Ísafold - 03.05.1890, Blaðsíða 3

Ísafold - 03.05.1890, Blaðsíða 3
143 Runólfsson, aðstoðarmaður við fjölfræð- ingasklóann, fengið í vetur fyrir ritgjörð í náttúrufræði: um gagnsæi i blöndun vökva og dupta með líkum Ijósbrotum. Heiðursmerki. I.andlæknir G. Scliier- leck sæmdur riddarakrossi dannebrogs- orðunnar 1i. f. m. Brauð veitt. Staðastaður veittur af konungi 16. f. m. síra Eiríki Gíslasyni á Breiðabólstað á Skógarströnd, samkvæmt kosningu safnaðarins. «Stumpara-prestur» og «aktsíu- prestur». Æfisögubrot tveggja merkis-guðsmanna, eptir sjálfa þá. Stumpara-presturinn, hinn nafntogaði rithöf- undur og trúarboði, Eiríkur Úlafsson frd Brúnum, ritar á þessa leið, í Heimskringlu 20. marz þ. á.; stafsetningin er hans 'eigin eign og einskis annars (brjefið er hvorki stað- sett nje dagsett): Heill og sæll heiðraði ritstjóri. Jeg Eiríkur Olafsson sem hefi verið í Spanish Fork í Utah, er nu komin hingan alfarin frá Utah. Jeg hefi verið þar mormoD í nokkur ár, enn mjer þokti vera farin að vera griggug trúarbrögðin hya mormonum, gruggið hefur röinar altaf verið á botinum, síðan Brygam tok við kirkjanni, en nu er það farið aðflióta ófaná, eins og möik ofana Siru, svo að mier leist ekki á bíikuna, og fór i burtu frá þeim, og skipaði Bískupi, Georg Snil, ifir Spanish- fork, að strika mittnafn, útúr þeirra bókum, en hann var tregur til þess, og síndist alt vera gott og fagurt, hjá joeim, pó þeir tali tóni og giöri þvert í móti guðs og manna Lögum. |>að er að segja, þvert á móti þeirri Heylögu Skrift, og þvert í móti Landsins Lögum. Jeg ætlaði að fara þaðan firir Jól, en mier giekk stirt að Losna þaðan, því Skrattin og hans þienarar reindu til að halda mier þar kirum þeim þókti það giöra Seingu í gröitn- uin hja þeim, að íeg íæn aifann í burtu úr Utah, ieg sem fór a mission fra þeim, og giórðu mig að Stumpara Presti í 4 ár. Eirik Olafsson. (frá Brúnum). «Aktsíu-presturinn», hinn mikli, nýdubbaði kennimaður landa í Ameríku, Hafsteinn Pjet- ursson, ekki síður nafngreindur ritsmíðasnill- ingur og kirkjulegur afreksmaður en hinn, þótfryngri maður sje og raiklu yngri prestur, — tæpra 3 mánaða, þar setn hinn var prest- ur (stumpara-prestur) í 4 ár —, lýsir í «Sam- einingunni» sínum stórmerkilega æfiferli með- al annars á þessa leið: --------«Árið 1885 var eg hinn einasti Is- lendingur, sem þá las guðfræði við háskól- ann. Eg ritaði það ár 2 stuttar greinar á dönsku um eina eða tvær af hinum nýjustu íslenzku guðfræðisbókum. Onnur greinin kom út í Theologisk Tidskrift, en hin kom út í Nationaltidende 20. dag nóvemberm. 1885. Framtíð mín virtist löndum mínum i Kaup- mannahöfn nœsta glæsileg* (eptir þetta stór- virki, sem sje: að rita «2 stuttar greinar á clönsku um eina eða jafnvel tvær af hinum -nýyustu íslenzku guðfræðisbókunm og sem lcomu meira að segja út báðar, ónnur í Theol. Tidsk., og hin í Nationaltidende þann sögu- lega dag 20. nóv, 1885!). «pví veitti og eptir- tekt mjer algjörlega óþekkt fólk. pað sagði að jeg vœri «aktia» og «fínn pappír,» sem reyndar vantaði hin seinustu undirskript», svo eg hafi þessara manna eigin orð. Hugsunar- háttur