Ísafold - 16.04.1890, Blaðsíða 2

Ísafold - 16.04.1890, Blaðsíða 2
122 um eitt aðalatriði í greinum mínum, (nfnl. um það, að sem flestir útróðrarmenn ættu að ráða sig upp á kaup), þá get jeg þó enganveginn fallizt á allar skoðanir hans. Sveitabóndinn vill, að allir útróðramenn ráði sig upp á fast ákveðið kaup, en ekki að kaupið sje miðað við aflaupphæð. þetta get jeg engan veginn fallizt á. því það er herfilega ranglátt gagnvart sjávarbændum. Sveitabóndinn sýnir með reikningi sínum yfir kostnað útróðramanna, sem til sjóar fara, að sá kostnaður nem- ur rúmum 70 kr. fyrir hvern mann, og þó sleppir hann vökvuninni, sem hann telur óþarfa. J>ennan sama kostnað hljóta sjávar- bændur að leggja fram handa útgjörðar- mönnum sínum, þ. e. þeim útróðramönn- um, sem þeir ráða til sín upp á fæði og kaup, og auk þess munu flestir veita þeim vökvun; en gjörum ráð fyrir, að þeir í stað vökvunarinnar hafi þeim mun minna af kjöti, svo að kostnaðurinn við fæði þeirra, sjóklæði og fl. verði um 70 kr. Ef nú lítið . eða ekkert aflast. þá fá sjávarbændur ekkert endurgjald fyrir þennan vissa kostnað, sem af dvöl út- gjörðarmannsins leiðir; það er hreinn og beinn skattur, sem sjávarbóndinn leggur á sig, að fæða hann, þegar ekkert aflast. Er þá nokkur sanngirni í því fólgin, að sjávarbændur greiði útgjörðarmönnum fast ákveðið kaup ofan á þennan vissa kostnað, sem þeir, ef til vill, fá ekkert endurgjald fyrir? Jeg segi nei. þ»að væri eitt hið herfi- legasta ranglæti, að ætlast til þess, enda munu þess kyns þvingunarloforð lenda í prettum fyrir allmörgum, þegar illa læt- ur í ári. Reikningur sveitabóndans sýnir, að í raun rjettri getur engum útgjörðarmanni borið kaup fyrri en hann hefir fengið um 200 til hlutar af þorski, því lægri hlutur borgar trauðlega allt það, sem sjávarbónd- inn leggur til í fæði, skinnklæðum og öðru. Samt hef jeg ekki viljað halda því fram, að enginn útgjörðamaður fái kaup fyrri en hann hefur fengið 200 í hlut. Jeg hef gjört þá uppástungu, að kaup- ið væri ákveðið 10 kr. fyrir hvert ioo af fullorðnum þorski, sem fengizt til hlutar, og mun enginn sanngjarn maður álíta það of lágt kaup á fyrstu 3—4 hundruðin. Ef kaupið væri ákveðið á þennan hátt, álít jeg að sjávarbóndinn sleppi optast skaðlaus, eða að minnsta kosti hafi lít- inn halla, ef hluturinn nær 300; þó er þetta komið bæði undir vænleika fiskjar- ins og verðinu á honum. Mjer finnst það vera nægilega lagt í vogun af sjávarbændum, að leggja hverj- um útgjörðarmanni til yfir 70 kr., þó þeir ekki þar á ofan lofi 40—60 kr. kaupi, enda er það lítil hvöt fyrir útgjörð- armann til að stunda vel skiprúm sitt og leggja hart á sig með að afla, ef hann fær sama kaup hvort sem mikið, lítið eða ekkert aflast. f>að mun varla ofsagt. að hjer í Gull- bringusýsiu sieu nú um 300 útgerðarmenn ráðnir upp á fæði og kaup. Eptir reikn- ingi sveitabóndans kostar fæði og aðrar tillögur til þessara manna samtals 21,000 kr. Ofan á þennan sjálfsagða skatt vill sveitabóndinn bæta 50 kr. kaupi til hvers; það eru 15000 kr. Allur kostnaður til þessara manna verður þá 36 þúsund krón- ur. J>að væri allsnotur upphæð úr einni sýslu í fiskileysisári. Jeg þykist sjá það á grein sveitabónd- bóndans, að þó hann sje „vanur sjávar- útgjörð“, sem jeg ekki efa, þá muni hann vera með öllu óvanur því, að hafa út- róðramemi á lieimili sínu; hann mun vera einn þeirra manna, sem með vetrarver- tíðarbyrjun flytur sig og alla sína útróðra- menn í hinar alþekktu selstöður syðra, og lætur hvern háseta leggja sjer til hvað eina, sem með þarf til lífsviðurhalds, eða borga það fullu verði. En einmitt af því, að sveitabóndinn ekki þekkir þau kjör, sem útróðramenn hafa, þegar þeir dvelja á heimilum útvegsbænda, getur hann ekki dæmt um, að hve miklu leyti reikningur minn yfir útgjörðarkostnaðinn er rjettur eða ekki. Jeg þykist geta um það borið af eigin reynslu, engu sið- ur en hann getur borið um þann kostn- að, sem útróðramenn hafa af útróðrunum, þegar þeir leggja sjer allt til. það er auðvitað, að ef útróðramenn, borga allt eða leggja sjer allt til, eins og sveitabóndinn ætlast til þeir gjöri, þá er reikningur minn yfir útgjörðarkostnaðinn of hár; en af því þeir hafa óvíðast gjört það hingaðtil, nema máske