sæli, og þar, í janúar-blaði hans, var þá skrásett það, sem frjettnæmt gjörðist á landinu árið áður. þar er ein blaðsíða svo látandi, eptir Árna (síðar biskup) Helgason : »það var Nýlunda fyrir íslendinga að sjá á höfn í Beykjavik á þessu sumri danskt Hcr- skip af fyrstu röð. það heitir: Drottníng María; það kom ei heldur erindislaust, held- ur flutti híngað Prins Friðrik Kall Kristján. hverjum Kóngur vor gifti Ita Novembr. 1828 ýngri dóttur sína Prinsessn Vilhelminu. Prinsin reisti um Gullbringu Sýsslu fyrst, svo upp að Geysir og Hekln og allt austur í Fljótshlið. Aformað var að halda leingra austur, en fregnir héðan að sunnan, um þá megnu Kvefsótt, er farinn var að geisa, olli því, að hér var aptur snúið ; því Stiptamt- manni vorum [Krieger], sem með Prinsinum reisti, þótti tilhlýða, þegar svo ástóð, að koma suður til nauðsynlegra ráðstafana, og Prinsinum að hverfa aptur með honum. þar- eptir reið Prinsin norður um land, og komst leingst áleiðis upp til Mývatns. Mátti hann og þeir Herrar, sem með honum reistu, af því ségja, hvörnig á Islandi viðrar þegar ílla viðrar. Bótin var, að Prinsin er eingin kveif. Minnisstædt mun og Islendíngum verða þessarar Konúnglegu persónu lítillæti og góðsemi. — lta Septembr. kora á Beykjavikur höfn það Stríðsskip, sera sókti Prinsin aptur og hans fylgdarmenn. Með sama skipi sigldi Stiptamtmaður Krieger, og skal skipið hafa haft 12 daga ferð héðan og til Frið- ricíu á Jótlandi, hvar Prinsin nú fyrst um sinn setst að«. Á herskipi því, sem til Reykjavíkur kom 1. sept. (1834) að sækja prinzinn, var farþegi liinn nafnkeundi íslendingur, Tómas Sæmund- seu, síðan prófastur að Breiðabólsstað í Fljótshlíð, nýkominn sunnan úr löndum. Hann hefir lýst sinni ferð hingað með her- skipi þessu fróðlega og skemmtilega i I. ári Fjölnis (»Úr brjefi frá íslandi dagsettu 25. jan. 1835«), og minnist þar einnig á ferð prinzins lauslega. Segir fyrst svo frá um hafnsögumanninn frá Beykjavík og fjelaga hans, er komu í móti herskipinn á innsigl- ingu þess inn flóann : »Lofuðu þessir mjög prinzinn, kváðu hann hafa gert sér um það mikið far, að kynna ser landið og lanzfólkið, og • mundi þó hvurtveggja gjörr kunnugt orðið, hefði hann minna þurft að hlýða ann&ra sögusögn. Létu þeír og mikið yfir örleík hanns og út- látum—•, enda hættir alþýðu til að meta alla mannkosti eptir þessum eína hlut; eru pen- íngar það, er þeím gengur mest í augu, vilja helzt viðtaka, enn sízt afsjá. það er samt dagsanna, að prinzinn hefir bæði í þessu, og fyrir lítilæti sitt og alla hegðan, leýft sér góðan orðstýr hér á landi«. Síðar í brjefinu segir hann : »Daginn eptir það við komum fór prinzinn suður á Álptanes og til Hafnarfjarðar. Yar

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.