þessara manna var orsökiti tii hinna voðalegu andlegu bardaga, sem þjökuðu mjer í nálega samfieytt 4 ár, 1885—89. ] «Sam.»IV. 68 stendur, að eg hafi «bilazt á heilsunni». pað er eigi rjett. Hin andlega og líkamlega heilbrigði mín hefir ávallt verið mjög góð «(þrátt fyrir hina «voðalegu andlegu bardaga» út af hugsunarhætti náungans!);» annars hefði jeg eigi lifað fram á þennan dag». —-------- nAldrei licfir framtíð min vcrið eins glœsileg eins og þegar eg kom aptur til liáskolans 1886. Nú var eg sannarlega «aktía» og «fínn pappír» í augum sumra manna. Hugsunarhattur þessara manua kastaði mjer aptur út í voða- legan andlegan-^uardaga, sem stóð hvíldarlaust í meira en tvö ár. — — — Vinir mínir í Khöfn vildu mjer sjálfsagt vel; en þeir kvöldu mig þó sí og æ með tilboðum, er hlutu að vekja hjá mjer hrylling og viðbjóð. Eg ljet þess vegna prenta lítið kvæði í «pjóðólfi.» 30. dag nóvemberm. 1887. Kvæðið átti að gefa þessum vinum mínum bendingu um að láta mig í friði. En þeir ljetu sjer eigi segjast, þangað til eg með yfiiTýsingu minni í Ber- lingske Tidende bað þá með berum orðum að lofa mjer að vera í friði.» (það var sleggjan, sem hreif, Berlingur!). «pegar hjer var kom- ið, fann eg, að eg mundi eigi geta tekið nœgilega gott prof við háskólann að svo stöddu.» — — — það er «glæsileg» andleg heilbrigði, sem lýsir sjer í æfisögubroti þessu og skrásetning þess, eða hitt heldur! Leturbreytingarnar eru ekki eptir höf. og svigaklausurnar auðvitað ekki heldur. «Ekki eru allar ferðir til fjár»- Ár- angurinn af frumhlaupi «f>jóðólfs» á hendur bæjarstjórninni út af reikningamáli Kr. O. J>. er sá, að hverjum manni er nú sýnilegt, að rit- stjórinn hefir í fyrstunni látið einhvem ó- hlutvandan skúmaskotspúka fleka sig til að kveða upp í lausu íopti áfellis-sleggj'udóm um mál, sem hann þekkir ekki til hálfs og veður því tóman reyk um fram og aptur, að þegar hann sjer, að hann hefir hlaupið á sig, þá ver hann sig eigi einungis með miður sæmi- legum dylgjum, útúrsnúningi og rangfærslum, heldur jafnvel með enn lakari óyndisúrræðnm («missögn» um það, hvers «amtmaður vilji látið getið» o. s. frv.) og að hann er nú ept- ir þessa frammistóðu eflaust miklu fjær því markí og miði en áður, að komast sjálfur í bæ.jarstjórn við næstu áramót — til þess þykjast menn sjá að reflrnir hafi verið skorn- ir með fram —. Hjer má því með sanni segja, að ekki sjeu allar ferðir til fjár. — Bíræfni slíkra blaða sem «þjóð.», þegar þau hafa komið sjer sjálf út í einhverja ófæruna, má marka á því, að hann kallar nú athuga- semdir Isafoldar í síðasti blaði um þett mál «þennan síðasta hringsnúning ísafoldar«, af því þær eru í fyllsta máta samkvæmar því, er áður hafði verið frá skýrt í blaðinu, eins og sjálfsagt er, þegar menn halda sjer við sannleikann; það er furðuleg oftrú á athuga- leysi almennings, að gjöra ráð fyrir, að slíkt axarskapt renni nokkrum manni niður. — Annað eigi síður eptirtektarvert, sem jafnað- arlega bregður fyrir hjá blöðum af «vissu» tagi, er sá göfugmannlegi hugsunarháttur, að ef einhver maður er í hám stöðu, þá sje sjálf- sagt að láta hann varnarlausan