hjá hinum svonefndu inntökumönnum, þá er reikn- ingur minn rjettur. Reikningur sveitabóndans er ekki að því leyti rjettur, að hann telur með kostnaði við útróðurinn 50 kr. kaup til útróðramannsins. f>etta verðu að teljast ágóði, en ekki kostnaður af útróðurnum; og þegar þessi upphæð er dregin frá reikningi sveitabóndans, þá vérður kostn- aður sá, sem hver útróðramaður hefur af útróðurnum, lægri en sá kostnaður, sem lendir á útvegsbóndanum fyrir hvern dauðan hlut, sem hann fær, þrátt fyrir það. þó ekki sje talinn kostnaðurinn, sem leiðir af því, að halda sjómenn og leggja þeim ýmislegt til, sumpart ókeypis, eða fyrir væga borgun, en það hef jeg talið um 30 kr. fyrir hvern dauðan hlut, að slepptu formannskaupi. Sveitabóndinn hefir rjett fyrir sjer í því, að það mun hafa verið venja sum- staðar syðra, að taka hrognin úr fiski útróðramanna fyrir kaffið, sem þeir þáðu; en þó þetta kunni að hafa verið sóma- samleg borgun fyrir 10—20 árum liðnum, þá er það nú á síðustu árum sama sem engin borgun. Vetrarvertíðirnar 1886 og 87 var ekki leyfilegt að hirða nein hrogn sem verzl- unarvöru; en þær tvær vertíðir, sem síð- an eru liðnar, mátti hirða þau og salta fram að 15. aprfl, en lengur ekki. Jeg hef nú ekki haft það í hyggju, að miða reikning minn við það, sem átti sjer stað fyrir mörgum árum, heldur við þessar síðustu vertíðir, en í staðinn fyrir */2 tunnu af hrognum, sem sveitabóndinn reiknar úr hverjum hlut, þykir mjer gott, ef út- vegsbændur hafa fengið meira en i skeffu úr hlut til jafnaðar. Auk þess veit jeg ekki til, að fyrir eina gotutunnu hafi fengizt meira en 12 kr. með ílátinu þessi síðustu ár, þó sveitabóndinn reikni hana á 16 kr. Yfir höfuð er gotureikn- ingur sveitabóndans ekki svaraverður, því hann nær engri átt, ef miðað er við síðastliðnar tvær vertíðir. / J>að var heldur ekki á neinni sanngirni byggt, að gjöra það að fastri reglu, að hver útróðramaður borgaði kaffið meó gotunni úr hlut sfnum, því þá borgar sá. sjómaður mest fyrir kaffið, sem mesfc aflar, en minnst sá, sem lægstan fær hlutinn, þó báðir njóti jafnmikils af kaff- inu. / Hvað vökvuninni viðvfkur, þá er hún veitandanum jafn kostnaðarsöm fyrir því, þó sá, sem þiggur, ekki spari neitt við- hana. En það er heldur ekki rjett hjá sveitabóndanum, að útróðramenn ekkert spari við vökvunina. J>að eru flestir sem láta sjer hana nægja i staðinn fyrir eina máltíð, og jeg hef heyrt marga fátæka útróðramenn segja, að fyrir vökvunina, kæmust þeir af með talsvert minna feit- meti, eins og það líka er sannreynt, að fæðan er hollari, sje hún blönduð, heldur en ef menn þurfa að lifa nær eingöngu á sama mat dag eptir dag. Reikningur sveitabóndans yfir kaffi- hitun, soðningu og þjónustu, ásamt eldi- við, er mjer með öllu óskiljanlegur; þar fyrir hef jeg enga ástæðu til að rengja hann, af því, hann þykist byggja hann á. eigin reynslu. J>að hlýtur að vera einhver framúr- skarandi dugnaðarvargur f pilsi, sem af- kastar því, að hita kaffi, sjóða og taka að sjer til þjónustu svo marga menn, að hún, með 2 kr. borgun frá hverjum þeirra, geti fætt sig yfir vertíðina, fengið venjulegt hlutakonukaup og að auki lagt til allan eldiviðinn; en máske kaupið sje ekki hátt, eða hún komist af með minna fæði en flestar aðrar. (Niðurl.). Útvegsbóndi. Peningarnir eru í gaflinum! öömul kona ein hjer í bœnum, pórlaug Árna- dóttir, ættuð af Mýrum, segir svo frá : Sigríður Hafliðadóttir, Kolbeinssonar, hefir kona heitið, sem dáin er fyrir nokkrum árum vestur á Mýrum. Hún var vinnukona hjá síra Guðmundi heitnum Vigfússyni, er siðar varð prófastur, en hann fluttist að austan vestur að Borg á Mýrum. Hún giptist ári síðar Jóni bónda Sigurðssyni frá Hjörsey; hún var síðari kona hans. |>au eignuðugfc son, erGuðjón heitir, oger núbóndi á Ánabrekku á Mýrum. Baðir Sigríðar, Hafliði Kolbeinsson, var einn í „Kambsmálinu11 og varð að sigla fyrir það á Brim- arhólm. Honum græddist fje erlendis, því hann var snillingur að atgervi og samhaldsamur mjög. Komu fram eptir hann látinn 800 rd., sem voru á vöxtum utanlands, frá því hann var þar, og erfði Sigríður dóttir hans það fje. Hann drukknaði á Eyrarbakka fyrir rúmum 40 árum. Ekki komu,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.