Ísafold - 30.04.1890, Blaðsíða 3

Ísafold - 30.04.1890, Blaðsíða 3
139 væri þá fremur en áður látnir sæta þeirri ábyrgð fyrir, sem skólareglurnar ætlast til. Kennararnir koma sjer þá saman um, að rjeítara sje að hætta þeim sið eptirleiðis, að sleppa piltum við drykkjuskaparnótur við slík tækifæri; þá langar ekki til að sjá sama hneyksli næst. Og næst, þegar á að halda skólahátíð, skipa stiptsyfirvöldin svo fyrir einmitt þetta, sem kennararnir höfðu orðið ásáttir um eptir hneykslið í fyrra. það er mikið skarplega til fundið, að búa til ámæli út úr slíkum drætti (!) Eða, ef svo hefði verið, að þetta hefði verið full ástæða til að gjöra löngu fyr, fyrir mörgurn árum, mundi þá ekki hafa verið eins rjett að segja: betra er seint en aldrei, og láta vel yfir lagfæringunni, þegar hún kom loksins, í stað þess að finna að henni ? Hitt munu flestir undirskrifa, sem æ-ið segir, að vonandi sje að hætt verði að verja styrk af almannafje til afmælishátíðar í skólanum. það er hjegómi, sem ekkert gott leiðir af sjer. Norðurför Friðþjófs Nansens, í fyrirlestri. er dr. Friðþjófur Nansen flutti í KLristjaníu í vetur 20. febrúar, minntist hann á fyrri, tilraunir ýmsra þjóða að komast norður að heimsskauti. þrennar leiðir hafa reyndar verið lengrst. Henry Hudson mun fyrstur manna hafa lagt út í slíka norðurför. þ>að var árið 1707. Hann hjelt norður á milli Grænlánds og Spitzbergen. Hann komst norður á 80. mælistig norðurbreiddar. þ>að er hjer um bil 200 mílur norður fyrir ís- land. Sömu leið hjelt Parry, 120 árum síðar, árið 1827. Hann komst langt norður fyrir Spitzbergen, á 82. stig 45 mín. norður- breiddar, rúmum 40 mílum lengra en Hudson. Lengra hefir enginn komizt um þá leið, og ekki á gufuskipum ; Parry hnfði ekki nema seglskip. Harðir straum- ar öptruðu honum að komast lengra norður. Langoptast hefir verið haldin leiðin fyrir vestan Grænland, norður Ginnungagap og Smithssund norður úr því. |>ar komst einn af leitarflokkunum eptir þeim Sir John Franklin og hans fjelögum á 80. stig 56 min. norðurbreiddar. þ>að var skömmu eptir 1850. Einn maður i þeirri för þóttist sjeð hafa af hæð nokkurri f fslaust heimskautshaf 8 mílum norðar. Mörgum árum síðar komst Greely frá Ameríku 37 mílum lengra norður þá hina sömu leið, eða á 83. stig 24 mín. norður- breiddar. J>á voru þó eptir gg mflur norður að heimskauti. Nær því hefir eng- inn maður komizt enn. í>ar, fyrir vestan Grænland, liggja harðir straumar suður á bóginn, og eru því litlar líkur til að þar verði lengra komizt. J>riðja leiðin er norður frá Franz Jósefs- landi, fyrir austan Spitzbergen. |>á leið ætlaði Hovgaard að halda, en varð frá að hverfa sakir hafíss. Loks er ein leiðin eptir enn, sem eng- inn hefir reynt nema einn maður frá Ameríku fyrir 10 árum, Delong, á skip inu Jeannette. J>að er norður Behrings- sund, milli Ameriku og Asíu. Hann gerði sjer von um hlýjan straum í norðurátt úr Behringssundi, er mundi geta bægt haf- ísnum frá. En svo fór, að skipið festist í ís, og varð sú för árangurslaus. pað er samt sannfæring dr. Nansens, að þessi leið, sem