Ísafold - 30.04.1890, Blaðsíða 1

Ísafold - 30.04.1890, Blaðsíða 1
Kemur ot á miðvikudögum og Jaugardögum. Verð árgangsins (I04arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júlimánuð. ÍSAFOLD. XVII 35. Reykjavik, miðvikudaginn 30. apríl Uppsögn (skrifleg) bundin vð 4ramöt, ógild nerna komin sje til útgefanda fyrir i.okt. Af- greiðslust. í AvMurstræti 8. 1890. Jarls-hugmyndin. Mergurinn í jarls-hugmyndinni, eins og hún hefir komið fram í stjórnarskrárbar- áttu vorri, er það, að hjer skuli vera umboðsmaður konungs, er hafi ekki ein- ungis á hendi hið æðsta framkvæmdar- vald í sjerstaklegum málum landsins, allt eða mestallt, heldur gangi einnig að ¦mestu í konungs stað, er kemur til hlut- deildar hans í löggjafarvaldinu í þessum málum, en hvorutveggja þessu valdi skuli umboðsmaðurinn beita með ráði og á ábyrgð aðstoðarmanna, er hann hefir sjer við hönd og kallast ráðgjafar, — alveg eins og konungur getur eigi beitt sínu ríkisstjórnarvaldi öðruvísi en með aðstoð slfkra manna. J?að er ekki hjegómaskapur eða metn- aður, sem komið hefir endurskoðunar- mönnum til að halda fram jarls-hugmynd- inni. Nafnið sjálft eða tignin, sem því íylgir, liggur þeim í ljettu rúmi landsins vegna. Um nafnið hefir og leikið á tvennu í frumvörpunum, ýmist haft land- stjóri eða jarl. f>að getur verið álitsmál, tivort betur fer; sitt sýnist hverjum. Jarl •er fornt orð, stutt og laggott; það felur í sjer ákveðna hugmynd: mann, sem gengur í konungs stað sem yfirráðandi •einhvers ákveðins hluta ríkisins. Orðið landstjóri er nýgjörvingur, með óákveð- inni merkingu. Landstjóri getur eins verið konungurinn sjálfur eins og um- boðsmaður hans. A orðinu jarl er þar á móti ekki hægt að villast. Jafnvel út- lendingurinn Monrad biskup hefir fundið það, að bezt ætti við gefa æðsta innlend- um valdsmanni vorum eitthvert fornt, alíslenzkt heiti. Honum mundi hafa fallið jarl betur i geð en landstjóri. Á útlend- um tungum iiestum (evrópeiskum) mundi hvorttveggja nafnið þýtt með general- guverneur, og kæmi þvi þar í sama stað niður. Danir mundu halda nafninu jarl óbreyttu. p-að er þeirra tungu vel sam- þýðanlegt, og þeir kannast jafnvel við orðið fyrir fram. Fyrir þeim hefir það þann kost, að það ríður ekki í bága við neitt landsstjórnartignarnafn, er tíðkast nú á dögum. Jafnvel á Englandi, þar sem orðið hefir haldið sjer í málinu, er valdsmannsþýðingin í því löngu horfin; það er að eins aðalstignarnafn þar, sama sem greifi annarsstaðar. |>að má líka þýða það á dönsku með orðinu „statholder", en miður ráðlegt væri það (enda alveg óþarft); því það orð mundi þykja heldur veglegt fyrir oss. Slatholder er nútíðar- tignarnafn, sem margur hugsar sjer sam- fara konunglega vegsemd, er vjer hirðum eigi um sjálfir eða viljum öllu heldur án 'vera, og öðrum þykir of mikil viðhöfn í fyrir jafnfátæka, umkomulausa og fámenna þjóð. í sambandi við það, sem hjer er sagt um það, hvert heiti skuli velja hinum æðsta innlenda valdsmanni landsins, er eigi óþarft að víkja orðum að kostnaðar- grýlunni, sem andvfgismenn endurskoð- unarinnar bjuggu til einmitt út úr- jarls- eða landstjórahugmyndinni, fyrst þegar hún var vakin upp aptur, 1885, og veifuðu óspart framan í alþýðu, vitandi það sem er, að þar fellur slíkt f góðan akur. Jpeir ljetu sem slík tignarstaða hlyti að hafa svo stórkostlegan kostnað í för með sjer, að landið risi varla undir. þeir töluðu um 20,000 króna laun handa landsstjór- anum eða þar um bil. En slíkt er tómur hjegómi. það sem kostnaðinum veldur langmest annarsstaðar fyrir þá sem hafa viðlfka valdsmannsdæmi eða tignarstöðu og ætl- azt er til að jarlinn hafi hjer, það er hin stórkostlega auðlegð og höfðingsháttur fjölda manna, sem þeir eru yfir settir, eða þeir þurfa að hafa samneyti við. J>ar sem ef til vill fjöldi manna meðal þegna landsstjórans hefir svo hundruðum þúsunda skiptir í árstekjur og þeir halda sig að því skapi