Ísafold - 05.04.1890, Blaðsíða 3

Ísafold - 05.04.1890, Blaðsíða 3
111 Formaðurinn þarf að vera reglumaður, og má alls ekki láta neinn drykkjuskap viðgangast meðal háseta sinna, og sjer- staklega ætti hann að hafa strangar og nákvæmar gætur á, að enginn af skip- verjum hans drekki, eða fari drukkinn á sjó, því reynslan sannar hvervetna, þar sem því eru gefnar gætur, að við öll störf, hvort heldur er á sjó eða landi, vinna þeir að samtöldu miklu meira og þola margfallt betur vosbúð og kulda, sem ekki neyta áfengis, heldur en hinir, sem það gjöra. Og sorgleg dæmi sanna, að ýmsir skiptapar stafa einmitt af víndrykkju formannsins eða skipshafnarinnar, og væri óskandi að sjómenn vorir hættu að láta slíkt spyrjast um sig. Á þeim stundum, sem menn eru í landi, og ekki er hægt að starfa að hirðing aflans, skinnklæða, skips eða veiðarfæra, ættu sjómenn ekki að láta tímann líða hugsunarlaust; því tíminn er raunar ærið skammur fyrir hvern einstakling, en þó svo langur, að sá sem notar hann vel, hefir ærið margar tómstundir til þess, að afla sjer talsverða þekkingu, og aðhafast sitt hvað annað nytsamlegt. En til þess að sjómenn gjöri það, út- heimtist að formennirnir og aðrir heiztu menn í sjóplássunum sjeu frumkvöðlar þess. Mikið væri í það varið, að hafa lestrar- fjelög í hverju sjóplássi, sem bæði væru i bækur almennt vekjandi og fræðandi efnis, og þar að auki allir helztu ritling- ar, sem snertu sjávarútveg, en þeim mun að vonum fjölga smám saman, eptir því sem sjávarútvegnum er betur gaumur gefinn, og úr lestrarfjelögum þessum ætti hver sjómaður að fá bækur á ábyrgð formannsins, og gegn sem lægstu tillagi að hægt væri. „En er þá nokkur trygging fyrir því, að margir sjómenn mundu vilja nota lestrarfjelag ?“, munu menn spyrja. Já, það kemur opt fyrir, að ýmsir sjómenn vildu fegnir fá bækur. ef þær væru fáan- legar, og mundi sú löngun vaxa við það, að lestrarfjelag væri til. Jeg býst við, að mannfrelsingjarnir muni rísa hjer öndverðir móti, og segja, að menn eigi að vera sjálfráðir. hvað þeir hafi fyrir stafni, og enginn geti gjört oss að meiri mönnum en vjer erum, nema með sem fullkomnustu frelsi. Slíkt er satt og ekki satt. flil þess að geta hagnýtt sjer fullkomið frelsi útheimtist visst þekkingar- og menn- iogarstig, en meðan því er ekki náð, terður algjört frelsi, ef ekki hefndargjöf, þá að minnsta kosti hálfnotað, enda er iíka munur á frelsi og algjörðu sjálfræði. En að þrátta um slikt fram og aptur veldur tímatöf 0g getur staðið fyrir öll- um endurbótum. Að útvega öllum sjómönnum fasta vinnu þegar landlegur eru, getur naumast orðið framgengt, að minnsta kosti ekki á meðan karlmenn þeir, sem eru í sjóplássunum, árið um kring hafa ekki lag á að hafa nóg að gjöra, og slíkt getur þá fyrst i orðið umtalsmál, þegar sá rekspölur er kominn á, að sjávarmenn komast ekki orðið yfir þau störf, sem hægt er að af- kasta þar. Aptur á móti sýnist ekki vanþörf á, að sveitamenn tækju að gera sjer það nokkurn veginn ljóst, hvort útróðrarnir yfir höfuð hafi bætandi áhrif á efnahag þeirra eða þvert á móti, og hvort hyggilegt sje, að senda meginþorra verk- færra karlmanna úr sveitunum frá skepnu- hirðingu og öðrum sveitaverkum og van- rækja svo landbúnaðinn meira eða minna fyrir það. En hvað sem öðru líður, þá ættu allir þeir að vakna, sem hafa huga á endur- bótum bæði til sjós og sveita, og gjöra allt sem hægt er til þess, að þetta um- hyggjulitla svefnmóks-líf, sem er of al- mennt i sjávarplássunum, þessi tímaeyðsla í hitt og þetta og ekki neitt þegar landlegurnar eru, breytist til einhverra starfa, annaðhvort andlegra eða Hkam- legra, eða þó helzt í hvorttveggja, því þá fyrst má vænta þess, að unglingar hafi gagn af því, að „læra sjó“. H. Fiintlnir gamlir peningar. Eyrar- bakka 16. marz: „Bóndi einn hjer á Eyrarb., Vigfús Halldórsson á Simba- koti, ætlaði í gær að rifa í sundur til eldsneytis gamla kistu er hann átti. Hann byrjaði á þeim enda kistunn- ar, sem handraðinn var i, og þá varð hann þess var, að nokkrir peningar hrundu úr leynihólfi, sem var innan á kistugaflinum undir handraðanum. Beg- ar hann fór að aðgæta þetta betur, fann hann þar peningapoka með 79 spesíum, 42 ríkisdölum, einum fírskilding, og einum túskilding. Leynihólf þetta var fyrir öll- um gafli kistunnar frá handraða niður að botni og út til beggja hliða. Peningun- um var raðað i pokann þannig, að þrír og þrír voru hver við hliðina á öðrum. Pokinn var úr ljerepti, og var saumaður 1 gegn milli hverra raða, svo ekki gat neitt hringlað í peningunum; hann fyllti einnig mátulega út allt hólfið. 