Delong hugkvæmdist fyrst, sje hin eina rjetta. Skip Delongs, Jeannette, hrakti i ís á 2 árum frá Wran- gelslandi vestur og norður undir Nýsí- beríueyja, en 3 árum eptir það, eðai884, fundust nokkrir munir, er fylgt höfðu skipinu, reknir á vesturströnd Græn- lands. Hvaða leið höfðu nú munir þessir borizt þangað ? Mohn háskólakennari, hinn nafnkenndi veðurfræðingur, leiddi rök að því fyrir 6 árum, í vísindafjelaginu norska iKristjaníu, að munir þessir gætu varla hafa borizt aðra leið en einmitt þvert yfir norður- heimskautið. Norðan Smithssund hefði þeir eigi getað borizt; það væri alveg ó- hugsandi, eptir því, hvernig straumum hagaði þar. J>á hlyti að hafa rekið fram hjá Spitzbergen, suður með Grænlandiað austan, suður fyrir Hvarf, og loks norður með landi að vestan. Sú skoðun styrkt- ist og af tímalengdinni, er munirnir frá Jeannette hefði verið að reka, eptir því sem kunnugt væri um stefnu hafstrauma og hraða í norðurhöfum, þar sem menn hefðu lengst komizt norður. Önnur röksemd fyrir þessari skoðun er það, sem nú skal greina. Einu sinni, meðan Dr. Rink, nafnkenndur vísinda- maður, var á Grænlandi, fyrir mörgum árum, færði Grænlendingur honum spýtu, sem hann hafði fundið sjórekna, alls ó líka því, sem þar hafði sjezt áður. Mörg- um árum síðar sá norskur ferðamaður nafnkenndur, er Jakobsen heitir, og ferð- azt hefir meðal annars um Alaska og kynnzt skrælingjaþjóðum i Ameríku norð- anverðri, spýtu þessa hjá Dr. Rink, og kannaðist þegar við, að hún var alveg eins og kastkefli þau, er Skiælingjar i Alaska hafa á veiðum. Dr. Yngvar Niel- sen hefði leitt rök að því, að spýta þessi hlyti að hafa lagt leið sina um norður- skautið, sömu leiðina hjer um bil og mun- irnir frá Jeannette, eptir skoðun Mohns háskólakennara. Nýtt rit eptir amerísk- an fræðimann styrkti þá skoðun.að spýta þessi hlyti að vera frá Alaska eða Síberíu, og sama mætti lesa í ^bók Nordenskiölds um Vega-ferð hans. Eins er það þessu máli til styrkingar, að sumt af rekavið þeim, erkemuráland á Grænlandi, cru bersýnilega sömu við- artegundir og vaxa i Síberíu, og gæti viður þessi eigi haia komizt aðra leið en einmitt yfir um norðurskautið. Eptir þessu eru mjög miklar likur til, að hafstraumar liggi írá Síberíu norður og vestur um Franz-Jósefs-land og heims- skautið og stefni á Grænland austanvert norðarlega, og beygi síðan suður á við milli Grænlands og Spitzbergen. Fyrir sunnan Franz-Jósefs-land og Spitz- bergen getur enga muni rekið frá Síbe- riu, því þar liggur Golfstraumurinn beint á móti. Dr. Nansen gjörir sjer von um, aðgeta komizt einhvern veginn skaplega norður fyrir Nýsiberiueyjar, norður undan Síbe- ríu austarlega. En þá þurfi eigi annað, ef skipið festist þar í hafís, sem við megi búast, en að láta berast i ísnum með straumi alla leið þangað til kemur suður á milli Grænlands og Spitzbergen. lil þess mundi varla þurfa nema svo sem 2 ár. Skipið á að vera svo lagað og eins traust smíðað, að ísinn geti trauðlega mulið það sundur. Og þó svo tækist illa til, þá væru miklar líkur til að skipverjar mættu bjargast á