Ísafold - 03.05.1890, Blaðsíða 2

Ísafold - 03.05.1890, Blaðsíða 2
142 um i lok fundarins, flutti Tiet°en etazráð honum þakkirnar af þeirra hendi. Frakklaiul. J>aðan er ekkert nýnæm- islegt að segja. Búizt við hávaða í París innan skamms, er kjósa skal nýja fulltrúa í bæjarstjórn, en hún jafnan mörgum skipuð, sem meðal frekjugarpa teljast. Ekkert er tíðara en að ráðherrarnir ó- gilda ályktanir bæjarstjórnarinnar, er hún sveimar út yfir takmörk heimilda sinna. — Á Frakklandi — sem víðar — er lagt fyrir lögreglustjóra allra borga að gjalda varhuga við róstum og ólátum i. dag maímánaðar. Hvað hjer ber til, skal síð- ar greint. Carnot forseti er nú á ferðalagi um suðurhjeruð Frakklands. Kominn til Mas- silíu, og þar sem hvervetna vel fagnað. Talað um flotasýning við Toulon, og að stjórn ítala hafi lagt svo fyrir, að deild ítalska flotans skyldi koma þangað með kveðjuburð og tjá höfðingja Frakklands kurteisi fyrir hönd ítalíu. Austurríki. Um páskana urðu þær róstuhríðir í úthverfum Vínar, að lögregl- an hafði ekki við og varð að heita á vopnað lið. Um þetta leyti hafði til verkfalla verið tekið i ýmsum atvinnu- greinum, einkum múrhleðslumanna, og var þeim um ófriðinn kennt, en verka- menn hafa allt af sjer borið. Skríil og þorparalýður sást hjer líka helzt frammi, en grunað um æsingar af hálfu Júða- fjanda, enda var óþyrmilegust atgangan að hýbýlum Gyðinga og búðum. Rússland. Hjer er jafnan hulinshjálmi skotið yfir marga viðburði, en þrátt fyrir það tekst blöðum annara landa að njósna um margt, sem leynt skal fara. Sann- frjett, að víða hefir brytt á hreifingum — jafnvel uppreisn bænda í einu hjeraði, — og að nálega við alla háskóla hafa stúd- entarnir látið óspektalegar en þeim er þolað á þessu kúgunarlandi. Margt kvisað um innsetningar, jafnvel fyrirliða úr hern- um og annara í stórmenna röð. Fyrir ekki alls löngu fjekk keisarinn brjef frá rússneskri stúlku í París, sem bað hann í hamingjunnar nafni að sjá að sjer og forða sjer við illum forlögum, eða með öðrum orðum að breyta stjórnarfari Rúss- lands. — Hún var svo auðtrygg, að vitja átthaga sinna, en var höndluð þegar og sett i dýflissu. Mið-Ameríka. par hafa nú öll ríkin (5) orðið samþykk um einingarsamband, og skulu þau velja sjer forseta 15. sept. þ. á. í höfuðborg Hondúras (Tegucígalpa). í>ar mun svo stjórn og þing þeirra banda- ríkja eiga að vera. Verkauienn og sósíalistar. Samkvæmt ályktun á alþjóðafundi sósíalista í París í fyrra (15. júlí) skyldu verkamenn allra landa gera minnilega við sig vart 1. maí 1890, eða annan dag í þeim mánuði. Á- formið mun hafa verið, að byrja allsherj- ar verkaföll þann dag, og á því hafa sósíalistar Belga lengst klifað. Víða hefir verið fallizt á, að ganga frá verkum þann dag, hvað sem hver segði, halda ræðumót og gera þar ávörp og lýðsam- þykktir, ganga í prósessíum, ægja ,.stór- borgurununv' og svo frv. Forustumenn sósíalista á J>ýzkalandi hafa nú farið ofan af slikum tiltektum, varað verkamenn við öllu flani og svæsni, en ráðið þeim til að halda með sjer venjulega fundi þann dag að kveldi og sækja þar fögnuð og fróð- leik ; enn fremur : að byrja sem fyrst á undirbúningi bænarskrár til ríkisþingsins og krefjast þar lagabóta verkafólkinu í hag, en sjerílagi ákvæða um 8 stunda vinnutima. Líkt hafa forustumenr, á Fng- landi lagt fyrir verkamenn, og að eiga til þess fundi 1. sunnudag í maímán. Stanley og Emín pasja. Stanley er nú kominn til Evrópu og hans vænt hvern daginn í Bryssel, en Emín ráðinn i þjón- ustu þjóðverja (landa sinna) í Austurafríku og settur til forustu fyrir mikilli land- námssveit, sem á að halda vestur að Nýanzavötnum. Lengi smám saman upp komið um ágreining þessara skörunga frá öndverðu, og að undir ferðum Stanleys lá ann að og meira en það, að bjarga hinum úr einangrinum, eða hitt sem sje: að ryðja Englendingum vegu til nýrra landnáma og ráðastöðva í Afriku. Fyrst bauð hann Emín í nafni Belgakonungs forustuembætti í þjónustu Kóngórikisins, síðan að gerast landstjóri fyrir nýlendu- fjelag