27 spesí- urnar voru frá ríkisstjórnar árum Krist- jáns 7.; 48 frá ríkisstj. árum Friðriks 6.; og 4 frá ríkisstj. árum Kr. 8.; 40 ríkis- dalirnir voru frá ríkisstj. árum Fr. 6., og 2 frá ríkisstj. árum Kr. 8. Elzta spesían hefur verið mótuð árið 1787, sú yngsta 1840. Yngsti rikisdalurinn 1842; fírskild- ingurinn 1836, og túskildingurinn 1654. AÍlir peningarnir vógu 6 pund. Kistu þessa keypti Vigfús i maímán. 1888, á uppboði eptir Hjört bónda J>or- kelsson í Bolafæti í YYrihrepp. f>á er Vigfús keypti kistuna, stóð hún úti í hjalli á Bolafæti; síðan flutti hann hana heim til sín að Osbakka á Skeiðum, °g þar var hún þar til síðastl. vor, að hún var flutt fram á Eyrarbakka, hvar hún optast hefir verið úti, þar til þetta sem að framan er ritað, atvikaðist. — Hjörtur sál. i Bolafæti hafði verið vanur að kaupa á uppboðum, sem þar voru haldin í grennd“. Drukknan. Tveir menn drukknuðu af bát milli Engeyjar og Viðeyjar 2. þ. m., vinnum. úr Engey, Guðmundurr að nafni, Hvítanesi i Kjós.er var að flytja fjelaga sinn, vinnum. úr Viðey, er Gunnar hjet, heim til sín þangað á litilli kænu, en báðir voru þeir nýkomnir sunnan úr Garði frá róðrum. Skömmu eptir að þeir voru farnir á stað, sást báturinn á hliðinni á grandaskammt frá eynni. Var þegar farið á skipi að aðgæta þetta, og reyndist þá svo, að mennirnir voru báðir horfnir, en báturinn á hliðinni með segl uppi fast, eins og vandi er til. Litil ylgja var, en of grunnt haldið yfir grandann, enda munu mennirnir ekki hafa verið meir en svo algáðir. filskipa-afli. pann stutta tíma, sem þilskip Geirs kaupm. Zoega gátu fengizt við aflabrögð fyrir páskana, fiskuðu þau þetta : To Venner 1500 af þorski, Mar- grjet 900, Haraldur 300 ; en hákarlaskip hans: Gylfi. 40 tunnur lifrar, Geir 40, og Matthilde 38 tunnur. Frakkneskar fiskiskútur hafa hafnaðsig hjer nokkrar. Ein var búin að fá 15000 af þorski, mest fyrir austan Dyrhólaey, hinar kringum 2000, en sumar varla farn- ar að reyna fyrir fisk. Til kastnln. fallbyssna og annara her- virkja hafa Danir eytt 124 miljónum króna á 3 árum hinum síðustu, og miklu af því eptir bráðabirgðafjárlögum, þ. e. án lög- legrar heimildar að skoðun vinstrimanna. Allar árstekjur ríkissjóðs nema eigi full- 60 miljónum króna. Fallbyssukónguriiin Krupp íEssenhafði í tekjur árið sem leið nál. 5 miljónir króna; hann taldi það sjálfur fram til tekjuskatts, — og minna hefir það þá ekki verið. Sá hefir ekki óhag af hervirkjafarganinu. Norðurheimskautsfcrð Nansens. Til ferðar þessarar hugsar dr. Friðþjófur Nan- sen sjer að láta smíða ákaflega traust skip og þannig lagað á hliðunum, að haf- ísjakarnir lypti því upp. en merji það ekki milli sín. Hann gerir helzt ráð fyrir að halda norður Behringssund, milli Amerí- ku og Asíu, með því að þar hagar straum- um bezt til að komast lengst norður eptir, og halda siðan vestur eptir til Ný-Síberíu- eyja ; þar sjeu líkur til að straumar lægju i norður, og gott að hagnýta sjer þá. Skalla grímshaugur. 1866 rauf Andrés Féldsteð Skallagrímshaug, og tóku þeir félagar pá eptir {iví, að það mundi hafa verið farið í hauginn einhverntíma áður (sbr. Forngripasafnsskýrslu II, Kh. 1874, bls. 45—46 og Árbók hins ísl. fornleifafélags, Kvík 1887, bls 7—8), en eingar sagnir voru þó kunnar, er greindu neitt um, hvenær þetta hefði verið gert. Til er í kvæða- bók riokkurri í safni Árna Magnússonar (Nr. 148 8vo, bls. 15—16), sem rituð er í Vigur 1676—1677, vísa nokkur, er sýnir, að Skallagrímshaugur hefir verið rofinn einhverntíma fyrir það ár (1676). Vísan getur verið nokkru eidri en 1676, en að minni ætlan er hún þó ekki svo gömul, að hún verði heimfærð til 16. aldar. Hefir því haugurinn verið rofinn einhverntíma annaðhvort á fyrri hluta 17. aldar eða nokkru síðar, svo sem 1650—1660. Vísan, sem að bragarhætti er tröllaslagur og sem. er í sjálfu sér lítt merk, hljóðar svo : Ein vísa um Skallagríms haugbrot. Skalla mjalla skríns gull skýlist og hvílist, jörð sýlist, lætur mætur leiks strit leingi með spreingi þjá dreingi, nema komi í nás ham nökkur svo dökkur, fljótt sökkur: rái, snái rétt á, rati og fati sá snati; þorleifs norðan úr þingi þeir til hingað springi, að sig beri, einninn geri undra mikla kyngi. Öngvar klukkur hringi, Einginn prestur syngi.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.