is, ef þeir væru nógu vel búnir vistum og klæðum og sæmilega vaskir menn. 300,000 kr. ætlar Nansen á að þurfa muni til ferðarinnar, og er í ráði að stór- þingið veiti til hennar 200,000 kr., en 100,000 kr. leggi einstakir menn fram, helzt norskir. Utlendir auðmenn hafa boðizt til að standast kostnaðinn; en Norðmönnum þykir minnkun að þiggja það. Skipið sjálft er gjört ráð fyrir að kosti 150,000 kr. Telefónfjelag Reykjavíkur og Hafn- arjfarðar var stofnsett 26. þ. m., eins og til stóð, í því skyni að leggja telefón milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, halda honum við og hagnýta hann. Voru þá fengnar 2000 kr. í hlutaloforðum, en vís von um nokkra fleiri, og álitið áhættu- laust að byrja með það. Lög voru sam- þykkt og stjórn kosin (Jón pórarinsson, Guðbr. Finnbogason, Björn Jónsson). Við- ina, staurana eða stoðirnar undir þráðinn, skyldi panta nú þegar frá Mandal, og annað efni og áhöld síðar í vor. Siðari part sumars á svo að leggja þráðinn og láta telefóninn taka til starfa. Jarðræktarfjelag Reykjavíkur. Sama dag, 26. þ. m., var stofnað fjelag, er svo heitir, með þeim tilgangi, „að hvetja menn til að taka óyrkt land til ræktunar og ljetta mönnum kostnaðinn við það svo sem unnt er “ Stofnendur voru 10 menn hjer í bænum, embættismenn og borgar- ar, er hafa fengið sjer útmældar til tún- ræktar um 70 dagsláttur í landeign bæj- arins hin síðustu missiri, mestallt frá þvf í fyrra; auk þess eiga nokkrir þeirra fram undir 20 dagsláttur samtals af rækt- uðu landi (túnum). Fjelagið ætlar að eignast og nota í sameiningu hesta og vagna, plóga og herfi og fleiri jarðyrkju- tól. Sömuleiðis að vera sjer úti um sem mest af áburði, er til fellur í bænum, láta gjöra safngryfjur fyrir hann utanbæjar o. s. frv. Lil þess að standast þann kostn- að skal greiða í fjelagssjóð 5 kr. tillag í eitt skipti fyrir öll fyrir dagsláttu hverja af óræktuðu landi, er tekið er til rækt- unar, og ársgjald að auki 1 kr. fyrir hverja dagsláttu af yrktu ög óyrktu landi. Á undirbúningsfundi nokkrum dögum áður höfðu þeir landlæknír Schierbeck, kand. Ásmundur Sveinsson og j'firrjettar- málfærslumaður Guðlaugur Guðmundsson verið kosnir til að semja frumvarp til laga fyrir fjelagið. Var frumvarp þetta samþykkt eptir nokkrar umræður og þeir hinir sömu kosnir í stjórn fjelagsins til næsta aðalfundar (i janúar i8gi). Bóstskipið Laura (kapt. Christiansen) kom hingað í nótt, og með því margt kaupmanna, bæði sem hjer eiga heima og á vesturhöfnunum: frá Englandi J. Choghill og J>orl. O. Johnson, frá Khöfn Björn Kristjánsson, Ditl. Thomsen, E}>- þór Felixson, Walg. O. Breiðfjörð, Sig. E. Sæmundsen, nýorðinn eigandi Olafs- víkurverzlunar, Holg. Clausen frá Stykk- ishólmi, Björn Sigurðsson frá Flatey, Markús Snæbjarnarson frá Vatneyri, N. Ch. Gram frá J>ingeyri, Zöllner (ísafirði). Frá Ameríku komu 12 íslendingar með þessari ferð, alkomnir heim aptur : Sveinn Níelsson frá Grímsstöðum á Mýrum, Teitur Ingimundarson úrsmiður, o. fl. Frá Færeyjnm kom með ferðinni eitt-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.