ríkmannlega, þar verður landstjórinn að hafa svo ríflegar tekjur, að hann geti staðið þeim á sporði með risnu og höfðingsskap. Sömuleiðis þarf hann ef til vill opt að fagna hágöfugum gestum frá öðrum löndum, eins og tign þeirra er samboðið og auðlegð lands þess, er hann er yfir settur. Hjer á landi er nú hvorugu slíku til að dreifa. Lands- höfðingjalaunin eru, eins og þau eru nú, nægileg til þess að geta borið ægishjálm yfir öllum innlendum höfðingjum, og heimsæki hann tignir gestir frá öðrum löndum, sem örsjaldan ber við, þá er fátækt þjóðarinnar svo heimsfræg, liggur manni við að segja, að þeir geta eigi til mikils ætlazt og munu ekki gjöra það. J>ar við bætist, að hjer eru lítil sem eng- in tök á því hvort sem er, að leggja stórmikið í kostnað til viðhafnar, glaums og gleði, er slíkum gestum eða öðrum geti verið fagnaður að. Hvort sem æðsti valdsmaður landsins því heitir heldur stiptamtmaður, eins og áður var, eða landshöfðingi, eins og nú, eða landstjóri eða jarl, þá á það að koma hjer um bil í sama stað niður, hvað kostnað þann snertir, er embættinu þarf að fylgja. J>að er nægilegt, sem nú er í þann kostnað borið. Jarlstignin sjálf parf því alls engan kostnaðarauka að hafa i för með sjer að svo stöddu. Hitt er annað mál, að fari efnahagur þjóðar- innar batnandi og hjer komi upp margir auðmenn, þá getur orðið þörf á og ástæða hennar, enda mundi henni pd að likind- um falla það bæði ljúft og ljett. En slíkt liggur eigi við borð að svo stöddu. Annar aðalþátturinn í jarls-hugmynd- inni, og það hinn mikilsverðari, eru ráð- gjafarnir, sem hann á að hafa sjer við hlið, með ábyrgð fyrir alþingi á öllum sínum (eða jarlsins) stjórnarstörfum. J>að er nú aðalkjarninn í stjórnarskrárendur- skoðuninni. Jpað er aðalbreytingin, er menn vilja hafa frarn frá því sem nú er, þetta, að þing og þjóð eigi við samlenda menn um framkvæmd þess. sem gjöra skal af landsvaldsins hálfu þjóðinni til hagsmuna, beinlínis og óbeinlínis, og það menn, er hafi fulla ábyrgð þess fyrir þinginu, hvernig þeir fara með vald sitt, og sjeu þar að auki í samráði og sam- vinnu við þingið um, hversu haga skuli almennum grundvallarreglum þeim og boðorðum, er þeim ber að stjórna éptir og framkvæma, en það eru lögin. J>etta atriði og þau atriði önnur í stjórnarskrár- frumvörpunum, er við það standa í nánu sambandi, það er mergurinn málsins fyrir endurskoðunarmönnum. Við þann keip hafa þeir h'ka setið fastir alla tíð, síðan almennilegt skrið kom á endur- skoðunarviðleitnina (1885). Önnur atriði JiggJ3- Þeim f ljettara rúmi, og þvf hafa komið fram ýmsar tilbreytingar hvað þau snertir. Stefnuleysi eða staðfestuleysi er því ekki hægt að bregða þeim um fyrir það. J>að mun þá hafa mikla kosti, þetta ráðgjafa-stjórnarfyrirkomulag, samlent og með þingsábyrgð o. s. frv. ? Svo er vfst. Lítum á dæmi annara þjóða. Hvað ætli komi til, að þær hafa allar, sem nokkra verulega menntun hafa og þess hafa fengið ráðið, tekið upp einmitt það stjórnarsnið og ekki annað, eptir hundrað ára (og ]engri) umhugsun og eptirleit eptir því, hvað hagfeldast mundi vera í því efni ? Allar þjóðir hjer i álfu hafa tekið upp þetta stjórnarsnið, nema þær, er þess hefir verið varnað með valdi, svo sem Rússar, Tyrkir, írar. Flestallar siðaðar þjóðir 1 hinum nýja heimi, Amerfku og Ástralfu, hafa það, hvort sem þær eru algjörlega sjálfum sjer ráðandi eða eigi. Allar ný- lendur Breta í þessum álfum hafa það, að yjer ætlum, smáar og stórar, og sömu- leiðis þau lönd þeirra i öðrum álfum, er hafa norðurálfumenntun. f>að má heita algild regla nú orðið, að hafi eitthvert land löggjafarþing út af fyrir sig, þá hefir það einnig landsstjófa út af fyrir sig og ráðgjafa honum Við hlið. Öðruvfsi er sjálfsforraðið hvorki heilt nje hálft ; það er ómynd kák. til að auka tekjur hins æðsta valdsmanns' Margur hyggur aðalskilyrðið fyrir s«»

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.