Ísafold - 05.04.1890, Blaðsíða 1

Ísafold - 05.04.1890, Blaðsíða 1
Xemur út á miðvikudögum og íaugardögum. Verð árgangsins (I04arka) 4 kr,; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júlimánuð. ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundia við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir I.okt. Af- greiðslust. í AwtwstrœtÁ 8. XVII 28. Reykjavik, laugardaginn 5. april 1890. Hið sameinaða gufuskipafjelag. Á vorum dögum er harðstjórn auðsins komin í stað harðstjórnar þjóðhöfðingja. Eins og herkonungar lögðu fyrrum undir sig lönd og þjóðir og hnepptu fólkið í þrældóm eða þjáðu það á annan veg, eins má segja að auðkýfingarnir gjöri nú á tímum. Auðsafn hefir aldrei verið meira i heiminum en á slðari hluta Iþessarar aldar, og ríki auðsins aldrei •voðalegra. Versnað hefir það um allan helming síðan sá siður komst á, að mestu fjár- gróðamenn í hverju landi eða jafnvel í fleiru en einu landi fóru að bindast sam- tökum sín í milli til þess að geta komið sjer enn betur við að hrúga saman aur- ¦unutn, kúga alla keppinauta sína eða fje- 'fletta að öðrum kosti, og rýja síðan al- •menning eptir vild sinni. fað mætti segja fróðlega og þó ó- skemmtilega sögu af ofríki og miskunn- arlausri harðstjórn slíkra stórgróðafjelaga í ýmsum löndum, tökum t. d. í Banda- ríkjunum í Norður-Ameríku. Hjer skal að eins minnzt á dæmi, sem oss er ná- komið : hið ofríkisfulla stórgróðafjelag, sem nefnist „hið sameinaða gufuskipafje- lag", í Danmörku. Skýrsla hefir staðið í þessu blaði í vet- nr um hinn stórkostlega vöxt þess og viðgang þann fjórðung aldar, er það hefir nú lifað. þ>að magnast æ meir og meir, því lengra sem líður. ?að tvíeflist nú orðið á örfáum árum. Hjer skal vikið ¦stuttlega á, hvernig það hefir farið að koma svo ár sinni fyrir borð, sem það hefir gjört. Áður en það kom til sögunnar, önnuð- ust smáskútur, fjöldamargar, mestalla flutninga eyja á milli í Danmörku og með ströndum fram. f>að var fyrsta verk fjelagsins, að sópa þeim flota öllum út í buskann og taka brauðið frá þeim mikla fjölda manna, er atvinnu höfðu af flutn- ingum þessum. Vitaskuld er, að það var eigi nema sjálfsögð tímans rás, að „eldur og eimur" ryddi sjer þar til rúms, sem annarsstaðar. J>að var ekkineitt til- tökumál. En það getur verið mikill mun- ur á því, hvað liðlega er farið að þess konar. f>etta fjelag hugsaði ekki um neitt annað frá upphafi vega sinna en að neita aflsmunar, — leggjast því þyngra á, sem meiri var aflsmunurinn. J>essu næst sneri það sjer að öðr- um gufuskipafjelögum eða einstökum gufuskipaeigendum. Lagið var það yfir höfuð, að beita miskunnarlausri samkeppni þangað til, að hinir urðu fegnir að láta undan eða máttu til að gefast upp. A þann hátt gleypti miðgarðsormur þessi í sig hvert smáfjelagið eptir annað, hvern skipaflotann eptir annan, og rjeð svo eitt lögum og lofum. Nú er svo komið, að fjelag þetta hefir eigi einungis lagt undir sig mest- allar innlendar gufuskipsferðir, heldur, eins og að orði var komizt nýlega í dönsku blaði, „með ofríki auðsins skapað sjer einokunarrjettindi til gufuskipsferða milli Danmerkur og bróðurríkjanna (Nor- egs og Svíþjóðar) og til flestra annara landa". Vjer íslendingar vitum, hve mjúkt og þýtt það hefir verið i viðskiptum við oss. En það er líka fróðlegt að heyra, hvern vitnisburð það fær hjá almenningi í sínu landi, Danmörku. Má