Englendinga í Austurafríku, og nefndi þau lönd, sem hann skyldi fá styrk til að leggja undir sig. Emín hafnaði hvorutveggja boðinu, og nú mun Stanley hafa brugðið í brún, er hann frjetti, hvað hann hafði af tekið. pó Stanley láti lítið á bera, mun honum búa annað ríkara undir rifjum en velfarandaóskir kunningja síns. Hjer er enn margt á huldu, og því er bezt varlega um að dæma, en þó hvorirtveggju taki fjarri um ríg eða á- greining, er þó auðsjeð, að kappsefni er nú uppi þar syðra með Englendingum og J>jóðverjum. J>ess má geta, að Emin skildi eptir vesturfrá 4000 vættir fílabeins. Gott yfir slíkt að komast —, og fyrir hann aptur i að ná. Barðastrandarsýslu vestanv., 18. marz: Hin ágæta og hagstæða hláka, sem kom í síðustu viku þorra, hjelzt fram í aðra viku góu, fyrst með sunnanvindi og nokkurri rigningu með köflum og allt að 5 stiga hita um hádegi (á R.), en síðan í fyrstu viku góu með mestu stillingu, því þá viku nær þvi alla var logn og kyrð á landi og sjó, en aptur var þá suma daga lítið frost. í annari viku góu tóku við allhvassir vestanstormar framan af vik- unni, fyrstu 2 dagana, með 3—4 stiga hita og nokkurri rigningu, en næstu 3 daga með nokkru frosti, hæst o° (6. marz). En 2 síðustu daga vikunnar var norð- austan-átt, allhvasst fyrri daginn (7. marz), með 8—n° frosti, og líkt á sunnu- daginn (9. marz). Hefur þessi norðan- átt haldizt síðan allt fram á þennan dag, ýmist með nokkru hvassviðri eða nokkr- um kalda, en optar með allmiklum kulda, hæst 15. og 16. þ. m.: 8—90 R. Hagar hafa ávallt verið nægir, en skepnur lítið getað opt verið úti á gjafajörðum sökum hinna sífelldu kuldanæðinga. í dag er logn og þykkviðri að morgni (kl. 7 f. m.) með 4 st. fr., áttin norðaustan til sjávar- ins. I blíðviðrinu í fyrstu viku góu fóru menn í hákarlalegur af Barðaströnd og úr fjörðunum (vestur) flestir eða allir 2 ferðir: þrennir af ströndinni, og öfluðu að sögn, 8, 10 og 12 kúta lifrar í hlut; þrennir úr Patreksfirði, og öfluðu 6, 8 og 9 kúta í hlut; og í Tálknafirði fengu einir að sögn, 8 tn. á skip. Um hina hef jeg eigi frjett, en allvel munu þeir hafa aflað. Barðastrandarsýslu sunnanv. 22. apríl: Veðurátta fremur óstöðug i þessum mán- uði fyrir páskana, en eptir þá austnorðan- átt, stundum hvassviðri með kófi í hálfan mánað, frá 14. versta kófhret í nokkra daga, optast frostvægt, mesta frost á þessu tímabili 7 stig R. Eptir þann 18. gekk í landsunnan þíðu, sem enn helzt, optast vindasamt. Töluvert hefir þurft að gefa fjenaði á tímabili þessu, þó er enginn hræddur um að ekki hafi hey fyrir skepnur sínar fram úr. Skepnuhöld góð og sauðfje alstaðar í góðum hold- um. Vöruskip kaupmanns B. Sigurðssonar kom rjett fyrir páskana til Flateyjar og annað frá hinum sama nokkrum dögum síðan á Skarðsstöð, svo nógar vörur eru nú á þessum kauptúnum. Ný lög'. Staðfest hefir konungur enn fremur þessi lög frá síðasta alþingi, öll 22. marz þ. á.: 24. Farmannalög, i 72 greinum. 25- Lög um löggiltar reglugjörðir sýslu- nefnda (sjá ísaf. f. á. bls. 274). 26. Viðaukalög við tilskip. um veiði á Islandi 20. júní 1849 (bls. 258). 27. Lög um breyting á nokkrum presta- köllum í Dala- og Barðastrandarpró- fastsdæmum (bls. 274). 28. Lög um breyting á 1. gr. í lögum um skipun prestakalla 27. febr. 1880 — Klippstaðarbrauð reist við aptur (bls. 245)- PÓstskipið Laura fór hjeðan aðfara- nótt 2. þ m. á vesturhafnirnar, til ísa- fjarðar lengst, með nokkuð af ferða- fólki, auk þeirra er með henni komu frá útlöndum. Herskipið Ingölíur, yfirmaður Wandel, kom hingað í gær; hafði komið við á Austfjörðum ; á eitthvað að fást við mæl- ingar í sumar. Strandferðaskipið Thyra. Til þess frjettist á Seyðisfirði á útleið 29. f. m.; hafði gengið ferðin fljótt og vel þangað. Dáin hjer í bænum 29. f. m. ekkja Kristín Jónsdóttir, áttræð, móðir Jóns út- vegsbónda Olafssonar í Hlíðarhúsum, merkiskona, atorkusöm og vel metin. Vcrðlaunapening Iiáskólans (gullmeda- iu) í Khöfn, hefir landi vor, Nikulás

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.