fyrir hvers konar áburði; það er ekki «þjóðlegt», að taka svari þess háttar manna, ef þeir eru áreittir saklausir; gjörist nokkur svo djarfur, skal hann undir eins úthrópaður frammi fyrir al- þýðu. «þjóðólfur» endar grein sína síðast á laglegri tilraun í þá átt, — 1 stað þess að Cola di Rie.iizi. skrílnum vóru svo mikil, að ekki heyrðist til hans. Dreif þá á haun örfahríð með grjótkasti, og kom steinu í hönd honum, svo að hann varð að hopa iun aptur, og er þá mælt að hann tárfeldi. Hann varðist þó enn vel, og var dagur að kvóldi kominn er upp- reistarmenn fengu að lokum brotizt inn í húsið; fengu þeir þar handsamað eitt fyrra átrúnaðargoð, rjett í því er hann var að komast undan í dularklæðum. Skríllinn dró hann út úr ráðhúsinu út á strætið, og stóð hann þar einn síns liðs milli þeirra, fölur, þögull og hreyfingarlaus í heila klukkustund, áður en nokkur þyrði hönd á hann að leggja til meingerðar; svo var þá enn svipur hans tigina og yfirbragðið göfugt, að virðingin fyrir honum bægði æði skrílsins frá skemmdarverkum. Loks gekk einhver maður fram úr hópnum og lagði að honum spjóti; þá var eins og það töframagn hyrfi, er haldið hafði skrílnum sem í álöguvn. púsund huefar voru þá á lopti í einni svipan. En flest þau hnefahögg voru ekki annað en misþyrming á liðnu líki. þannig fjell alþýðu-tríbúninn Cola di Bienzi, ættjarðarvinurinn, frelsisvinurinn, ljúfmennið, mælskumaðurinn, snyrtimaðurinn. Hann var gæddur óvenjulegum gáfum, göfugri lund, og æfiferill hans varð óvenjulega misjafn. Hefði hann getað borið meðlæti, mundi hann hafa eptir sig leift einhvern hinn frægasta og göf- ugasta orðstír í sögu mannkynsins. Skáldið Petrarca var vinur hans og hefir hann látið í Ijósi aðdáun sína yfir gáfum hans og mannkostum eptir þeim kynnum, sem hann hafði af honum á hans yngri árum. (J. Ó.). í>að er þægilegt áhald, hljóðberinn. Amerísk saga. Wood kaupmaður lá svo rólegur og ánægju- legur í fjaðrasofanum á skrifstofu sinni, sem þeim einum er lagið, er eigi vita aura sinna tal; og svo var hann að reykja Havana- vindil, svo vænan og góðan, að hann var vel boðlegur hverjum stórhöfðingja og ríkisbubba. Wood kaupmaður þurfti ekki að neita sjer um þetta, þar sem hann var talinn einhver hinn mesti auðmaður í auðmannaborginni Boston. Wood hafði alveg nýskeð tekið það fyrir sig, að fara að græða á svínafeiti, og heppnazt það prýðilega. Dollurunum rigndi í stórdembum dag eptir dag niður yfir aldr- aðan skallann á honum. Hann átti heima í litlu snotru húsi fáeinar enskar mílur frá Boston. Hiis þetta var alveg fullt af alls konar dýrgripum. Vegg- irnir voru tjaldaðir dýrindis-vefnaði og al- þaktir alls konar litmyndum, sem hver um sig kostaði mörg þúsund dollara. Um þær mundir var það, er prófessor Bell hugsaði upp hljóðberann (telefóninu), og óðara en Wood heyrði þess merkilega verk- færis getið, ásetti hann sjer, að verða fyrstur manna í Boston til þess að leggja hljóðbera milli heimilis síns og skrifstofunuar inui í borginni. Hann sá, að það gæti orðið bæði þægilegt og skemmtilegt. |>á gæti konan

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.