lesa talsvert af þess konar í dönskum blöðum fyrir skemmstu. Almúgamenn, sem vinna fyrir fjelagið, svo sem hásetar á skipum þess, fá svo lítið kaup, að varla er lífvænlegt. fess gjalda svo hásetar á öðrum dönskum flutningsskipum og kaupskipum, og eru að sögn fáar siglingaþjóðir í heimi, sem eru eins naumar i kaupgjaldi við háseta sína á þilskipum eins og Danir nú orðið. Fyrir þann nápínuskap meðfram og margvíslegan svíðingshátt og ágengni við almenning græða líka hlutabrjefaeigend- ur í fjelaginu svo gífurlega, að þeir fá höfuðstólinn endurborgaðan á fám árum, hvað eptir annað. En forstöðumörinum sinum, hershöfðingjunum, sem fjelagið hefir til þess að ganga á hólm við al- menning og kúga smælingjana, sem það hefir í þjónustu sinni —, þeim horfir það ekki í að launa rausnarlega. Varaforstjóri þess, er Normann heitir og er raunar aðalframkvæmdarstjórinn nú orðið, hefir i föst laun 25,000 kr. á ári, og fjekk þar á ofan í aukagetu — hlutarbót af ársgróða fjelagsins — árið sem leið 29,000 kr. Alls 54,000 kr. í árslaun handa einum manni! fað eru 5—6-föld landshöfðingjalaun, miklu meira en 4 ráðgjafar hafa i árslaun i Danmörku (i2,oookr.). „Fjelagið gefur framkvæmdarstjóra sín- um jafnmikið í föst árslaun eins og 1000 hásetum sínum í mánaðarlaun"! Vjer Reykvikingar höfum í hverri ferð póstskipsins bæði kostnaðarauka og skap- raun af þeim nirfilsskap fjelagsins, að það tímir ekki að hafa hjer geymsluhús til þess að hirða vörur þær, er með skipinu koma eða fara, meðan verið er að nálg- ast þær. Vörum þeim, er með skipinu koma, er fleygt upp á bryggjur bæjarins hingað og þangað og stungið síðan kann- ske inn í geymsluhús kaupmanna, ein- hversstaðar og einhversstaðar, svo að opt ber við, að þrátt fyrir mikla leit koma þær ekki fram fyr en eptir að skipið er farið af stað aptur, svo að viðtakandi hefir orðið að svara þeim, sem sendi. að hann hafi alls eigi fengið vöruna. Sá, sem vill komast hjá þessum eða þvilíkum búsifj- um, svo sem að það flæði undir vörurnar á bryggjunum, eða að það rigni á þær til stórskemmda, verður að hafa þjóna sína út um allar trissur til þess að vera til taks að handsama „rekann" undir eins, hvar sem að landi ber. Nú munu flestir ímynda sjer, að annað eins og þetta leyfi fjelagið sjer ekki nema við smælingjana, svo sem íslendinga og við- líka vesalinga. En það er öðru nær. í fjelagsins augum er allur almenningur smælingjar, allir þeir, sem upp á þess náð eru komnir að einhverju leyti. Heyrum, hvað það leyfir sjer við fólk í sjálfum höfuðstað ríkisins, við Kaupmanna- hafnarbúa. Við Kvæsthúsbryggjuna í Khöfn lenda skip þess flest í milliferðum sínum milli eyjanna og víðar að. En ekki tímir fje- lagið að hafa þar nærri skýli fyrir menn eða skepnur, sem biða eptir skipunum, eins og alsiða er Við hvern járnbrautar- stúf og smá-sporvagnabrautir, hvað þá heldur við stærri flutningsstöðvar. „Smælingjum, sem kaupa sjer far á þiljum uppi með skipum fjelagsins milli Khafnar og Jótlands eða eyjanna t. d., er gjört jafnt undir höfði og íerfættu skepnunum, er fluttar eru á skipunum, nautum og svinum o. s. frv. f>eir verða að hreiðra sig á nóttum innan um alls konar rusl á þilfarinu, og þykjast góðu bættir, ef þeir fá að húka á poka ein- hversstaðar þar sem velgja leggur nærri frá vjelinni. Vetrarferð með skipum fje-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.